Morgunblaðið - 30.03.2008, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 30.03.2008, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. MARS 2008 59 „ÞETTA er bara svona frekar lítil sýning í litlu galleríi, við erum algert auka- atriði þarna,“ segir Jón Þór Birgisson, söngvari og gítarleikari í hljómsveit- inni Sigurrós, en hann og kærasti hans, myndlistarmaðurinn Alex Somers, halda sýningu undir formerkjum Riceboy Sleeps í Agency-galleríinu í Lond- on í næsta mánuði. Sýningin verður opnuð 10. apríl og stendur til 17. maí. „Við vorum í London og vorum eitthvað að skoða gallerí og sýningarsali og römbuðum á þetta. Við töluðum við konuna þar og leist svona helvíti vel á hana, hún var svo hress og ákveðin,“ segir Jónsi. Á sýningunni verða teikningar sem gerðar eru í gamlar bækur og síðan ljósmyndaðar og rammaðar inn. Þar verða líka sýndar stuttmyndir eftir þá sem þeir tóku á átta millimetra filmu. Jónsi segir enga fasta verkaskipt- ingu á milli sín og Alex við vinnuna. „Það er bara svona tvist og bast, við tökum það sem hendi er næst og ger- um eitthvað úr því. Teiknum myndir og söfnum saman gömlum bókum og ljósmyndum og síðan vinnum við mikið með þetta í tölvu.“ Riceboy Sleeps kom fyrst fram á sjónarsviðið fyrir tveimur árum með sýningu í Gallery Turpentine og út- gáfu á lítilli bók með teikningum. Þetta verður þeirra þriðja einkasýn- ing, en auk þess hafa þeir tekið þátt í listahátíðinni Sequences og al- þjóðlegri listasýningu í Melbourne í Ástralíu. Riceboy Sleeps sýnir í London Riceboy Sleeps Alex Somers og Jón Þór Birgisson. THANDIE Newton segir barn- eignir hafa bætt sjálfsmynd sína til muna. Hún á tvær dætur, Rip- ley sjö ára og Nico þriggja ára. Newton þjáðist lengi af átrösk- un en segist hafa fengið hugljóm- un þegar eldri dóttirin fæddist. „Mér fannst ég alltaf þurfa að vera betri og klárari til þess að fólki þætti eitthvað til mín koma. Mér datt ekki í hug að einhver hefði áhuga á mér eins og ég er. Mörg- um fannst ég kuldaleg, en í raun- inni var ég bara ofboðslega feim- in.“ Hún segir að það að þurfa að vera annarri manneskju fyrirmynd hafi vakið hana til umhugsunar. „Það var þungu fargi af mér létt. Þetta gerist ekki hjá öllum nýbök- uðum mæðrum, en svona var þetta hjá mér.“ Reuters Thandie Newton Alveg ófeimin. Börnin læknuðu feimnina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.