Morgunblaðið - 30.03.2008, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. MARS 2008 43
Vönduð og persónuleg þjónusta
Inger Steinsson,
útfararstjóri,
s. 691 0919
Sími 551 7080
Bárugötu 4, 101 Reykjavík.
Ólafur Örn
útfararstjóri,
s. 896 6544
Inger Rós
útfararþj.,
s. 691 0919
Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur
Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar
Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is
Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt
Komum heim til aðstandenda ef óskað er
Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför
Hermann Jónasson Yvonne Tix
Útfararþjónusta
Davíðs Ósvaldssonar ehf.
Davíð Ósvaldsson
Útfararstjóri
S. 896 6988 / 553 6699
Óli Pétur Friðþjófsson
Útfararstjóri
S. 892 8947 / 565 6511
✝
Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu
okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar
elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
HALLDÓRU ÓSKARSDÓTTUR
frá Hábæ,
Þykkvabæ,
lengst af búsett í Hjarðartúni 12,
Ólafsvík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Droplaugastaða og
göngudeildar 11 E fyrir góða umönnun.
Unnsteinn Tómasson, Ingibjörg Högnadóttir,
Guðmundur Tómasson, Hjördís Harðardóttir,
Ágústa Tómasdóttir, Tryggvi K. Eiríksson,
Óskar Tómasson,
Sesselja Tómasdóttir, Bárður H. Tryggvason,
Þórhildur Tómasdóttir,
Steinunn Tómasdóttir, Þröstur Leósson,
Njörður Tómasson, Gunnhildur L. Marteinsdóttir,
Goði Tómasson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
hlýhug og samúð við andlát og útför hjartkærs
sambýlismanns míns, elskulegs föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
REYNIS KRISTINSSONAR
bifreiðastjóra,
Þórðarsveig 6,
Reykjavík.
Guð blessi ykkur öll.
Sérstakar þakkir sendum við einstöku starfsfólki
líknardeildar Landspítalans í Kópavogi.
Björg Stefánsdóttir,
Elín Reynisdóttir, Bárður Smárason,
Vilborg Reynisdóttir, Jónas Karl Harðarson,
Kristín Reynisdóttir, Jakob Holm,
Erna Reynisdóttir, Herbert E. Pedersen,
afabörn og langafabörn.
✝
Við sendum innilegar þakkir til allra sem sýndu
okkur samúð og vináttu vegna andláts elsku föður
okkar, tengdaföður, afa og langafa,
JENS PÉTURSSONAR,
Grettisgötu 72,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks A-6 Landspítala
Fossvogi.
Þröstur Jensson, Hanna Kr. Hallgrímsdóttir,
Stefanía Jensdóttir, Geir Garðarsson,
Gíslína Jensdóttir, Sigurður Einarsson,
Svava Jensdóttir, Kristófer Pálsson,
Höskuldur Jensson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Þökkum innilega öllum þeim sem auðsýndu okkur
samúð og hlýju vegna andláts og útfarar
fósturmóður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
HÓLMFRÍÐAR ÞÓRODDSDÓTTUR,
hjúkrunarheimilinu Skjóli.
Jafnframt sendum við starfsfólki þriðju hæðar á
Skjóli bestu þakkir fyrir umönnunina.
Jóhanna Gunnþórsdóttir, Brynjólfur Lárentsíusson,
Sveinmar Gunnþórsson, Kristín Pálsdóttir,
Þórey Skúladóttir, Jón V. Guðjónsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir þeim sem sýndu okkur samúð og
hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegrar móður
okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og
langalangömmu,
PETREU AÐALHEIÐAR RÖGNVALDSDÓTTUR,
(Háaskála),
Ólafsfirði.
Ásta Axelsdóttir, Valgeir Ásbjörnsson,
Sveinbjörn Axelsson,
Sæunn Axelsdóttir, Ásgeir Ásgeirsson,
Lára Axelsdóttir, Ómar Þórisson,
Hanna Brynja Axelsdóttir, Jón Þór Björnsson,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir sendum við til allra sem sýndu
okkur samúð og vináttu vegna andláts ástkærs
eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa
og langafa,
J. SIGURÐAR GUNNSTEINSSONAR
fyrrverandi starfsmanns
Loftleiða/Flugleiða,
Vogatungu 45,
Kópavogi.
Margrét Anna Jónsdóttir,
Gunnsteinn Sigurðsson, Dýrleif Egilsdóttir,
Þorgerður Ester Sigurðardóttir, Einar Ólafsson,
Jón Grétar Sigurðsson, Sveinbjörg Eggertsdóttir,
Anna Sigríður Sigurðardóttir, Guðni Einarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Látin er Jónína S.
Gísladóttir. Hún var
um margra ára skeið
einn mesti stuðnings- og velgjörð-
armaður hjartadeilda Landspítal-
ans. Með stofnun öflugs gjafa- og
styrktarsjóðs vildi hún styrkja og
efla hjartalækningar við spítalann.
Hún þekkti vel til og vissi að til þess
að unnt væri að beita nýjustu lækn-
ingaaðferðum yrðu að vera til full-
komin lækningatæki á Íslandi. Sjóð-
ur hennar hefur styrkt kaup á
margvíslegum slíkum tækjum og
munar þar mest um hjartaþræðing-
artæki, sem keypt voru fyrir fé úr
sjóðnum fyrir sjö árum. Þegar nú
Jónína Sigríður
Gísladóttir
✝ Jónína SigríðurGísladóttir
fæddist 8. desember
1921. Hún andaðist
á St. Jósefs-
spítalanum í Hafn-
arfirði 18. mars síð-
astliðinn.
Útför Jónínu fór
fram frá Dómkirkj-
unni í Reykjavík 27.
mars sl.
liggur fyrir að endur-
nýja þarf hjartaþræð-
ingartækin er enn
horft til sjóðsins enda
kosta slík tæki mikla
fjármuni.
Auk þessa vildi
Jónína að þjónusta við
hjartasjúklinga yrði
bætt og velferð þeirra
þannig aukin og lagði
hún sitt af mörkum til
þess. Með afgerandi
stuðningi sínum sýndi
hún framsýni og djúp-
an skilning á þörfum
sjúkradeilda fyrir tækjabúnað og
aðstöðu.
Jónína var hógvær kona, sem var
lítið fyrir að auglýsa sjálfa sig en lét
fremur verkin tala. Við sem höfum
átt samskipti við hana til margra
ára minnumst hennar með miklu
þakklæti fyrir þá ræktarsemi og
velvilja, sem hún sýndi hjartadeild-
unum á Landspítalanum fyrr og síð-
ar. Við vottum börnum hennar og
öðrum aðstandendum samúð okkar.
Blessuð sé minning hennar.
Gestur Þorgeirsson.
miðdepill samgangna vestur og norð-
ur um land og þar héldu stjórnmála-
menn gjarnan fundi og réðu ráðum
sínum. Þarna kynntist hún vel
klækjapólitík, baktjaldamakki og
undirferli þess tíma, „en líka hitt,“
sagði hún, „að maður á að þegja.“ Og
við það stóð hún og fór með í gröfina
mörg vel varðveitt pólitísk leyndar-
mál, sem gaman hefði verið að fá vitn-
eskju um frá glöggum sjónar- og
heyrnarvotti.
Svo liðu nokkur ár sem Magga
stjórnaði mötuneytum, í Reykholti á
veturna og Laugarvatni á sumrin.
Það er til marks um það í hve miklum
metum hún var hjá yfirboðurum sín-
um, að þegar gjaldkerinn spurði
Bjarna á Laugarvatni, hvað ráðskon-
an ætti að fá í kaup, svaraði hann á þá
leið að best væri að hún réði því sjálf,
og var þó Bjarni þekktur að öðru en
að afsala sér boðvaldi því sem hann
hafði yfir sínu starfsfólki og sínum
stofnunum. Möggu fannst mikið til
um það úrvalsfólk, sem hún kynntist í
gegnum starf sitt á þessum stofnun-
um og fannst hún læra þar margt,
sem kom sér vel síðar.
Um miðja öldina logaði þjóðfélagið
upp úr og niðrúr í hörðum átökum
stétta og pólitískra flokka. Verkalýðs-
hreyfingunni hafði vaxið fiskur um
hrygg á veltiárum stríðsins en öllum
voru atvinnuleysi og bág kjör kreppu-
áranna í fersku minni. Þegar harðnaði
á dalnum í kjölfar stríðsins vörðust
verkalýðsfélög af mikilli hörku og
gerðu kröfur um fulla atvinnu og bætt
kjör. Jafnframt hófu stjórnmálaflokk-
arnir harða baráttu um yfirráð yfir
verkalýðshreyfingunni, „svo að segja
mátti að barist væri um hvern þuml-
ung í öllum stéttarfélögum í Reykja-
vík“, sagði Magga í viðtali við mig á
aldarafmæli sínu. Inn í þessa baráttu
sogaðist hún þegar hún skipulagði að-
gerðir starfsfólks á Kleppi gegn
kjaralækkun fyrir jólin 1952 og það
vannst fullnaðarsigur. Þetta varð til
þess að um hana myndaðist stuðn-
ingshópur og hún var kosin formaður
Sóknar 1956 og gegndi því starfi í 16
ár, ólaunað í fyrstu en í hálfu launuðu
starfi síðustu þrjú árin. Fyrstu árin
hélt hún áfram sem matráðskona á
Landspítalanum á talsvert betri laun-
um en Sóknartaxtarnir gáfu, en til
þess að fá rýmri tíma til að sinna fé-
lagsmálunum færði hún sig um set í
þvottahúsið á miklu lægri launum.
Slík fórnarlund var ekki óalgeng með-
al frumherjanna í árdaga verkalýðs-
hreyfingarinnar. Á þessum árum var
Magga iðulega í eldlínu baráttunnar.
Umönnunarstéttirnar áttu þá sem nú
erfitt um vik með að beita beittasta
vopni verkalýðsins, verkfallsvopninu,
sér til framdráttar í kjarabaráttu
sinni. Oft fannst henni lítið fara fyrir
samábyrgð alls verkafólks og sitt fólk
verða út undan við lausn þeirra miklu
átaka um kjaramál, sem þá skóku
þjóðfélagið með skömmu millibili og
þeir best stæðu hrifsa til sín stærri
hluta af kökunni en þeim bar á loka-
stigum baráttunnar. Þá lét hún sam-
herjana heyra sína skoðun og skóf
ekki utan af hlutunum, háðsk og
tunguhvöss svo að oft sveið undan.
Þótt mörgu hafi miðað til betri vegar
síðan Magga hætti að láta til sín heyra
á þeim vettvangi veitti sennilega ekki
af að ráðamenn þjóðfélagsins fengju
að heyra tæpitungulaust hvað má til
betri vegar fara í þeim efnum.
Magga átti því láni að fagna að vera
heilsuhraust alla sína löngu ævi, en
hefur þó sennilega orðið hvíldinni feg-
in eftir viðburðaríka og stormasama
ævi. Ég kveð mína kæru vinkonu með
söknuði.
Ólafur Hannibalsson.