Morgunblaðið - 30.03.2008, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.03.2008, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. MARS 2008 19 Leikstjórinn öskraði á Collins að þar sem hún væri 30 árum yngri en gamla skarið ætti henni ekki að verða skotaskuld úr því að grípa fast um ökkla hennar og reima skóna. „Bros- viprur fóru um andlit Bette á meðan ég var niðurlægð fyrir framan alla,“ segir Collins sem eftir snuprurnar beit á jaxlinn, tók þéttingsfast um fót Davis og lauk verkinu með sóma og sann. Upp frá þessu lét Davis hana í friði. Ég og aðeins ég „Ég lærði margar lexíur af að vinna með Davis. Ég lærði að það er mikilvægt að vera alltaf vingjarnleg og kurteis við yngri leikara, sem oft eru hræddir og óöruggir, sérstaklega kringum stórar stjörnur. Sem fag- manneskja kannaði ég aðferðir Davis og veitti athygli hversu snilldarlega hún tók yfir sviðið. Stundum þurfti hún ekki einu sinni að hreyfa vöðva, aðeins lygna þessum undraverðu augum sínum. Hún gat túlkað tilfinn- ingar með því einu að depla auga eða draga andann lítillega,“ segir Collins og leynir ekki aðdáun sinni. Ein setning Elísabetar I. í Mey- drottningunni er henni sérstaklega minnisstæð, enda speglar hún að hennar mati jafnt líf hinnar látnu leikkonu sem drottningarinnar, sem hún túlkaði með svo eftirminnilegum hætti: „Það er ég sem set reglurnar í þessu herbergi, ég og aðeins ég,“ sagði Davis í hlutverki Elísabetar I. „Bette setti reglurnar í hverju her- bergi og hvar sem hún fór,“ segir Collins. Mörgum árum síðar lágu leiðir Bette Davis og Joan Collins aftur saman á Nótt 100 stjarna-hátíðinni í New York. Þegar þar var komið sögu naut Collins töluverðrar velgengni og virðingar fyrir leik sinn í Dynasty og var því boðið að deila búningsherbergi með goðsögnunum Jane Russel, Gin- ger Rogers, Lillian Gish og síðast en ekki síst: Bette Davis. Löng frásögn af lítilli flík Eins og alla jafna af viðlíka tilefni var Collins í afar skjóllitlum kjól, hönnuðum af Nolan Miller, sérlegum fatahönnuði Dynasty-þáttanna. Í minningargreininni lýsir hún sam- skiptum þeirra Davis í búnings- herberginu þetta kvöld. „Bette, sem var klædd eins og gömul amma, sat í hægindastól, keðjureykti og mældi mig út frá toppi til táar þar sem ég puntaði mig fyrir framan spegilinn. Síðan sagði hún háðslega í þessum furðulega klemmda tón: „Þú ert næst- um því í kjól.“ „Já, og það þarf að laga aðeins pils- ið, viltu toga faldinn aðeins niður, Bette mín?“ [sagði Collins]. Prímadonnan stórfenglega stóð virðulega á fætur með logandi sígar- ettuna í munnvikinu og rykkti örlítið í faldinn. Næsta morgun hringdi hún í hönnuðinn til að kvarta: „Hvernig gastu látið Collins-stelpuna vera í svona svívirðilega afhjúpandi flík- um?“ spurði Bette.““ Atburðurinn er augljóslega greypt- ur í minni Collins sem af tæfuskap sínum hefur líkast til haft gaman af að vera sjálf svona mikil skutla þegar farið var að halla undan fæti hjá Davis og hún orðin „ömmuleg“, eins og Coll- ins lýsir henni. Stundum segja minn- ingargreinar meira um höfund þeirra en þann skrifað er um. Fleygir frasar Collins lofar leikhæfileika Davis í bak og fyrir og rifjar upp ýmsa fleyga frasa úr kvikmyndum hennar, sem Davis sjálf hafði síðar gaman af að endurtaka í ýmsum spjallþáttum. Til að mynda þegar hún sem Madge, kynhungruð dóttir plantekrueiganda í Kofanum á baðmullarakrinum (Cabin in the Cotton) mælir líkama Richards Barthelmess út með velþóknun og segir ósvífnislega: „Ég myndi alveg vilja kyssa þig en ég var bara að þvo á mér hárið.“ „Því að biðja um tunglið, Jerry, þegar við höfum stjörnurnar,“ er setning sem mörgum er minnisstæð úr Núna, sæfari (Now Voyager) og Davis beinir til Pauls Henreid þar sem þau reykja saman makindalega og rómantísk. Tveir Óskarar Collins var við Óskarsverðlaunaaf- hendinguna 1956 og kveðst hafa fundið til með Bette Davis þegar hún afhenti Marlon Brando Óskarinn fyr- ir besta leik í karlhlutverki. Þrátt fyr- ir 11 tilnefningar, vann Davis verð- launin aðeins tvisvar sinnum, fyrir Hættuleg (Dangerous) 1936 og Jeze- bel 1939. Eflaust eru margir sama sinnis og Collins, sem finnst til skammar að Óskarsakademían hafi aldrei veitt Davis heiðursverðlaun fyrir ævistarf sitt. „Kannski var of mikill töggur í henni fyrir Hollywood þar sem kon- urnar áttu að vera þægar og auð- sveipar,“ gerir Collins sér í hug- arlund og heldur áfram: „Hún var líka oft upp á kant við stórlaxana og hafnaði reglulega hlutverkum sem henni fannst ekki hæfa sér. Ég hef mikið stúderað kvikmyndir hennar og reynt að ljá sumum persónunum sem ég túlka þá einbeitni og þann styrk sem Davis náði alltaf fram,“ segir Collins. Tæfur fyrr og síðar Fyrsta hugsun hennar þegar hún fékk hlutverk Alexis í Dynasty var hvernig Davis hefði nálgast per- sónuna. „Umboðsmaðurinn minn lýsti henni sem „virkilega safaríkri tæfu“, af þeirri gerð sem Bette Davis hefði leikið á hátindi ferils síns.“ Og Collins líkir Alexis við fjölda persóna sem Davis túlkaði; kvenna sem voru slóttugar og stjórnsamar en heillandi og beittu kyntöfrum sín- um óspart til að ná sínu fram. Sumir kalla þær tæfur. Tæfur Joan Collins hafa þó varla komist með tærnar þar sem sumar tæfur Bette Davis höfðu hælana. stuðningsmannaklúbbur landsliðs- ins beitti sér af krafti í málinu. Það var þó ekki fyrr en forseti landsins sjálfur, Željko Komšić, lét til sín taka að skriður komst á það. Í upphafi þessa árs fékk Pjanić vegabréf sitt loksins í hendur. Í sam- tali við bosnískt dagblað lýsti hann því yfir að það væri stærsti dagur lífs síns til þessa. Einn skugga bar þó á, hann gæti ekki leikið við hlið átrúnaðargoða sinna, Sergej Barba- rez og Hasan Salihamidžić, en þeir eru báðir hættir að leika með lands- liðinu. Pjanić hefur verið á mála hjá Metz frá árinu 2003. Hann þreytti frum- raun sína með aðalliði félagsins í upphafi tímabilsins og hefur gert níu mörk í 21 leik. Hann hefur verið ljós- ið í myrkrinu en Metz hefur verið geirneglt við botn deildarinnar í all- an vetur. Er nú þrettán stigum á eft- ir Toulouse sem er næstneðst. Líkt við Platini og Zidane Pjanić hefur leikið fyrir aftan mið- herja Metz en hann er sagður kunna vel við sig á vængjunum líka. Hann er skytta góð með báðum fótum og einstaklega teknískur í þokkabót. Pjanić er meðalmaður á hæð en heldur léttur enn sem komið er, að- eins 68 kg, og í því er helsti veikleiki hans fólginn. En hann er ungur að árum og nægur tími til að bæta kjöti á beinin. Það er tíska að líkja ungstirnum við eldri og sigldari leikmenn og Pja- nić er þar engin undantekning. Frökkum þykir þeir eiga heilmikið í honum og hafa meira að segja gerst svo djarfir að máta hann við erki- sparkendur sína, Michel Platini og Zinedine Zidane, þegar þeir voru ungir enda hefur hann svipað hlut- verk á vellinum. Algengast er þó að menn beri Pjanić saman við núver- andi skrautfjöður franska landsliðs- ins, Franck Ribéry. Það er ekki leið- um að líkjast. Síðan kemur Joe Cole óhjákvæmilega upp í hugann, þó ekki sé nema útlitsins vegna. Listi yfir ríkustu félög heims var birtur í Morgunblaðinu í vikunni og svei mér ef þau tíu efstu hafa ekki öll verið að fylgjast með Pjanić – svo vitað sé. Oftast eru Real Madrid, AC Milan, Bayern München, Liverpool og nú síðast Arsenal nefnd í þessu sambandi. Á bosnískri heimasíðu kappans, miralem-pjanic.com, eru aðdáendur hans spurðir hvert þeir vilji helst að hann fari. Flestir nefna þar Arsenal (32,9%) en næst á eftir koma Bæjarar með 16,3%. Knattspyrnan aðalatriðið Staðfest er að Olympique Mar- seille bar víurnar í Pjanić í jan- úarglugganum en ekki varð af þeim vistaskiptum. Af því tilefni upplýsti leikmaðurinn að honum hugnuðust franska og spænska knattspyrnan best en „aðalatriðið er að leika knattspyrnu. Peningarnir koma síð- ar.“ Pjanić skrifaði undir þriggja ára samning við Metz í nóvember í fyrra og sagði við það tækifæri að hlut- irnir hefðu gerst hratt. „Félagið gaf mér tækifæri til að sýna hvað í mig er spunnið og það skiptir mestu máli. Það er ein ástæðan fyrir því að ég ákvað að vera um kyrrt hjá Metz.“ Faðir Pjanić bætti við að ekki væri tímabært fyrir hann að færa sig um set til stærra félags að sinni enda yrði hann að líkindum aðallega lát- inn verma varamannabekkinn þar. Ætli þeim snúist hugur þegar Metz tekur sæti í annarri deild í sumar? Efnilegur Miralem Pjanić. » Frökkum þykir þeir eiga heilmikið í hon- um og hafa meira að segja gerst svo djarfir að máta hann við erki- sparkendur sína, Michel Platini og Zinedine Zid- ane, þegar þeir voru ungir enda hefur hann svipað hlutverk á vell- inum. »Ruth Elizabeth Davis fæddist5. apríl 1908 í Lowell í Massachusetts í Bandaríkjunum. »Foreldrar hennar voru mót-mælendatrúar af enskum, frönskum og velskum uppruna. »Davis lék í fjölda kvikmynda,þeirri fyrstu, The Bad Sister, árið 1931. »Hún var ellefu sinnum til-nefnd til Óskarsverðlauna og vann þau tvisvar, árið 1935 fyrir Hættuleg (Dangerous) og 1938 fyrir Jezebel. »Bette Davis var fjórgift. »Hún lést 6. október 1989 íFrakklandi. »Frímerki með mynd af henni íseríunni Goðsagnir Holly- wood verður gefið út í tilefni af að 100 ár eru frá fæðingu hennar. BETTE DAVIS »Joan Henrietta Collins fædd-ist 23. maí 1933 í London. »Faðir hennar var umboðs-maður, sem m.a. hafði The Beatles og Tom Jones á sínum snærum um skeið. »Joan Collins á fjögur hjóna-bönd að baki og er nú gift Percy Gibson, sem er 32 árum yngri en hún. »Fyrsta myndin sem hún lék ívar Ég trúi á þig (I believe in you) 1952. »Á áttunda áratugnum lék húní myndum, byggðum á bókum systur hennar Jackie. »Á níunda áratugnum fékk húnhlutverk Alexis í framhalds- þáttunum Dynasty og hefur síðan leikið í mörgum sjónvarpsseríum. Einnig hefur hún skrifað nokkrar bækur. JOAN COLLINS Útflutningsráð Íslands og Háskólinn í Reykjavík bjóða til morgunverðarfundar um markaðslegan ávinning fyrirtækja af samfélagslegri ábyrgð, miðvikudaginn 2. apríl 2008 á Grand Hótel kl. 08.30-10.00. Fundurinn er öllum opinn en skráning fer fram í s. 511 4000 eða með tölvupósti á netfangið utflutningsrad@utflutningsrad.is. Nánari upplýsingar um fundinn gefur Inga Hlín Pálsdóttir hjá Útflutningsráði, inga@utflutningsrad.is. FYRIRTÆKI OG FRAMTÍÐIN Ávinningur af samfélagslega ábyrgum viðskiptum Dagskrá: Opnun - Hvað er samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja (CSR)? Páll Ásgeir Davíðsson, sérfræðingur hjá Háskólanum í Reykjavík. Corporate Responsibility – from challenges to opportunities. Elin Myrmel-Johansen, framkvæmdastjóri , Storebrand, Noregi. Can CSR and commercial opportunities go hand in hand? Henrik Marstrand, framkvæmdastjóri, Mater a/s, Danmörku. Vinningshafi Wallpaper tímaritsins í Bretlandi - "Best Debut Design Brand 2007." Nordic Business Outreach. Ragna Sara Jónsdóttir, sérfræðingur hjá utanríkisráðuneytinu / UNDP. Fundarstjóri: Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. PIP A R • S ÍA • 8 0 6 2 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.