Morgunblaðið - 30.03.2008, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 30.03.2008, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. MARS 2008 41 MINNINGAR Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson Englasteinar Helluhrauni 10 Sími 565 2566 - www.englasteinar.is Fallegir legsteinar á góðu verði ✝ Ástkær fósturmóðir mín, tengdamóðir, amma, langamma, frænka og mágkona, ELÍN KRISTÍN KRISTINSDÓTTIR, dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, áður til heimilis að Merkurteigi 1, lést á Sjúkrahúsi Akraness fimmtudaginn 27. mars. Útför hennar verður gerð frá Akraneskirkju föstudaginn 4. apríl kl. 14.00. Kristín Líndal Hallbjörnsdóttir, Garðar Guðjónsson, Emilía Íris L. Garðarsdóttir, Bragi Steingrímsson, Garðar Snær Bragason, Ólafur Kristinn Bragason, Emilía Líndal Gísladóttir, Petrea Kristín Karlsdóttir. ✝ Eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, GUNNAR V. ARNKELSSON fyrrv. kaupmaður, Hrafnistu, Reykjavík, lést föstudaginn 28. mars. Að ósk hans fer jarðarförin fram í kyrrþey. Sigríður Símonardóttir, Valgerður K. Gunnarsdóttir, Guðmundur S. Sveinsson, Símon Á. Gunnarsson, Guðrún M. Benediktsdóttir, Kristján Gunnarsson, Sjöfn Sigþórsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ VILHJÁLMUR SIGURÐSSON, Krossbæ í Nesjum, Hornafirði, lést á hjúkrunarheimilinu Skjólgarði, Höfn, þriðju- daginn 25. mars. Systkini hins látna. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÁSTVALDUR MAGNÚSSON, Breiðagerði 8, Reykjavík, andaðist fimmtudaginn 27. mars á Landspítalanum Fossvogi. Útför hans fer fram frá Langholtskirkju mánudaginn 7. apríl kl. 15.00. Dóra Steinunn Ástvaldsdóttir, Ragnar Ragnarsson, Þorgeir Ástvaldsson, Ásta Eyjólfsdóttir, Magnús Ástvaldsson, Pétur Ástvaldsson, Elísabet M. Jónasdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Systir okkar og mágkona, ÞÓRUNN GUÐMUNDSDÓTTIR JENSEN myndlistarmaður, lést fimmtudaginn 27. mars á heimili sínu í Alleröd í Danmörku. Útför hennar verður gerð þar miðvikudaginn 2. apríl. Sigríður Guðmundsdóttir Brown, Sveinn Guðmundsson, Hulda H. Guðmundsson, Björg Einarsdóttir. ✝ Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir og afi, ÚLFAR JÓN ANDRÉSSON, Borgarheiði 8v, Hveragerði, lést á heimili sínu miðvikudaginn 26. mars. Hann verður jarðsunginn frá Kotstrandarkirkju þriðjudaginn 1. apríl kl. 15.00. Andrés Úlfarsson, Steinunn M. Sigurðardóttir, Elín Úlfarsdóttir, Pétur Vilhjálmsson, Ólöf D. Úlfarsdóttir, Gunnar Th. Gunnarsson, Jökull Úlfarsson, Inga L. Karlsdóttir, Guðrún B. Úlfarsdóttir, Björn A. Magnússon og barnabörn. Hún mamma er dá- in. Það var hræðilega erfitt að heyra hana Berglindi, systur mína, segja mér þessi orð í síma, þar sem ég var stödd erlendis í fríi ásamt Árna, Hilmari og Guðrúnu Idu. Við mamma höfðum alltaf verið mjög nánar og sú tilhugsun að ég ætti ekki eftir að hitta hana aftur var óbærileg. Mér fannst líka mjög sorg- legt að börnin mín ættu ekki eftir að eiga fleiri stundir með þessari ynd- islegu ömmu. Þrátt fyrir erfið veik- indi hennar hafði hún hvatt okkur af öllu hjarta til að fara í fríið þó að ég væri mjög hikandi. En eins og svo oft áður vildi hún öðrum alltaf það besta og sagði mér að hafa ekki neinar áhyggjur af sér. Hún kom heim til okkar, ásamt pabba, beint úr lækn- isskoðun af Landspítalanum, til að kveðja okkur áður en við lögðum af stað út á flugvöll. Þó að hún væri mjög veikburða kvartaði hún ekki, knúsaði okkur öll. Hún var svo glöð að við værum að fara úr kuldanum og í sólina. Fyrir mig var þetta mjög erf- ið kveðjustund, ég hélt lengi utan um mömmu því ég vildi ekki sleppa henni. Eftir að hún var farin grét ég svo sárt því ég hafði svo miklar áhyggjur af henni. Og eins og kom svo í ljós tæplega tveimur vikum síð- ar reyndist þetta vera okkar hinsta kveðjustund á meðan hún lifði. Ég á margar og góðar minningar um mömmu. Hún var alltaf einstak- lega ljúf og góð, róleg og yfirveguð, skilningsrík og hjálpfús. Hún var kletturinn í okkar lífi. Sama hvað á dundi þá virtist ekkert hagga henni. Hún hugsaði alltaf vel um okkur systkinin. Þegar við vorum börn passaði hún vel upp á að við værum hrein og fín. Á kvöldin þegar hún var búin að baða okkur signdi hún okkur áður en hún klæddi okkur í náttfötin. Eftir að hafa lesið fyrir okkur á kvöldin fór mamma með bænirnar, söng oft Sofðu unga ástin mín og end- aði svo á því að klóra okkur á bakinu sem okkur fannst það allra besta! Mamma dáði og elskaði barna- börnin sín. Í hvert sinn sem ég fór í heimsókn upp í Mosó með Hilmar og Guðrúnu Idu, tók hún þeim með opn- um örnum og það lifnaði svo yfir henni að fá englana sína í heimsókn. Hún gaf þeim svo oft íspinna og naut þess að fylgjast með þeim háma ísinn í sig. Þó að mamma hafi verið mjög veik kvartaði hún svo til aldrei og var mjög ósérhlífin. Hún sagði stundum; æ þetta er nú meira vesenið á mér! Við dáðumst öll að krafti hennar og þrautseigju. Fljótlega eftir að í ljós kom hversu alvarlega veik hún var sagði hún við mig að sér þætti verst að missa af barnabörnunum sínum. En svo bætti hún við, „ég veit reynd- ar að ég fæ að fylgjast með þeim áfram“. Ég trúi því að hún verði áfram hjá okkur sem verndarengill og það er mikil huggun að vita til þess að hún sé laus við allar þjáningarnar. Við þökkum innilega öllu því góða fólki sem hjúkraði mömmu í veikind- um hennar og veitti henni styrk. Ég þakka einnig öllum þeim vinum og ættingjum mömmu og pabba sem hafa hringt og sent blóm og kveðjur til pabba og Fjalars, sem sakna mömmu sárt. Fjalar var henni sér- staklega kær og þau voru góðir sálu- félagar. Ég hef misst yndislega móður, Árni hefur misst góða tengdamóður og börnin okkar, Sólon, Hilmar og Guðrún Ida, hafa misst ljúfa ömmu. Við munum sakna hennar sárt um ókomin ár og halda minningu hennar lifandi fyrir börnin okkar. Guð blessi þig, elsku mamma mín. Svanlaug Ida. Meira: mbl.is/minningar Hulda Jónsdóttir ✝ Hulda Jóns-dóttir fæddist í Reykjavík 16. októ- ber 1937. Hún lést á heimili sínu í Mos- fellsbæ 9. mars síð- astliðinn og var jarðsungin frá Graf- arvogskirkju 18. mars. Góð kona. Þetta er mín helsta minning um hana mömmu. Já, og ég meina þetta svo innilega og veit að þetta er svo rétt lýsing á henni mömmu, eitt- hvað svo afskaplega GÓÐ kona. Blíð og góð. Alltaf svo innilega til í að gera eitthvað fyrir alla og vildi sem minnst láta fyrir sjálfri sér hafa, „verið nú ekk- ert að hafa fyrir mér, vertu nú ekki að eyða tímanum í mig, gerðu nú frekar eitt- hvað fyrir þig, Berglind mín“. Svona var hún. Það rifjast auðvitað margt upp þegar kallið er komið. Við áttum svo sannarlega ekki von á að það kæmi svona fljótt en það kom. Mamma var greind með krabbamein í brisi rétt fyrir síðustu jól. Við eyddum að- fangadegi hér saman að venju og ég hugsaði að þetta gæti jafnvel orðið síðustu jólin með mömmu, ég held að hún hafi vitað það líka. Kallið kom svo óvænt og mun fyrr en nokkurn óraði fyrir þótt ég leiddi alltaf hugann að því af og til. Maður er víst aldrei tilbúinn. Það er þó huggun í því að mömmu hryllti við því að þurfa að liggja á sjúkrahúsi mikið veik og ósjálfbjarga, til þess kom aldrei. Það er eitthvað svo sterk minning- in um góðmennsku mömmu. Hún var svo óeigingjörn og þolinmóð við okk- ur, alveg sama á hverju gekk. Vildi allt fyrir okkur gera, stappaði í okkur stálinu ef eitthvað fór úrskeiðis og hvatti okkur áfram. Það var alveg sama hvað við vorum að gera, bara ef það var gaman hjá okkur þá var mamma svo ánægð. Mamma fór alltaf með „Faðir vor- ið“ fyrir mig og klóraði mér á bakinu í leiðinni þegar ég fór að sofa. Ég man það svo vel hvað mér þótti þetta gott og bað hana alltaf að fara aftur og aft- ur með bænina bara til að fá meira klór. Það situr líka svo í mér að hún söng svo oft fyrir mig „Sofðu unga ástin mín“, þetta hef ég mikið sungið fyrir stelpurnar mínar. Það verður notalegt að heyra þetta sungið í kirkj- unni í dag. Og allar litlu bænirnar sem hún fór með fyrir mig skiluðu sér til minna stelpna. Og alltaf þegar ég kom inn með ískaldar hendurnar tók hún þær alltaf og stakk þeim beint inn á magann á sér til að hlýja mér, þetta geri ég líka við stelpurnar mín- ar. Ég gæti líklega skrifað enn meira um mömmu og hennar góðmennsku, en þetta er nú bara ósköp einfalt mál, hún var bara einfaldlega mjög góð kona. Og nú myndi mamma eflaust segja, „jæja Berglind mín, vertu nú ekki að eyða tímanum í að skrifa svona um mig, farðu frekar og gerðu eitthvað fyrir sjálfa þig“, ekta mamma! Fyrir hönd pabba og fjölskyldu mömmu langar mig að þakka öllum þeim er komu að veikindum hennar; séra Braga Skúlasyni og Helga H. Helgasyni, starfsfólkinu á krabba- meinsdeildinni. Allar mínar frábæru góðu vinkonur, frábæru vinir og kunningjar; takk fyrir allan hlýhug í okkar garð. Yndislega áhöfnin mín í heimsferðinni; takk fyrir umhyggj- una á leiðinni og allar góðu hugsan- irnar til mömmu. Ég þakka fyrir minningu um góða og blíða móður. Stelpurnar mínar þakka fyrir þann tíma sem þær áttu með ömmu. Minningin um hana verð- ur geymd í hjarta þeirra. Elsku mamma, takk fyrir allt. Megir þú hvíla í friði og vaka yfir mér og mínum. Þín dóttir, Berglind Jóna. Meira: mbl.is/minningar ✝ Ástkær eiginmaður minn faðir, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN SIGURÐSSON vélstjóri, Lækjargötu 4, Hvammstanga, lést fimmtudaginn 27. mars á Landspítalanum, Fossvogi. Útförin fer fram frá Hvammstangakirkju laugardaginn 5. apríl kl. 14.00. Ástbjörg Ögmundsdóttir, Birgir Jónsson, Anna Kristín Jónsdóttir, Arne Braaten, Ósk Jónsdóttir, Magnús Kristinsson, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.