Morgunblaðið - 30.03.2008, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. MARS 2008 49
árnað heilla
ritstjorn@mbl.is
Félagsstarf
Félag eldri borgara í Kópavogi | Skrif-
stofan í Gullsmára 9 er opin á mánu-
dögum og miðvikudögum kl. 10-11.30,
sími: 554-1226. Skrifstofan í Gjábakka
er opin á miðvikudögum kl. 15-16, sími:
554-3438. Félagsvist í Gjábakka á
miðvikudögum kl. 13 og föstudögum
kl. 20.30 og í Gullsmára á mánudög-
um kl. 20.30.
Félag eldri borgara, Reykjavík | Dans-
leikur sunnudagskvöld kl. 21, ath.
breyttur tími, Klassík leikur fyrir dansi
Félagsstarf Gerðubergs | Alla virka
daga er fjölbreytt dagskrá, m.a. opnar
vinnustofur og spilasalur, dans, kór-
starf o.fl. Postulínsnámskeið hefst
þriðjud. 8. apríl kl. 13, kennari Sig-
urbjörg Sigurjónsd. Þriðjud. og föstud.
er létt ganga. Mánu- og miðvikudaga
kl. 9.50 eru vatnsleikfimiæfingar í
Breiðholtslaug.
Hæðargarður 31 | Müllersæfingarnar
kl. 9.15, Bör Börsson kl. 11 í Baðstof-
unni þriðjudögum. Bókmenntafólk er
minnt á Akureyrarferð 14.-16. maí,
kíktu við í morgunkaffi í Betri stofunni
og kynntu þér dagskrána, uppl. í Ráða-
gerði s. 568-3132.
Íþróttafélagið Glóð | Pútt í Sporthús-
inu á mánu- og miðvikud. kl. 9.30,
hringdansar í Kópavogsskóla á
þriðjud. kl. 14.20, ringó í Smáranum á
miðvikud. kl. 12 og í Snælandsskóla á
laugard. kl. 9.30. Línudans í Húnabúð,
Skeifunni á miðvikud. kl. 17, uppl. í
síma: 564-1490.
Íþróttafélagið Glóð | Kynning á ringó í
Snælandsskóla kl. 19-20, miðvikudag-
inn 2. apríl., uppl. í síma: 564-1490.
Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun,
mánudag kl. 9.30, er ganga frá Egils-
höll.
Kvenfélag Garðabæjar | Félagsfundur
verður 1. apríl í Garðaholti kl. 20, kaffi-
nefnd kvöldsins skipa hverfi 2, 4, 13 og
20, kaffinefnd mætir kl. 19. Stjórn-
in.www.kvengb.is
Kvenfélag Kópavogs | Félagsfundur
verður haldinn í sal félagsins að
Hamraborg 10 2.h. 9. apríl, hefst kl.20.
Auk hefðbundinna fundarstsarfa verð-
ur námsskeið í skyndihjálp á vegum
Rauða krossins
Kirkjustarf
Bústaðakirkja | Starf eldri borgara er
í kirkjunni á miðvikudögum kl. 13-16.
Spilað, föndrað, handavinna og óvænt
uppákoma. Hafið samband við kirkju-
vörð í síma 553-8500 ef bílaþjónustu
er óskað.
Fríkirkjan Kefas | Sunnudagaskóli kl.
11 fyrir alla krakka, kennsla, söngur,
leikir o.fl. Almenn samkoma kl. 14.
Helga R. Ármannsdóttir prédikar. Á
samkomunni verður lofgjörð, barna-
starf og fyrirbænir, í lokin verður kaffi
og samfélag, verslun kirkjunnar opin.
Kolaportið | Helgihald er í Kolaportinu
kl. 14. Fyrirbænum er safnað frá kl.
13.30, á meðan Þorvaldur Halldórsson
leikur sálma og ýmis lög, sín eigin og
annarra. Sr. Bjarni Karlsson prédikar.
Prestar, djáknar og sjálfboðaliðar leiða
stundina. Miðborgarstarfið.
Morgunblaðið/Ómar
Hallgrímskirkja
Hlutavelta | Þessar ungu dömur
færðu Rauða krossinum 5.400 krónur
sem þær höfðu safnað ásamt vinkonu
sinni. Þær heita: Sigrún Harpa Bald-
ursdóttir, Dagný Hlín Rafnsdóttir og
Valgerður Haraldsdóttir en hana
vantar á myndina.
Söfnun | Þrjár frænkur söfnuðu til styrktar blóðskilunardeild LSH. Þær
voru að styrkja þessa deild þar sem amma þeirra er búin að vera í blóð-
skilun í 9 ár og var að fá nýra núna í janúar. Þær perluðu og seldu perl-
urnar og fengu þrettán þúsund krónur fyrir sem þær gáfu deildinni. Þær
heita Hildur Anna, Hulda Ýr og Íris Ósk. Myndin er tekin þegar þær
voru að gefa peninginn og er amma þeirra með á myndinni.
dagbók
Í dag er sunnudagur 30. mars, 90. dagur ársins 2008
Orð dagsins: Drottinn er ljós mitt og fulltingi, hvern ætti ég að óttast? Drottinn er vígi lífs míns, hvern ætti ég að hræðast? (Sl.. 27, 1.)
Rannsóknarsetur í barna ogfjölskylduvernd heldur mál-stofu næstkomandi þriðju-dag í samstarfi við fé-
lagsráðgjafarskor HÍ.
Málstofan fer fram í stofu 101 í
Odda, kl. 12 til 13, en þar ætlar dr
Marianne Skytte frá háskólanum í Ála-
borg að flytja erindið Félagsráðgjöf í
fjölmenningarsamfélagi (e. Dilemmas
around ethnicity in social work)
Edda Ólafsdóttir félagsráðgjafi hjá
Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða
er fundarstjóri á málstofunni: „Mikill
fengur er af komu Marianne hingað til
lands, en hún er stödd hér á landi í
stuttan tíma sem gestakennari í nýju
diplómanámi í fjölmenningarfélags-
ráðgjöf við HÍ,“ segir Edda en Mari-
anne hefur stundað rannsóknir og
skrifað bækur um vinnu félagsráðgjaf-
ans með fjölskyldum af erlendum upp-
runa.
„Breytingar á íslensku samfélagi
eru þess valdandi að nýir not-
endahópar fólks af öðrum menning-
arsvæðum leita eftir þjónustu víða í
kerfinu,“ segir Edda. „Þessar breyt-
ingar eru svo nýtilkomnar að enn hef-
ur frekar lítil sérþekking myndast
meðal fagfólks á þörfum þeirra, en í
Danmörku er mun meiri reynsla af
þjónustu við þessa hópa, og hefur fag-
fólk almennt sérhæft sig meira í a að
koma til móts við þessa skjólstæðinga.
Ætlar Marianne m.a. að miðla okkur af
þessari reynslu.“
Að sögn Eddu er mikilvægt að
kunna að veita fólki frá öðrum menn-
ingarsamfélögum sem besta þjónustu:
„Þó að flestir nái að spjara sig mjög vel
þurfa aðfluttir stundum á sérstakri að-
stoð að halda. Þeir fara í gegnum
ákveðið breytingarferli og þurfa að
takast á við ýmis ný verkefni eins og
að læra nýtt tungumál, kynnast nýju
samfélagi o.fl. Félagsráðgjafar og ann-
að fagfólk standa frammi fyrir þeirra
áskorun að móta viðeigandi úrræði
sem auðvelda gagnkvæma aðlögun
innfæddra og innflytjenda segir Edda.
Auk fyrirlestrarins á þriðjudag ætl-
ar Marianne að flytja erindi hjá Barna-
verndarstofu á mánudag Barnavernd-
arstarf með fjölskyldum af erlendum
uppruna, frá kl. 12.15 til 13.15.
Samfélag | Fyrirlestur um þarfir fólks frá ólíkum menningarheimum
Félagsráðgjöf og fjölmenning
Edda Ólafs-
dóttir fæddist í
Reykjavík 1955.
Hún lauk prófi í fé-
lagsráðgjöf frá
Háskólanum í Ósló
1981 og á að baki
framhaldsnám í
fjölskyldumeðferð,
barnavernd-
arvinnu með minnihlutahópum, verk-
efnastjórnun o.fl. Edda hefur starfað
sem félagsráðgjafi, m.a. sem for-
stöðumaður Útideildarinnar og hjá
Unglingaathvarfinu, Unglingadeild-
inni, á Starfsþjálfunarstaðnum Örva
og hjá Félagsþjónustunni í Reykjavík.
Hún starfar nú sem félagsráðgjafi í
Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða
og er stundakennari í HÍ. Edda á þrjú
börn og tvö barnabörn.
Tónlist
Hallgrímskirkja | Tónleikar Camerarctica
ásamt Mörtu G. Halldórsdóttur sópran
verða hjá Listvinafélaginu í Hallgrímskirkju
í dag kl. 17. Frumflutt verður nýtt verk eftir
Þorkel Sigurbjörnsson, „Allir verði eitt“,
Sálmar á atómöld eftir Elínu Gunnlaugs-
dóttur og Klarínettukvintett Max Regers
sem var hans síðasta verk.
Reykholtskirkja | Kammerkór Hafn-
arfjarðar heldur tónleika í Reykholtskirkju í
dag kl. 16. Á tónleikunum verða flutt kirkju-
leg kórverk frá Íslandi og Skandinavíu.
Stofnandi og stjórnandi kórsins er Helgi
Bragason. Aðgangseyrir er 1.000 kr. og
rennur til Reykholtskirkju.
Myndlist
Norræna húsið | „Norrænar hugrenningar
frá Mexíkó“ er heiti sýningar dönsku text-
íllistakonunnar Trine Ellitsgaard. Sýningin
stendur til 6. apríl. Listakonan hefur verið
búsett í Mexíkó sl. tuttugu ár og bera verk-
in á sýningunni það með sér. Nánari upp-
lýsingar á www.nordice.is.
Kvikmyndir
Skriðuklaustur | Skriðuklaustur er annað
árið í röð í samstarfi við 700IS hreindýra-
land og Menningarmiðstöð Fljótsdalshér-
aðs. Sýndar verða myndir í dag og frá síð-
asta degi hátíðarinnar 5. apríl. Sjá nánar á
www.700.is.
Fyrirlestrar og fundir
Askja – Náttúrufræðihús HÍ, stofa 132 | Í
næsta fræðsluerindi HÍN mun Arnór Sig-
fússon, líffræðingur hjá verkfræðistofu
VST, flytja erindi sem hann nefnir „Af gæs-
um“. Miklar breytingar hafa orðið á stofn-
um gæsa á norðurhveli jarðar frá því um
miðja síðustu öld og hafa íslensku stofn-
arnir ekki farið varhluta af þeim. Í fyr-
irlestrinum verður fjallað um þessar breyt-
ingar og rannsóknir og vöktun á íslensku
gæsastofnunum sem ætlað er að mæla
þær. Aðgangur er ókeypis.
Frístundir og námskeið
Mímir símenntun ehf. | Ensku- og spænsk-
unámskeið hefjast hjá Mími símenntun í
byrjun apríl. Skráning í síma 580 1808 og
á www.mimir.is.
TÍSKUVIKA er haldin
tvisvar á ári í Moskvu og
stendur nú yfir. Þar gefst
rússneskum fatahönn-
uðum tækifæri til að
koma sér á framfæri á
sama tíma og rússneskt
tískuáhugafólk kynnir
sér það sem er að gerast
utan landsteinnanna.
Þessar fyrirsætur sýndu
sköpunarverk rússneska
hönnuðarins Igor Chap-
urin, en ef til vill dregur
hárgreiðslan sem þær
skarta frekar að sér aug-
að en fatnaðurinn.
Rússnesk
hönnun
Reuters
40 ára afmæli. Í dag,30. mars, er Sindri
Einarsson fertugur.
Hann fer til útlanda á af-
mælisdaginn en áætlar
að halda veislu síðar.
DAVE Rutledge, prófessor við Calif-
ornia Institute of Technology (Cal-
tech) flytur opinn fyrirlestur um
orku- og loftslagsmál mánudaginn
31. mars kl. 15 í Hátíðasal Háskóla
Íslands, aðalbyggingu.
Fyrirlesturinn er í boði rektors
Háskóla Íslands og nefnist ,,Hub-
bert’s Peak, the Coal Question, and
Climate Change.
„Mikil umræða hefur verið um ol-
íu-, gas- eða kolaauðlindir jarðarinn-
ar og hversu lengi þær muni endast.
Á sama tíma hefur mikil áhersla ver-
ið lögð á að vinna spár um loftslags-
breytingar sem tengjast notkun
jarðefnaeldsneytis. Það kemur hins-
vegar á óvart að lítið hefur verið
reynt að tengja þessa tvo þætti,“
segir í fundarboði.
David Rutledge er sviðsforseti
verkfræði og hagnýtra vísinda hjá
California Institute of Technology
(Caltech).
Caltech er einn fremsti rann-
sóknaháskóli veraldar og meðal
starfsfólks Caltech hafa verið 23
Nóbelsverðlaunahafar, segir í til-
kynningu. Háskóli Íslands og Cal-
tech hafa nýlega gengið frá sam-
komulagi um nemendaskipti og
rannsóknasamstarf.
Fyrirlestur um eldsneyti
og loftslagsbreytingar
ÍBÚASAMTÖK um lágreista byggð í
Bygggörðum, austan Gróttu, hafa
sent frá sér eftirfarandi áskorun:
„Skipulags- og mannvirkjanefnd
Seltjarnarness hélt hinn 25. mars
kynningarfund fyrir húseigendur við
tvær götur í bænum til að kynna
þeim framkomnar deiliskipulagstil-
lögur Þyrpingar hf. fyrir nýja íbúð-
arbyggð á Bygggarðasvæðinu austan
Gróttu. Við aðra þessara gatna er
sjálft iðnaðarsvæðið en við hina, Sef-
garða, er íbúðabyggð. Húseigendur
við Sefgarða mættu til fundarins með
undirritaða sameiginlega afstöðu til
þess hverjar skuli vera helstu for-
sendur deiliskipulags á Bygggarða-
svæðinu. Höfðu nánast allir íbúar við
götuna skrifað undir og voru forsend-
urnar fjórar: Að nýbyggingar á
svæðinu verði ekki hærri en tvær
hæðir, að þær verði einbýlishús, par-
hús og raðhús, að á austanverðum og
vestanverðum jaðri svæðisins verði
einnar hæðar einbýlishús og að að-
koma að safnasvæðinu í Nesi verði
samsíða Sefgörðum en liggi ekki eftir
Sefgörðum.
Það urðu mikil vonbrigði fyrir
íbúana að komast að því á fundinum
að þær tillögur sem Þyrping hf.
kynnti komu ekki til móts við neina af
þessum forsendum.
Íbúasamtök um lágreista byggð í
Bygggörðum, austan Gróttu, telja að
skipulagsmál í jaðri eins mikilvæg-
asta útivistarsvæðis á höfuðborgar-
svæðinu varði hagsmuni allra Sel-
tirninga og vilja afstýra því
umhverfisslysi sem nú stefnir í. Hafa
íbúasamtökin óskað eftir því við bæj-
aryfirvöld að fá að taka þátt í form-
legu samráðsferli við mótun nýrra
skipulagstillagna fyrir svæðið en
ekki fengið svar. Þá hafa íbúasam-
tökin óskað eftir því að íbúar Sel-
tjarnarness fái að kjósa milli skipu-
lagskosta fyrir Bygggarðasvæðið, í
sambærilegri íbúakosningu og fram
fór á síðasta kjörtímabili þegar
skipulag Hrólfskálamels og svæðis-
ins sunnan Valhúsaskóla var í deigl-
unni. Við þessu hafa heldur engin
svör borist frá bæjaryfirvöldum.
Fyrirliggjandi tillaga sem kynnt
var framangreindum húseigendum í
fyrradag gerir ráð fyrir sex þriggja
hæða blokkum auk raðhúsa og nokk-
urra einbýlishúsa. Hún innifelur 130
íbúðir sem væntanlega munu hýsa
yfir 370 manns og ljóst er að svo um-
fangsmikil byggð mun auka verulega
umferðarþunga á Seltjarnarnesi.
Samkvæmt tillögunni er nýtingar-
hlutfall svæðisins tæplega 0,7 en það
er tæplega 0,3 í aðliggjandi byggð
þannig að tillagan er í engu samræmi
við þá stefnu aðalskipulags bæjar-
inns að hin nýja íbúðarbyggð skuli
vera í samræmi við byggðamynstur
nærliggjandi svæða og aðlöguð að
þeirri byggð sem fyrir er.
Íbúasamtök um lágreista byggð í
Bygggörðum, austan Gróttu, gera
skýlausa kröfu um að bæjaryfirvöld á
Seltjarnarnesi standi fyrir borgara-
fundi um skipulag Bygggarða hið
fyrsta og áður en fyrirliggjandi
skipulagstillaga verður sett í auglýs-
ingu. Einnig ítreka íbúasamtökin
sérstaklega að ekki verði byggð hús
hærri en tvær hæðir á svæðinu.“
Vilja borgarafund um
skipulag Bygggarða