Morgunblaðið - 30.03.2008, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 30.03.2008, Blaðsíða 55
Emilíana Torrini - Sting Í júní árið 2000 fékk sjálfur Sting Emilíönu Torrini til þess að hita upp fyrir sig á fernum tónleikum í Royal Albert Hall í Lundúnum. Þegar söngkonan var spurð út í þá reynslu í Morgunblaðinu svaraði hún: „Það var algjört æði. Ég hugs- aði líka á eftir: Jæja Emilíana, nú geturðu hætt.“ Sem betur fer lét hún ekki verða af því. Jakobínarína - Kaiser Chiefs Íslensku unglingarnir túruðu með bresku rokkurunum um Evrópu í október og nóv- ember í fyrra. Alls var um níu tónleika að ræða. Þetta var með því síðasta sem sást til Jakobínurínu, sem er nú hætt störfum. Nylon - Westlife, Girls Aloud Íslenska stúlknasveitin hitaði upp fyrir írska strákabandið á ferðalagi um Bretland vorið 2006 og svo fyrir Girls Aloud um sumarið. Líklegt er að hátt í 300.000 manns hafi séð þær Ölmu, Klöru, Emilíu og Steinunni á tón- leikunum. Sign - Skid Row Hafnfirsku rokkararnir fóru í tónleika- ferðalag með bandarísku þungarokkurunum um Bretland í nóvember í fyrra. Sveitirnar spiluðu á 12 tónleikum á 13 dögum og komu fram í flestum stærstu borgum Bretlands. Fullt var á flestum tónleikum, frá 700 til 3.000 manns. Sigur Rós - Radiohead Það var á síðari hluta ársins 2000 sem Sigur Rós var fengin til að hita upp fyrir Thom Yorke og félaga á tónleikaferðalagi þeirra um Evrópu, sem kom í kjölfar útgáfu á plöt- unni Kid A. Stilluppsteypa - Sonic Youth Árið 2000 hlotnaðist hljóðlistahópnum Still- uppsteypu sá heiður að hita upp fyrir banda- rísku tilraunarokksveitina Sonic Youth á tón- leikum í Belgíu og Hollandi. Stilluppsteypa hefur haft fremur hægt um sig síðan þá. Bellatrix - Coldplay Bellatrix, sem er trúlega betur þekkt sem Kolrassa krókríðandi, hitaði upp fyrir Coldplay á hljómleikaferð um Bretland í nóv- ember árið 1999. Á þessum árum var Coldplay þó ekki sami risinn og sveitin er í dag, enda nýstofnuð. Leaves - Supergrass Sumarið 2005 hituðu Laufin upp fyrir Sup- ergrass á tónleikaferðalagi síðarnefndu sveitarinnar um Bretlandseyjar. Sama ár kom síðasta plata Leaves út en sveitin hefur látið lítið fyrir sér fara síðan. Íslensk upphitun Sykurmolarnir - U2 Björk og félagar hituðu upp fyrir U2 á Zoo TV-tónleikaferðalagi sveitarinnar um Bandaríkin og Mexíkó síðari hluta árs 1992. Árið 2002 var túrinn nefndur „sá stórbrotnasti sem nokkur rokkhljómsveit hefur nokkru sinni lagt upp í“ í breska tónlistartímaritinu Q. Ekki slæmt það! MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. MARS 2008 55 ■ Fim. 3. apríl kl. 19.30 Einstakur gestur Robert Levin er einhver merkasti tónlistarhugsuður okkar tíma. Hann leikur píanókonsert nr. 3 eftir Beethoven og spinnur sína eigin kadensur. Að auki er á efnisskránni forleikur eftir Dvorák og stór- kostlegt tónaljóð Richard Strauss um Don Quixote þar sem Bryndís Halla Gylfadóttir bregður sellóinu sínu í hluterk riddarans sjón- umhrygga. Hljómsveitarstjóri: Carlos Kalmar Einleikari: Robert Levin ■ Fös. 4. apríl kl. 21.00 Heyrðu mig nú! Öðruvísi upplifun af sinfóníutónleikum. Stuttir tónleikar þar sem lista- mennirnir kynna verkin og partí í anddyri Háskólabíós á eftir. Róbert Levin leikur píanókonsert eftir Beethoven og spinnur út frá lögum sem tónleikagestir leggja til. Heppnir tónleikagestir vinna iPod í boði FL Group. ■ Lau. 5. apríl kl. 17.00 Kristallinn - kammertónleikaröð í Þjóðmenningarhúsinu Oktett eftir Ludwig Spohr, sem á sinni tíð var talinn standa jafnfætis Beethoven og Mozart. Miðasala S. 545 2500 www.sinfonia.is Nýverið bárust fregnir af því að Mugison myndi hita upp fyrir bandarísku rokksveit- ina Queens of the Stone Age á tónleikaferðalagi sveitarinnar um Kan- ada í maí. Að því tilefni fór Jóhann Bjarni Kol- beinsson í sögubæk- urnar og rifjaði upp nokkrar íslenskar sveitir og tónlistar- menn sem hafa hitað upp fyrir erlendar stór- stjörnur úti í hinum stóra heimi. Botnleðja - Blur Damon Albarn og félagar fengu Botnleðju til að hita upp fyrir sig á átta daga tónleikaferð um Bretland dagana 20. til 28. janúar árið 1997. Til- boð þetta kom í kjölfar þess að Botnleðja hitaði upp fyrir Blur á tón- leikum í Laugardalshöll. www.sjofnhar.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.