Morgunblaðið - 30.03.2008, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 30.03.2008, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 30. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ 31. mars 1978: „Morgunblaðið hefur birt bréf Íslandsdeildar Amnesty International ásamt nöfnum þeirra, sem undir það skrifa, en hér er um að ræða opið bréf til Vorsters, for- sætisráðherra S-Afríku, vegna kynþáttamisréttis þess, sem stjórn Suður- Afríku hefur látið viðgangast þar í landi – og ber raunar ábyrgð á. Ástæða ert til að taka heilshugar undir gagn- rýni þá, sem í bréfinu felst, og jafnframt þær áskoranir á stjórn S-Afríku að breyta stefnu sinni og koma á jafn- rétti allra þegna í landinu, hvort sem þeir eru svartir eða hvítir. Þettta er í samræmi við stefnu Sameinuðu þjóð- anna og yfirlýsingu utanrík- isráðherra Norðurlanda, sem birt var nýlega. Hitt er svo annað mál, að mannréttindi eiga undir högg að sækja víðar en í S-Afríku og sums staðar er ástandið jafnvel mun verra en þar í landi, eins og bent var á hér í Reykjavíkurbréfi á sl. sumri, þar sem rætt var um mann- réttindamál í heiminum …“ . . . . . . . . . . 30. mars 1988: „Francois Mit- terrand, Frakklandsforseti, dró það fram á síðasta dag að skýra frá þeirri ákvörðun sinni að gefa kost á sér í for- setakosningunum. Eftir að Mitterrand tók af skarið á þriðjudag, hefur kosninga- baráttan farið hratt af stað og ef að líkum lætur verður hart barist fram á síðasta dag. Francois Mitterrand barðist í 17 ár fyrir því að komast í Elysée-höll. Nú í lok sjö ára kjörtímabils er hann orðinn 71 árs en ætlar þó ekki að draga sig í hlé. Samkvæmt könnunum er Mitterrand sig- urstranglegastur helstu fram- bjóðendanna þriggja, en hinir tveir eru Jacques Chirac, for- sætisráðherra, og Raymond Barre, fyrrum forsætisráð- herra.“ . . . . . . . . . . 29. mars 1998: „Svo virðist sem gagnkvæmur ótti hafi ríkt á milli atvinnulífs og menningar hér á landi; menn- ingin hefur ekki viljað leita fjárhagslegs stuðnings hjá einkafyrirtækjum vegna þess að þar með hefði hún selt sig mammoni og óhreinkað sig og fyrirtækin hafa óttast að þau hefðu ekki nægilegt vit á list- um til að geta valið og hafnað. Þetta kom fram á morg- unverðarfundi Verslunarráðs Íslands sem haldinn var á Hótel Sögu í vikunni þar sem Sigurður Gísli Pálmason, framkvæmdastjóri Hofs sf., og Stefán Baldursson þjóð- leikhússtjóri höfðu framsögu. Eins og fram kom í frásögn Morgunblaðsins af fundinum gæti þetta verið að breytast.“ Úr gömlum l e iðrum Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ÞOLINMÆÐI OG ÞANÞOL ALMENNINGS Á ÞROTUM Kostnaður vegna tveggjastærstu liðanna í útgjöldumheimilanna, þ.e. vegna hús- næðis og ferða og flutninga, hefur aukist um 14% á einu ári, frá mars- byrjun 2007 til byrjunar þessa mán- aðar. Þetta eru þeir tveir liðir sem hafa hækkað mest á undanförnum tólf mánuðum en þeir vega samtals 43,5% í vísitölu neysluverðs. Þetta kemur fram í þeim tölum um þróun verðlags sem Hagstofa Íslands birti í fyrradag og Egill Ólafsson blaðamaður gerði grein fyrir í frétta- skýringu hér í Morgunblaðinu í gær. Þessi aukning kostnaðar er mikið áhyggjuefni, svo og kostnaðaraukn- ing fjölmargra annarra liða, umfram almennar verðlagshækkanir. Tólf mánaða verðbólga mælist nú 8,7% sem er mesta verðbólga í fjögur ár. Mæling Hagstofunnar var gerð í ann- arri viku marsmánaðar, áður en gengi krónunnar tók að hríðfalla og því má vænta þess að næsta mæling sýni enn hærra verðbólgustig. Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði m.a. í ávarpi sínu á ársfundi Seðlabanka Íslands í fyrradag að það hefði verið viðbúið og löngu fyrirséð að gengi íslensku krónunnar myndi lækka þegar um hægðist í þjóðarbú- skapnum, ekki síst í ljósi þess að gengi hennar hefði almennt verið tal- ið of hátt um nokkurt skeið miðað við efnahagsaðstæður. „Lækkun á gengi krónunnar að undanförnu er þó úr takti við vænt- ingar og á sér aðrar skýringar. Þótt hún leiði óhjákvæmilega tímabundið til meiri verðbólgu, tel ég að gengið muni finna nýtt jafnvægi þegar um hægist á alþjóðlegum fjármálamörk- uðum og mesta óvissan verður að baki,“ sagði forsætisráðherra orðrétt. Forsætisráðherra vék að því í máli sínu að spurt væri hvort Seðlabank- inn við núverandi aðstæður hefði öll þau tæki í vopnabúri sínu sem hugs- anleg væru, til að sinna því lögbundna hlutverki sínu að stuðla að stöðugu verðlagi, þ.e. að halda verðbólgunni í skefjum. Geir sagði að senn yrði tímabært að gera fræðilega úttekt á slíku við- fangsefni í góðu samstarfi við Seðla- bankann. Orðrétt sagði forsætisráð- herra: „Til slíks verks þarf, þegar þar að kemur, að fá hæfustu sérfræðinga, erlenda og innlenda, líkt og gert hefur verið annars staðar. Í þessu felst ekki gagnrýni á peningamálastefnu Seðla- bankans, heldur viðleitni til að gera honum betur kleift að rækja skyldur sínar. Að þessu sinni er þó brýnast að taka höndum saman um að komast út úr því ölduróti sem íslenska fjármála- kerfið er nú statt í vegna hinna al- þjóðlegu aðstæðna.“ Allt er þetta satt og rétt hjá for- sætisráðherra. En er eftir einhverju að bíða? Er ekki rétt og skylt að ákveða þegar í stað að ráðast í slíka úttekt sem forsætisráðherra gerir að umræðuefni? Allt sem getur orðið til þess að styrkja stöðu Seðlabankans, þannig að honum gangi betur að standa við verðbólgumarkmið sín, sem skil- greind eru með ákveðnum vikmörk- um, sem 2,5% árleg verðbólga, hlýtur að vera af hinu góða og ekki eftir neinu að bíða í þeim efnum. Almenningi er nóg boðið. Þolin- mæði einstaklinga, fjölskyldna og fyr- irtækja, gagnvart síaukinni verð- bólgu er á þrotum og þanþol til að takast á við hana nánast ekkert leng- ur. Það hefur m.a. komið fram í þeim mótmælum sem atvinnubílstjórar hafa staðið fyrir undanfarna daga gegn geysilega miklum verðhækkun- um á eldsneyti. Verð á bensíni hefur samkvæmt tölum Hagstofunnar hækkað á undanförnum tólf mánuðum um 28,6% og á dísilolíu um 33,9% og enn meir eftir síðustu hækkanir. Krafan hlýtur að vera þessi: Ráðist verði í samstillt og samhæft átak gegn verðbólgu, þegar í stað. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ H elgi Hallvarðsson skipherra lézt eftir nokkur veikindi 15. mars síðastliðinn. Hann var mikill vin- ur Morgunblaðsins og einatt var sem hlýhugur hans til blaðsins væri takmarkalaus. Honum fannst á stundum, að ekkert mætti fara fram hjá blaðinu og var vakinn og sofinn í þeim efnum. Þeg- ar kom að því að blaðið sendi mann um borð til þess að skýra frá atburðum, kom enginn skipherra ann- ar til greina en Helgi, svo sterk voru hans bönd við blaðið. Helgi kom mjög við sögu þegar átökin milli brezkra herskipa og varðskipa Landhelgisgæzl- unnar voru hvað hörðust við útfærslu fiskveiðilög- sögunnar í 200 mílur. Einhverju sinni var þó venju fremur friðvænlegt, enda forsætisráðherra á tali við brezkan kollega sinn árið 1976. Morgunblaðið hafði ekki orðið vitni að togvíraklippingu á þessum tíma, og það fannst Helga ótækt. Varð úr að bréf- ritari slóst í för með Helga. Þá háttaði hins vegar svo til að ráðherra hafði bannað að brezkir togarar yrðu áreittir, en þeir voru á kafi í fiski á Selvogs- banka. Helgi stefndi skipi sínu, Þór, að flotanum og Selvogsbankinn var eins og skógur siglutrjáa. Helgi vatt sér aftur fyrir Lord Jellicoe, togara, sem var að toga eins og ekkert væri sjálfsagðara, og varpan hvarf í djúpið. Togaraflotinn ærðist og gerð var tilraun til að sigla á Þór, sem átti vélarafli sínu að þakka, að hann komst inn fyrir 50 mílurnar. Bréfritari bað guð að hjálpa sér, hvað myndi for- stjórinn nú segja við Helga, og hvernig gæti hann réttlætt slíka óhlýðni. Morguninn eftir kom skeyti frá forstjóra Gæzlunnar, sem hljóðaði svo: „Af hverju klipptirðu? – Forstjóri“. Helgi svaraði með öðru stuttu skeyti, sem var eitthvað á þessa leið: „Hann átti það skilið! – Skipherra“. Þar með var þetta úr sögunni. Bréfritari átti þess kost öðru sinni að fara með Helga á sjó og lenti þá í fjölda árekstra við freigát- ur. Þetta voru ógleymanlegir túrar og sýndu svo augljóst var, hve áhafnir varðskipanna hættu lífi og limum fyrir málstað þjóðarinnar í landhelgismál- um. Þar var Helgi betri en enginn og gott að eiga hann að vini. Hans verður lengi minnzt og Morgunblaðið sendir ástvinum hans hugheilar samúðarkveðjur við fráfall góðs drengs. Framganga Kínverja í Tíbet Þ unglamaleg valdbeiting Kínverja í Tíbet hefur vakið óhug víða um heim. Kínverjar hafa nú hafið áróð- ursstríð til að svara þeirri gagnrýni sem að þeim beinist. Ekki eru nema nokkrir mánuðir þar til blásið verð- ur til ólympíuleikanna í Peking. Þeir hefjast 8. ágúst. Kínversk yfirvöld sögðu þegar þau sóttu um að fá að halda leikana að það myndi verða til að ýta undir umbætur og opna samfélagið. Atburðirnir í Tíbet bera því ekki vitni. Þúsundir hermanna eru nú í Lhasa, höfuðborg Tíbet, í því skyni að halda þar reglu. Upp úr sauð í Lhasa 14. og 15. mars. Ljóst er að Tíbetar réðust þar gegn kínverskum íbúum borgarinnar og í kjölfarið hafa fylgt mót- mæli og róstur í héruðunum Qinghai og Sichuan, sem liggja að Tíbet, og Gansu, héraðinu fyrir norð- an þau. Í Garze í Sichuan var skotið á mótmæl- endur. Kínversk yfirvöld segja að mótmælendurnir hafi verið vopnaðir hnífum og grjóti, einn lögreglu- maður hafi látið lífið og nokkrir særst. Samkvæmt heimildum tíbeskra andófsmanna á Indlandi var einn mótmælandi skotinn til bana og særðist annar í átökunum. Sagt er að rúmlega þúsund manns hafi verið handteknir í Lhasa og var haft eftir sjónarvottum að til að skjóta skelk í bringu íbúa borgarinnar hafi tugum manna í járnum verið ekið um götur hennar í opnum vörubílum. Kínversk yfirvöld segja hins vegar að nokkur hundruð konur og menn hafi gefið sig fram af fúsum og frjálsum vilja og gengist við þátttöku í ránum, gripdeildum og íkveikjum að undirlagi „Dalai-Lama-klíkunnar“. Kínverskir fjölmiðlar saka erlenda blaðamenn um að skrumskæla frásagnir sínar af atburðunum í Tíbet og í nýjasta tölublaði tímaritsins The Eco- nomist er sagt frá því að sendiherrar erlendra ríkja í Peking hafi verið kallaðir í utanríkisráðuneytið á öllum tímum sólarhrings á fundi, sem ætlað er að sýna fram á grimmd mótmælendanna, meðal ann- ars með myndböndum. Kínverskir fjölmiðlar hafa einnig veist að Dalai Lama, hinum andlega leiðtoga Tíbeta, með óhróðri og sagt að klíka hans væri á bak við mótmælin. Þeir gera hins vegar lítið úr því að Dalai Lama hefur hótað að segja af sér haldi Tíbetar áfram að beita ofbeldi. Nú er mjög þrýst á Kínverja að taka upp við- ræður við Dalai Lama. George Bush Bandaríkja- forseti gerði það í samtali við Hu Jintao, forseta Kína, á miðvikudag. Hu kvaðst reiðubúinn til að gera það, en með kunnuglegum skilyrðum um að Dalai Lama léti af kröfum um sjálfstæði að því við- bættu að hann hætti að kynda undir og skipuleggja ofbeldisaðgerðir og léti af tilraunum til að grafa undan ólympíuleikunum. Kínverskir ráðamenn eru ómyrkir í máli í garð Dalai Lama og kalla hann ýmsum nöfnum, þar á meðal „úlf í munkakufli“, „aðskilnaðarsinna“ og „svikara“. Þó hefur hann lát- ið af kröfunni um sjálfstæði og lætur sér nægja að fara fram á aukna sjálfstjórn í trúar- og menning- armálum. Í nýjasta tölublaði þýska vikublaðsins Der Spie- gel birtist viðtal við Wang Lixiong, sem er sérfræð- ingur um málefni Tíbets og hefur gagnrýnt kín- versk stjórnvöld. Hann útskýrir viðbrögð kínverskra valdhafa með því að í þeirra huga líti þeir svo á að þeir eigi ekki annars kost: „Ef þeir hefðu ekki kæft uppreisnina hefðu þeir jafnvel misst stjórnina. Þetta er vitaskuld ekki skynsam- leg lausn og ef það kemur til frekari óróa eru stjórnvöld ábyrg, ekki íbúarnir.“ Hann segir að meginástæðan fyrir því að kín- verskum stjórnvöldum hafi mistekist í Tíbet sé að Tíbetar hafi ekki fengið sjálfstjórn í raun. „Þeir hafa hana reyndar að nafninu til, en í eins flokks einræði eru aðrar skoðanir ekki einu sinni liðnar innan eigin þjóðernis. Hvernig er þá hægt að veita öðrum þjóðernum sjálfstjórn?“ Margir Tíbetar ósáttir við stefnu Dalai Lama H ann segir að rót andófsins sé að ýtt sé undir það að Kínverjar flytjist til Tíbets og þeir njóti góðs af umbótum og fram- kvæmdum, en Tíbetum sé ýtt til hliðar og njóti ekki hagnaðarins. Fyrir vikið beinist reiði þeirra að innflytjendunum. Hins vegar séu Tíbetar í svo veikri stöðu gagnvart yfirvöldum að ólíklegt sé að mótmælin haldi áfram. Wang er spurður um það hverjum Tíbetar lúti: „Í hversdagslífinu eru það stjórnvöld, þeir neyðast til að fylgja forskriftum þeirra. Í trúarlegum mál- um er það náttúrlega þeirri andlegi leiðtogi, Dalai Lama. Í raun eru hins vegar margir ósáttir við póli- tíska stefnu hans, til dæmis þegar hann gefur markmiðið um sjálfstæði upp á bátinn og gengur til samninga við kínversk stjórnvöld.“ Þetta er ekki í fyrsta skipti, sem skerst í odda í Tíbet frá því að Kínverjar lögðu landið undir sig ár- ið 1950 og skiptu því upp. Til varð sjálfstjórnarhér- aðið Tíbet, en tíbeska svæðið Amdo varð að Qinghai og réttindi tíbeskra minnihlutahópa í Sichuan, Gansu og Yunnan voru af mjög skornum skammti. Blóði drifin saga undirokunar Í ritinu Svartbók kommúnismans eftir Sté- pahne Courtois, Nicolas Werth, Jean- Louis Panné, Andrzej Paczkowski, Karel Bartošek og Jean-Louis Margolin er ófögur saga hernámsins rakin. Þar segir að verstu árin í Tíbet hafi verið eftir komu kínverska herins. Mikið gekk á í öllu Kína á sjötta áratugnum, en hann var sérstaklega blóð- ugur í Tíbet. Harkalegum aðferðum var beitt til að innleiða kommúnisma og ná yfirráðum í landinu. Aðgerðir hersins þegar khampa-skæruliðar gerðu uppreisn voru ekki í nokkru samhengi við umfang uppreisnarinnar. Þegar Tíbetar fögnuðu nýju ári 1956 gerði kínverski herinn loftárás á klaustur í Batang og drap tvö þúsund munka og pílagríma. Stór hluti íbúa landsins lifði að hluta til hirðingjalífi og hinn hlutinn tengdist klaustrum. Aðgerðir stjórnvalda kollsteyptu lífi þeirra. Tíbeskum fjöl- skyldum var hrúgað saman í kommúnur. Tilraun til að rækta sömu korntegundir og á kínversku lág- lendi leiddu til hungursneyðar. Tugir þúsunda Kín- verja voru fluttir til Sichuan og fengu þjóðnýtt land. Þessir fólksflutningar hófust árið 1953 og bættu ekki ástandið í matarskortinum. Árið 1959 var samyrkjubúavæðing knúin fram með valdi. Hún leiddi til uppreisnar, sem var brotin á bak aft- ur og leiddi það til þess að Dalai Lama flúði til Ind- lands. Með honum fóru um 100 þúsund manns, þeirra á meðal megnið af hinni fámennu mennta- stétt landsins. Uppreisnarmennirnir náðu Lhasa á sitt vald. Kínverjar brugðust við með miklum sprengjuárásum. Enginn gat sinnt hinum særðu, sem oft voru grafnir lifandi eða urðu fyrir árásum flökkuhunda. Talið er að á milli 2.000 og 10.000 manns hafi fallið þegar kínverski herinn tók Lhasa aftur. Leikurinn var ójafn. 20.000 tíbeskir upp- reisnarmenn vörðust með sverðum og framhlaðn- ingum. Í Svartbókinni segir að listinn yfir óhæfuverk Laugardagur 29. mars Reykjavíkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.