Morgunblaðið - 30.03.2008, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 30.03.2008, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 30. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR                               ! "# $!% &   ' (!!%  ! $) (!!*% !! +! ( (!!*% , ( '$  (!!*% - $ .! $  (!!*% /  0  (!!*% 0  1 ! (!!*% ✝ Elskulegur eiginmaður minn, sonur, faðir, tengda- faðir, afi og langafi, HAUKUR KRISTJÁNSSON, Hlíðarvegi 34, Siglufirði, andaðist á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar miðvikudaginn 26. mars. Útförin fer fram frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 5. apríl kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Hugborg Friðgeirsdóttir, V. Ingi Hauksson, Anna Jóhannsdóttir, Sigurlaug J. Hauksdóttir, Hörður Júlíusson, Guðný S. Hauksdóttir, Jóhann Jóhannsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐJÓN SVERRIR SIGURÐSSON, áður til heimilis í Grímshaga 7, sem lést á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu laugardaginn 22. mars, verður jarðsunginn frá Neskirkju mánudaginn 31. mars kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans er góðfúslega bent á hjúkrunarheimilið Hrafnistu. Valdís S. Daníelsdóttir, Bragi Guðjónsson, Ingibjörg Júlíusdóttir, Herdís Guðjónsdóttir, Bjarni M. Jóhannesson, Sigríður B. Guðjónsdóttir, Guðmundur Gíslason, afabörn og langafabörn. ✝ Svava SæunnGuðbergsdóttir fæddist í Neðri- Hjarðardal í Dýra- firði 28. apríl 1923. Hún lést á Landspít- alanum, deild 11E, 10. mars síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru hjónin Svan- hildur Árnadóttir, f. 10. desember 1889, d. 1985, og Guð- bergur Davíðsson, f. 21. apríl 1896, d. 1980. Systkini Svövu eru Vilborg (látin), Jó- hanna, Davíð, Jóna, Kristín og Agnes Þórunn (hálfsystir sam- feðra). Börn Svövu eru: 1) Davíð Vil- hjálmsson, sonur hans er Elmar Jens, 2) Svanhildur Vil- hjálmsdóttir, börn hennar eru Svava Magnea, Vilhjálmur Þór, Sólborg og Matthías, 3) Gunn- laugur Vilhjálmsson (látinn), 4) Sæunn Guðjónsdóttir, dótt- ir hennar er Harpa Lind, og 5) Hanna Guðjónsdóttir, börn hennar eru Jóna og Daníel. Svava flutti að Höfða í Dýrafirði árið 1930 og til Reykjavíkur 1946. Útför Svövu var gerð frá Foss- vogskapellu 25. mars, í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Því að svo elskaði Guð heiminn að hann gaf son sinn eingetinn til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf. (Jóh.3.16.) Mamma og pabbi hófu búskap á Leifsgötu. Þar eignuðust þau mig og tvo bræður mína. Strax sem barn varð ég vör við veikindi mömmu, og hafði það áhrif á uppeldi okkar barnanna, en hún var þunglynd og oft þurfti ég að ganga systkinum mínum í móður stað. Þegar foreldrar mínir skildu tóku við erfiðir tímar hjá mömmu. Hún þvoði þvotta fyrir fólk til þess að eiga fyrir húsaleigunni en það var mikil fátækt á þessum árum. Sumt fólk bjó í bröggum. Ég man þegar braggi brann. Fjölskyldan missti aleigu sína. Þá sagði mamma: Hvernig getum við hjálpað þessu fólki? Svona var hún mamma. Lífið snerist um að eiga mat til næsta dags. Eitt sinn fann bróðir minn 50 krónur og gaf mömmu. Hún minntist oft á þetta atvik og talaði um, að þetta hefði verið eins og sending af himnum. Mamma giftist Guðjóni og eign- aðist Sæunni og Hönnu. Mamma hafði gaman af fallegu umhverfi, hún hafði mikið yndi af blómum, og sáði sjálf fyrir sumarblómum og voru morgunfrúr í miklu uppáhaldi. Mamma fékk vinnu hjá Þóru í Vernd. Þóra helgaði lif sitt því að hjálpa þeim sem áttu erfitt. Hún var á þessum árum ásamt Bjarka Elías- syni að beita sér fyrir að opnaður yrði gististaður fyrir alkóhólista sem voru á götunni. Gistiskýlið varð að veruleika og hóf mamma störf þar. Mamma átti auðvelt með að setja sig í spor þeirra sem höfðu orðið undir í lífsbáráttunni. Gistiskýlið varð eins og mitt annað heimili. Ég fékk að kynnast því fórnfúsa starfi sem þar er unnið og leysti ég mömmu af inn á milli, þegar ég var orðin eldri. Það var mikið áfall fyrir mömmu þegar pabbi minn og Gulli bróðir dóu. Ég sá mömmu hamingjusama í fyrsta skipti þegar hún kynntist Helga. Hún geislaði af gleði en þau nutu lífsins í ferðalögum og dansi. En hamingjan stóð stutt því Helgi lést skyndilega. Mamma hugsaði vel um leiðin í kirkjugarðinum,. Mamma leitaði til miðla. Hafði hún trú á því, að hún gæti haft sam- band við látna ástvini sína. Svo kom að því, að leiðir okkur mömmu skildi um tíma, hún flutti á Hrafnistu. Mamma fór í skjaldkirtilsaðgerð fyrir stuttu, ekki var vitað hvort hún mundi lifa aðgerðina af. Beðið var fyrir henni en eftir aðgerðina þurfti hún engin verkjalyf. Lækn- arnir skildu ekki hvað mamma var hress og virtist þetta vera bæna- svar. Ég var mjög glöð yfir að verða vitni að því að mamma tók á móti frelsaranum Jesú Kristi með því að játa syndir sínar og leggja allt í hans hendur rétt áður en hún dó. Ég veit, að ég fæ að sjá hana á himnum hjá Guði. Þegar ég kvaddi hana var hún orðin sátt, það var mikill friður yfir henni. Ég sagði við hana, að hún þyrfti engu að kvíða, því Guð elskaði hana – eins og hann elskar alla. Himneski faðir, sýndu mér ef ég á eitthvað ófyrirgefið gagnvart móður minni. Ég þakka þér fyrir þá reynslu sem ég fór í gegnum með mömmu. Þessi reynsla hefur mótað líf mitt. Nú þegar ég kveð hana sé ég hve mikil áhrif hún hefur haft á líf mitt. Svanhildur Vilhjálmsdóttir. Svava Sæunn Guðbergsdóttir Þær eru nú flestar gengnar út af sviðinu þessar eftirminnilegu forystukempur úr stéttabaráttunni um miðja síðustu öld og næstu áratugi þar á eftir. Margrét Auðunsdóttir – Magga Auðuns, for- maður „starfsstúlknafélagsins“ Sóknar eins og það hét þá – er meðal þeirra síðustu, enda á hundraðasta og þriðja ári þegar hún lést. Margrét Auðunsdóttir ✝ Margrét Auð-unsdóttir fæddist í Eystri-Dalbæ í Landbroti í Vestur- Skaftafellssýslu 20. júní 1906. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Grund 17. mars síð- astliðinn og fór útför hennar fram frá Foss- vogskirkju 27. mars. Leiðir okkar lágu saman á þeim árum, sem ég var skrif- stofustjóri Alþýðu- sambandsins 1970- 77, en Magga for- maður Sóknar og miðstjórnarmaður í ASÍ. Þrátt fyrir ald- ursmun tókst með okkur góður kunn- ingsskapur og vin- átta, sem hefur hald- ist alla tíð síðan, án þess að skugga bæri á. Magga var dæmigerður fulltrúi þeirra, sem hófu sig úr sárri fátækt í afskekktri sveit á bernskuárum til bjargálna á fullorðinsárum eftir því sem líða tók á öldina. Hún var Vestur- Skaftfellingur, fædd og uppalin á Eystri-Dalbæ í Landbroti. Þegar ég spurði hana á aldarafmælinu hverju hún þakkaði að hafa náð þessum háa aldri taldi hún helst fram krækiberin sem hún úðaði í sig meðan hún sat yf- ir kvíaánum og svo vatnið, sem sótt var út í mýri og innihélt bæði járn og leir, en var reyndar ekki bragðgott, svo sem gjarnan er um þann mat sem bráðhollur er og heilsusamlegur. Á þeim árum þurftu ungar stúlkur bæði kjark og áræði til þess að rífa sig upp úr sveitinni og afla sér mennt- unar. En 17 ára gömul er Magga komin til náms í hússtjórnardeild Kvennaskólans undir stjórn Ingi- bjargar H. Bjarnason, sem hafði reyndar verið kjörin á þing árið áður af sérstökum kvennalista. Þá tóku við nokkur ár við heimilishjálp og hús- störf, en 1927 fór hún til starfa hjá þeim þá landskunna manni Fúsa vert á Hótelinu í Borgarnesi. Um þessar mundir tók Framsóknarflokkurinn völdin í landstjórninni með Jónas frá Hriflu í fararbroddi og aukin harka að færast í pólitíkina. Borgarnes var✝ Ástkær sonur okkar, bróðir, barnabarn og frændi, ÞÓR WILLEMOES PETERSEN, Arnarhrauni 40, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 1. apríl kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á minning- arsjóð sem stofnaður verður af vinum í samvinnu við Liverpoolklúbbinn á Íslandi, kt. 131155 3369, reikn. no 140 - 26 - 9140. Sigrid Foss, Guðmundur Jónsson, Per Willemoes, Laufey, Steinunn Ruth, Jón og Gobeline Willemoes, Þóra Antonsdóttir, Friðþjófur Sigurðsson, Tormod Willemoes, Kristín Erla Þorgeirsdóttir. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, teng- damóður, ömmu og langömmu FRÍÐU GUÐBJARTSDÓTTUR Kjartansgötu 15, Borgarnesi. Sérstakar þakkir til starfsfólks dvalarheimilis aldraðra, Borgarnesi og heimahjúkrunar Borgarness. Valur Thoroddsen, Haukur Valsson, Kristín Einarsdóttir, Hildur Valsdóttir, Snædís Valsdóttir,Ólafur Sigurðsson, Anna Valsdóttir, Árni Magnússon, Magnús Valsson, Guðrún Ásgeirsdóttir, ömmu- og langömmubörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ERLENDUR J. JÓNSSON bifreiðasmíðameistari, frá Norðurgarði í Mýrdal, síðast til heimilis í Álfheimum 54, Reykjavík, andaðist á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ, miðviku- daginn 26. mars. Útför hans verður frá Fossvogskirkju, föstudaginn 11. apríl kl. 13.00. Sesselja Þórðardóttir, Guðrún Erlendsdóttir, Davíð Janis, Valgerður Erlendsdóttir,Stephen J. Carter, Ólafur Þór Erlendsson, Hildur Kristjánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.