Morgunblaðið - 30.03.2008, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 30.03.2008, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. MARS 2008 39 UMRÆÐAN Mjög vandað einbýlishús á eftirsóttum stað í Seljahverfinu. Húsið er á tveim- ur hæðum og er 241 fm með innbyggðum bílskúr. Auk þess er risloft. Húsið skiptist m.a. í stofur með arni, 5-6 herbergi og tvö baðherbergi. Glæsilegt nýstandsett eldhús. Timburverönd til suðurs. Mjög fjölskylduvænt hús. Verð 69,8 millj. Nánari upplýsingar veitir Gunnar Helgi í s. 824-9097. HÆÐARSEL - MIKIÐ ENDURNÝJAÐ Sverrir Kristinsson löggiltur fasteignasali Síðumúla 21 - www.eignamidlun.is - eignamidlun@eignamidlun.is - Fax: 588 9095 Sími: 588 9090 Perlan - 105 Rvk Til leigu Gullfallegt 208 fm einbýlishús á frábærum stað í fossvoginum. Langtímaleiga. Laust strax. Uppl í síma: 863-3328/846-0408 eða í tölvupósti nada@centrum.is. MISSKILNINGS gætir í grein sem Jónas Guðmundsson skrifar í Morgunblaðið í vikunni um ým- islegt sem tengist skipulagsmálum á Álftanesi. Ég hef áður leiðrétt svipaðar missagnir en vil þó ítreka nokkur atriði. Bæjaryfirvöld hafa unnið ýmsar breyt- ingar á auglýstum skipulagstillögum á miðsvæði sveitarfé- lagsins í framhaldi af athugasemdum frá íbúum. Sumar þess- ara breytinga hafa þegar verið sam- þykktar í bæjarstjórn en aðrar eru í vinnslu. Í yfirskrift greinar Jónasar er sagt að meiri- hlutinn á Álftanesi sé rúinn trausti og í greininni látið liggja að því að ekki verði tekið mark á athugasemdum. Þetta er misskiln- ingur eins og ég hef sagt hér að framan. Bæjarfulltrúar Á-lista fagna áhuga íbúanna á skipulags- málum og munu koma til móts við sjónarmið þeirra, enda vonast þeir til að hafa áfram víðtækt traust meðal íbúanna. Minnt skal á að þegar unnið var við skipulag miðsvæðisins 2005- 2006 af fyrri bæjarstjórn var ekki tekið neitt mark á athugasemdum meirihluta kosningabærra íbúa og umdeilt skipulag lögfest skömmu fyrir kosningar vorið 2006. Í kosn- ingunum kom þá í ljós að sá meiri- hluti D-listans var rúinn trausti og féll hann í kosningunum, yfirskrift Jónasar hefði átt vel við um þær aðstæður. Vönduð vinna við skipulagsmál á mið- svæðinu hefur ein- kennt vinnuferlið frá kosningum og hafa ýmsar sérfræði- skýrslur verið unnar sem ekki var talin ástæða til í fyrra ferli 2005-2006, s.s. skýrsla um umferðarmál, hljóðvist, skuggavarp og umhverfismál. Eins hefur samráð við íbúa verið mikið og almennir kynningarfundir teknir upp og verið aðgengilegir á heima- síðu sveitarfélagsins eins og önnur gögn í skipulagsferlinu. Í fyrra gildandi skipulagi mið- svæðisins sem D-listinn lögfesti 2006 var gert ráð fyrir stórum bílastæðum austan við lóðir skóla og leikskóla sem nú er ekki gert ráð fyrir. Eins er nú áformað að bílastæði á skólasvæðinu víki að mestu fyrir nýju leiksvæði skóla- barna. Við hönnun umferðamann- virkja hefur sérstaklega verið hugað að gangandi umferð og ör- yggismálum og fylgt ráðgjöf sér- fræðinga. Helsta markmið bæjarstjórnar með uppbyggingu miðsvæðis er að byggja þjónustustofnanir fyrir stækkandi bæjarfélag og hefur verið samstaða um það markmið í bæjarstjórn. Þessi þjónusta verð- ur sniðin að þörfum okkar litla samfélags. Byggðin er að jafnaði lágreist, 1-3 hæðir, og færri þriggja hæða hús en í gildandi deiliskipulagi og landnýting minni. Þrátt fyrir þessa uppbyggingu eru það markmið bæjarstjórnar að varðveita einkenni byggðarinnar og halda opnum og óbyggðum stórum svæðum og huga sér- staklega að friðun strandsvæða. Það verður því enn friðsælt og gott að búa á Álftanesi en fögur náttúra, ríkulegt fuglalíf og ein- stök strandsvæði eru búsetukostir sem íbúar á Álftnesi vilja varð- veita. Álftanesið, einstök náttúra og grænn miðbær Sigurður Magnússon svarar grein Jónasar Guðmundssonar » Bæjarfulltrúar Á- lista fagna áhuga íbúanna á skipulags- málum og munu koma til móts við sjónarmið þeirra. Sigurður Magnússon Höfundur er bæjarstjóri á Álftanesi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.