Morgunblaðið - 30.03.2008, Blaðsíða 26
rannsóknir
26 SUNNUDAGUR 30. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ
É
g safnaði saman öllum
fréttum sem tengdust
erfðavísindum í helstu
ljósvaka- og prent-
miðlum á Íslandi árin
2000 og 2004, samtals 1531 fréttum
og greinum. Þetta voru Morg-
unblaðið, Fréttablaðið, DV, Við-
skiptablaðið, Dagur, Stöð 2, Skjár 1
og RÚV,“ segir Stefán Hjörleifsson,
læknir og heimspekingur . Hann
hefur um 17 ára skeið búið og starf-
að í Noregi þar sem hann lærði
læknisfræði. Stefán byrjaði reyndar
í læknisnámi í Háskóla Íslands en
hætti fljótlega aftur þrátt fyrir að
hafa orðið efstur í klásus. Hann við-
urkennir að mörgum hafi þótt það
óvenjulegt. „En ég var ekki nægi-
lega vel undir það búinn hvað þetta
var mikill páfagaukalærdómur og
satt best að segja ómanneskjulegt
nám. Ég fór því í heimspekinám við
Háskóla Íslands sem ég hafði bæði
gagn og gaman af. Áhuginn á að
læra læknisfræði blundaði samt allt-
af í mér og að lokum fór ég til Björg-
vinjar og lærði hana þar og hef
starfað sem heimilislæknir síðan í
Norður-Noregi og í Björgvin og
kennt við heimilislækningaskor Há-
skólans í Björgvin. Heimilislæknar
eru vel metnir í Noregi og í grun-
námi lækna við norska háskóla er
heimilislækningum gert jafn hátt
undir höfði og lyflækningum og
handlækningum. En heimspekin og
læknisfræðin skarast víða og ný
tækni eins og notuð er til dæmis við
hjartarannsóknir, ómskoðun á með-
göngu og beinþéttnimælingar vekja
fjölmargar siðferðilegar spurn-
ingar,“ segir Stefán.
„Við heimilislæknarnir erum oft í
því hlutverki að aðstoða fólk við að
átta sig á möguleikum og takmörk-
unum ýmiss konar tæknilegra að-
gerða. Þar sem erfðafræðin er ein
þeirra greina sem menn binda
sterkar vonir við að muni bæta
heilsufar almennings fannst mér
forvitnilegt að skoða umræðu í fjöl-
miðlum á Íslandi varðandi þetta
efni. Umfjöllun um erfðavísindi hef-
ur verið geysimikil í íslenskum fjöl-
miðlum vegna fyrirtækisins Ís-
lenskrar erfðagreiningar, en ég velti
því fyrir mér hvað hefði einkennt
þessa umræðu að undanskildum há-
vaðanum sem varð í gagnagrunns-
málinu svonefnda.
Ég var svo lánsamur að forsvars-
menn Íslenskrar erfðagreiningar
veittu mér aðgang að safni fyrirtæk-
isins þar sem allri umfjöllun ís-
lenskra fréttamiðla um fyrirtækið
hefur verið haldið til haga. Í fyrstu
flokkaði ég allt efni frá árunum 2000
og 2004 gróflega og komst að því að
umfjöllun um fyrirtækið var miklu
oftar á jákvæðum nótum (49% til-
vika árið 2000 en 53% árið 2004) eða
hlutlaus (41% tilvika) heldur en nei-
kvæð (11% tilvika árið 2000 en 6%
árið 2004). Í öðru lagi var umfjöllun
um viðskiptahliðar á starfsemi Ís-
lenskrar erfðagreiningar mjög áber-
andi í fréttaflutningi og jókst veru-
lega frá árinu 2000 (51% tilvika) til
2004 (72% tilvika). Í framhaldi af
þessu skoðaði ég síðan rækilega
hvaða sjónarmið gagnvart erfða-
rannsóknum og afurðum þeirra
komu fram í fjölmiðlum, hvort fjöl-
miðlar leituðust við að gera mismun-
andi sjónarmiðum jafn hátt undir
höfði og þar fram eftir götunum.“
Lítil gagnrýni á erfðarann-
sóknir og erfðavísindi
Ein af aðalniðurstöðum Stefáns er
sú að eftir að meginumfjöllun um
miðlægan gagnagrunn á heilbrigð-
issviði lýkur er sama og engin gagn-
rýni á erfðarannsóknir eða erfðavís-
indi í íslenskum fjölmiðlum.
,,Auðvitað eru uppi raddir, en þær
eru stakar og birtast frekar sem lítil
atriði í fréttum eða í lesendabréfum
og aðsendum greinum. Gagnrýnin
umfjöllun um erfðavísindi verður
sjaldnast að meginþema í frétt, aldr-
ei rauður þráður. Jákvæðar vænt-
ingar til erfðavísinda og fréttir á já-
kvæðum nótum eru gegnumgang-
andi.“
Stefán segir þetta koma skýrast
fram í þeim hluta fréttaflutningsins
sem byggist mjög eindregið á frétta-
tilkynningum og kynningum á veg-
um Íslenskrar erfðagreiningar. ,,Ég
hafði aðgang að öllum fréttatilkynn-
ingum þeirra og gat rakið slóðina í
fjölmiðlum daginn sem tiltekin
fréttatilkynning var gefin út og
næstu daga. Slíkt efni birtist nærri
undantekningarlaust án mikillar
vinnslu, bæði í ljósvaka- og prent-
miðlum, yfirleitt með mynd af Kára
Stefánssyni, forstjóra Íslenskrar
erfðagreiningar eða myndum af
fundum þar sem Kári og fleiri sátu
fyrir svörum. Þá var iðulega vitnað í
orð hans eða annarra eða tekið orð-
rétt upp úr fréttatilkynningum þeg-
ar fjallað var um efni tilkynning-
anna, en önnur sjónarmið eða
gagnrýnar spurningar sjást ekki.
Það er augljóst að fjölmiðlar láta
matreiða efnið ofan í sig. Að mínum
dómi er hins vegar ekki fyrst og
fremst við Íslenska erfðagreiningu
að sakast. Þeir eru vitaskuld aðeins
að koma fréttum af sinni starfsemi á
framfæri. Það eru hins vegar fjöl-
miðlar sem bera ábyrgð á því að
bera þetta á borð eins og það er
matreitt og spyrja ekki gagnrýninna
spurninga.“
– Setja fjölmiðlar efnið fram eins
og þeir hafi sjálfir aflað upplýsing-
anna?
,,Stundum þótti mér fulllangt
gengið í því að nota texta frá Ís-
lenskri erfðagreiningu. Það sem
hins vegar er aðalatriðið er að þeir
spyrja ekki gagnrýninna spurninga,
halda ekki á lofti öðrum sjón-
armiðum og fjalla ekki sérstaklega
um varnagla sem Íslensk erfða-
greining setur fram um rannsóknir
sínar. Kári Stefánsson, forstjóri Ís-
lenskrar erfðagreiningar, slær
býsna oft varnagla í viðtölum sínum
við fjölmiðla eins og: ,,Við vitum ekki
hve langan tíma það tekur ..., það er
ekki hægt að treysta því að úr þessu
verði lyf, ...að þetta lyf muni komast
á markað“. Frétta- og blaðamenn
virðast aldrei hnjóta um þetta og
spyrja nánar út í það. Það verður
aldrei til sjálfstæð umfjöllun um
þessa óvissu, hún er alltaf eins og
aukaatriði.“
Stolt og vísanir í sögu íslensku
þjóðarinnar og sérkenni
– Má greina einhvers konar þjóð-
ernisstolt í þessum skrifum þar sem
þetta er íslenskt fyrirtæki, skráð á
erlendum verðbréfamarkaði?
,,Það er auðvitað hluti af því og
það hafa aðrir sýnt fram á það á
undan mér. Arnar Árnason hefur
birt fræðigrein ásamt breskum sam-
starfsmanni sínum þar sem þeir
sýna fram á að þegar mismunandi
sjónarmið tókust á varðandi áætl-
anir ÍE um miðlægan gagnagrunn á
heilbrigðissviði hafi vísanir í sögu ís-
lensku þjóðarinnar, sérkenni hennar
og menningararfleifð gegnt veru-
legu hlutverki. Sjálfum þykir mér
ekki nema eðlilegt að menn séu
stoltir yfir því að verið sé að hagnýta
íslenska þekkingu og ættfræðiupp-
lýsingar, en líka almennt íslenskt
hugvit. Það virtist hafa sérstöðu í
huga fólks og fólk er stolt yfir því. Á
hinn bóginn má vera að slíkt stolt
hafi ekki beinlínis stuðlað að gagn-
rýninni og málefnalegri umræðu um
ÍE.“
– Getur verið að að íslenskt fjöl-
miðlafólk vilji ómeðvitað ekki leggja
stein í götu fyrirtækisins þar sem
miklir fjármunir hafa verið lagðir í
það og miklir fjárhagsmunir í húfi?
„Vitaskuld gerir fjölmiðlafólk sér
grein fyrir því og það kemur stöðugt
fram í umfjölluninni að starfsemi
fyrirtækis á borð við Íslenska erfða-
greiningu fylgir fjárhagsleg áhætta.
Mun fyrirtækinu takast að rannsaka
og þróa lyf og setja á markað áður
en sjóðir þess tæmast? Spenna og
stolt helst þarna í hendur, gróða-
vonin getur verið geysileg. Frétt-
irnar daginn sem fyrirtækið var
skráð á verðbréfamarkað í Banda-
ríkjunum árið 2000 eru gott dæmi
um þetta. Það er eitthvað í orðræð-
unni, hvort sem maður á að kalla
stolt eða keppnisskap, sem yfir-
gnæfir aðrar raddir. Fólk vonar
innilega að þarna takist að ,,breyta
vísindalegri þekkingu í viðskiptaleg
tækifæri“, eins og það er orðað. Það
gerir sér grein fyrir að það sé ein-
hver óvissa en sú óvissa sem kemur
fram í fjölmiðlum er nánast ein-
Morgunblaðið/ÞÖK
Einhæf umfjöllun Stefán Hjörleifsson heimilislæknir og heimspekingur rannsakaði umfjöllun um erfðavísindi.
Bregðast íslenskir fjölmiðlar
í umfjöllun um erfðavísindi?
Stefán Hjörleifsson, læknir og heimspekingur, hefur í
doktorsritgerð sinni rannsakað umfjöllun íslenskra fjöl-
miðla um erfðavísindi árin 2000 og 2004. Í viðtali við
Unni H. Jóhannsdóttur segir hann umfjöllun fjölmiðla
um erfðavísindi hér á landi þessi ár aðallega byggjast á
fréttatilkynningum frá fyrirtækinu Íslenskri erfða-
greiningu sem og fréttum af fjárhag fyrirtækisins eða
arðsemisvæntingum. Öðrum sjónarmiðum eins og sið-
ferðilegum á þessu sviði sé hins vegar minni gaumur
gefinn í sjálfstæðri fréttamennsku.
»Hversu góð vísindi
eru þetta – og eru
þetta þau vísindi sem
best eru til þess fallin að
bæta heilsufar jarð-
arbúa? En það er bara
ekkert í umræðunni hjá
íslenskum fjölmiðlum.