Morgunblaðið - 30.03.2008, Blaðsíða 48
48 SUNNUDAGUR 30. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ
AUÐLESIÐ EFNI
Heimilda-sýning um
Steindór
Á fimmtu-daginn var
al-þjóða leiklistar-dagurinn.
Þá var opnuð
heimilda-sýning
um ævi og starf
Steindórs
Hjörleifssonar
leikara. Sýningin
er í formi
marg-miðlunar-
-skjás sem
stendur í forsal
Borgar-leikhússins þar sem
gestir og gangandi geta lesið
sér til um ævi og starf
Steindórs, skoðað við-töl við
hann og fleira.
Árás í Keilu-felli
Menn réðust vopnaðir inn
á heimili í Keilu-felli í
Breið-holti um síðustu helgi,
og beittu menn er þar bjuggu
miklu of-beldi. Fimm manns
sitja í gæslu-varðhaldi hjá
lög-reglunni á
höfuð-borgar-svæðinu vegna
málsins og fleiri manna er
leitað. Talið er að 10-12
manns hafi tekið þátt í
árásinni.
Sjö manns voru fluttir á
slysa-deild eftir árásina og er
einn þeirra mjög alvar-lega
slasaður. Mennirnir eru allir
Pól-verjar, en pólsk
glæpa-gengi ráðast á
lög-hlýðna Pól-verja sem búa
hér á landi, kúga þá og beita
þá of-beldi. Virðist sem
árásar-mennirnir hafi verið
að inn-heimta verndar-toll.
Aðfara-nótt miðviku-dags
lagðist neðsta hæðin í sex
hæða blokk í Álasundi í
Noregi saman. Húsið stóð í
hlíð og fyrir ofan húsið var
mikil stein-blokk, sem losnað
úr berginu. Við það færðist
húsið um 7-8 metra út í
götuna. Miklar sprungur
höfðu verið í berginu og
lík-lega sprakk það vegna
frost-þenslu.
Við húsið var niður-grafinn
própan-gas-geymir með
4.000 lítrum. Óttast var að
hann myndi springa, svo
öllum íbúum húsa í allt að
500 metra fjar-lægð skipað
að fara burt. Var eldur laus í
húsinu og gekk illa að ráða
niður-lögum hans.
Fimmtán íbúum hússins
var bjargað, en fimm íbúa í
byggingunni saknað.
Þeir áttu heima á ýmsum
hæðum hússins og því ekki
ólík-legt og von-andi að þeir
hafi verið að heiman.
Fólk í næstu húsum kveðst
hafa vaknað upp við mikinn
hávaða og hrær-ingar, sem
sumir töldu í fyrstu vera
jarð-skjálfta.
Fjölbýlis-hús í Noregi hrundi
Reuters
Lög-regla og björgunar-menn við húsið.
Á þriðjdaginn
ákvað
Seðla-bankinn
að hækka
stýri-vexti sína
um 1,25%
eða upp í
15%.
Megin-tilgangur
Seðla-bankans með hækkun
stýri-vaxtanna er að styðja við
gengi krónunnar. Það hefur
lækkað um 30% á 12 vikum,
sem hefði leitt til mikillar
verð-bólgu.
Gengi krón-unnar hækkaði
daginn eftir og við það
lækkaði verða á elds-neyti
sem hafði hækkað mikið
undan-farna daga.
Verð-bólgan síðustu 12
mánuði mældist 6,8% í
febrúar, en því er spáð að
hún fari upp fyrir 8% í næstu
mælingu.
Spurn-ingin er hvort gengið
hækki það mikið aftur að það
dugi til að slá á hækkanirnar
sem voru í pípunum.
Stýri-vextir
hækka í
15%
Stutt
Steindór
Hjörleifsson
Verðlags-nefnd bú-vara
sam-þykkti hækkun á verði til
fram-leiðenda og á
mjólkur-vörum á fundi sínum
á miðviku-dag.
Miklar hækkanir hafa orðið
á að-föngum
mjólkur-framleiðenda,
sérstak-lega kjarn-fóðri og
áburði. Kúa-bændur hafa
óskað eftir að nefndin taki
tillit til þessara breytinga og
hækki verð til bænda. Birna
Þorsteinsdóttir, full-trúi
Lands-samtaka kúa-bænda á
ný-afstöðnu Búnaðar-þingi,
sagði þá mikla hækkun á
mjólk nauðsyn-lega.
Mjólk hækkar um 14,6% 1.
apríl. Þá mun einn lítri af
ný-mjólk hækka úr 87
krónum í tæpar 100 krónur.
Mjólkin
hækkar
Á mánudags-morgun var ólympíu-eldurinn
kveiktur í hinni fornu Ólympíu í Grikk-landi.
Leikarnir verða í Peking í ágúst, og þegar
for-maður framkvæmda-nefndarinnar flutti
ávarp sitt, hlupu þrír mót-mælendur inn á
svæðið. Þeir héldu m.a. á borða þar sem
ólympíu-hringjunum fimm hafði verið breytt í
hand-járn, og á öðrum stóð: „Snið-göngum
ríkið sem traðkar á mann-réttindum“.
Öryggis-verðir fluttu mennina á brott.
Stjórn komm-únista í Peking hefur lagt sig
fram um að hindra frétta-flutning af
ástandinu í Tíbet og lítið er sagt frá þeim í
fjöl-miðlum landsins. Nokkrar kín-verskar
sjónvarps-stöðvar sýndu frá at-höfninni í
Ólympíu, en þó ekki mót-mælunum.
Mót-mælendurnir eru allir Frakkar og
liðs-menn sam-takanna Frétta-menn án
land-mæra sem berjast fyrir tjáningar-frelsi
um allan heim. „Sé ólympíu-eldurinn
heilagur eru mann-réttindi enn heilagri,“
segja þeir.
„Kína traðkar á
mann-réttindum“
Reuters
Mót-mæli undir ræðu-höldum.
Tónlistar-hátíðin Aldrei fór ég suður var haldin fimmta sinn
föstu-daginn langa og laugar-dag fyrir páska. Há-punktur
há-tíðarinnar þótti vera frum-flutningur Óttars Proppé og
Karla-kórsins Arna á þremur lögum eftir Mugison. Þeir voru
allir með gula hanska að hætti Dr. Spock.
Ís-firðingurinn Helgi Björnsson og sveit hans SSSól voru
loka-atriði há-tíðarinnar.
Aldrei fór ég suður
haldin í 5. sinn
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson
Helgi Björnsson of SSSól.
Íslenska lands-liðið í
knatt-spyrnu sigraði Slóvakíu
2:1 í vináttu-landsleik
þjóðanna í Slóvakíu á
miðviku-dag.
Gunnar Heiðar
Þorvaldsson og Eiður Smári
Guðjohnsen skoruðu mörk
íslenska liðsins.
„Ég get ekki annað en
verið stoltur af okkar liði eftir
2:1-sigur á úti-velli gegn
sterku liði á borð við
Slóvakíu. Flest það sem við
lögðum upp með gekk upp en
vissu-lega höfðum við
heppnina oft með okkur í liði
að þessu sinni,“ sagði Ólafur
Jóhannesson, þjálfari
íslenska landsliðsins.
Eiður lék sinn 50.
lands-leik þennan dag og
bætti eigið marka-met sem
nú stendur í 20 mörkum.
Ísland sigraði
Slóvakíu
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Eiður Smári
Netfang: auefni@mbl.is