Morgunblaðið - 30.03.2008, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 30.03.2008, Qupperneq 48
48 SUNNUDAGUR 30. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ AUÐLESIÐ EFNI Heimilda-sýning um Steindór Á fimmtu-daginn var al-þjóða leiklistar-dagurinn. Þá var opnuð heimilda-sýning um ævi og starf Steindórs Hjörleifssonar leikara. Sýningin er í formi marg-miðlunar- -skjás sem stendur í forsal Borgar-leikhússins þar sem gestir og gangandi geta lesið sér til um ævi og starf Steindórs, skoðað við-töl við hann og fleira. Árás í Keilu-felli Menn réðust vopnaðir inn á heimili í Keilu-felli í Breið-holti um síðustu helgi, og beittu menn er þar bjuggu miklu of-beldi. Fimm manns sitja í gæslu-varðhaldi hjá lög-reglunni á höfuð-borgar-svæðinu vegna málsins og fleiri manna er leitað. Talið er að 10-12 manns hafi tekið þátt í árásinni. Sjö manns voru fluttir á slysa-deild eftir árásina og er einn þeirra mjög alvar-lega slasaður. Mennirnir eru allir Pól-verjar, en pólsk glæpa-gengi ráðast á lög-hlýðna Pól-verja sem búa hér á landi, kúga þá og beita þá of-beldi. Virðist sem árásar-mennirnir hafi verið að inn-heimta verndar-toll. Aðfara-nótt miðviku-dags lagðist neðsta hæðin í sex hæða blokk í Álasundi í Noregi saman. Húsið stóð í hlíð og fyrir ofan húsið var mikil stein-blokk, sem losnað úr berginu. Við það færðist húsið um 7-8 metra út í götuna. Miklar sprungur höfðu verið í berginu og lík-lega sprakk það vegna frost-þenslu. Við húsið var niður-grafinn própan-gas-geymir með 4.000 lítrum. Óttast var að hann myndi springa, svo öllum íbúum húsa í allt að 500 metra fjar-lægð skipað að fara burt. Var eldur laus í húsinu og gekk illa að ráða niður-lögum hans. Fimmtán íbúum hússins var bjargað, en fimm íbúa í byggingunni saknað. Þeir áttu heima á ýmsum hæðum hússins og því ekki ólík-legt og von-andi að þeir hafi verið að heiman. Fólk í næstu húsum kveðst hafa vaknað upp við mikinn hávaða og hrær-ingar, sem sumir töldu í fyrstu vera jarð-skjálfta. Fjölbýlis-hús í Noregi hrundi Reuters Lög-regla og björgunar-menn við húsið. Á þriðjdaginn ákvað Seðla-bankinn að hækka stýri-vexti sína um 1,25% eða upp í 15%. Megin-tilgangur Seðla-bankans með hækkun stýri-vaxtanna er að styðja við gengi krónunnar. Það hefur lækkað um 30% á 12 vikum, sem hefði leitt til mikillar verð-bólgu. Gengi krón-unnar hækkaði daginn eftir og við það lækkaði verða á elds-neyti sem hafði hækkað mikið undan-farna daga. Verð-bólgan síðustu 12 mánuði mældist 6,8% í febrúar, en því er spáð að hún fari upp fyrir 8% í næstu mælingu. Spurn-ingin er hvort gengið hækki það mikið aftur að það dugi til að slá á hækkanirnar sem voru í pípunum. Stýri-vextir hækka í 15% Stutt Steindór Hjörleifsson Verðlags-nefnd bú-vara sam-þykkti hækkun á verði til fram-leiðenda og á mjólkur-vörum á fundi sínum á miðviku-dag. Miklar hækkanir hafa orðið á að-föngum mjólkur-framleiðenda, sérstak-lega kjarn-fóðri og áburði. Kúa-bændur hafa óskað eftir að nefndin taki tillit til þessara breytinga og hækki verð til bænda. Birna Þorsteinsdóttir, full-trúi Lands-samtaka kúa-bænda á ný-afstöðnu Búnaðar-þingi, sagði þá mikla hækkun á mjólk nauðsyn-lega. Mjólk hækkar um 14,6% 1. apríl. Þá mun einn lítri af ný-mjólk hækka úr 87 krónum í tæpar 100 krónur. Mjólkin hækkar Á mánudags-morgun var ólympíu-eldurinn kveiktur í hinni fornu Ólympíu í Grikk-landi. Leikarnir verða í Peking í ágúst, og þegar for-maður framkvæmda-nefndarinnar flutti ávarp sitt, hlupu þrír mót-mælendur inn á svæðið. Þeir héldu m.a. á borða þar sem ólympíu-hringjunum fimm hafði verið breytt í hand-járn, og á öðrum stóð: „Snið-göngum ríkið sem traðkar á mann-réttindum“. Öryggis-verðir fluttu mennina á brott. Stjórn komm-únista í Peking hefur lagt sig fram um að hindra frétta-flutning af ástandinu í Tíbet og lítið er sagt frá þeim í fjöl-miðlum landsins. Nokkrar kín-verskar sjónvarps-stöðvar sýndu frá at-höfninni í Ólympíu, en þó ekki mót-mælunum. Mót-mælendurnir eru allir Frakkar og liðs-menn sam-takanna Frétta-menn án land-mæra sem berjast fyrir tjáningar-frelsi um allan heim. „Sé ólympíu-eldurinn heilagur eru mann-réttindi enn heilagri,“ segja þeir. „Kína traðkar á mann-réttindum“ Reuters Mót-mæli undir ræðu-höldum. Tónlistar-hátíðin Aldrei fór ég suður var haldin fimmta sinn föstu-daginn langa og laugar-dag fyrir páska. Há-punktur há-tíðarinnar þótti vera frum-flutningur Óttars Proppé og Karla-kórsins Arna á þremur lögum eftir Mugison. Þeir voru allir með gula hanska að hætti Dr. Spock. Ís-firðingurinn Helgi Björnsson og sveit hans SSSól voru loka-atriði há-tíðarinnar. Aldrei fór ég suður haldin í 5. sinn Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Helgi Björnsson of SSSól. Íslenska lands-liðið í knatt-spyrnu sigraði Slóvakíu 2:1 í vináttu-landsleik þjóðanna í Slóvakíu á miðviku-dag. Gunnar Heiðar Þorvaldsson og Eiður Smári Guðjohnsen skoruðu mörk íslenska liðsins. „Ég get ekki annað en verið stoltur af okkar liði eftir 2:1-sigur á úti-velli gegn sterku liði á borð við Slóvakíu. Flest það sem við lögðum upp með gekk upp en vissu-lega höfðum við heppnina oft með okkur í liði að þessu sinni,“ sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari íslenska landsliðsins. Eiður lék sinn 50. lands-leik þennan dag og bætti eigið marka-met sem nú stendur í 20 mörkum. Ísland sigraði Slóvakíu Morgunblaðið/Brynjar Gauti Eiður Smári Netfang: auefni@mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.