Morgunblaðið - 30.03.2008, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 30.03.2008, Blaðsíða 28
matur og hönnun 28 SUNNUDAGUR 30. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ Þ að var margt um manninn þegar Listaháskóli Ís- lands kynnti vöruteg- undir sem þróaðar hafa verið að undanförnu með það að markmiði að setja þær á al- mennan markað. „Nemendur vöruhönnunardeildar skólans fengu það verkefni að vinna með bændum í heimaframleiðslu og samtökin Beint frá býli hjálpuðu til að finna bændur sem til voru í að taka þátt í þessu verkefni,“ segir Brynhild- ur Pálsdóttir, annar kennari áfangans Stefnumót hönnuða og bænda. Hinn kennarinn er Guðfinna Mjöll Magn- úsdóttir. „Við þróuðum þennan áfanga í samvinnu við Sigríði Sigurjónsdóttur deildarstjóra vöruhönnunardeildar,“ segir Brynhildur. En það hlýtur að hafa verið erfitt að velja úr þeim fjórum vöruteg- undum sem á boðstólum voru á mat- armarkaðinum úti á Grandavegi 8 fyrir hálfum mánuði. Mikill vandi var að velja úr Þar gat að líta karamellur úr rabb- arbara og saft úr þessari harðgerðu jurt, afurðir úr sölvum og kartöflum, rófuálegg og svo stórmerkilega slát- urtertu í þremur lögum, skreytta með rófustöppu. Fólk ranglaði um og smakkaði á herlegheitunum og nú ligg- ur fyrir val dómnefndar á því hvað af þessum vörum fer í frekari þróun. En hvernig fór fólk að því að velja? spyr ég Sigríði Sigurjónsdóttur pró- fessor í vöruhönnun sem hefur átt strangan dag í þessu valferli. „Ég hef sjaldan lent í jafn erfiðu verkefni og að velja þessar tvær af- urðir til áframhaldandi þróunar. Okk- ur langaði að halda áfram með allt saman. En helstu ástæðurnar fyrir því að við völdum sláturtertuna er að um er að ræða vöru sem er á und- anhaldi hjá yngri kynslóðinni. Okkur fannst takast frábærlega að gæða slátrið nýju lífi og miklir möguleikar felast í þessari afurð, ekki síst í að þróa vöruna sjálfa, bragðið, nota ís- lenskt krydd. Við sjáum fyrir okkur að sumarið verði til að þróa slát- urtertuna áfram, ekki síst að vinna í uppskriftinni og mögulega gera þetta að meiri gæðavöru en við eigum að venjast hvað slátur snertir. Tvímenningarnir unnu að þessu verkefni með bóndahjónum, Vilhjálmi Vernharðssyni og Elísabetu Krist- jánssdóttur, sem kalla fyrirtæki sitt Fjalladýrð. Þau hjón hafa framleitt framúrskarandi kjötvörur sem biðlisti er eftir. Það var því erfitt verkefni fyrir Brynjar og Maríu, nemendur Listaháskólans, að finna eitthvað nýtt og þau ákváðu að vinna með innmat- inn, sem hefur ekki verið nýttur, á nýjan hátt á skipulegan máta. Þetta var á vissan hátt erfiðasta verkefnið að vinna með. Vinna þarf áfram að uppskriftinni og leggja frekar lín- urnar að útliti sláturtertunnar áður en hún fer hugsanlega á almennan markað. Hitt verkefnið sem við völdum var afurð úr rabbarbara, framleidd af sunnlenskum bændum á Löngumýri, þeim Kjartani H. Ágústssyni og Do- rothee Lubeci. Við féllum fyrir rabbarbara- karamellunni. Nemendurnir Sabrina, Arna og Kristín þróuðu uppskriftina og markmiðið hjá þeim var að vekja upp endurminningar frá æskudögum þegar maður tók rabbarbara og stakk í sykurkar og át af bestu lyst. Það mark- mið tókst sannarlega og margir minnt- ust á þessa tilfinningu þegar þeir fengu sér bita af karamellunni. Ein ágæt kona sagði: „Mér líður eins og ég sé orðin 8 ára með fléttur og á hjóli.“ Þarna var líka sérstaklega vel leyst merki fyrir vöruna og umbúðir. Meðal annars var pappírinn utan á flösku af rabbarbarasafa unninn úr hrati af rabbarbara sem búið var að sjóða saf- ann úr og á flöskuna. Pappírinn hefur þá virkni auk þess að hlífa innihaldinu fyrir birtu.“ Samstarfið við bændur gott Verða þær vörur úr kartöflum, róf- um og sölvum, sem ekki voru valdar, ekki þróaðar neitt meira? „Við ætlum að reyna að koma þeim eitthvað áfram síðar. Þær voru líka frábærar.“ En hvernig hefur samstarfið við bændurna gengið? „Það hefur gengið mjög vel og sýn- ir að mjög margir möguleikar eru fyr- ir hendi í þeim efnum,“ segir Sigríður. „Allir nemendurnir fóru heim til bændanna og kynntust aðstæðum og afurðum þeirra,“ bætir Brynhildur við. En hverjir réðu ferðinni í samstarf- inu? „Við Guðfinna Mjöll og Kristján Björn Þórðarson, grafískur leiðbein- andi verkefnisins, hittum nemendurna oftast a.m.k. tvisvar í viku og þá var farið yfir hugmyndir og stefnan tekin. Svo var ein yfirferð í fyrri hluta nám- skeiðsins þar sem fengnir voru leið- beinendur í heimsókn frá Bretlandi, frá Central Saint Martins hönn- unarskólanum, sem komu með sína sýn á verkefnið. Fyrir þeim kynnti hver hópur nokkrar hugmyndir og síð- an var valið úr og stefnan tekin. Þess má geta að í fyrra vorum við líka með svona verkefni með frábær- um hugmyndum. En þá höfðum við hvorki fjármagn né tækifæri til að þróa þær áfram. Við ákváðum því að sækja um styrk til Tækniþróunarsjóðs til næstu þriggja ára. Í framhaldi af því verður námskeiðið Stefnumót hönnuða við bændur haldið árlega og í fram- haldi af því matarmarkaður þar sem hverju sinni verða valdar úr tvær vörur til áframhaldandi þróunar. Með styrknum getum við greitt laun og rannsóknir á vörunum, sem og höfum við peninga til að framleiða takmarkað magn af fullunnum vörum tilbúnum á markaðinn til kynningar. Í haust verða sláturtertan og rabbarbaravörurnar kynntar almenningi. Á næsta ári hefst svo starf fjögurra nýrra bænda og nemenda sem endar á sama hátt haustið þar á eftir.“ En hvað segja bændur um sam- starfið við listaháskólafólkið? „Við segjum allt ljómandi gott um þetta samstarf,“ segir Vilhjálmur Vernharðsson sem rekur ásamt konu sinni Elísabetu Kristjánsdóttur fyr- irtækið Fjalladýrð. Komu þeim þessar hugmyndir um innmatinn á óvart? „Þegar listaháskólafólkið heimsótti okkur voru fyrst allt aðrar hugmyndir í gangi áður en hugmyndin að slát- urtertunni kom upp. Okkur leist strax vel á hana. Það er ekki erfitt að búa hana til en við verðum áfram í að þróa uppskriftina og útfærslu á tertunni. Við teljum okkur geta framleitt nægi- legt magn af þessari vöru til kynn- ingar og sölu í haust.“ Er þetta samstarf gott fyrir bænd- ur? „Já, það koma upp nýjar og skemmtilegar hugmyndir, það mæt- ast óneitanlega ólík sjónarmið. Við búum á Möðrudal á Fjöllum svo það er gaman að fá þessa gesti að sunn- an.“ Lystilegar afurðir Í samstarfi samtakanna Beint frá býli og Lista- háskóla Íslands hefur að undanförnu farið fram tilraunastarf í vöruþró- un. Guðrún Guðlaugs- dóttir fór á matarmark- að sem þessir aðilar stóðu að og skoðaði fjór- ar vörutegundir, tvær þeirra hafa verið valdar til frekari þróunar. Morgunblaðið/Eggert Lykilmanneskjur. F.v. Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir, Brynhildur Pálsdóttir kennarar og Sigríður Sigurjónsdóttir, prófessor í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands. Þær hafa unnið mikið og gott starf með nemendum og bændum. Girnilegt Sláturtertan vakti sannarlega verðskuldaða og mikla athygli enda var hún valin til frekari þróunar. Umbúðahrat Utan um rabbarbara- safann eru sérstaklega sniðugar umbúðir, framleiddar úr hrati af safanum. Þær varna því að birta komist að innihaldinu. Söl Vörur úr sölvum voru líka á matarmarkaðinum og listahá- skólafólk langar að koma þeim síð- ar í þróun ef möguleiki skapast. Auglýsingaskilti Þarna má sjá myndir af því sem var á matarsýningunni. Kartöflukeðja Þessi stúlka sem hjálpaði til á matarsýningunni á Grandavegi skartaði þessari skemmtilegu kartöflukeðju. Sláturtertan enn Úr íslensku sauð- kindinni er hluti efniviðarins í slát- urtertuna sérstöku sem valin hefur verið til áframhaldandi þróunar. Rabbarbarakaramellan Hún á að vekja hjá fólki ljúfsárar minningar um æskudagana þegar það át rabb- arbara með sykri án þess að hugsa sig um - hvað þá meir! Svalandi Safinn úr rabbarbaranum er girnilegur kominn í glös.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.