Morgunblaðið - 30.03.2008, Blaðsíða 35
ganganna.
Þeir eru gerðir
fyrir borun í þurru,
þéttu bergi og þola
lítinn vatnsaga.
Þetta sýnir reynsl-
an frá Kára-
hnjúkum. Þar hef-
ur lekt bergsins
valdið miklum
vandræðum hátt
uppi í fjöllum.
Hér má eiga von
á miklu opnara
bergi og meiri
leka. Við verðum að nota gömlu að-
ferðina, að þétta bergið og sprengja
svo.
Þverskurður ganganna er 66,5
fermetrar, tvenn göng. Hvalfjarð-
argöngin eru 66.
Ég ætla nú að reyna að lýsa að-
ferðinni við að gera göngin.
Ég hef áður lagt áherslu á að við
erum að vinna í mjög leku bergi,
undir sjávarmáli.
Þetta veldur því að áður en hægt
er að sprengja þarf að þétta bergið,
til að tryggja að ekki opnist
sprunga fyrir vatnið inn í göngin
þegar sprengt er. Ég held að eðli-
legt sé að þétta helmingi þykkari
kafla, en ætlunin er að sprengja
næst.
Hér þarf því að bora 5-10 m djúp-
ar holur til að dæla steypu í bergið
til að þétta það.
Við köllum þetta grautun á bor-
unum (grauting á ensku). Þegar bú-
ið er að þétta þarf að bora holur
fyrir dýnamithleðslur. E.t.v. má
nota sömu holurnar að hluta og
bæta svo við eftir þörfum. Hve
margar holur þarf, ráða sérfræð-
ingar, ég veit það ekki.
Ég held að í hvert sinn, sem
sprengt er sé hætta á að sprunga
myndist, sem opnar fyrir innrennsli
á vatni. Í Morgunblaðinu er sagt að
göngin verði á 70 m dýpi, svo að
vatnið er með 7 kg þrýstingi og þarf
því ekki stóra sprungu til að gefa
mikið rennsli.
Hvað hefðu göngin við Ísafjörð
verið lengi að fyllast ef þau hefðu
verið á 70 m dýpi undir hafi, en ekki
uppi í fjalli, þar sem halli ganganna
var þannig, að vatnið rann út um
opið. Hér eru opin ofar en göngin,
svo að allt vatn sem inn kemur safn-
ast í göngin, en rennur ekki í burtu,
því opin eru ofar en göngin sjálf.
Í Morgunblaðinu 30. janúar er
viðtal við Árna Hjart-
arson jarðfræðing og haft
eftir honum að nið-
urstöður rannsókna gefi
„grænt ljós“ bergið virðist
allþétt. Hvað sem það nú
merkir. Hann segir að
boraðar hafi verið 13
kjarnaholur og þar af ein
úti í sjó.
Við athugun sést að
helmingur ganganna er
undir byggðinni í Klepps-
holtinu alla leið að Laug-
arnesi og þar út í sjó. Það
þarf fyllingu við Kirkjusand fyrir
aðkeyrslu að göngunum, það er
ekki pláss í landi.
Þarna gleymist allt umtalið um
álit sérfræðinganna um hækkun
sjávarborðs í úthöfunum! Gangaop-
in við Laugarnes færu í kaf og
göngin fylltust af sjó. Göngin eru
sögð vera um 10 km löng þar af eru
2x 1,5=3 km undir sjó.
Telur jarðfræðingurinn virkilega
að ein hola nægi þarna á 1,5 km
kafla? Ég fullyrði, að fáir jarðfræð-
ingar, sem ég þekki, mundu sam-
þykkja það.
Ég tel þörf á miklu nákvæmari
könnun á jarðlögunum undir vog-
inum. Að lokum nokkur orð um loft-
ræstingu ganganna. Ég á von á að
þrætumál komi upp milli íbúanna í
Laugarnesi og þeirra sem búa í
Gufunesi um það hvert á að blása
rykinu úr göngunum. Það verður að
gera ráð fyrir að hlaðnir vörubílar
fari um göngin, til hvers væru þau
annars? Það þarf marga blásara til
að halda sæmilega hreinu lofti í
göngunum.
Ég spái því að ekki liði á löngu,
eftir að þau kæmu í gagnið, að
kvartað yrði undan sviða í augum í
göngunum. Hvað er þá til ráða? Það
sem gæfi bestan árangur væri að
banna umferð vörubíla um göngin,
en þá væri til lítils barist, því er
ekki tilgangurinn að losna við vöru-
bílana af Vesturlandsveginum?
Þarna er komin sjálfhelda sem
vandleyst er nema skynsemin komi
til hjálpar.
Besta lausnin er að hætta við
göngin, breikka Vesturlandsveginn
í 3 eða 4 akreinar hvora leið. Þetta
nægir milljónaborgum erlendis, og
hlýtur að duga hér.
Ef Sundabraut er nauðsynleg þá
leggið hana ofan sjávar, það er
skynsamlegast.
Og að endingu: Bönnum öll jarð-
göng undir sjó frá Kjalarnesi að
Vatnajökli í eitt skipti fyrir öll.
Ísleifur Jónsson
Höfundur er verkfræðingur og
fyrrum stjórnandi Jarðborana
ríkisins.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. MARS 2008 35
FASTEIGNAMI‹STÖ‹IN
Stofnsett 1958
jardir.is 550 3000
Magnús Leópoldsson, lögg. fasteignasali
www.valholl.is
www.nybyggingar.is
Opið virka daga frá kl. 9.00-17.00.
Ingólfur G. Gissurarson, lögg. fast. Sími 588 4477
Opið hús í dag á milli 15 og 16
Berjarimi 24 - íb. 0107
m. bílskýli. LAUS
Í einkasölu flott 3ja herbergja íbúð á jarðhæð í góðu húsi í Grafar-
vogi. Stæði í góðu bílskýli fylgir. Parket, vand. innrétt. útg. úr
stofu á afgirta góða verönd. V. 23,9 m.
Kristján og Díana taka á móti áhugasömum
í dag sunnudag frá kl. 15-16. Til afh. strax !
Opið hús í dag á milli 16 og 17
Unnarbraut 4 - Seltjarnarnesi
efri sérh. - 230 fm m.tvöf.bílskúr
Skipti möguleg á ódýrari eign eign.
Í einkasölu falleg og velskipul. 164 fm efri sérh., ásamt tveimur 33
fm bílsk, eða alls um 230 fm, á fráb. stað á sunnanv. Seltj.nesi.
Sérinng, bílaplan tilh. eigninni. 4-5 svefnherb., stórar suðv.sv. m.
fallegu útsýni. Nýl. eldh. góðar stofur og fl. V. 58 m./tilboð.
Opið hús verður í dag sunnudag frá kl.16-17
Opið hús í dag á milli 16 og 17
Galtalind 9 – íbúð 0401
Glæsileg 176,5 fm endaíbúð í vönduðu fjölbýli. Íbúðin er fullbúin á
mjög vandaðan hátt með parketi og flísum á gólfum. Íbúðin er á 2
hæðum og heitur pottur á svölum. Á neðri hæð eru forstofa með
skáp, eldhús með glæsilegri innréttingu. Tvö herbergi með skáp-
um, glæsilegt baðherbergi með baðkari og sturtuklefa, stofa og
borðstofa með útgengi á suðursvalir (með heitum potti). Gott
sjónvarpshol sem má stúka af sem fimmta herbergið. Á efri hæð
eru tvö herb og opið rými. Baðherbergi flísalagt með sturtuklefa
og innrétting. Glæsilegt útsýni af efri hæð og hún með óvenjulega
mikilli lofthæð og stórum gluggum. Verð 44milj.
Opið hús verður í dag sunnudag frá kl.16-17
Opið hús í dag á milli 16 og 17
Tunguvegur 66 - Smáíbúðahverfi
Fallegt 133 fm raðhús við Tunguveg. Fyrsta hæðin hefur öll verið
opnuð þannig að opið er milli eldhús stofu og borðstofu. Úr stofu
er gengið út á sólpall sem snýr í suður. Uppi eru 3 herbergi og
baðherbergi. Niðri er opið sjónvarpsrými með glugga, þvottarhús
með glugga og nýtt rúmgott herbergi með glugga, gegnheilu eik-
arparketi og hita í gólfi. Að sögn eigenda er búið að endurnýja
rafmagn að hluta. Fráveitulagnir og drenlagnir endurnýjaðar.
Húsið er nýlega málað og búið að geravið gafl en verið er að mála
hann. Þetta er í heild sinni gott hús sem búið er að endurnýja og
breyta mikið. Íbúðin er laus við kaupsamning. V. 34,9 m.
Opið hús verður í dag sunnudag frá kl.16-17
HRAUNBÆR 98 - OPIÐ HÚS
Falleg og rúmgóð 4ra herb. íbúð á 2. hæð með aukaherbergi í kjallara alls
106,7 fm. Stofa rúmgóð og björt. Rúmgóð svefnherbergi. Stutt er í leik- og
grunnskóla, heilsugæslu, verslanir og f.l. LAUS VIÐ KAUPSAMNING.
Verð 23,9 millj.
Opið hús að Hraunbæ 98, 110 Reykjavík
frá kl. 15.00 – 16.00, bjalla merkt Ársæll og Ásta.
Þverholt 14 l 105 Reykjavík l Sími 595 9000 l holl@holl.is l www.holl.is
Björn Daníelsson
Löggildur fasteignasali
Gsm: 849 4477
GNOÐAVOGUR 26 - OPIÐ HÚS
Mjög góð 3ja herbergja íbúð á 3. hæð í fjölbýli alls 74,7 fm. Stór og björt
stofa. Rúmgóð svefnherbergi. Stutt er í alla almenna þjónustu. Eign á góðum
stað sem vert er að skoða. Verð 20,9 millj.
Opið hús að Gnoðarvogi 26, 104 Reykjavík
frá kl. 15.00 – 16.00, bjalla merkt Þormar og Sigrún.
Sími 551 3010
Hárgreiðslustofan
mbl.is
smáauglýsingar