Morgunblaðið - 30.03.2008, Blaðsíða 31
menning
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. MARS 2008 31
Skúlagata 17 • 101 Reykjavík • Sími 566 8800 • vidskiptahusid@vidskiptahusid.is • www.vidskiptahusid.is • Jón Sigfús Sigurjónsson Hdl. & löggiltur FFS
Fornubúðir-Hafnarfirði.
Eitt glæsilegasta fjölnotahúsið á höfuðborgarsvæðinu. Stærð 6.239 fm.
Húsnæðið er staðsett niður við Hafnarfjarðarhöfn. Lóðin er tæpir 15000 fm, þúsund fm,
viðbyggingarréttur.
Nánari upplýsingar veitir Jón Sigfús í símum 566-8818 og 893-3003.
Netfang: jon@vidskiptahusid.is
Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is
Álfaskeið - m. bílskúr - Hf.
Sérlega falleg íbúð í góðu fjölbýli á þessu vinsæla stað. Sérinngangur af svölum.
Íbúðin er 86,2 fm og bílskúrinn 23,8 fm, samtals 110 fm. Íbúðin er á efstu hæð.
Skipting eignarinnar: Forstofa, hol, eldhús, gangur, 2 svefnh., baðh., geymsla og
svalir. Vönduð eign eign sem vert er að skoða.
V. 20,3 millj. Laus Strax. Ath. lækkað verð.
Til leigu er hús í Orlando í u.þ.b. 10
mínútna akstursfjarlægð frá Disney
görðunum. Húsið er nýtt og vel
búið með einkasundlaug. Það er á
Emerald Island Resort sem er afgirt,
vaktað og stutt frá mörgum af bestu
golfvöllum í Orlando. Á svæðinu
eru m.a. tennisvellir og sundlaug. Húsið hefur 4 svefnherbergi, 3
baðherbergi og þar eru rúm fyrir 11 manns.
Nánari upplýsingar á www.orlandovilla.is,
í síma 6920001 eða tölvupóstfangi bokanir@orlandovilla.is
Villa í Orlando til leigu
mánabraut 4 kóp. – sjávarútsýni
Opið hús í dag milli kl. 14 og 16
BORGARTÚN 29
Sími 510 3800
Fax 510 3801
www.husavik.net
REYNIR BJÖRNSSON
ELÍAS HARALDSSON
L Ö G G. FA S T E I G N A S A L A R
Mjög falleg, 200,3 fm sérbýli með innbyggðum 32,1 fm bílskúr í
fallegu, nýlegu (byggt 1997), tveggja íbúða húsi. 3-4 svefnher-
bergi, stofa og borðstofa. Fallegar mahogny-innréttingar, arinn í
stofu, parket og flísar á gólfum. Glæsilegur 200 fm trépallur með
heitum potti og útisturtum. Mjög fallegt útsýni frá stofugluggum.
Verð 69 millj.
Allir velkomnir í opið hús í dag milli kl. 14 og 16.
Húsavík – GOTT ORÐSPOR – TRAUST VIÐSKIPTI
ÉG hjó eftir því, um leið og ég gekk
inn í sýningarsal Listasafns Reykja-
nesbæjar til að skoða sýninguna
Ljósmyndin, ímyndin, portrettið? að
það var búið að lífga upp á salinn síð-
an ég kom þangað síðast. Járnbygg-
ing í lofti hefur verið máluð hvít og
birtir þá allnokkuð yfir salnum. Þótti
mér þessi aðgerð vel heppnuð. Hins
vegar þykir mér sú „nýbreytni“ að
hengja myndir í girni, dinglandi frá
vegg með tilheyrandi rennibraut í
lofti, alveg skelfileg sjón, enda eitt-
hvað sem á betur heima í félags-
heimili en sal fyrir samtímalistir og
undir merkjum listasafns. Það tók
mig því dágóða stund að jafna mig á
þessu og einblína á listaverkin sjálf.
Sýningin Ljósmyndin, ímyndin,
portrettið? er að frumkvæði Ingu
Þóreyjar Jóhannsdóttur, sem jafn-
framt er sýningarstjóri, og sendi
hún listamennina Sigríði Melrós
Ólafsdóttur og Karl Jóhann Jónsson
á blint stefnumót með myndverk sín,
en listamennirnir eiga það helst
sammerkt að styðjast við ljósmyndir
til að mála og teikna myndir af fólki,
en nálgun og úrvinnsla þeirra er
ólík. Myndir Karls eru í raunsæisstíl
og líkir hann eftir ljósmyndum með
olíulit eða vatnslit. Myndirnar sýna
hans nálæga umhverfi, þ.e. hann
sjálfan, vini og vandamenn sinna
daglegum athöfnum, saman komna í
„ekki-samskiptum“, starandi út í
bláinn, hvíla sig eða í bið eftir ein-
hverju. Sigríður Melrós notar ljós-
myndir sem skissu og
tekur sér fullt skálda-
leyfi í lit og tækni þegar
hún yfirfærir mynd á
dúk eða í dúkristu. Flest-
ar eru myndir hennar af
súludansmær sem kallar
sig Lísu. En með end-
urtekningu kemst lista-
konan nær því skila kar-
akter sem hún sjálf
túlkar gegn um sterk
svipbrigði, líkamans- eða
höfuðstöðu. Ég hefði
vilja sjá betur gætt að
jafnvægi í upphengi listamanna, en
verk Karls breiða áberandi meira úr
sér en verk Sigríðar. Verkin hrynja
samt vel saman en mynda að sama
skapi mótvægi við hvert annað. En
sem erlend súludansmær er Lísa
táknmynd undirmáls-
hóps í samfélaginu og
snerta verkin þá alvar-
legt og rífandi pólitískt
málefni. Karl hefur
hins vegar lúmskt lag á
að sýna húmorinn í
hvunndagsdoðanum en
um leið er einhver und-
ursamleg fegurð í til-
gangsleysinu – eða
frekar í tilganginum
„að vera“ og þá „að
vera bara venjulegur“.
Það er því ekki ein-
göngu ólík notkun á ljósmyndum
sem gerir stefnumót listamannanna
forvitnilegt, heldur líka ólík sam-
félagsleg athugun og viðhorf sem
endurspeglast í verkum þeirra.
Samfélags-
leg athugun
Jón B.K. Ransu
MYNDLIST
Listasafn Reykjanesbæjar
Opið alla daga frá 11-17.
Sýningu lýkur 4. maí. Aðgangur ókeypis.
Sigríður Melrós Ólafsdóttir
og Karl Jóhann Jónsson
bbbnn
Áleitin portrett Eitt af
málverkum Sigríðar M.
Ólafsdóttur af súlu-
dansmeynni Lísu.