Morgunblaðið - 30.03.2008, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.03.2008, Blaðsíða 24
Texti: Sunna Ósk Logadóttir Myndir: Ómar Óskarsson Þ að er enginn heima. Og hefur ekki verið um margra mánaða skeið. Í yfirgefnu húsunum við Hverfisgötu 32 og 34 eru þó augljós merki um mannaferðir, hálfétin pizzusneið og svefnpoki og dýna undir rjáfri. Þarna hefur ógæfufólk komið sér fyrir frá því verslanir á neðstu hæðinni skelltu í lás fyrir fullt og allt. En gestirnir eru ekki aðeins þeir sem eiga hvergi höfði að að halla. Þar safnast líka saman ung- lingar borgarinnar, hafa fundið leikvang til að stunda veggjakrot í friði. „Hva segiru?“ stendur stórum, svörtum stöf- um á vegg í einni kytrunni á annarri hæðinni. „Steinhissa,“ er fyrsta svarið sem kemur upp í hugann. „Er ég í 101 Reykjavík eða í hreysi, eins og þau gerast verst, í úthverfi bandarískr- ar stórborgar?“ Höfuðborg Íslands er víst svarið. Og ná- grannarnir eru virðulegar byggingar á borð við Þjóðmenningarhúsið og Seðlabankann. „Smá flipp“ er letrað í fjólubláum lit í öðru herbergi. Skyldi „flippið“ felast í að stunda veggjakrot í yfirgefnu húsi og komast upp með það? Eða að komast svo langt inn í húsið án þess að skera sig á glerbrotum sem liggja alls staðar á gólfinu? „Rusl“ stendur víða á veggjum og er þar hugsanlega vísað til brotnu ljósakrónunnar í einu herbergjanna eða rifna veggfóðursins með myndum af kornmyllum í þýsku sveita- þorpi. Húsin eru harðlæst en leikur einn er að príla inn um glugga – það veit „flippaða“ fólkið með úðabrúsana. Hústökufólkið skipti víst um allar skrár. Það vantar ekki rakann. Í kjallaranum er 75 cm djúpt ískalt vatn. Í því fljóta tómir úða- brúsar og annað rusl. En vatnið er víðar. Á annarri hæðinni er á mörgum stöðum ökkla- djúpt vatn og sömu sögu er að segja úr risinu. Þakið lekur og það dropar úr lofti og niður veggi. Loftræstingin er hins vegar góð, enda á vindurinn alls staðar greiða leið inn. Hver einasta rúða er brotin, nema á þeirri hlið sem snýr að danska sendiráðinu. Starfs- maður þess hristir höfuðið er hann stendur í bakgarðinum og virðir fyrir sér litskrúðugt húsið. „Þetta er nú ekki mjög fallegt,“ segir hann og heldur áfram að stara á veggjakrotið, ísskápana tvo í garðinum, spýtnabrakið og glerbrotin í tonnavís. „Eftir að verslununum var lokað fór þetta svona,“ segir hann og hrað- ar sér svo á braut með uppdrátt af skipulags- reitnum undir hendinni. Undir súð Í eina þurra herberginu hefur einhver breitt út sæng sína. Í klakaböndum Þar sem raki og frost koma saman verða til grýlukerti. Eyðibýli í miðborginni innlit 24 SUNNUDAGUR 30. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.