Morgunblaðið - 30.03.2008, Qupperneq 24
Texti: Sunna Ósk Logadóttir
Myndir: Ómar Óskarsson
Þ
að er enginn heima. Og hefur ekki
verið um margra mánaða skeið. Í
yfirgefnu húsunum við Hverfisgötu
32 og 34 eru þó augljós merki um
mannaferðir, hálfétin pizzusneið og
svefnpoki og dýna undir rjáfri. Þarna hefur
ógæfufólk komið sér fyrir frá því verslanir á
neðstu hæðinni skelltu í lás fyrir fullt og allt. En
gestirnir eru ekki aðeins þeir sem eiga hvergi
höfði að að halla. Þar safnast líka saman ung-
lingar borgarinnar, hafa fundið leikvang til að
stunda veggjakrot í friði.
„Hva segiru?“ stendur stórum, svörtum stöf-
um á vegg í einni kytrunni á annarri hæðinni.
„Steinhissa,“ er fyrsta svarið sem kemur upp í
hugann. „Er ég í 101 Reykjavík eða í hreysi,
eins og þau gerast verst, í úthverfi bandarískr-
ar stórborgar?“
Höfuðborg Íslands er víst svarið. Og ná-
grannarnir eru virðulegar byggingar á borð við
Þjóðmenningarhúsið og Seðlabankann. „Smá
flipp“ er letrað í fjólubláum lit í öðru herbergi.
Skyldi „flippið“ felast í að stunda veggjakrot í
yfirgefnu húsi og komast upp með það? Eða að
komast svo langt inn í húsið án þess að skera sig
á glerbrotum sem liggja alls staðar á gólfinu?
„Rusl“ stendur víða á veggjum og er þar
hugsanlega vísað til brotnu ljósakrónunnar í
einu herbergjanna eða rifna veggfóðursins
með myndum af kornmyllum í þýsku sveita-
þorpi.
Húsin eru harðlæst en leikur einn er að
príla inn um glugga – það veit „flippaða“ fólkið
með úðabrúsana. Hústökufólkið skipti víst um
allar skrár.
Það vantar ekki rakann. Í kjallaranum er 75
cm djúpt ískalt vatn. Í því fljóta tómir úða-
brúsar og annað rusl. En vatnið er víðar. Á
annarri hæðinni er á mörgum stöðum ökkla-
djúpt vatn og sömu sögu er að segja úr risinu.
Þakið lekur og það dropar úr lofti og niður
veggi.
Loftræstingin er hins vegar góð, enda á
vindurinn alls staðar greiða leið inn.
Hver einasta rúða er brotin, nema á þeirri
hlið sem snýr að danska sendiráðinu. Starfs-
maður þess hristir höfuðið er hann stendur í
bakgarðinum og virðir fyrir sér litskrúðugt
húsið. „Þetta er nú ekki mjög fallegt,“ segir
hann og heldur áfram að stara á veggjakrotið,
ísskápana tvo í garðinum, spýtnabrakið og
glerbrotin í tonnavís. „Eftir að verslununum
var lokað fór þetta svona,“ segir hann og hrað-
ar sér svo á braut með uppdrátt af skipulags-
reitnum undir hendinni.
Undir súð Í eina þurra herberginu hefur einhver breitt út sæng sína. Í klakaböndum Þar sem raki og frost koma saman verða til grýlukerti.
Eyðibýli í miðborginni
innlit
24 SUNNUDAGUR 30. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ