Morgunblaðið - 30.03.2008, Side 55
Emilíana Torrini - Sting
Í júní árið 2000 fékk sjálfur Sting
Emilíönu Torrini til þess að hita
upp fyrir sig á fernum tónleikum í
Royal Albert Hall í Lundúnum.
Þegar söngkonan var spurð út í þá
reynslu í Morgunblaðinu svaraði
hún: „Það var algjört æði. Ég hugs-
aði líka á eftir: Jæja Emilíana, nú
geturðu hætt.“ Sem betur fer lét
hún ekki verða af því.
Jakobínarína - Kaiser Chiefs
Íslensku unglingarnir túruðu með bresku
rokkurunum um Evrópu í október og nóv-
ember í fyrra. Alls var um níu tónleika að
ræða. Þetta var með því síðasta sem sást til
Jakobínurínu, sem er nú hætt störfum.
Nylon - Westlife, Girls Aloud
Íslenska stúlknasveitin hitaði upp fyrir írska
strákabandið á ferðalagi um Bretland vorið
2006 og svo fyrir Girls Aloud um sumarið.
Líklegt er að hátt í 300.000 manns hafi séð
þær Ölmu, Klöru, Emilíu og Steinunni á tón-
leikunum.
Sign - Skid Row
Hafnfirsku rokkararnir fóru í tónleika-
ferðalag með bandarísku þungarokkurunum
um Bretland í nóvember í fyrra. Sveitirnar
spiluðu á 12 tónleikum á 13 dögum og komu
fram í flestum stærstu borgum Bretlands.
Fullt var á flestum tónleikum, frá 700 til
3.000 manns.
Sigur Rós - Radiohead
Það var á síðari hluta ársins 2000 sem Sigur
Rós var fengin til að hita upp fyrir Thom
Yorke og félaga á tónleikaferðalagi þeirra
um Evrópu, sem kom í kjölfar útgáfu á plöt-
unni Kid A.
Stilluppsteypa - Sonic Youth
Árið 2000 hlotnaðist hljóðlistahópnum Still-
uppsteypu sá heiður að hita upp fyrir banda-
rísku tilraunarokksveitina Sonic Youth á tón-
leikum í Belgíu og Hollandi. Stilluppsteypa
hefur haft fremur hægt um sig síðan þá.
Bellatrix - Coldplay
Bellatrix, sem er trúlega betur þekkt sem
Kolrassa krókríðandi, hitaði upp fyrir
Coldplay á hljómleikaferð um Bretland í nóv-
ember árið 1999. Á þessum árum var
Coldplay þó ekki sami risinn og sveitin er í
dag, enda nýstofnuð.
Leaves - Supergrass
Sumarið 2005 hituðu Laufin upp fyrir Sup-
ergrass á tónleikaferðalagi síðarnefndu
sveitarinnar um Bretlandseyjar. Sama ár
kom síðasta plata Leaves út en sveitin hefur
látið lítið fyrir sér fara síðan.
Íslensk upphitun
Sykurmolarnir - U2
Björk og félagar hituðu upp fyrir U2 á Zoo TV-tónleikaferðalagi sveitarinnar um Bandaríkin og Mexíkó
síðari hluta árs 1992. Árið 2002 var túrinn nefndur „sá stórbrotnasti sem nokkur rokkhljómsveit hefur
nokkru sinni lagt upp í“ í breska tónlistartímaritinu Q. Ekki slæmt það!
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. MARS 2008 55
■ Fim. 3. apríl kl. 19.30
Einstakur gestur
Robert Levin er einhver merkasti tónlistarhugsuður okkar tíma. Hann
leikur píanókonsert nr. 3 eftir Beethoven og spinnur sína eigin
kadensur. Að auki er á efnisskránni forleikur eftir Dvorák og stór-
kostlegt tónaljóð Richard Strauss um Don Quixote þar sem Bryndís
Halla Gylfadóttir bregður sellóinu sínu í hluterk riddarans sjón-
umhrygga. Hljómsveitarstjóri: Carlos Kalmar
Einleikari: Robert Levin
■ Fös. 4. apríl kl. 21.00
Heyrðu mig nú!
Öðruvísi upplifun af sinfóníutónleikum. Stuttir tónleikar þar sem lista-
mennirnir kynna verkin og partí í anddyri Háskólabíós á eftir. Róbert
Levin leikur píanókonsert eftir Beethoven og spinnur út frá lögum sem
tónleikagestir leggja til. Heppnir tónleikagestir vinna iPod í boði FL
Group.
■ Lau. 5. apríl kl. 17.00
Kristallinn - kammertónleikaröð í Þjóðmenningarhúsinu
Oktett eftir Ludwig Spohr, sem á sinni tíð var talinn standa jafnfætis
Beethoven og Mozart.
Miðasala
S. 545 2500
www.sinfonia.is
Nýverið bárust fregnir
af því að Mugison
myndi hita upp fyrir
bandarísku rokksveit-
ina Queens of the Stone
Age á tónleikaferðalagi
sveitarinnar um Kan-
ada í maí. Að því tilefni
fór Jóhann Bjarni Kol-
beinsson í sögubæk-
urnar og rifjaði upp
nokkrar íslenskar
sveitir og tónlistar-
menn sem hafa hitað
upp fyrir erlendar stór-
stjörnur úti í hinum
stóra heimi.
Botnleðja - Blur
Damon Albarn og félagar
fengu Botnleðju til að
hita upp fyrir sig á átta
daga tónleikaferð um
Bretland dagana 20. til
28. janúar árið 1997. Til-
boð þetta kom í kjölfar
þess að Botnleðja hitaði
upp fyrir Blur á tón-
leikum í Laugardalshöll.
www.sjofnhar.is