Morgunblaðið - 30.03.2008, Page 59
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. MARS 2008 59
„ÞETTA er bara svona frekar lítil sýning í litlu galleríi, við erum algert auka-
atriði þarna,“ segir Jón Þór Birgisson, söngvari og gítarleikari í hljómsveit-
inni Sigurrós, en hann og kærasti hans, myndlistarmaðurinn Alex Somers,
halda sýningu undir formerkjum Riceboy Sleeps í Agency-galleríinu í Lond-
on í næsta mánuði. Sýningin verður opnuð 10. apríl og stendur til 17. maí.
„Við vorum í London og vorum eitthvað að skoða gallerí og sýningarsali og
römbuðum á þetta. Við töluðum við konuna þar og leist svona helvíti vel á
hana, hún var svo hress og ákveðin,“
segir Jónsi.
Á sýningunni verða teikningar sem
gerðar eru í gamlar bækur og síðan
ljósmyndaðar og rammaðar inn. Þar
verða líka sýndar stuttmyndir eftir
þá sem þeir tóku á átta millimetra
filmu.
Jónsi segir enga fasta verkaskipt-
ingu á milli sín og Alex við vinnuna.
„Það er bara svona tvist og bast, við
tökum það sem hendi er næst og ger-
um eitthvað úr því. Teiknum myndir
og söfnum saman gömlum bókum og
ljósmyndum og síðan vinnum við
mikið með þetta í tölvu.“
Riceboy Sleeps kom fyrst fram á
sjónarsviðið fyrir tveimur árum með
sýningu í Gallery Turpentine og út-
gáfu á lítilli bók með teikningum.
Þetta verður þeirra þriðja einkasýn-
ing, en auk þess hafa þeir tekið þátt í
listahátíðinni Sequences og al-
þjóðlegri listasýningu í Melbourne í
Ástralíu.
Riceboy Sleeps
sýnir í London
Riceboy Sleeps Alex Somers og
Jón Þór Birgisson.
THANDIE Newton segir barn-
eignir hafa bætt sjálfsmynd sína
til muna. Hún á tvær dætur, Rip-
ley sjö ára og Nico þriggja ára.
Newton þjáðist lengi af átrösk-
un en segist hafa fengið hugljóm-
un þegar eldri dóttirin fæddist.
„Mér fannst ég alltaf þurfa að vera
betri og klárari til þess að fólki
þætti eitthvað til mín koma. Mér
datt ekki í hug að einhver hefði
áhuga á mér eins og ég er. Mörg-
um fannst ég kuldaleg, en í raun-
inni var ég bara ofboðslega feim-
in.“
Hún segir að það að þurfa að
vera annarri manneskju fyrirmynd
hafi vakið hana til umhugsunar.
„Það var þungu fargi af mér létt.
Þetta gerist ekki hjá öllum nýbök-
uðum mæðrum, en svona var þetta
hjá mér.“
Reuters
Thandie Newton Alveg ófeimin.
Börnin læknuðu feimnina