Morgunblaðið - 17.04.2008, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.04.2008, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Sigurlaug Jakobsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is FÆRRI komust að en vildu þegar opnað var á spurningar í sal Kenn- araháskóla Íslands á sjöunda tím- anum í gærkvöldi. Vel á annað hundrað manns á öllum aldri voru þar á samráðsfundi með borgaryf- irvöldum og framkvæmdaraðilum vegna fyrirhugaðrar byggingar mis- lægra gatnamóta Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar og tengdra stokkalausna á stofnbrautunum. Fundurinn markaði upphaf sam- ráðsins við íbúa og brunnu því fjöl- mörg málefni á íbúum. Á meðal þess sem spurt var um var fyrirkomulag hjólreiðagatna, gönguleiða og al- menningssamgangna, mengunar- varnir og hreinsibúnaður í stokkum, stærð hljóðmana, hljóðvist, hugsan- legur umferðarhraði, umferðarþungi og margt fleira. Ekki síður höfðu íbúar áhyggjur af öryggismálum á meðan framkvæmdirnar munu standa yfir og mögulegum neikvæð- um áhrifum breytinganna á afmark- aða staði. T.a.m. var spurt út í stað- setningu gangamunnanna og mögulega svifryks- og hávaðameng- un við þá. Erlendar hraðbrautalausnir Frummælendur á fundinum voru Gísli Marteinn Baldursson, formaður umhverfis- og samgönguráðs, Hilm- ar Sigurðsson, formaður íbúasam- taka Hlíða, Holta og Norðurmýrar, og Baldvin Einarsson, yfirverkfræð- ingur hjá Línuhönnun, sem kynnti núverandi hugmyndir Vegagerðar- innar um lausn samgangna á svæð- inu. Gísli Marteinn sagði tillögurnar sem þarna voru kynntar ekki end- anlegar, heldur yrði settur á fót sam- ráðshópur með íbúum. Ekki væri ætlunin að troða ofan í kokið á íbúum lausn sem þeir kærðu sig ekki um. Hilmar Sigurðsson gagnrýndi margt í tillögunum og sagði þær minna á hraðbrautamannvirki að er- lendri fyrirmynd, t.d. stórar hljóð- manir meðfram Miklubraut. Hilmar sagði nauðsynlegt að endurskoða markmiðin með framkvæmdunum og forgangsröðun þeirra. Í forgang skyldi setja lífsgæði fólks sem býr nálægt umferðaræðunum, því næst huga að samgöngum hjólandi og gangandi vegfarenda og í þriðja lagi að umferðarflæðið þyrfti að hugsa til enda og í stærra samhengi. Baldvin lýsti svo m.a. hugsanlegri áfangaskiptingu verksins. Fyrsti áfangi, gatnamótin og nærliggjandi stokkar gætu kostað 6,8 milljarða króna á verðlagi síðustu áramóta, annar áfangi 2,6 milljarða og sá síð- asti 2,8. Síðari áfangarnir yrðu stokkar og endurbætur á Miklubraut vestan Kringlumýrarbrautar. Samráðshópi sem inniheldur fulltrúa Reykjavíkurborgar, Vegagerðar og íbúasamtaka komið á fót Morgunblaðið/Golli Samráð Baldvin Einarsson lýsti hugmyndum um mislæg gatnamót. Færri komust að en vildu með spurningar. Samráð við íbúana um risaverkefni Á annað hundrað íbúa í Hlíða- og Háaleitishverfi mættu á opinn fund, með borgarfulltrúa og fram- kvæmdaraðilum, um gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar og tengdar framkvæmdir. onundur@mbl.is Í HNOTSKURN »Með stokkalausninni er ætl-unin að aðgreina mismun- andi umferð á sérhæfðar um- ferðaræðar, annars vegar gegnumstreymisumferð og hins vegar umferð inn í hverfin. »Enn er óvíst hvar allir ganga-munnar verða staðsettir. »Vegagerðin áætlar að arð-semi framkvæmdanna geti verið á bilinu 10-15%. RÍFLEGA helmingur, eða 53% for- svarsmanna fyrirtækja og fram- kvæmdaaðila sem eiga samskipti við skipulagsyfirvöld sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, telur sveit- arfélögin sinna skipulagsmálum illa. Rúmlega fimmtungur, 21%, tel- ur sveitarfélögin sinna málaflokkn- um vel, en 26% töldu að málaflokkn- um væri hvorki sinnt vel né illa. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem framkvæmd var af Capacent- Gallup dagana 4.-14. apríl og kynnt verður í dag á ráðstefnu sem haldin er undir yfirskriftinni Skipulag eða stjórnleysi? í tengslum við sýn- inguna Verk og vit 2008. Samkvæmt könnuninni kalla sömu aðilar helst eftir heildarsýn, hraðri afgreiðslu og skýrum mark- miðum í skipulagsmálum af hálfu sveitarfélaganna. Athygli vekur að í könnuninni kom einnig fram að tæp 67%, rúm- lega tveir af hverjum þremur að- spurðra, telja líklegt að fyrirtæki þeirra komi að gerð nýs atvinnu- húsnæðis á næstu tólf mánuðum. Um 27% svöruðu að gerð nýs at- vinnuhúsnæðis væri ólíkleg en 6% að hún væri hvorki né. „Þetta er staðfesting á því sem maður hefur heyrt að væri við- horfið á meðal forsvarsmanna fyr- irtækja og framkvæmdaaðila til skipulagsmála á svæðinu,“ segir Ari Skúlason, forstöðumaður á fyr- irtækjasviði Landsbankans. Ari tel- ur það góð tíðindi að verktakar séu bjartsýnir á framkvæmdir á næstu 12 mánuðum.                   !  "#$$%&                       !  "! #     $      %&  ' (  )     +"  ,"  )  *-. /0. #!. #-. #1. -1. Óánægðir með sveitarfélögin Bjartsýnir á fram- kvæmdir á næstu 12 mánuðum „OKKAR afstaða hefur verið að fara eins að og á almennum markaði,“ sagði Guðmundur H. Guðmundsson, varaformaður samninganefndar rík- isins, spurður út í orð Ögmundar Jónassonar, formanns BSRB, í Morgunblaðinu á mánudag. For- maðurinn sagði þá vaxandi fylgi við þá hugmynd að semja aðeins til eins árs og „á þeim tíma gætu aðilar síðan sæst á leiðir til að færa kjaraum- hverfið til betri vegar“. Guðmundur segir ekki hafa verið tekið undir það af hálfu samninga- nefndarinnar að gera samning ein- ungis til eins árs. „En við höfum samt ekki stungið upp á lokuðum samningi til þriggja ára. Fremur er horft til þess millivegar sem farinn var hjá Samtökum atvinnulífsins og Alþýðusambandi Íslands. Við erum fyrst og fremst að horfa á einhvers konar útfærslu á því.“ Forsendur kjarasamninga SA og ASÍ eru að kaupmáttur launa haldist eða aukist og verðbólga fari lækkandi. Farið verður yfir það í febrúar á næsta ári hvort forsendur hafi staðist, og ef svo er framlengjast samningarnir til nóvember 2010. Ef ekki, verður sam- ið um viðbrögð. Þetta ákvæði segir Guðmundur að þjóni svipuðum til- gangi og hugmynd Ögmundar. Guðmundur segir samningafundi daglega, bæði við einstök félög og bandalög, og ágætis skriður sé á við- ræðum þrátt fyrir ástandið í efna- hagslífinu. „En það má kannski segja að við og stéttarfélög ríkis- starfsmanna eigum svolítið erfiðara um vik, því það hefur jú farið á verri veg síðan í febrúar.“ Vilja fara milliveginn Ekki hljómgrunnur fyrir eins árs samningum hjá samninganefnd ríkisins FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, var meðal vegfarenda sem fyrstir komu að slysstað of- arlega í Norðurárdal í gær en þar hafði kona lent í bílveltu án þess þó að slasast alvarlega að því er talið var. Forsetinn var ásamt fylgd- arliði og lögreglu frá Sauðárkróki á leið heim úr opinberri heimsókn til Skagafjarðar og stöðvuðu við slys- staðinn. Að sögn Stefáns Vagns Stefáns- sonar, yfirlögregluþjóns á Sauðár- króki, sinntu norðanmenn vett- vangi á meðan beðið var lögreglu og sjúkraliðs frá Borgarnesi. „Þeg- ar okkur bar að voru komnir á slysstað vegfarendur sem höfðu til- kynnt slysið,“ segir hann. Hafi for- setinn stigið út úr forsetabíl sínum og rætt við konuna eftir að lög- regla hafði sinnt henni. „Hann gerði það sem hann taldi vera rétt- ast og kom mjög vel fyrir,“ segir Stefán. Þegar aðstoð frá Borgarnesi kom á vettvang hélt síðan forsetinn ásamt fylgdarliði áfram för sinni. Hugði að hinni slösuðu Forsetinn ók fram á vettvang bílslyss MIKIÐ álag var á sölukerfi Ice- landair í gær, en þá hófst þriggja daga tilboð sem býður félögum í vildarklúbbi flugfélagsins að kaupa sér ferðir með inneignarpunktum á helmingi lægra punktaverði en áð- ur. Hjörvar Sæberg Högnason, sölu- stjóri hjá Icelandair, segir að þó að vel hafi verið mannað hafi margir viðskiptavinir þurft að bíða lengi eftir því að komast í samband við sölumann. Segir hann að þegar mest var hafi upp undir 60 manns beðið og yfir daginn var um 1.300 símtölum sinnt. Viðskiptavinir Icelandair safna vildarpunktum með viðskiptum sín- um við flugfélagið og samstarfsaðila og segir Hjörvar að margir eigi inni fjölda punkta en séu ekki nógu dug- legir að nýta sér þá. Punktarnir séu verðmætir, og með nógu mörgum punktum má borga heilu ferðirnar. Þó að punktarnir geti dugað fyrir öllu farinu þurfa viðskiptavinir að greiða þá skatta sem leggjast á ferðina. Glöggur viðskiptavinur hafði bent blaðamanni á að skattar á flugmiða hefðu hækkað og stað- festi Hjörvar það. Hækkunin skýr- ist af því að umræddir skattar leggjast á í erlendri mynt og stafar hækkunin einkum af lækkuðu gengi krónunnar. 60 á bið þegar mest var Ljósmynd/Halldór Kolbeins Mikið álag og mikill hasar mbl.is | Sjónvarp Flugvallarskattar hafa hækkað, m.a. vegna gengislækkunar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.