Morgunblaðið - 17.04.2008, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.04.2008, Blaðsíða 1
Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is FÉLAGSFUNDUR Flugfreyju- félagsins samþykkti í gærkvöldi að samninganefnd félagsins hæfi und- irbúning að boðun verkfalls hjá flugfreyjum og -þjónum Icelandair. Viðræður hafa staðið yfir síðan í nóvember án árangurs þrátt fyrir aðkomu ríkissáttasemjara. Sigrún Jónsdóttir, formaður félagsins, segir biðlund félagsmanna á þrot- um. Í yfirlýsingu frá FFÍ eru fé- lagsmenn eindregið hvattir til „að virða kjarasamningana í verki og njóta frídaganna í faðmi fjölskyld- unnar“. Sigrún segir tilgang skila- boðanna að minna félagsmenn á að veita það vinnuframlag sem þeim ber að sinna, í samræmi við vinnu- skrár sem gefnar eru út um hver mánaðamót. Flugmenn vilja semja stutt Fulltrúar Félags íslenskra at- vinnuflugmanna funduðu með fulltrúum Icelandair hjá ríkissátta- semjara í gærmorgun. Að sögn Örnólfs Jónssonar, for- manns samninganefndar flug- manna, var fundurinn stuttur en annar fundur verður í dag. Segir Örnólfur að flugmenn hafi beðið með að boða verkfall þangað til Icelandair svarar þeim ein- dregnu tilmælum sáttasemjara að samið verði til skamms tíma, aðeins til eins árs. Undirbúa verkfall  Formaður Flugfreyjufélags Íslands segir þolinmæðina á þrotum  Félags- menn hvattir til að „njóta frídaganna“  Flugmenn vilja gera stuttan samning FRÉTTASKÝRING Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is LJÓST virðist að vinni Hillary Clinton ekki öruggan sigur í forkosningum á þriðju- dag í Pennsylvaníu, með sína 158 landsfund- arfulltrúa, geti hún pakkað saman. Clinton hefur lengi staðið betur í könn- unum í ríkinu og gerir sér vonir um þátta- skil ef hún vinnur með yfirburðum. Þá munu óákveðnir telja að hún sé líklegri en Obama til að sigra í haust, hún nái til hóps sem muni ráða úrslitum: hvítra karla í verkalýðsstétt. En síðustu kannanir hafa reyndar sýnt að Obama hefur saxað á for- skot hennar. Og ritið The Economist bendir á að þótt Clinton hafi víða gengið mun betur en keppinautnum meðal hvítra verkamanna sé ekki víst að staða hennar sé nú jafn sterk og margir halda. Vissulega séu margir dæmigerðir, hvítir verkamenn í „ryðbelt- inu“ svonefnda, t.d. í Pittsburgh þar sem eitt sinn var blómleg stóriðja. En í stærstu borg ríkisins, hinni fornfrægu Philadelphiu, séu nýir atvinnuvegir í menntun og ýmissi þjónustu að ryðja út því gamla. Þar séu kjósendur mun móttækilegri fyrir boðskap ræðuskörungsins Obama. Hann sagði nýlega að margir hvítir menn úr verkalýðsstétt væru nú svo örvænting- arfullir yfir efnahagsástandinu að þeir höll- uðu sér að hefðbundnum gildum eins og trú, áherslu á rétt til byssueignar og sýndu einn- ig „andúð á öllum sem eru öðruvísi en þeir“. Menn bentu menntamanninum Obama á að trú og byssudýrkun hefðu lengi verið þessu fólki hugleikin, hvort sem vel áraði eða illa. Eins og Justin Webb, fréttamaður BBC vestra, orðaði það væru þessar vangaveltur Obama í sjálfu sér eðlilegar ef um erindi fé- lagsfræðings hefði verið að ræða. En for- setaefni talar ekki niður til kjósendahópa. Obama hefur að undanförnu gert sér far um að þvo af sér yfirstéttarstimpilinn; full- yrt hefur verið að hann höfði einkum til efn- aðra demókrata sem elski rauðvín en Clin- ton til fátækari bjórþambara. Hefur Obama jafnvel reynt fyrir sér í alþýðlegu keiluspili (mistókst herfilega) og skellt sér á bjórkrá. Brátt kemur í ljós hvort nýja ímyndin hjálp- ar, einnig hvort hann hefur haft betur en Clinton í sjónvarpskappræðum sem fram áttu að fara í nótt, fyrstu kappræðum þeirra í tvo mánuði. Keila og bjór í „ryð- beltinu“ Harður slagur demó- krata í Pennsylvaníu HANN er ekki lítil aflakló, Pétur Pétursson, skipstjóri á Bárði SH 81. Á rétt rúmum þremur mánuðum hefur hann veitt yfir 500 tonn á þennan 20 tonna plastbát, mest þorsk. Á myndinni skera þeir sér kökusneið til að fagna góðri veiði, skipverjarnir á Bárði: Ingi A. Pálsson, bróðir Pét- urs, Magnús Árni Gunnlaugsson, sem var að leysa af son Péturs og al- nafna, og til hægri sjálfur skipstjórinn. Pétur segist ekki beita neinum leynibrögðum við fiskiríið og þakkar hina miklu veiði því að stíft hafi verið sótt, frá Arnarstapa og Ólafsvík, eftir því hvernig vindar hafa blásið. „Þetta er bara eins og hver önnur vinna: ef þú stundar hana vel þá nærðu yfirleitt árangri,“ segir hann og bætir við að mikið sé af fiski í sjónum: „Meira en þeir hjá Hafró halda nokkurn tíma fram, það er alveg ljóst,“ bætir hann við, en á minni mynd- inni sýnir Ingi þann akfeita þorsk sem stundum kemur í netin. Fagna góðri veiði Morgunblaðið/Alfons „ÞETTA er hluti af því rugli sem hef- ur viðgengist í fjármálageiranum,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórnarformaður Glitnis, í tilefni af fréttum í gær um að Norðmaðurinn Frank O. Reite, sem var einn af fram- kvæmdastjórum Glitnis í þrjú ár, fékk 34 milljónir norskra króna, eða um 510 milljónir ísl. kr. er hann hætti störfum sl. haust. „Þetta lýsir þeirri ofurtrú sem einstaklingar í fjármála- geiranum hafa haft á sjálfum sér. Ég lýsti því hins vegar yfir þegar ég tók við sem stjórnarformaður Glitnis að ég myndi leggja mitt af mörkum til að þessu yrði breytt hjá Glitni.“| Viðskipti Hluti af ruglinu DANSKA þjóðin er slegin óhug eftir að þrír menn ruddust að móður og fimm ára gömlum syni hennar þar sem þau voru fyrir framan leikskóla í Virum, norður af Kaupmannahöfn, í gær. Móðir drengsins, sem heitir Oliver, var skelfingu lostin og lá blóðug eftir með áverka í andliti. Lögreglan lýsti eftir svörtum skutbíl og náðist hluti númersins. Mann- anna var enn leitað í gærkvöldi. | 14 Mannanna enn leitað Oliver litli ♦♦♦ SAFÍRBLÁA HAFIÐ ÞURÍÐUR MAGNÚSÍNA BJÖRNSDÓTTIR ÁTTI DÝRÐARDAGA Í DÓMINÍSKA LÝÐVELDINU >> 17 Così fan tutte >> 45 Magnaðar stundir í leikhúsinu Leikhúsin í landinu STOFNAÐ 1913 104. TBL. 96. ÁRG. FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2008 LANDSPRENT EHF. mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.