Morgunblaðið - 17.04.2008, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 17.04.2008, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2008 47 SANDUR og sorg er heimild- armynd sem er gerð til að hrista upp í fólki vegna þjóðarmorðanna í Darfur í Súdan. Hún á að fá fólk til að mótmæla sinnuleysi stjórnvalda, aðallega í Bandaríkjunum, og mátt- leysi alþjóðasamfélagsins. Ég veit ekki hvað íslenskir fjölmiðlar, eða stjórnvöld, sögðu þegar átökin hóf- ust í Darfur 2003. Þá bjó ég í Bret- landi og Channel 4 News var strax vakandi fyrir hvað var að gerast. Ég fór því á þessa mynd með já- kvæðu hugarfari. Allt sem reynir að benda á að ekki hefur tekist að binda enda á þennan óhugnað ennþá hlýtur að teljast spor í rétta átt. Gefum okkur að þessi mynd sé góðra gjalda verð. Ég ætla samt að leyfa mér að efast um gildi hennar, m.a. vegna þess að hún nær líklega eingöngu til þeirra sem vilja hlusta. Ég vissi um Darfur áður en ég fékk mér sæti og það að hrella mig með illa leiknum líkum með reglulegu millibili hvetur mig ekki til að ganga í The Save Darfur Coalition. Það fékk mig reyndar meira til að hugsa um hvar væri virðingin fyrir látnu fólki. Þarf fólk að sjá 400.000 fórnarlömb þjóðarmorðs til að trúa að það hafi átt sér stað? Kannski í Bandaríkjunum. Annað sem sló mig var þegar hæversk kona fór að gráta í flóttamannabúðunum og kvikmyndatökumaðurinn færði sig og nánast tróð myndavélinni í and- litið á henni til að festa tárin á filmu. Blessuð manneskjan, átti hún engan rétt lengur? Svona vinnu- brögð hjálpa ekki málstað sem þarf virkilega á stuðningi að halda. Myndin er allt í lagi sem sam- anþjöppuð sögukennsla og margir drífandi persónuleikar koma þarna fram, sumir fullir eldmóð. Það er samt einfaldlega ekki nóg. Fram- leiðendur hefðu átt að tala meira við Darfur-búa sjálfa og kynnast þeim betur. Síðan hefði verið merkileg viðbót ef þeir hefðu fengið fulltrúa úr ríkisstjórn Bush til að sitja fyrir svörum. Þurrt Ung stúlka leitar vatns í Darfur. Dauðagildra í Darfur KVIKMYND Regnboginn – Bíódagar Græna ljóssins Leikstjóri: Paul Freedman. Þulur: George Clooney. Fram koma: John Predergrast, Minni Minawi, Eric Reeves, Samantha Power, Ahmed Ali, Ahmed Ibrahim Ondo- ua, Barack Obama, o.fl. 92 mín. Banda- ríkin. 2007. Sandur og sorg – Sand and Sorrow bbbnn Anna Sveinbjarnardóttir TVÆR heimildarmyndir hollenska kvikmyndaleikstjórans Johns Appel verða sýndar í Hafnarhúsinu í kvöld kl. 20 að viðstöddum leikstjóranum. Myndirnar kallast The Last Victory og The Promised Land. The Last Victory fjallar um árlegar kapp- reiðar sem kallast Palio og fara fram á miðbæjartorginu í Siena á Ítalíu. Kappreiðarnar hafa verið stundaðar síðan á miðöldum og end- urspegla hugmyndir um samstöðu í hinum ólíku hverfum Siena. Hvert hverfi á sitt eigið tákn og skjald- armerki með tilheyrandi búningum og fylgihlutum. Í The Promised Land er spurt að því hver beri ábyrgð á því þegar einhver liggur látinn heima hjá sér í lengri tíma án þess að nokkur gefi því gaum? Ná- grannar, ættingjar, samfélagið eða enginn? Eftir að hafa lesið dagblaðs- grein um látinn einstakling í heima- húsi ákveður leikstjórinn að grennslast fyrir um viðkomandi. Smám saman kemur í ljós heillandi ævisaga hins látna. Fyrr um daginn, eða klukkan 12, mun Appel halda opinn fyrirlestur í Hafnarhúsinu um gerð handrita fyr- ir heimildarmyndir. Báðir viðburð- irnir eru öllum opnir og aðgangur ókeypis. Á laugardaginn mun John Appel svo stýra námskeiði í handritagerð fyrir heimildarmyndir sem sér- staklega er sniðið að fagfólki í geir- anum. Skráningu í námskeiðið er lokið. Þeir sem standa fyrir sýningu myndanna og komu leikstjórans eru Reykjavik Documentary Workshop og Félag kvikmyndagerðarmanna í samstarfi við Íslensku kvikmynda- miðstöðina og hollenska sendiráðið, en viðburðurinn er unninn í sam- vinnu við Listasafn Reykjavíkur. Heimildarmyndir í öndvegi Hollenskur leik- stjóri miðlar af reynslu sinni Sjónarspil Palio-veðreiðarnar eru haldnar tvisvar ári, í júlí og ágúst. Þar mætast hestar og knapar 17 hverfa Siena-borgar. Þú færð 5 % endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum J E S S I C A A L B A ÞAÐ GETUR VERIÐ SKELFILEGT AÐ SJÁ FRÁBÆR ÆVINTÝRAMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA „Vel gerð ævintýra- og fjölskyldumynd. Með betri slíkum undanfarin misseri.” - VJV, Topp5.is/FBL eeee Sýnd kl. 10:15 Sýnd kl. 6 - H.J., MBL eeee www.laugarasbio.is Sýnd kl. 6 m/ísl. tali l ATH: Á UNDAN MYNDINNI VERÐUR FRUMSÝNT FRÁBÆRT MYNDSKEIÐ (TRAILER) ÚR ICE AGE 3! SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI Sýnd kl. 5:45, 8 og 10:15Sýnd kl. 8 og 10:15 POWERSÝNING DAGSKRÁ OG MIÐASALA Á MIDI.IS ALLAR UPPLÝSINGAR Á GRAENALJOSID.IS Sala á 12 mynda pössum hafin á Miði.is og í Regnboganum. BÍÓDAGARREGNBOGINN11.-30. APRÍL GRÆNA LJÓSSINS 10:15 -bara lúxus Sími 553 2075 FALLEG - S.V., MBL - S.V., MBL eee - H.J., MBL - V.J.V., TOPP5.IS/FBL “Tryllingslegt hnefahögg í andlitið!” - S.V., MBL - K.H.G., DV Tropa de Elite enskur texti kl. 8 - 10:20 B.i. 16 ára King of Kong íslenskur texti kl. 8 Leyfð The Band’s Visit enskur texti kl. 8 Leyfð Caramel enskur texti kl. 6 Leyfð Beufort enskur texti kl. 5:40 B.i. 14 ára Bella enskur texti kl. 6 Leyfð The Age og Ignorance enskur texti kl. 6 Leyfð Surfwise sýnd á myndvarpa - ótextuð, enskt tal kl. 8 Leyfð Lake of Fire sýnd á myndvarpa - ótextuð, enskt tal kl. 10 B.i. 14 ára War/Dance sýnd á myndvarpa - ótextuð, enskt tal kl. 10 Leyfð Sand and Sorrow ótextuð, enskt tal kl. 10 B.i. 16 ára - A.S., MBL - H.J., MBL - A.S., MBL CARAMEL - S.V., MBL Sími 551 9000 Þú færð 5 % endurgreitt í Regnboganum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.