Morgunblaðið - 17.04.2008, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 17.04.2008, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2008 25 INNFLYTJENDUM hefur fjölgað mjög á Íslandi í kjölfar EES og ásóknar vinnuveitenda í erlent vinnuafl sem ýtt hefur undir góðærið hjá okkur á síðustu miss- erum. Margir hafa áhyggjur af því að vaxandi straumur út- lendinga muni fyrr eða síðar leiða til auk- inna afbrota og að samfélagið breytist til hins verra. Fremja innflytjendur fleiri glæpi en Íslendingar? Hvað segja rann- sóknir um tengsl inn- flytjenda og afbrota? Er útlendingum mis- munað í fjölmiðla- umræðunni? Leitast verður við að svara þessum spurn- ingum og fleirum á ráðstefnu um fjölmiðla, innflytjendur og afbrot föstudaginn 18. apríl í Salnum, Kópavogi kl. 13. Afbrot og minnihlutahópar Hver er reynsla vestrænna þjóða? Minnihlutahópar, hvort sem er eftir þjóðerni eða kynþætti, eru víðast hvar handteknir, dæmdir og fangelsaðir í ríkari mæli en aðrir fyrir ofbeldi, auðgunarbrot og fíkniefnabrot. Þetta er þó ekki al- gilt og hefur ekki komið fram með sama hætti hér á landi. Indverskir og pakistanskir innflytjendur í Englandi eru einnig með lægri tíðni glæpa en þekkist meðal ann- arra íbúa landsins. Sömuleiðis eru íbúar af asískum uppruna með lægri tíðni en aðrir í Bandaríkj- unum - sambandið er því ekki náttúrulögmál. Rannsóknir erlendis hafa sýnt að minni- hlutahópar hljóta að jafnaði þyngri dóma en aðrir fyrir sams konar brot. Margvísleg rétt- arfarsúrræði til að draga úr þyngd dóma hafa heldur ekki verið nýtt á sama hátt í mál- um innflytjenda og gerist með aðra í sam- félaginu. Ýmsar vís- bendingar sýna að fyrsta kynslóð innflytjenda hefur stundum ekki hærri tíðni glæpa en aðrir en áhættan vex með annarri kynslóðinni. Hvers vegna er þróun- in svona óhagstæð innflytjendum? Brýnt er að hafa í huga að lítill eðlismunur er á afbrotum innflytj- enda og annarra. Lykilatriði er hvernig einstaklingurinn tengist samfélaginu og hvernig samfélagið tengist einstaklingnum. Ef tengslin eru veik og lausbeisluð eykst hætta á frávikum og afbrotahegðan – um þetta vitnar fjöldi rannsókna. Ef einstaklingurinn finnur ekki traust skjól í stofnunum samfélagsins, fjölskyldu, skóla, frístundum eða vinnumarkaði og samfélagið nær ekki að tengja hann inn í faðm sinn erum við um leið að plægja jarð- veginn fyrir vanda af ýmsu tagi m.a. afbrot. Minnihlutahópar inn- flytjenda og kynþátta með háa tíðni glæpa og fangelsana á Vest- urlöndum eru að jafnaði lakar tengdir samfélaginu en aðrir – ekki síst ólöglegir innflytjendur. Ábyrgð á tengslaleysi á ekki bara við um innflytjendur heldur ekki síður okkur sjálf og stofnanir samfélags- ins. Fordómar í garð innflytjenda? Athyglisvert er að rannsóknir sem styðjast við aðrar aðferðir en opinber gögn sýna oft aðra mynd en þá að minnihlutahópar brjóti í ríkari mæli af sér en aðrir. Þegar borgararnir eru spurðir út í eigin afbrotahegðun, þ.e. hvort þeir hafi brotið eitthvað af sér á tilteknu tímabili, á munurinn til að hverfa milli innflytjenda og annarra. Óneitanlega vakna því spurningar um mismunun og stimplun sem innflytjendur verða fyrir sem ýti undir opinber afskipti. Nýjar rann- sóknir frá Danmörku sýna að inn- flytjendur eru í ríkari mæli hand- teknir en aðrir en þegar útkoma mála þeirra fyrir dómstólum er skoðuð snýst dæmið við. Þegar til kastanna kemur eru mál þeirra ekki eins alvarleg og leit út fyrir í fyrstu. Viðbrögð löggæsluaðila eru því oft ekki í samræmi við ætluð brot þeirra. Ýtir framsetning fjöl- miðla um afbrot þar sem innflytj- endur koma við sögu undir for- dóma í garð þeirra sem ná einnig til löggæslunnar? Er nauðsynlegt að tiltaka ríkisfang í fyrirsögnum frétta? Opinber stefnumótun Stefnumótun í málefnum innflytj- enda verður að taka tillit til þess að fólk sem hingað kemur hefur mis- munandi bakgrunn og tilgang með búsetu sinni hérlendis. Margir eru í tímabundinni vinnu og aðrir vilja setjast að til langframa. Rétt eins og Íslendingar í útrás sinni og bú- setu erlendis. Nauðsynlegt er að forðast alhæfingar og staðalmyndir um minnihlutahópa og kynþætti og hlutverk fjölmiðla er afar mik- ilvægt í þeirri umræðu. Und- antekningar eru fjölmargar og ein- staklingar ólíkir innan hópa. Reynsla annarra þjóða á hiklaust að vera vegvísir okkar Íslendinga í framtíðinni, í samfélagi sem örugg- lega verður menningarlega fjöl- breyttara og auðugra en það sam- félag sem við búum við í dag. Innflytjendur eru mannauður fyrir Ísland en ekki byrði. Nánari upp- lýsingar um ráðstefnuna og að- standendur hennar er að finna á heimasíðu Alþjóðahúss, www.a- hus.is. Hinn grunaði er útlendingur Helgi Gunnlaugsson fjallar um málefni innflytjenda Helgi Gunnlaugsson » Fjallað er um afbrot, innflytjendur og staðalmyndir. Fremja innflytjendur fleiri glæpi en aðrir? Hvaða mynd er dregin af inn- flytjendum í fjölmiðl- um? Höfundur er prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Dagskrá: 1. Matthias Ludwig: Kirkjurýmið og nýting þess 2. Gunnar Kristjánsson: Kirkjurýmið í breytilegum táknheimi 3. Þorsteinn Gunnarsson: Sjónarmið húsafriðunar á 21. öld Hlé: Gengið um Keflavíkurkirkju í fylgd byggingarnefndar Keflavíkurkirkju: Ágrip af byggingarsögu Keflavíkurkirkju: Myndasýning á göngum safnaðarheimilis Klassísk „Rögnvaldarkirkja“ Tvær viðbyggingar (kór og forkirkja) Innréttingar frá 7. áratugnum Verðlaunahönnun á safnaðarheimili 4. Ólöf Nordal: Fuglar himinsins – hugleiðing um tilurð, framkvæmd og táknfræði altarisverksins Fuglar himinsins í Ísafjarðarkirkju 5. Hákon Leifsson: Litúrgían í kirkurýminu 6. Árni Sigfússon: Hlutverk kirkju í bæjarfélagi: Andleg miðstöð, kennslustaður, griðarstaður og athvarf 7. Erla Guðmundsdóttir: Hver er í salnum? Barnastarfið í kirkjuskipinu 8. Sigurjón Pétursson: Endurbygging Hafnarfjarðarkirkju: Aðdragandi, framkvæmdir, verklag, fjármál, ljósmyndir Fundarstjóri: Skúli S. Ólafsson Þá þú gengur í guðshús inn Málþing um varðveislu og breytingar á kirkjum í Keflavíkurkirkju laugardaginn 19. apríl frá kl. 10.00 – 13.00 Til sölu glæsilegt heilsárshús við Meðalfellsvatn Húsið er 117 m2 + 22 m2 svalir og er byggt úr 18x18 cm límtré á steyptum sökkli + plötu með gólfhita. Náttúru- steinn á neðri hæð og gólf- borð á efri hæð, 80 m2 pallur. Húsið er tilbúið undir innrétt- ingar (sjón er sögu ríkari). Pantið skoðun í s. 661-7709 husogbjalkar.is Í MORGUNBLAÐINU mánu- daginn 14. apríl sl. er fjallað um mótmæli vegna fyrirhugaðrar ferjuleiðar milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar við Bakkafjöru. Af því tilefni var rætt við nokkra þingmenn Suðurkjördæmis. Í við- tali við Árna Johnsen alþing- ismann sakar þingmaðurinn Vega- gerðina og þá sérstaklega aðstoðarvegamálastjóra um vond og ófagleg vinnubrögð við und- irbúning að ákvarðanatöku vegna hafnar í Bakkafjöru. Vegna þess- ara ómaklegu og óskiljanlegu um- mæla um starfsmann Vegagerð- arinnar og vegna aðkomu okkar undirritaðra að undirbúningi ferju- hafnar við Bakkafjöru teljum við rétt og skylt að taka eftirfarandi fram. Árið 2004 skipaði ég und- irritaður þáverandi samgöngu- ráðherra starfshóp til að fjalla um samgöngur við Vestmannaeyjar í samráði við þingmenn Suður- kjördæmis. Í hópnum, sem skilaði lokaskýrslu 2006, áttu sæti und- irritaður Páll Sigurjónsson verk- fræðingur sem jafnframt var for- maður hópsins, Bergur Elías Ágústsson, þáverandi bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, Ingi Sigurðs- son, fyrrverandi bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, Páll Zóphonías- son, fyrrverandi bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, Gunnar Gunn- arsson, aðstoðarvegamálastjóri og Jón E. Malmquist, lögfræðingur í samgönguráðuneytinu. Starfshópnum var falið að kanna og meta eftirfarandi þrjá meg- inkosti til þess að bæta samgöngur við Vestmannaeyjar: 1. End- urbættar ferjusiglingar með Herj- ólfi milli Vestmannaeyja og Þor- lákshafnar auk flugsamgangna. 2. Byggingu ferjuhafnar og rekstur ferju á siglingaleiðinni milli Bakka- fjöru og Eyja. 3. Gerð jarðganga milli lands og Vestmannaeyja. Að þessu verkefni voru kallaðir sér- fræðingar og ráðgjafar, ekki síst hvað varðaði jarðgangakostinn. Það var sameiginleg niðurstaða starfshópsins að gera það að til- lögu sinni að skoðuð yrði nánar sú lausn að byggja ferjuhöfn í Bakka- fjöru. Með vísun til framanritaðs hörmum við undirritaðir tilefn- islaus og ómakleg ummæli um Vegagerðina og aðstoðarvega- málastjóra. Sturla Böðvarsson Páll Sigurjónsson Yfirlýsing vegna umræðu um Land- eyjahöfn Sturla er forseti Alþingis. Páll er verkfræðingur. Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.