Morgunblaðið - 17.04.2008, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.04.2008, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ ALÞINGI ÞAÐ ER ekki stefna Samfylkingar- innar að tekin verði upp skólagjöld við opinbera háskóla, að því er fram kom í máli þingmanna flokksins á Al- þingi í gær. Björn Valur Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, hóf máls á þessu og vísaði annars vegar til ummæla Sigurðar Kára Kristjáns- sonar, formanns menntamálanefnd- ar, í Fréttablaðinu um að það væri aðeins tímaspursmál hvenær slík gjöld yrðu tekin upp og hins vegar til ummæla varaformanns nefndarinn- ar, Einars Más Sigurðarsonar, um að hann hefði ekki mælistiku á það hvort stuðningur við upptöku skóla- gjalda í háskólum hafi aukist í Sam- fylkingunni. Er ekki 100% jafnrétti Einar svaraði því til á þingi í gær að skoða ætti fordómalaust hvaða leiðir væri best að fara til að tryggja jafnstöðu háskóla hér á landi. „Lyk- ilatriðið í þeirri umræðu er að jafn- staðan sé tryggð og jafnrétti til náms sé tryggt. Ég vil leyfa mér að segja að því miður er ekki 100% jafnrétti til náms í dag vegna þess að við tök- um skólagjöld nokkuð óskipulega í okkar kerfi,“ sagði Einar og tók gjaldtöku af nemendum í listnámi á háskólastigi sem dæmi. Sigurður Kári fullyrti hins vegar að upptaka skólagjalda í opinberum háskólum nyti aukins stuðnings í samfélaginu, m.a. vegna markmiða Háskóla Íslands um að vera meðal bestu skóla heims. Undantekningin væri kannski vinstri græn, sem sæju skrattann í öllum hornum. „Lang- flestir þeirra háskóla sem eru í hópi þeirra 100 bestu innheimta skóla- gjöld og menn verða bara að horfast í augu við það,“ sagði Sigurður Kári. Framsókn var á bremsunni Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokks, sagði sinn flokk hafa verið á bremsunni gagnvart Sjálfstæðisflokknum í fyrra ríkis- stjórnarsamstarfi hvað upptöku skólagjalda varðaði og að það væru vonbrigði að Einar Már gæti ekki sagt skýrt að slíkt kæmi ekki til greina. „Öðruvísi mér áður brá, hæstvirtur forseti, og það skyldi þó ekki vera þannig að nú gæti Sjálf- stæðisflokkurinn gert það með Sam- fylkingunni í menntamálum sem ekki var hægt með Framsóknar- flokknum á sínum tíma; að nú eigi hugsanlega að innleiða skólagjöld við opinbera háskóla,“ sagði Birkir en þingmenn Samfylkingarinnar áréttuðu hins vegar stefnu síns flokks um að ekki ætti að taka upp skólagjöld í grunn- og framhalds- námi við opinbera háskóla. „Við þetta verður að sjálfsögðu staðið,“ sagði Katrín Júlíusdóttir. Kolbrún Halldórsdóttir, þingmað- ur Vinstri grænna, vildi hins vegar skýrari aðgerðir enda hefði ójafn- ræði milli háskóla aukist vegna stefnu Sjálfstæðisflokksins. „Það ójafnræði er þannig til komið að einkaháskólarnir fá að taka skóla- gjöld ofan á full framlög hins opin- bera með hverjum nemanda. Sam- bærilegir skólar á Norðurlöndunum skerða að sjálfsögðu hið opinbera framlag sem nemur þeim skólagjöld- um sem tekin eru,“ sagði Kolbrún og vildi að sú leið væri farin hér á landi. Samfylkingin vill ekki skólagjöld  Sótt að Samfylkingu vegna hugmynda Sjálfstæðisflokks um skólagjöld í opinberum háskólum  Þingmaður VG telur rétt að framlög til einkaháskóla verði skert sem nemur gjöldum sem þeir taka Morgunblaðið/Brynjar Gauti Óréttlæti Ekki er réttlátt að einkaháskólar, sem innheimta skólagjöld, fái jafnhá framlög frá ríkinu og opinberir háskólar, að mati Kolbrúnar. Betra kerfi Breytingar á skattlagningu á lífeyr- istekjur yrðu til þess að hér á landi væru um tíma tvö lífeyrissjóðskerfi, sem væri bagalegt. Þetta kom fram í máli Árna M. Mathiesen fjár- málaráðherra á Alþingi í gær en Birkir J. Jónsson, Framsókn, beindi til hans spurningu um hvort ekki væri rétt að skattur á lífeyrissjóðstekjur verði 10%, þ.e. sá sami og á fjármagns- tekjum. Árni sagði útborganir til lífeyrissjóðs- þega yfirleitt vera undir skattleys- ismörkum og því sjaldnast greiddur af þeim skattur. Núverandi kerfi væri því hagstæðara fyrir lífeyrisþega. Frjálshyggjubanki Seðlabankinn not- ast við meðul frjálshyggjunnar til að takast á við efnahagsvand- ann, sagði Bjarni Harðarson, Fram- sókn, á þingi í gær. „Það eru þau meðul að hér skuli stefnt að atvinnu- leysi og gjaldþrotum fyrirtækja og þannig skuli leyst úr málum. En það eru til aðrar og gæfulegri leiðir,“ sagði hann og hafði áhyggjur af ósamstöðu milli ríkisstjórnarinnar og Seðlabank- ans. Afturhaldsbanki Gunnar Svav- arsson, formaður fjárlaganefndar, vildi ekki segja til um hvort Seðla- bankinn væri frjálshyggjubanki en að hann væri a.m.k. frekar að- halds- og aft- urhaldssamur hvað reiknilíkön varðar. Forsendur í útreikningum Seðlabankans, efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins og greining- ardeilda bankanna væru því ólíkar, sem skýrði mismunandi spár. Hins vegar mætti finna samhljóm ef litið væri á fráviksspár. Ný stjórn RÚV Alþingi kaus nýja stjórn Ríkisútvarps- ins ohf. í gær en sú kosning fer fram einu sinni á ári. Ómar Benediktsson, Margrét Frímannsdóttir, Svanhildur Kaaber, Kristín Edwald og Ari Skúla- son voru kosin sem aðalmenn. Dagskrá þingsins Þingfundur hefst kl. 10.30 í dag og m.a. á að ræða frumvarp um op- inbera háskóla. Bjarni Harðarson Gunnar Svavarsson ÞETTA HELST … Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is MARGT varðandi sprengjuárásina á íslenska friðargæsluliða í Kabúl árið 2004 og aðdraganda hennar virðist vera óljóst í huga almenn- ings, fjölmiðla og þingmanna hér á landi, auk þess sem málið vakir enn í huga margra í Afganistan og er talið óútkljáð. Þetta kom fram í máli Ingibjargar Sólrúnar Gísla- dóttur utanríkisráðherra á Alþingi í gær en hún hefur ákveðið að fela Guðrúnu Erlendsdóttur og Haraldi Henryssyni, fyrrverandi hæsta- réttardómurum, að fara yfir atvik tengd árásinni. Tvímenningarnir eiga m.a. að skoða hvort utanrík- isráðuneytið hafi rækt sínar skyld- ur og ábyrgð í málinu en með þessu móti Ingibjörg vill hreinsa andrúmsloftið hvað þetta mál varðar. Hafa ekki fengið skaðabætur Árni Þór Sigurðsson, þingmaður Vinstri grænna, beindi þeirri fyr- irspurn til ráðherra í gær hvort fjölskyldum stúlku og konu sem létust í árásinni hefðu verið greiddar skaðabætur. „Við Íslend- ingar höfum illu heilli þvælst inn í átökin í Afganistan með þátttöku okkar í NATO og óskiljanlegum áhuga íslenskra ráðamanna á að taka þátt í stríðsleikjum stórvelda, sem halda að þau geti tekist á við ógn- anir hryðjuverka með hefðbundn- um stríðs- rekstri,“ sagði Árni Þór og bætti við að af- leiðingar þátt- töku Íslands í stríðsrekstrinum hefðu orðið hvað áþreifanlegastar þegar sprengjuárásin var gerð en friðargæsluliðarnir voru þá í teppakaupaleiðangri. Ingibjörg Sólrún tók undir að þetta hefði verið skelfilegur at- burður en mótmælti því að rekja mætti árásina til starfsemi Íslend- inga í Afganistan. „Þetta er auð- vitað fráleitt að orða hlutina með þessum hætti vegna þess að þeir sem stóðu fyrir sjálfsmorðsárás- inni bera auðvitað á henni fulla ábyrgð og ekki hægt að vísa þeirri ábyrgð á aðra,“ sagði Ingibjörg en í máli hennar kom jafnframt fram að ekki hefðu verið taldar forsend- ur til að greiða skaðabætur til þeirra sem bágt hlutu vegna árás- arinnar. „Um var að ræða árás á starfsmenn okkar en ekki átök þeirra við aðila á vettvangi,“ sagði Ingibjörg. Sprengjuárásin vakir enn í huga margra í Afganistan Ingibjörg Sólrún Gísladóttir VORRALL Hafrannsóknastofnunar færir ekki mikil tíðindi en vekur þó vonarneista um að hlutir þokist í rétta átt. Þetta kom fram í máli Ein- ars K. Guðfinnssonar sjávarútvegs- ráðherra í utandagskrárumræðum á Alþingi í gær. Guðjón A. Kristjáns- son, formaður Frjálslynda flokksins, var málshefjandi en hann sagði ljóst af gögnum úr togararallinu að þorsk- urinn væri vel á sig kominn og að stærri fiskur væri kominn inn á mið- in. Aflabrögð væru því mikil. „Þetta vita fiskimenn og þetta þykja góðar vísbendingar,“ sagði Guðjón og botnaði því lítið í niðurstöðum fiski- fræðinga Hafrannsóknastofnunar (Hafró) sem haldi því fram að þorsk- aflinn þurfi að vera óbreyttur a.m.k. næstu fimm árin. „Ég er ekki viss um að nokkur fiskimaður á vertíð- arsvæðunum sé sammála þessu mati.“ Guðjón kallaði eftir endurmati á stærð þorskstofnsins til að koma í veg fyrir sóun verðmæta og sagðist jafnframt óttast það mjög að á kom- andi vikum og mánuðum muni brott- kast aukast gífurlega. „Ég dreg þá ályktun af því að aflinn er góður og veiðiheimildir eru að snarminnka,“ sagði Guðjón. Einar K. Guðfinnsson sagði hins vegar togararallið ekki færa mikil tíðindi en að í því væru þó vísbend- ingar í rétta átt. M.a. virtist þyngd- araukning hafa átt sér stað í þorsk- stofninum en undanfarin ár hefur hann lést. Þá væru vísbendingar um að hrygningarstofninn sé að stækka. 17. júní manntal Miklar umræður spunnust um trúverðugleika Hafró og kölluðu sumir þingmenn eftir nákvæmari hafrannsóknum. Björn Valur Gísla- son, þingmaður VG, sagði vorrallið jafngilda „17. júní manntali“ hér á landi sem færi þá þannig fram að mannfjöldinn væri talinn á þjóðhá- tíðardaginn ár hvert og út frá því ákvarðaður heildarmannfjöldi lands- ins. „Það fer síðan eftir veðurfari og tíðarfari hversu margir Íslendingar eru,“ sagði Björn og áréttaði að margt hefði áhrif á aflann í sjónum. Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagðist telja að byggja ætti upp vísindaþekkingu á sjávarútvegsmálum innan háskóla- samfélagsins. Þannig mætti veita Hafró aðhald sem væri nauðsynlegt til að fá betri og öruggari niðurstöð- ur í hafrannsóknum. Þykjustuvísindi Grétar Mar Jónsson, þingmaður Frjálslyndra, tók öllu dýpra á árinni, kallaði vísindamenn Hafró þykjustu- vísindamenn og sagði vinnubrögð þeirra ekki njóta trausts. Sjávarútvegsráðherra var ekki sáttur við þessi ummæli Grétars og vildi að hann drægi þau til baka. Menn gætu haft sínar skoðanir og gagnrýnt Hafró en að ekki væri sæmandi að kalla „þá vísindamenn sem þar starfa, menn sem hafa margra ára nám að baki, menn sem hafa starfað með sjómönnum árum og áratugum saman“ þykjustuvís- indamenn. Vorrall færir vonarneista en engin stórtíðindi Morgunblaðið/Brynjar Gauti Þykjustuleikur Grétar Mar Jónsson vandaði vísindamönnum Hafró ekki kveðjurnar á þingi í gær og kallaði þá þykjustuvísindamenn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.