Morgunblaðið - 17.04.2008, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.04.2008, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR LAUGARDAGINN 19. apríl heldur Íslandsdeild Amnesty International kynningarnámskeið. Þar verður fjallað um markmið, starfsaðferðir og uppbyggingu Amnesty Int- ernational svo og mannréttinda- áherslu samtakanna um þessar mundir. Námskeiðið fer fram í Hinu hús- inu (gamla pósthúsið á horni Aust- urstrætis og Pósthússtrætis) og hefst kl. 13 og lýkur um kl. 16. Hægt er að skrá þátttöku í síma 511-7900 eða senda tölvupóst á upplysingar@amnesty.is. Amnesty International kynnir sig ÍSLENSKI fjallahjólaklúbburinn býður öllum sem áhuga hafa á frítt hjólaviðgerðanámskeið í klúbbhús- inu að Brekkustíg 2 í dag, fimmtu- dag kl. 20-22. Kennt verður hvernig stilla á gíra bæði að framan og aftan, hvernig á að herða út í legur í sveif- arhúsi og nöfum, hvernig á að mæla slit á keðju og almenn yfirferð á drifbúnaði og stillingu bremsa. Fyrirfram skráning fer fram hjá Fjölni í síma 840-3399 eða í net- fangið fjolnirb@actavis.is. Frítt námskeið í hjólaviðgerðum Á MORGUN, föstudag, verður ráð- stefnan „Fötlun, sjálf og samfélag“ haldin á Grand hóteli í Reykjavík kl. 8.30-17 á vegum Félags um fötl- unarrannsóknir. Dagskrá ráðstefnunnar er fjöl- breytt og verður sjónum beint að tengslum samfélags, sjálfsmyndar og fötlunar. Meðal annars verður rýnt í sjálfsskilning fatlaðs fólks og ímynd fatlaðra í íslensku samfélagi fyrr og nú. Þannig verða skoðaðar birtingarmyndir fötlunar jafnt í þjóðsögum sem og bloggsíðum og spjallrásum nútímans. Aðalfyrirlesari ráðstefnunnar er dr. Nick Watson, prófessor í fötl- unarfræðum við University of Glas- gow og forstöðumaður Strathclyde Centre for Disability Research. Hann á að baki langan feril í fötl- unarfræðum en hann er í hópi fatl- aðra fræðimanna sem hafa verið leiðandi í þróun fötlunarfræði. Virkir Frá sundlaugargleði ungra öryrkja í Hátúni 12. Ráðstefna um fötlunarfræði ÞORSTEINN Geirsson, ráðuneyt- isstjóri dóms- og kirkjumálaráðu- neytisins, hefur óskað eftir leyfi frá störfum til 1. ágúst 2008 vegna veikinda. Ragna Árnadóttir, skrif- stofustjóri lagaskrifstofu ráðuneyt- isins, hefur verið sett ráðuneyt- isstjóri meðan á leyfi hans stendur. Þá hefur Þórunni J. Hafstein, skrif- stofustjóra dómsmála- og löggæslu- skrifstofu, verið falið að vera stað- gengill ráðuneytisstjóra til sama tíma. Sett ráðu- neytisstjóri STUTT Auk þess að vera samastaðurfugla, fiska og annarra líf-vera gegnir votlendi ístrandhéruðum oft lyk- ilhlutverki í að verja mannabyggð fyrir ofsaveðri og flóðum sem það hefði gert í New Orleans ef menn hefðu ekki verið búnir að umbylta náttúrunni í óshólmum Mississippi, þurrka upp,“ segir Bandaríkjamað- urinn William J. Mitsch. Hann er prófessor við ríkisháskólann í Ohio og einn þekktasti sérfræðingur heims í lífríki votlendissvæða. Mitch flytur í dag erindi í málstofu Landbún- aðarháskóla Íslands á Hvanneyri um vægi votlenda. „Ég millilenti á Íslandi í fyrsta sinn sem ég fór til Evrópu, ég flaug með Loftleiðum, ég var um tvítugt og á leið á námskeið í Leyden-háskóla í Hollandi. Ferðin er mér minnisstæð vegna þess að í henni ákvað ég að helga mig votlendisfræðum og hef gert það síðan. Um helmingur hefur glatast Sennilega erum við búin að glata um helmingi alls votlendis á jörðunni vegna framræslu, ræktunar, stækk- unar borga og svo framvegis. Um 6-7% jarðar teljast nú vera votlendi en hlutfallið er vafalaust mun hærra hér.“ Hann segir mikið hafa áunnist í Bandaríkjunum á síðustu þrem ára- tugum en aldirnar tvær þar á undan hafi stöðugt sigið á ógæfuhliðina. Sett voru róttæk umhverfisverndarlög snemma á áttunda áratugnum, í tíð Nixons forseta, þau sneru taflinu við. „Vilji menn þurrka upp votlendi á jörð sinni eða hefja aðrar stórfram- kvæmdir verða þeir að fá opinbert leyfi til þess – hjá landhernum! Hon- um var falið að framfylgja lögum sem settu skorður við nýtingu og fram- ræslu og hann gerir þetta af mikilli kostgæfni. Mér finnst auðvitað frábært að hafa verið vitni að þessari þróun, sjá að votlendi njóta nú loksins svona mikillar athygli og verndar um allan heim. Ég er því bjartsýnn. Þróunin hefur verið tiltölulega góð í Banda- ríkjunum. En að sjálfsögðu er enn verið að ræsa fram sums staðar. Og það er auðvelt að trufla og skemma votlendi, þarf ekki mikinn eða flókinn búnað, hvað þá tíma. Ég segi oft: Látum vatnið ráða sjálft. Þetta kann að hljóma fáránlega og jafnvel harkalega en við eigum að haga okkur af skynsemi, t.d. ekki búa á landi sem er þrem metrum undir sjávarmáli. Ef við göngum of langt í að reyna að stýra þessum hlutum eftir eigin höfði og hagsmunum fáum við afleiðingarnar í hausinn seinna. Við verðum að gera meira af því laga okk- ur að náttúrunni í stað þess að temja hana.“ Nýru lífríkisins – Hvers vegna þurfum við að varð- veita sem mest af votlendinu? „Til er bráðsnjöll samlíking um að votlendi sé stórmarkaður náttúrunn- ar, þar koma fulltrúar allra lífsforma saman til að éta eða vera étnir, rán- dýr, fiskar, jurtir af öllu tagi. Fjöl- breytni lífríkisins er það sem helst gefur votlendi gildi. En sumir vilja frekar líkja því við nýru, líffærið þar sem vatnið er hreinsað og varðveitt smástund. Þetta er það sem votlendið gerir svo víða fyrir vatnsbúskap.“ Hann segir votlendi einnig geta gagnast mjög í baráttu gegn mengun af völdum nítrata sem mikið eru not- uð í áburð í landbúnaði. Komið hafi í ljós að óhóflega notkun nítrata í Mið- vesturríkjunum hafi leitt til þess að mikið af nítrati barst með fljótunum Missouri, Ohio og Mississippi alla leið í Mexíkóflóa. Þar olli nítratið gríð- arlegri aukningu á þörungagróðri sem hafði slæm áhrif á lífríkið í sjón- um við ströndina. En votlendi bindur mikið af nítrati og umbreytir því að mestu í skaðlaus efni. Starfsmenn Ohio-háskóla beittu sér fyrir því að endurheimta mikið votlendi á svæðinu og bar það góðan árangur, segir Mitsch. Framræslan í Flóanum – Við þurrkuðum upp geysimikið vot- lendi á sunnanverðu Íslandi á 20. öld til að auka ræktarland. Ættum við að moka aftur í skurðina? „Almennt séð er svarið já, við ætt- um alltaf að reyna að koma þessum hlutum í samt lag. Og ástæðan er nýr þáttur: loftslagsbreytingar. Þessi þáttur skiptir geysilega miklu máli í norðlægum löndum með mikið vot- lendi, löndum eins og Íslandi, Norð- ur-Skandinavíu, Rússlandi og Kan- ada. Það er svo mikið af koldíoxíði sem hægt er að binda í votlendi á þessum slóðum en ef þið ræsið þau fram rýkur lofttegundin auðvitað út í andrúmsloftið. Besta aðferðin sem hægt er að beita til að minnka koldíoxíðlosun er að endurheimta votlendi þar sem þið mynduð binda efnið í mó eins og al- gengast er að gerist hér. En um leið mynduð þið sjá aftur fuglana og ann- að í lífríkinu sem glataðist þegar svæðið var ræst fram. Einu sinni voru það framfarir að losna við vot- lendi sem hægt var að rækta en ég tel að við höfum gengið of langt í þeim efnum. Vatn er svo dýrmæt auðlind að við ættum að halda fast í hana og ekki leyfa henni að fara í sjóinn.“ kjon@mbl.is „Látum vatnið ráða sjálft“ Morgunblaðið/RAX Viðvörun Bandaríski votlendissérfræðingurinn William J. Mitsch: „Einu sinni voru það framfarir að losna við votlendi sem hægt var að rækta en ég tel að við höfum gengið of langt í þeim efnum.“ Í HNOTSKURN »William J. Mitsch hefur ritaðfjölda bóka um votlendi, ver- ið ráðgjafi bæði Sameinuðu þjóð- anna og ýmissa ríkisstjórna um slík mál og hlotið fjölda verð- launa fyrir störf sín. »Ákveðið var í vikunni aðmæla með því við Ramsar- stofnunina í Sviss að Olentangy River Wetland Research Park- votlendið, sem Mitsch og sam- verkamenn hans við Ohio- háskóla í Columbus nota við rannsóknir, yrði sett á skrá yfir vernduð svæði. Þetta er 24. svæðið í Bandaríkjunum sem fær þessi meðmæli. Votlendissérfræðing- urinn William J. Mitsch segir að öflugasta að- gerð sem Íslendingar geti beitt til að minnka magn koldíoxíðs í loft- hjúpnum sé að endur- heimta votlendi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.