Morgunblaðið - 17.04.2008, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.04.2008, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Margrét Finn-bogadóttir fædd- ist á Akureyri 6. apr- íl 1947. Hún varð bráðkvödd á heimili sínu, Sævangi 26 í Hafnarfirði, þriðju- daginn 8. apríl síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Finnbogi Jónsson, f. 29. ágúst 1904, d. 20. ágúst 1964, og Fann- ey Jónsdóttir, f. 4. júlí 1909, d. 5. októ- ber 1981. Bræður Margrétar eru Henning, f. 9. októ- ber 1932, og Gunnar, f. 6. febrúar 1939. Margrét og Gylfi Jónasson, f. 19. janúar 1942, gengu í hjónaband hinn. júlí 1968. Þau eiga þrjá syni, þeir eru: 1) Finnbogi, f. 26. febrúar 1970, kvæntur Svönu Huld Linnet, f. 25. september 1970. Börn þeirra eru Kristján Flóki, f. 12. janúar 1995, og Ylfa, f. 10. desember 2002. 2) Jónas, f. 3. október 1972, kvæntur Ingibjörgu Valgeirs- dóttur, f. 13. júní 1973. Börn þeirra eru Sölvi Þór, f. 25. ágúst 1990, og Hrafnhildur Kría, f. 25. október 2004. 3) Gylfi Örn, f. 31. ágúst 1976, sambýliskona Margrét Guð- rúnardóttir, f. 10. ágúst 1984. Margrét bjó fyrstu fimm árin á Akureyri en mestan hluta ævi sinnar í Hafnarfirði. Hún var í Barnaskóla Hafn- arfjarðar, þá Flens- borgarskóla þaðan sem hún lauk gagn- fræðaprófi og síðar lauk hún prófi frá Húsmæðraskólanum á Ísafirði. Hún vann við verslunarstörf til margra ára en sl. átján ár helgaði hún Setbergsskóla í Hafnarfirði starfs- krafta sína þar sem hún vann sem stuðningsfulltrúi. Margrét tók virkan þátt í félagsstarfi og var valin til ýmissa trúnaðarstarfa. Hún var varaformaður sókn- arnefndar Víðistaðasóknar til dán- ardægurs og hafði áður m.a. gegnt formennsku í Systrafélagi Víð- istaðasóknar, formennsku í Fim- leikafélaginu Björk, var einn af stofnendum MND-félagsins á Ís- landi, sat í stjórn Krabbameins- félags Hafnarfjarðar, í stjórn Bandalags kvenna í Hafnarfirði og hafði setið í Félagsmálaráði Hafn- arfjarðar á vegum Alþýðuflokks- ins. Útför Margrétar fer fram frá Víðistaðakirkju í dag og hefst út- förin klukkan 15. Ég stóð á tröppunum á Sævangi 26 og hringdi feimin dyrabjöllunni. Mar- grét Finnbogadóttir opnaði fyrir mig dyrnar og við hittumst í fyrsta sinn. Ég man að ég varð hissa þegar ég sá hvað hún var hávaxin. Ég hafði fallið fyrir litlum dökkhærðum, hrikalega sætum strák sem gat látið mig hlæja út í eitt. Hæfileikann til að sjá spaugi- legu hliðarnar á lífinu hafði hann frá henni. Mér þykir vænt um að muna eftir þessu fyrsta augnabliki, elsku Magga mín. Það er fallega táknrænt. Á þinn rólega og yfirvegaða hátt bauðstu mér inn á heimili þitt þennan dag fyr- ir 19 árum og allar götur síðan hefur það staðið mér opið. Þú tókst á móti lítilli 16 ára stelpu sem fljótlega lagði lítinn elskaðan ömmustrák og allar sínar áhyggjur í fangið á þér. Í 400 kílómetra fjarlægð frá foreldrum mínum varstu mér allt sem ég þurfti á að halda. Með ykkar fallegu ró leidd- uð þið Gylfi okkur Jónas skref fyrir skref út í lífið. Ég fann oft fyrir van- mætti mínum í alltof stóru móður- hlutverkinu og ég man hvað það var mér mikilvægt að þú sagðir mér aldr- ei hvernig ég ætti að gera hlutina – þú beiðst þangað til ég spurði. Ég horfði á sorgmæddan drenginn minn standa við fótgafl þinn þar sem við kvöddum þig á Sævanginum. Þeg- ar ég horfði á ykkur til skiptis fann ég svo sterkt hvernig þú hafðir verið líf- taugin hans fyrstu árin. Þú gafst hon- um það sem ég gat ekki gefið honum þá. Ég er þakklát fyrir að ég skyldi mörgum árum seinna hafa öðlast þroska til að þakka þér fyrir allt sem þú hefur verið mér. Litli fuglinn frá Kína lét okkur bíða eftir sér. Í þeirri bið reyndi á. Þið Gylfi hélduð þétt utan um okkur litlu fjölskylduna sem þráði að verða stór. Krían kom eins og glaðvær vorboði inn í líf okkar allra og varð fjórði gull- molinn í fallegum hópi barnabarna ykkar. Þau hafa misst mikið. Síðasta augnablik okkar áttum við á sama stað og við hittumst fyrst. Ég faðmaði þig og kyssti í forstofunni á Sævanginum þegar ég kvaddi þig á afmælisdaginn þinn. Tveimur dögum síðar var allt breytt. Ég hugsaði um sorgina þegar ég sat í sófanum í stof- unni þinni sem fylltist af ást og sökn- uði og góðu fólki og hlýjum kveðjum og ótal hlutum til að huga að. Hvernig sorgin ferðast stöðugt á milli húsa, stoppar einhvern veginn aldrei. Og einn fallegan sólskinsdag ryðst hún inn í húsið mitt eins og hvirfilvindur án þess að gera boð á undan sér. Og ég stend bara dofin og horfi á fólkið mitt og finn að það er ekkert okkar al- veg að gera sér grein fyrir hvað er að gerast. Elsku hjartans Magga mín. Dreng- irnir þínir hafa fallegt upplag. Þú valdir lífsförunaut þinn vel. Það gerði ég líka. Jónas er kletturinn minn og barnanna okkar, eins og þú hefur ver- ið okkur öllum. Við Jónas, Sölvi Þór og Hrafnhild- ur Kría sendum þér ástarþakkir – fyrir allt. Þín, Ingibjörg Valgeirsdóttir. Kveðja frá Setbergsskóla Margrét Finnbogadóttir var starfsmaður í Setbergsskóla frá árinu 1990 þar til hún lést á heimili sínu 12. apríl síðastliðinn. Hún starfaði sem stuðningsfulltrúi og skólaliði, mest inni í bekkjum síðustu árin en áður vann hún einnig á bókasafni skólans. Þegar talað er um einkenni góðra fyr- irtækja er nú horft á mannauð. Í því er fólgin sú hugsun að starfsfólkið er öxullinn sem allt snýst um og um- hyggja starfsmanns og tryggð í garð vinnustaðar er metin sem auður hans. Margrét var ein af þeim starfsmönn- um sem auðgaði Setbergsskóla. Hún gekk til verka af ábyrgð, staðfestu og einstakri samviskusemi. Henni lét vel að hvetja nemendur og leiðbeindi þeim af hæglæti og festu. Þeir nem- endur sem hafa útskrifast frá Set- bergsskóla á undanförnum árum hafa fengið einkunnaspjöld með rithönd Margrétar og eiga þau til minningar en það var eitt af hefðbundnum vor- verkum sem hún sá um. Hún var bón- góð og oft leituðum við til hennar þeg- ar við þurftum á greiða að halda. Þeir sem komu á sýningu skólans á þema- dögum í vetur muna eflaust eftir skemmtilegum skotthúfum sem börn- in í þriðja bekk dönsuðu með. Þessar húfur eiga upphaf sitt hjá Margréti en hún og kennararnir sátu gjarnan og hnýttu dúska og prjónuðu húfurnar í frístundum. Ætlunin er að búa til enn fleiri og nota á kolla barnanna í fjórða bekk á Björtum dögum í vor þegar hátíð verður á Thorsplani. Ekki má gleyma því sem Margrét gaf af sér í hópi starfsmanna. Það var oft brosað við kaffiborðið þar sem hún sat því Margrét var skemmtileg og gat gert græskulaust gaman að tilver- unni. Ég vil fyrir hönd skólans kveðja Margréti Finnbogadóttur. Hún var ekki bara mikils metinn starfsmaður heldur vinur okkar og það er sárt að missa hana. Fjölskyldu og vinum Margrétar sendum við einlægar samúðarkveðj- ur. Guðríður Óskarsdóttir, skólastjóri Setbergsskóla. Í dag kveðjum við eina af stofn- félögum Systrafélags Víðistaðasókn- ar, Margréti Finnbogadóttir. Okkur setti hljóðar þegar við fengum þá fregn að hún hefði orðið bráðkvödd, langt um aldur fram. Hún Magga Finnboga eins og við kölluðum hana var alltaf boðin og bú- in til að gera allt fyrir félagið frá fyrstu tíð. Hún sat í stjórn bæði sem gjaldkeri og síðar sem formaður og það var sama að hvaða starfi hún gekk, því sinnti hún af miklum dugn- aði og alúð. Þær voru líka ófáar nefndirnar sem hún sat í fyrir félagið, þær verða ekki tíundaðar hér. Það var alltaf gott og gaman að vinna með Möggu hvort sem það var á föndurkvöldum fyrir basar í „gamla daga“ eða við blóma- sölu félagsins hin síðari ár. Alltaf var hún jafn kát og hress. Systrafélagið kveður nú Margréti Finnbogadóttir með virðingu, sökn- uði og þökk fyrir öll hennar góðu störf í þágu félagsins. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífs- ins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleym- ist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Blessuð sé minning hennar. Eiginmanni hennar og fjölskyldu vottar félagið dýpstu samúð. Systrafélag Víðistaðasóknar. Kveðja frá saumaklúbbsvinkonum. Hún Magga, elskuleg vinkona okk- ar er látin. Stundum vitum við að kveðjustund er að nálgast og getum þá búið okkur undir það sem koma skal, en stundum er engin viðvörun og alvaran skellur á með fullum þunga sínum öllum að óvörum. Þetta ósýnilega bil milli lífs og dauða verður allt í einu áþreifan- legt og raunverulegt. Aðeins tæpum sólarhring áður en kallið kom sátum við saman í góðu yfirlæti, skemmtum hver annarri með sögum úr hvers- dagsleikanum, dáðumst að handverki hver annarrar, því þessi saumaklúbb- ur ber nafn með rentu, og gæddum okkur á góðum veitingum. Samræð- urnar þetta síðasta kvöld okkar sam- an snerust að miklu leyti um það að reyna að njóta lífsins meðan það varir og rækta betur fjölskyldu- og vináttu- böndin, því enginn veit hvað morg- undagurinn ber í skauti sér. Við viss- um ekki þá hversu satt þetta var. Við sjáum Möggu fyrir okkur þar sem hún sat álút og einbeitt yfir prjónaskapnum þar sem hún var að leggja lokahönd á peysu handa einu barnabarninu, því aldrei kom það fyr- ir að hún kæmi verkefnalaus á þessar samkomur. Alltaf var ný peysa á prjónunum í hvert skipti og þær skipta mörgum tugum ef ekki meira, fallegu flíkurnar, sem hún prjónaði á vini og vandamenn. Þótt hún væri áhugasöm um handverkið þá kunni hún líka þá list að segja frá og margar skemmtilegar sögur af mönnum og málefnum og ekki síst henni sjálfri, fengum við jafnan að heyra okkur til óblandinnar ánægju. Við fylgdumst með fjölskyldunni hennar sem hún var svo óendanlega stolt af, sonunum þremur, tengda- dætrunum og barnabörnunum fjór- um, og honum Gylfa, manninum trausta, sem fylgdi henni gegnum líf- ið. Hún var möndullinn, kletturinn í hafinu, stoð fjölskyldu sinnar og styrkur. Hún var með afbrigðum ræktarsöm við vini sína og jafnan mætt fyrst allra til þeirra sem áttu um sárt að binda. Nú er stórt skarðið í okkar litla hópi.Við sjáum á bak okkar góðu vin- konu, við munum sakna hennar ósegj- anlega en alltaf eigum við eftir að finna fyrir nærveru hennar. Við erum hjartanlega þakklátar fyrir að hafa átt vináttu hennar og fengið að vera henni samstiga þennan stutta spöl. Gylfi, kæri vinur! Við minnumst gleðistunda og ferðalaga innanlands og utan, þegar þið, karlarnir okkar, fenguð að vera með. Við minnumst kærrar vinkonu, sem okkur þótti svo vænt um. Þér og sonum ykkar, tengdadætrum, barnabörnum og öll- um ástvinum Margrétar vottum við okkar dýpstu samúð. Elísabet, Elsa, Hulda, Jenný. Það eru um 45 ár síðan 15 stúlkna hópur tók að æfa körfubolta í litla leikfimihúsinu við Lækjarskólann í Hafnarfirði. Á þessum árum var mikil lægð í fimleikaiðkun, en körfubolti að hasla sér völl hér á landi. Fimleikafélagið Björk átti eins og önnur félög hér í bæ ötult félagsfólk sem sá að allar íþróttir eru unglingum hollar og var því tilbúið að styðja við hópinn. „Körfuboltastelpurnar“ æfðu því undir merki Bjarkanna. Magga var ein af hópnum, þessum hópi sem enn eftir 45 ár hittist og heldur sterkri og góðri liðsheild. Magga er sú fyrsta sem kveður úr þessum góða hópi. Hún var sterk félagskona, ætíð tilbúin að hjálpa til ef félagið kallaði. Hún tók að sér að vera formaður Bjarkanna í nokkur ár milli 7́0 oǵ80, en þá var félagið að vinna sér góðan sess í fimleikum á ný. Við höfðum ákveðið að hittast fimmtudaginn 10. apríl, gamli „Körfu- boltahópurinn“. Við erum vanar að hittast tvisvar til þrisvar á ári, borða saman, rifja upp gamlar minningar og njóta samvistanna. Nú vantaði Möggu í hópinn, það var komið stórt skarð sem ekki verður fyllt. Hún átti létta lund, átti alltaf gott með að hrista upp í hópnum og hressa and- rúmsloftið þó einhverjar hefðu fengið högg í lífsins skóla, eins og eðlilegt er í stórum hópi. Möggu er sárt saknað af gamla hópnum. Það er ennþá ekki til nema eitt körfuboltalið hjá Björkun- um og það voru Íslandsmeistararnir í öðrum flokki kvenna 1963. Ég get ekki lokið þessum línum án þess að minnast á samstarf Möggu og fjölskyldu hennar við Engidalsskóla, þar sem synir Möggu og Gylfa hófu sína skólagöngu. Það var alltaf hægt að treysta á hjálp frá þeim hjónum, ef skólann vantaði liðsmenn í foreldra- félagið, fyrir þetta vil ég undirrituð þakka sérstaklega. Ég vil fyrir hönd gamla hópsins senda fjölskyldu Möggu og vinum hugheilar samúðarkveðjur. „Körfuboltastelpurnar“, Hjördís Guðbjörnsdóttir. Mánudaginn 8. apríl kvöddum við í 3.HG Möggu. Hún hafði lokið við að láta þau lesa sem það áttu eftir frá því fyrr um morguninn. Það hafði verið nóg að gera, allir að vinna verkefnin sín og ganga frá þeim í möppur. Ys og þys var og erill. En ekkert haggaði Möggu. Hún gekk í verk sín af rögg- semi og rósemd. Hún minnti á stein- nökkva úr þjóðsögu þegar hún stímdi í gegnum krakkahafið og tók til hend- inni. Oft var kallað: „Magga, Magga, komdu núna til mín“ eða: „Ég er búin að bíða lengur, ég er næst.“ Og allt gekk upp í rólegheitum. Magga hafði líka frábæran húmor. Hún kímdi oft, eftir að hafa hlustað af kostgæfni á þau gullkorn sem féllu, þegar frá- sagnir og samræður fóru á flug um líf- ið og tilveruna, eða þegar gert var út um ágreiningsmál með hinum ýmsu tilþrifum og af lífsins alvöru. Ekki hvarflaði að okkur að við værum að kveðja hana í síðasta sinn þennan dag, þegar hún gekk út úr stofunni og þakkaði fyrir sig. Ótrúlega sárt og snöggt snaraði Dauðinn sér inn í hóp- inn okkar og slæmdi til okkar ljánum. Hann var kominn til að sækja Möggu. Það er eins og hann hafi hrifsað hana til sín með bláoddinum á vopni sínu. Eftir sitjum við hnípin og agndofa, vitandi að við dauðans dómara deilum við ekki. En við erum öll viss um að Magga fór beint til himna. Þar beið Guð eftir henni og bauð henni strax vinnu. Og nú vinnur hún í skóla á himnum við að hjálpa börnum að lesa, skrifa og reikna og spjallar við þau um lífið og tilveruna. En gullkornum höfum við safnað saman og bundið í knippi til að senda á eftir henni, svo hún geti ávallt minnst okkar eins og við munum alltaf minnast hennar: „Magga, þú varst best. Systir mín heitir líka Margrét. Hún á heima í Danmörku.“ „Magga var góð kona, en ég þekkti hana ekki lengi. Samt var hún góð.“ „Þú ert góð kona, Margrét.“ „Magga er góð kona.“ „Magga er frábær kona og mjög góð.“ „Magga er best.“ „Magga er mjög góð kona.“ “Takk fyrir að kenna mér svo margt, Magga mín.“ “Þú ert frábær vinur og takk fyrir að búa til skotthúfuna, Magga mín.“ “Hún er hraust núna. Hún er góð kona. Takk fyrir samveruna.“ “Takk fyrir samveruna.“ “Magga, þú ert uppáhaldskennari.“ “Takk fyrir að láta mig lesa. Ég mun aldrei gleyma þér.“ “Þú hefur verið mér svo góð.“ “Magga er góð kona.“ “Magga, þú ert góður vinur.“ “Magga var rosa, rosa góð.“ “Takk fyrir að láta okkur lesa.“ “Magga var besti kennari. Takk fyrir allt.“ “Takk Magga, fyrir samveruna.“ “Takk Magga mín fyrir að prjóna skotthúfurnar á okkur.“ Margrét Finnbogadóttir Elsku mamma. Engin orð fá lýst þeirri sorg sem við nú upplifum. Engin orð fá lýst þeirri gleði sem við áttum með þér. Engin orð geta sagt þér hvað við elskum þig mikið. Í hjartanu geymum við þig og allt sem við áttum saman. Elsku mamma vefðu vængjum þínum um okkur og leyfðu okkur að finna þytinn er þú flýgur hjá. Þinn sonur, Finnbogi og Svana Huld. HINSTA KVEÐJA Fallegir legsteinar á góðu verði Englasteinar Helluhrauni 10 Sími 565 2566 - www.englasteinar.is Sendum myndalista                         

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.