Morgunblaðið - 17.04.2008, Blaðsíða 22
- kemur þér við
Vantar 200 strætóskýli
í Reykjavík
Vilja fimmfalda
kornrækt á Íslandi
Vestfirðir seldir
sælkerum
Í vorskapi: Hjólið
og hlaupaskórnir
SigríðurVíðis skrifar
um vélknúnar úlpur
Svavar í Istorrent
blankur og
atvinnulaus
Hvað ætlar þú
að lesa í dag?
daglegt líf
22 FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Hjónin Óli G. Jóhannsson listmálari
og Lilja Sigurðardóttir opna í dag
listhúsið Festarklett í gömlu kart-
öflugeymslunni við Kaupvangs-
stræti. Þar hefst sýning á verkum
Óla og svo skemmtilega vill til að í
dag verður líka opnuð sýning á verk-
um hans í Singapúr.
Alveg var dásamlegt að hlýða á
Þursaflokkinn um síðustu helgi á
Græna hattinum hér í höfuðstað hins
fagra norðurs. Mér brá þegar Egill
yfirþurs Ólafsson sagði að sveitin
hefði ekki leikið á Akureyri í 28 ár;
fannst eins og tónleikarnir í Möðru-
vallakjallara MA hefðu verið í fyrra-
dag …
Þursarnir fóru á kostum á Græna
hattinum. Egill þóttist sjá eitthvað af
sömu andlitunum í salnum og síðast
og ég efa ekki að það var rétt hjá
honum. Sjálfsagt mikið til sömu
kennitölurnar mættar og þá og lík-
lega enginn elst neitt að ráði. Og þeir
Egill hafa engu gleymt.
Egill sagði viðstöddum að staður eins
og Græni hatturinn væri ekki til á
Reykjavíkursvæðinu og hvatti yfir-
völd bæjarins til þess að styðja við
starfsemina. Hér ættu að vera stórir
tónleikar einu sinni í mánuði, ýmiss
konar músík – og smærri tónleikar
aðrar helgar, sagði Egill við góðar
undirtektir.
Sigrún bæjarstjóri var á fyrstu
Þursatónleikunum, á föstudags-
kvöldið. Hún á næsta leik!
Ekki er annað hægt en nefna, skrif-
andi um Græna hattinn, að bannað
var að reykja þar inni frá fyrsta degi,
sem var löngu áður en bann við því
var sett í lög. Staðurinn fær stóran
plús fyrir það.
Sigrúnu bæjarstjóra barst á dög-
unum bréf frá manni sem var í
breska hernum og kom til Akureyrar
í ágúst 1940 með herdeild sinni. Með
bréfinu fylgdi mynd af Harris þar
sem hann ekur litlu farartæki upp
Torfunefsbryggjuna með vagn í
eftirdragi og á vagninum eru fjórir
akureyrskir piltar. Bæjaryfirvöld
langar að reyna að komast að því
hverjir eru á myndinni og biður fólk
að hafa samband ef það kannast við
sjálft sig eða aðra. Frá þessu var
sagt í gær á heimasíðu bæjarins, –
slóðin er www.akureyri.is – og þar
má sjá myndina.
Siglingamenn í Nökkva hefur lengi
dreymt um betri aðstöðu en lítið þok-
ast í þeim efnum. Þeim mun nýlega
hafa verið gefið það ráð, sjálfsagt
meira í gamni en alvöru, að reyna að
tengja starfsemina nýja menningar-
húsinu, Hofi. Nægir peningar séu í
það verkefni, auk þess sem húsið
standi við sjóinn þannig að auðvelt
yrði að gera þar bryggju. Og þeir
gætu örugglega fengið einhvers
staðar herbergi fyrir félagsaðstöðu...
Fimmtíu ár voru í febrúar frá því
stofnuð var körfuknattleiksdeild inn-
an íþróttafélagsins og af því til tilefni
heldur deildin styrktartónleika á
sunnudaginn. Þeir verða í Gler-
árkirkju kl. 16.00 og fram koma
Álftagerðisbræður ásamt „Konn-
urunum“ og syngja ýmsar perlur.
Álftagerðisbræður eru Sigfús, Gísli,
Óskar og Pétur Péturssynir frá
Álftagerði í Skagafirði og undirleik-
ari þeirra er Stefán R. Gíslason.
Konnararnir eru: Jóhann Már og
Svavar Hákon Jóhannssynir og
bræðurnir Örn Viðar og Stefán Birg-
issynir. Undirleikari þeirra er Helga
Bryndís Magnúsdóttir. Aðgangs-
eyrir er 2.500 krónur og miðar seldir
í Pennanum Eymundson og Hamri,
félagsheimili Þórs.
Óhætt er að mæla með sýningu
Sveinbjargar Hallgrímsdóttur
grafíklistakonu, en myndir hennar
hanga nú uppi á bókasafni Háskól-
ans á Akureyri. Enginn verður svik-
inn af því að líta þar við.
Ekki er síður gaman að líta við í Gall-
erí Jónasar Viðar í Listagilinu. Þar
er nú til sýnis stórglæsilegur upp-
stoppaður lax, sem veiddur var í
Laxá í Aðaldal. Það er Haraldur
Ólafsson hamskeri sem stoppaði lax-
inn upp, en Halli – sem er fyrrver-
andi Norðurlandameistari í lyft-
ingum – hefur náð frábærum árangri
á þessum vettvangi á síðustu árum.
Laxinn gerði hann fyrir heimsmeist-
aramótið í hamskurði sem haldið var
í Salzurg í Austurríki í febrúar, þar
keppti Haraldur í meistaraflokki og
fékk fyrstu einkunn, heil 90 stig af
100 mögulegum.
AKUREYRI
Skapti Hallgrímsson
Morgunblaðið/Skapti
Fallegt Sveinbjörg Hallgrímsdóttir við eitt verkanna í Háskólanum.
Morgunblaðið/Skapti
Frábærir Þórður, Rúnar og hinir
Þursarnir f́óru á kostum á Græna
hattinum um síðustu helgi.
Harðir á strippinu“ varfyrirsögn á forsíðu 24 stunda í
fyrradag, en fréttin var um
karlakvöld hestamannafélags þar
sem nektardans var meðal atriða.
Kristján Bersi Ólafsson orti:
Hestamenn harðir á strippinu
hugsa einlægt með typpinu.
Í reiðskjóta spá
og reyna að ná
tökum á vakrasta trippinu.
Í Hrunamannahreppi er gefið út
fréttablað sem nefnist Pési og er
sveitarstjórinn Ísólfur Gylfi
Pálmason ritstjóri og
ábyrgðarmaður. Í nýjasta Pésa er
sagt frá því að minkur sást undir
sólpallinum hjá sveitarstjóranum.
Síðan segir orðrétt: „Gárungarnir
töldu þó að vel færi á því að vera
með mink undir sólpallinum og
pólitískan ref í húsinu.“ Jóhannesi
frá Syðra-Langholti kom í hug
vorstemning á Flúðum:
Í Flúðaþorpi ríkir ró og friður
úr runnum heyrist lágvær þrastakliður.
Minkur undir sólpallinum sefur,
situr uppi pólitískur refur.
pebl@mbl.is
VÍSNAHORNIÐ
Af refum og
nektardansi
verslunum eða á veit-
ingastöðum. Stundum
er engu líkara en Vík-
verji sé að trufla fólk
þegar hann spyr spurn-
inga eða vill aðstoð við
eitthvað tengt rekstri
viðkomandi.
Víkverji er því alltaf
mjög þakklátur þegar
hann fær góða þjónustu
og það átti við þegar
hann skellti sér á nýja
mexíkóska veitingastað-
inn á Laugaveginum um
daginn. Maturinn er
ódýr og innréttingar all-
ar hinar notalegustu.
Matarskammturinn
sem Víkverji fékk var þó í minna lagi
og hefði mátt bjarga með örlítið meira
af hrísgrjónum en hann fyrirgef það
strax enda var þjónustan stór-
skemmtileg og mikil alúð lögð í allt á
staðnum.
x x x
Víkverji þreytist seint á að dásamaverkfæraverslunina Brynju á
Laugaveginum. Víkverja finnst
stundum að þar geti hann fengið svör
við öllu sem honum dettur í hug og
hefur satt best að segja gengið dálítið
langt í að leggja undarlegar spurn-
ingar fyrir afgreiðslumennina. Þeir
taka Víkverja þó alltaf vel og reyna að
leiðbeina honum annað ef það á við.
Þegar Víkverji steigá reiðfák sinn í
gær og hjólaði hress út
úr húsi leið honum allt í
einu eins og hann væri
ekki staddur í Reykja-
vík heldur í einhverri
stórborg í þróun-
arlandi. Ástæðan var
ekki sú að óvanalega
mannmargt væri í
borginni heldur var það
loftið sem Víkverji
neyddist til að fylla
lungun af sem minnti á
stórborgirnar. Mikið
ryk var í loftinu og Vík-
verji, sem annars var
tandurhreinn eins og
oftast, varð skítugur á 10 mínútna
hjólatúr og hóstaði fram eftir degi.
Vindurinn virðist hafa þeytt öllu
framkvæmdaryki borgarinnar út um
allt og ekki skánar það þegar næstum
allir notast við einkabílinn til að kom-
ast leiða sinna. Víkverji þráir fátt heit-
ara en öflugri almenningssamgöngur
og að fleiri notist við eigin orku til að
fara milli staða. Víkverji þekkir það af
eigin raun hversu miklu betri hann er
til líkamlegu og andlegu heilsunnar
þegar hann hjólar eða labbar og óskar
sem flestum þess sama.
x x x
Víkverja finnst hann alltof oft fá lé-lega þjónustu, hvort sem er í
víkverji skrifar | vikverji@mbl.is