Morgunblaðið - 17.04.2008, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.04.2008, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN GREINING á opinberri umfjöll- un um innflytjendur og erlenda rík- isborgara hér á landi á ekki aðeins erindi við umfjöllunarefnið eða fjöl- miðlana heldur þjóðina alla. Getur hugsast að umræðan sem fer fram í fjölmiðlunum ýti undir fordóma, stuðli að aðskilnaði og vinni gegn markmiðum stjórnvalda með inn- flytjendastefnu? Eða eru það óþarfa áhyggjur? Félagsmálaráðuneytið fól Fjöl- miðlavaktinni (Creditinfo Ísland) að greina umfjöllun um innflytj- endur/erlent vinnuafl árið 2006. Þá var sett fram hörð gagnrýni um innflytjendamál á Alþingi. Niður- staðan var m.a. að neikvæðri um- fjöllun var almennt mætt með já- kvæðri umfjöllun og virtust ýmsir hópar og samtök utan þings frekar hafa látið að sér kveða á sviði hags- munagæslu fyrir innflytjendur og erlent verkafólk en stjórnmála- menn. Svipaðrar tilhneigingar virðist hafa gætt árið 2007 en á grundvelli styrks frá félags- og trygginga- málaráðuneytinu hefur Fjölmiðla- vaktin endurtekið leikinn. Niður- stöður greiningarinnar 2007 verða kynntar á ráðstefnunni „Hinn grunaði er útlendingur!“ í Salnum í Kópavogi á föstudag sem haldin er á vegum Alþjóðahúss, félags– og tryggingamálaráðuneytisins, Fjöl- menningarseturs, Lögreglu höf- uðborgarsvæðisins, Blaðamanna- félags Íslands og Kópavogsbæjar. Öfgafull umræða getur skapað öfgafullt andrúmsloft. Því er mik- ilvægt að gera sér grein fyrir stöðu mála, m.a. með greiningu á borð við þá sem nú liggur fyrir. Niðurstöður skýrslunnar sýna að á árinu 2007 birtust alls rúmlega fimmtánhundruð fréttir/greinar í prent– og ljósvakamiðlum um ann- ars vegar innflytjendur og hins vegar erlent vinnuafl. Mest umfjöll- un var í september, október og nóv- ember og þá m.a. tengd Kára- hnjúkavirkjun en einnig lögreglumálum. Umfjöllun um inn- flytjendur mældist um 60% af heildarumfjölluninni og umfjöllun um erlent vinnuafl um 40%. Hlut- föllin eru svipuð milli ára. Sé umfjöllun um innflytjendur skoðuð sérstaklega kemur í ljós að umfjöllun um lögreglu– og dóms- mál mælist hæst eða 27,1% af heild- arumfjöllun um innflytjendur. Því næst kemur almenn umfjöllun um innflytjendur eða 14,2%. Hefur orð- ið aukning á umfjöllun um lög- reglu– og dómsmál á milli ára. Hvað varðar erlent vinnuafl var langmest áberandi umfjöllun tengd atvinnu- og kjaramálum eða 53,9% af heildarumfjöllun og svo almenn umfjöllun um erlent vinnuafl eða 13,7%. Þeir hópar sem mest tóku þátt í umfjöllun um innflytjendur voru opinberir aðilar/stofnanir/samtök (33,4% af umfjölluninni) og sama á við um málefni erlends vinnuafls (21,5%). Athygli vekur hversu oft er rætt við innflytjendur í saman- burði við þátttöku erlendra starfs- manna í fréttum og greinum sem það varðar. Hlutdeild innflytjenda mælist 17,4% af innflytjendaum- ræðunni en hlutdeild erlendra starfsmanna einungis 4,8% af um- ræðunni um erlent verkafólk. Lagt var mat á hvort umfjöllun væri líkleg til að auka við jákvætt eða neikvætt viðhorf í garð innflytj- enda annars vegar og hins vegar erlends vinnuafls. Niður- stöður skýrslunnar sýna að umfjöllunin um innflytjendur er nánast hlutfallslega jafnmikil jákvæð og neikvæð. Neikvæð umfjöllun eykst nokk- uð frá árinu 2006 en hlutfall já- kvæðrar umfjöllunar helst svipað. Hvað varðar erlent vinnuafl mælist mun meiri neikvæð umfjöll- un en jákvæð. Þar hefur orðið sú breyting á milli ára að mikil aukn- ing hefur orðið á neikvæðri umfjöll- un en aðeins lítil á jákvæðri um- fjöllun. Þó hlýtur að vekja sérstaka athygli hve neikvæð stjórnmála- umræða um innflytjendur og um erlent vinnuafl er minni árið 2007 en 2006. Umræðan var greind í ýmsa málaflokka og smærri atriði sem eru forvitnileg og lærdómsrík og verða nánar kynnt á ráðstefnunni sem fjallar um hvaða tökum inn- flytjendur og útlendingar eru tekn- ir í íslenskum fjölmiðlum. Framlag Fjölmiðlavaktarinnar (Creditinfo Ísland), bæði hvað snertir þær skýrslur sem hér hafa verið til um- fjöllunar og t.d. sveitarfélagagrein- ingar, þar sem þessi atriði eru sömuleiðis greind ásamt öðru, er mikilvægt í því skyni að fá mynd af fyrirbæri sem erfitt er að mæla en getur haft geysilega mikil áhrif. Á þeim vogarskálum virðist fréttaflutningur vega þyngra en t.d. umræða í formi aðsendra greina. Áhuga Blaðamannafélags Íslands á málefninu ber því að fagna. Sú ímynd sem starfsmenn fjölmiðla hafa af innflytjendum og erlendu launafólki hefur mikið að segja um þá ímynd sem almenningur fær af þeim hinum sömu. Fréttaflutningur og fordómar Magnús Heimisson og Þór Jónsson segja frá ráðstefnunni ráðstefnunni „Hinn grunaði er útlendingur!“ sem haldin verður á morgun Þór Jónsson Höfundar eru forstöðumaður Fjöl- miðlagreininga Creditinfo Ísland og forstöðumaður almannatengsla Kópa- vogsbæjar. Magnús Heimisson »Niðurstöður greining- arinnar 2007 verða kynntar á ráðstefnunni „Hinn grunaði er útlend- ingur!“ í Salnum í Kópa- vogi á föstudag. HVAÐ sérðu eiginlega við þessa kofa var ég spurð fyrir rúmlega þrjátíu árum þegar ég tók þátt í að berjast fyrir því að Bernhöftstorfa, Hótel Vík og Fjalakötturinn yrðu ekki rifin. Ég gat ekki svarað því öðru- vísi þá en að ég kunni vel við þessi gömlu hús miðbæjarins og fannst þau falleg. Í dag hafa mjög mörg gömul hús verið rifin í bænum og byggðar í staðinn háar blokkir. Ég get þess vegna vel svarað þess- ari spurningu í dag. Það sem ég sé í gömlu húsunum er saga. Saga um þjóð sem hefur ekki alltaf haft það gott. Saga sem ég er stolt af en skammast mín ekki fyrir og hef ekki áhuga á að afmá úr umhverfinu. Í dag berja sér margir á brjóst fyrir að það sé svo vel heppnað hvernig Bernhöftstorfan og Grjóta- þorpið hafi verið gert upp. En málið með Bernhöftstorfuna var í jafnmik- illi sjálfheldu og Þingholtin eru í dag. Húsin höfðu grotnað niður í lang- an tíma og enginn vildi taka ákvörð- un um að varðveita þessi hús af því það var ekki nógu fjárhagslega hagkvæmt. Það var ekki fyrr en Vilmundur Gylfason var í stuttan tíma í valdastól og tók af skarið og gerði samn- ing við Torfusamtökin um að gera þessi hús upp. Í dag finnst flest- um þessi hús vera ómissandi hluti mið- bæjarmyndarinnar. Þegar umræðan var ár- ið 1978 um friðun Fjalakattarins segir Þorkell Valdimarsson í viðtali við DV að hann sé tilbúinn til samninga um makaskipti á lóð- um. En málið snerist um að enginn vildi taka ábyrgð á að ákveða að friða Fjalaköttinn og því gerðist það stórslys í byggingasögu Reykjavík- ur að Fjalakötturinn, þá elsta kvik- myndahús í Evrópu, var rifinn. Þegar ýmis gömul skipulög eru skoðuð má finna m.a. áætlun sem gerði ráð fyrir því að rífa Tjarn- argötuna eins og hún lagði sig og það átti að leggja hraðbraut yfir Tjörnina, helstu perlu miðbæjarins. Er ekki kominn tími til þess að meta sögu okkar og taka stefnu og friða hjarta borgarinnar. Við erum ekki upprunnin úr menningasögu sem byggði hús eins og má sjá víða í Evr- ópu. Við erum komin af fólki sem þurfti að heyja harða lífsbaráttu. Húsin eru mörg ósamstæð og eru kannski skemmtilega lýsandi fyrir það hvernig menningin er. Við erum ólík og höfum ólík viðhorf og það gerir lífið fjölbreytilegra. Það er fá- ránlegt að vera alltaf að hugsa út frá því að miðbærinn sé með auðar lóðir. Þetta er fullbyggt svæði. Ný hverfi má skipuleggja út frá steinkumb- aldastefnunni en ég skora á borgarstjórn Reykjavíkur að sýna kjark og framsýni og taka heildarstefnu með gamla bæinn. Ekki taka þátt í að skaða hjarta borgarinnar meir en orðið er. Áskorun til borgarstjórnar og stjórnvalda Hildur Halldóra Karlsdóttir skrifar í tilefni umræðu um miðbæjarkjarna Reykjavíkur » Vegna umræðunnar um miðbæjarkjarna Reykjavíkur. Hildur Halldóra Karlsdóttir Höfundur er bókasafnsfræðingur. ENN einu sinni er reynt að gera verktaka tortryggilega og að blórabögglum fyrir þá sem raun- verulega bera ábyrgðina á örygg- ismálum á vegum úti. Hér er átt við endurteknar árás- ir ráðherra og emb- ættismanna í sjón- varpi á verktaka þar sem þeim er kennt með beinum eða óbeinum hætti um al- varleg bílslys sem orðið hafa við verk- legar framkvæmdir að undanförnu. Hafa skal staðreyndir á hreinu áður en farið er með fleipur í fjöl- miðlum til þess eins að koma ábyrgð á aðra en þá sem raun- verulega bera hana. Það er Vegagerðin sem ber ábyrgð á uppbyggingu, við- haldi og rekstri vega- kerfisins. Vegagerðin er stofnun og skal starfa í almannaþágu, er á fjárlögum frá Al- þingi og starfar á ábyrgð samgöngu- ráðherra. Vegagerðin ber ábyrgð á útboðum verklegra fram- kvæmda, velur sér verktaka, setur þeim reglurnar, framfylgir eftirliti og greiðir fyrir unnin verk. Það er alltaf á ábyrgð Vegagerðarinnar hvernig ástandið er á vegum úti, hvort sem er á framkvæmdasvæð- um eða annars staðar. Að skjóta sér undan ábyrgð á Reykjanes- braut vegna slysa sem þar hafa orðið er aumt. Í annað sinn á nokkrum misserum kemur sjálfur samgönguráðherra fram og reynir að koma sök á verktaka vegna al- varlegra slysa á þessum vegi. Þetta getur bara ekki verið rétt. Um rúmlega fjögurra mánaða skeið hefur enginn verktaki verið að störfum á Reykjanesbraut á Strandaheiði. Samgönguráðherra kennir verktökum um að þeir hafi tafið framgang útboðs á verkinu eftir gjaldþrot fyrri verktaka. Ekki fyrir löngu kenndi sam- gönguráðherra (að vísu ekki sami maður) verktaka óbeint um bana- slys sem varð á öðrum kafla veg- arins. Merkingar voru þó í sam- ræmi við kröfur Vegagerðarinnar og eftir þeirra leiðbeiningum og síðar kom í ljós að ökumaður hafði verið ölvaður. Bæði þessi mál eru hneyksli. Ráðherrar eiga ekki að haga sér svona í fjölmiðlum. Hver ber ábyrgð ? Hver bar til dæmis ábyrgð á því að verk upp á rúman einn milljarð var sett í hendurnar á nánast gjaldþrota verktaka sem þá þegar var með annað verkefni fyrir Vegagerðina mörgum mánuðum á eftir áætlun? Hvernig getur hag- deild Vegagerðarinnar gefið verk- taka gæðastimpil og metið hann hæfan í stórt verkefni eins og Reykjanesbraut þegar vitað var að á þeim tíma sem samið var við hann var eigið fé uppurið og skuldir gríðarlegar? Samkvæmt opinberum gögnum var eigið fé verktakans á Reykjanesbraut 10 milljónir þegar samið var um verk upp á 1,1 milljarð. Hver ber ábyrgð á því að aftur og aftur er samið við hvaða verk- taka sem er, ef ekki nánast gjald- þrota, þá helst nýja ævintýra- menn, eingöngu vegna þess að þeir eru lægstbjóðendur? Hverjum dettur í hug að nýr, óreyndur verktaki geti unnið flókin verkefni mörgum tugum prósentum ódýrar en reyndir, virtir og fjárhagslega sjálfstæðir verktakar? Hver ber ábyrgð á því hjá Vegagerðinni að hafa öryggismál (þar með talið veg- merkingarnar) inni í útboðspakka sínum sem samtölu, þar sem bjóða skal eina heild- arupphæð? Hvað gerir verktaki sem boðið hefur tugum prósent- um undir áætluðum kostnaði? Hann sparar og reynir að gera hvern verkþátt á eins ódýran hátt og mögu- legt er, þar með talið að merkja vinnusvæð- ið. Hver ber þá ábyrgð á að framfylgja því að merkingarnar séu í lagi? Ábyrgðin liggur hjá Vegagerðinni. Hvernig dettur embættismönnum í hug að saka verktaka um að tefja fyrir verk- inu á Reykjanesbraut? Þess var krafist að farið væri að lögum og verkið boðið út að nýju. Það hefur ekkert með það að gera hvernig ástandið á Reykjanes- brautinni hefur verið í vetur. Jafn- vel þó verkið hefði verið í fullum gangi hefði til dæmis ekki verið búið að koma fjórum akreinum í gagnið á neinum þeirra vegarkafla sem eftir eru, einfaldlega vegna þess að það er ekki hægt að leggja malbik í svona verkefni yfir vetr- armánuðina vegna veðurs. Öryggismál á Reykjanesbraut- inni frá gjaldþroti verktakans og fram til dagsins í dag hefur ekkert með það að gera að Vegagerðin hafi heimildir til að fara út í samn- inga við verktaka án útboða. Ör- yggismálin og vegmerkingarnar hafa einfaldlega verið á ábyrgð Vegagerðarinnar frá því í desem- ber og eru öllum sem þar hafa komið að máli til vansa. Að vísa til neyðarástands og krefjast þess að Vegagerðin hafi heimildir til að senda sinn eigin vinnuflokk til að klára verkefni er út í hött. Vega- gerðin hefur enga burði til að vinna verk á borð við þetta. Nær hefði verið að senda vinnuflokk Vegagerðarinnar til að bæta ástand öryggismála á veginum. Komið hefur fram að það hafi tekið marga mánuði að gera ný út- boðsgögn. Það getur ekki verið. Útboðsgögnin voru algjörlega ófullnægjandi, aðeins klippt og skorið af sömu gögnum og notuð voru tveimur árum áður. Ráðherra boðar harðari ákvæði um merkingar vinnusvæða og að hart verði gengið fram gegn verk- tökum. Það er gott mál. Fram- fylgjum ýtrustu kröfum um örygg- ismál og vegmerkingar. Ein leið til þess er að tryggja sér bestu verk- taka sem fáanlegir eru til verksins með auknum kröfum til eiginfjár- stöðu, verkreynslu, gæðakerfis, ör- yggisstjórnunar og stærðar. Við höfum verk að vinna. Samgönguráð- herra og Vega- gerðin víkja sér undan ábyrgð Það er alltaf á ábyrgð Vegagerðarinnar hvernig ástandið er á vegum úti, segir Sigþór Sigurðsson Sigþór Sigurðsson »Hverjum dettur í hug að nýr, óreynd- ur verktaki geti unnið flókin verkefni mörg- um tugum pró- sentum ódýrar en reyndir, virt- ir og fjárhags- lega sjálfstæðir verktakar? Höfundur er framkvæmdastjóri Hlaðbæjar-Colas hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.