Morgunblaðið - 17.04.2008, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Egil Ólafsson
egol@mbl.is
REGLULEG heildarlaun forstjóra
á Íslandi hækkuðu um 15,1% á síð-
asta ári, en laun verkafólks hækkuðu
hins vegar um 9,6%. Þetta kemur
fram í tölum sem Hagstofa Íslands
birti í gær um laun á síðasta ári.
Tölurnar eru byggðar á upplýs-
ingum úr launarannsókn Hagstofu
Íslands. Launarannsóknin byggist á
handahófsúrtaki fyrirtækja og
stofnana með tíu eða fleiri starfs-
menn.
Samkvæmt tölunum voru meðal-
heildarlaun á mánuði 368 þúsund
krónur og höfðu þau hækkað um
10,5% á árinu. Í heildarlaunum telj-
ast regluleg laun, auk yfirvinnu.
Regluleg heildarlaun forstjóra voru
953 þúsund á mánuði í fyrra.
Ef litið er á heildarlaun, þ.e. tald-
ar með ýmsar óreglulegar greiðslur
s.s. orlofs- og desemberuppbót, ein-
greiðslur, ákvæðisgreiðslur og upp-
gjör vegna mælinga, fara forstjóra-
laun upp í 1.351 þúsund á mánuði.
Laun byggingar-
verkamanna lækkuðu
Regluleg heildarlaun verkafólks
hækkuðu um 9,6% í fyrra og námu
285 þúsundum, en fóru í 316 þúsund
þegar allar eingreiðslur eru taldar
með. Laun iðnaðarmanna hækkuðu
minna á síðasta ári en annarra eða
aðeins um 7,6%. Laun almennra
byggingarsmiða, þ.e. ófaglærðra
smiða, lækkuðu raunar í fyrra. Fóru
úr 331 þúsundi á mánuði í 312 þús-
und. Þetta er lækkun um 5,7%.
Laun verslunar- og skrifstofufólks
hækkuðu á síðasta ári í takt við al-
menna launaþróun í landinu. Laun
starfsfólks sem vinnur á kassa í stór-
mörkuðum hækkuðu þó minna en
annarra eða aðeins um 5,7%. Kaup-
máttur þessa hóps jókst því aðeins
um 0,7% í fyrra því að verðbólgan á
tímabilinu var 5%.
Forstjóralaun hækk-
uðu um 15,1% í fyrra
Laun verkafólks á almennum markaði hækkuðu um 9,6%
HREINDÝR eru algeng sjón á Fagradal, milli Eg-
ilsstaða og Reyðarfjarðar. Þessi tarfur þurfti þar
að gera sér að góðu að róta í snjónum eftir æti.
Fagridalur og Fjarðabyggð eru eitt veiðisvæði.
Þar er að finna tvær hjarðir, Reyðarfjarðar- og
Sandvíkurhjörð, sem nefnast eftir því hvar kýrnar
bera. Að sögn Skarphéðins G. Þórissonar, hreindýra-
sérfræðings Náttúrustofu Austurlands, eru mörkin
milli hjarðanna í Oddsskarði. Um 1980 taldi Reyð-
arfjarðarhjörðin um 200 dýr, en svo fækkaði í henni og
dýrin hurfu að mestu. Síðan snemma á 10. áratugnum
hefur hún byggst upp og er nú að ná fyrri stærð á ný.
Krafsað í hjarnið á Fagradal
SAUTJÁN ára stúlka, sem tilkynnti lög-
reglu að hún hefði orðið fyrir nauðgun á
skemmtistað í Reykjanesbæ aðfaranótt
sunnudags, tók ákvörðun um að kæra
ekki atburðinn í samráði við réttar-
gæslumann. Um leið og tilkynning barst
lögreglu fór mál hennar í ákveðinn far-
veg en ávallt ber að tilnefna réttar-
gæslumann þegar grunur leikur á að
framið hafi verið kynferðisbrot og
brotaþoli er yngri en 18 ára. Auk þess er
lögreglu skylt að tilkynna slík mál
barnaverndarnefnd. Skv. upplýsingum
sem fengust var öllum reglum fylgt í
kjölfar tilkynningarinnar og hlaut stúlk-
an stuðning og ráðgjöf. Eftir nánari um-
hugsun og samráð við réttargæslumann
komst hún að þeirri niðurstöðu að kæra
ekki. Málið hefur verið látið niður falla.
Hlaut stuðn-
ing og ráðgjöf
SAMKEPPNISEFTIRLITIÐ mun
ekki aðhafast vegna fréttar
Morgunblaðsins á þriðjudag, um
eiganda flutningafyrirtækis sem
óskaði eftir tilboðum frá olíufé-
lögum um viðskipti og fékk svör
frá öllum upp á sömu krónutölu.
Komi viðkomandi upplýsingum
beint til Samkeppniseftirlitsins
verður hins vegar metið hvort
þær gefi tilefni til frekari athug-
unnar.
Eigandinn, sem ekki vildi láta
nafns síns getið, fékk tilboð frá
N1, Skeljungi, Olís og Atlants-
olíu. „Ég hélt að eftir að olían
hækkaði um helming væri hugs-
anlegt að ég gæti fengið meiri af-
slátt og því óskaði ég eftir til-
boðum frá olíufélögunum. Ég
fékk tvö skrifleg tilboð og tvö
munnleg og þau voru öll upp á
sömu krónutölu. Það er ekki
hægt að draga aðra ályktun en
að enn sé samráð í gangi.“
Olíufélögin höfnuðu því öll að
eitthvert samráð væri í gangi og
sendi Olíuverzlun Íslands einnig
frá sér tilkynningu, sem birt var í
Morgunblaðinu í gær. Í henni var
aðdróttunum og dylgjum um sam-
ráð harðlega gagnrýnt.
Getur sent nafnlaust
„Hann hefur þann kost að snúa
sér til okkar og getur þá ýmist
óskað nafnleyndar eða sent upp-
lýsingarnar nafnlaust í gegnum
heimasíðu Samkeppniseftirlits-
ins,“ segir Páll Gunnar Pálsson,
forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Hann vildi að öðru leyti ekkert
tjá sig um þetta einstaka mál.
„En berist okkur upplýsingar um
málið gefur það okkur færi á að
meta hvort það gefi tilefni til at-
hugunar.“
Munu meta
upplýsingar
INGIMUNDUR
Sigurpálsson,
forstjóri Íslands-
pósts, gerir at-
hugasemd við
umfjöllun í
Morgunblaðinu í
gær, um kredit-
kort og pin-núm-
er sem grunur
leikur á að hafi
horfið úr pósti.
Segir hann sérkennilegt að fjallað
sé um fullyrðingar af þessu tagi og
aðeins byggt á einhliða frásögn
heimildarmanns Morgunblaðsins
um málið.
Var sagt frá því að 50.000 krónur
hefðu verið teknar út af kredit-
korti, sem flest benti til að hefði
verið stolið úr pósti: „Við hvetjum
viðmælanda blaðsins til að kæra
það mál til lögreglunnar, en hún
hefur ekkert fyrir sér í því að kort-
ið hafi verið tekið úr poka póst-
burðarmanns,“ segir Ingimundur
og bendir á að óprúttnir aðilar geta
sætt færis bæði fyrir og eftir að
póstsending er í höndum póstsins.
Segir Ingimundur illa vegið að
þeim starfsmanni, sem ber út á um-
ræddu svæði, og afleysingamanni
hans á tímabilinu.
Farið ýtarlega yfir verkferla
Varðandi fréttir af því að enn finn-
ist póstburðarpokar á víðavangi,
segir Ingimundur að þar sé þá ann-
aðhvort um mistök að ræða eða vís-
vitandi brot á verklagsreglum. Far-
ið hafi verið mjög ýtarlega í
gegnum verkferla með for-
stöðumönnum dreifingarmiðstöðva
og eins með starfsfólki í þjónustu-
veri. Berist tilkynningar um poka í
reiðileysi er reglan sú að pokinn sé
sóttur og farið í saumana á því
hverju sæti. Er viðkomandi starfs-
manni þá veitt áminning, og varða
ítrekuð brot á vinnureglum brott-
rekstri.
Öflugt eftirlit
til staðar
Ingimundur
Sigurpálsson
„ÞETTA er einsdæmi. Svona
mál hefur aldrei komið upp áð-
ur,“ segir Haukur Oddsson,
forstjóri Borgunar hf. sem hef-
ur milligöngu um að senda út
MasterCard-kort viðskipta-
bankanna og vísar þar til
fréttar í Morgunblaðinu í gær
þess efnis að korti og PIN-
númeri hafi verið stolið úr bréf-
berapoka á Seltjarnarnesi í lok
febrúar „Á Íslandi eru árlega
send út á bilinu 300-400 þúsund
kort með þessum hætti“ segir
Haukur og vísar þar til þess að
vinnureglan sé sú að einn dag-
ur sé látinn líði milli þess sem
sjálft kortið sé sent viðtakanda
og PIN-númerið. Bendir hann
á að þetta fyrirkomulag hafi
verið viðhaft sl. 28 ár.
Aðspurður segir hann fréttir
af yfirgefnum póstburðarpok-
um á víðavangi að undanförnu
vekja í ugg í brjósti starfs-
manna Borgunar. „Ef þetta
kemur upp aftur þá er ljóst að
við þurfum að bregðast við því
með einhverjum hætti,“ segir
Haukur.
Viðskiptabankinn
mun bera tjónið
Eftir því sem Morgunblaðið
kemst næst er Glitnir útgef-
andi umrædds korts. Hjá Má
Mássyni, forstöðumanni kynn-
ingarmála hjá Glitni, fengust
þær upplýsingar að málið verði
leyst á þann veg að Glitnir
muni sem útgefandi kortsins
axla ábyrgð og taka tjónið á
sig.
„Við teljum afar leitt að
þetta mál hafi komið upp. Við
munum í framhaldinu að sjálf-
sögðu ræða við Póstinn og í
sameiningu við Póstinn og við-
komandi kortafyrirtæki fara
yfir þann verkferil sem um er
að ræða, þ.e. hvernig kortum
og upplýsingum er komið til
einstaklinga. Við þurfum auð-
vitað að lágmarka áhættuna á
því að svona gerist aftur,“ segir
Már.
Málið algjört
einsdæmi
Telur að yfirfara þurfi verkferla„MÉR finnst þetta ótækt kæruleysi,“
segir Erlendur Á Garðarsson, íbúi á Sel-
tjarnarnesi, sem fann yfirgefinn póst-
burðarpoka með nokkur óútborin bréf,
þar á meðal símreikning, á tröppunum hjá
sér á Skerjabrautinni þegar hann kom
heim í hádeginu í gær. Segist hann hafa
skimað í kringum sig til að athuga hvort
verið gæti að póstburðarmaður hefði skil-
ið hann eftir á tröppunum í nokkrar mín-
útur meðan sá væri að skjótast með póst í
bréfalúgu en eftir nokkra bið hafi sér orð-
ið ljóst að pokinn hlyti að hafa verið skil-
inn eftir þarna í reiðileysi.
Sendum trúnaðarupplýsingar
Erlendur segist þegar í stað hafa haft
samband við Íslandspóst og sagt þeim frá
fundinum, en fundist sér hafa verið mætt
með tómlæti í þjónustuveri Íslandspósts.
„Ég tilkynnti þeim þá að ég myndi fara
með pokann á lögreglustöðina á Seltjarn-
arnesi og að þeir gætu sótt hann þangað,
enda finnst mér þetta grafalvarlegt mál.
Pósturinn er eins og hver önnur verð-
mæti,“ segir Erlendur og tekur fram að
sér finnist hirðuleysi með póstinn vera
jafn alvarlegt og ef bankarnir færu að
vera kærulausir með innistæður fólks hjá
þeim. „Við sendum trúnaðarupplýsingar
með póstinum og mikilvæg gögn og ætl-
umst til þess að þeirra sé gætt sem
skyldi en ekki að þau séu skilin eftir á
víðavangi fyrir allra augum,“ segir Er-
lendur sem fór með pokann á lögreglu-
stöðina.
Fann yfirgefinn
póstburðarpoka
LAUN kvenna hækkuðu heldur
meira á síðasta ári en laun karla
samkvæmt tölum Hagstofu Íslands.
Verulegur munur er eftir sem áður
á launum kynjanna. Regluleg heild-
armánaðarlaun karla voru á síðasta
ári 402 þúsund krónur á mánuði og
hækkuðu um 9,5% milli ára. Reglu-
leg laun án yfirvinnu námu 332 þús-
und á mánuði. Meðallaun kvenna
voru hins vegar 296 þúsund (256
þúsund án yfirvinnu) og hækkuðu
um 12,5% milli ára.
Vinnutími fólks styttist á síðasta
ári. Launafólk vann að meðaltali
44,8 stundavinnuviku; karlar unnu
46,8 stundir og konur 41,8 stund.
Vinnuvika beggja kynjanna hefur
heldur styst síðustu ár, en þó held-
ur meira hjá konum. Tölur Hagstof-
unnar ná aftur til ársins 1998, en þá
var vinnuvika kvenna 43,6 stundir
og karla 47,8 stundir.
Laun kvenna
hækkuðu
meira en karla
GEIR H. Haarde forsætisráðherra og
Stephen Harper, forsætisráðherra Kan-
ada, munu eiga fund í dag í Ottawa í boði
þess síðarnefnda. Ræða þeir tvíhliða
samskipti ríkjanna og þátttöku þeirra í
svæðisbundnu og alþjóðlegu samstarfi.
Geir mun einnig nota tækifærið til að
funda með þingmönnum og Íslending-
um búsettum í Ottawa.
Fundar með
Harper í Kanada
♦♦♦