Morgunblaðið - 17.04.2008, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.04.2008, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2008 11 FRÉTTIR „STEMNINGIN í bænum er nátt- úrlega ekkert nema frábær,“ segir Katrín Pálsdóttir, formaður æsku- lýðs- og íþróttanefndar Stykk- ishólmsbæjar, en á mánudagskvöld komst körfuknattleikslið bæjarsins, Snæfell, í úrslit Íslandsmótsins í körfuknattleik. Er það í þriðja skipti í sögu félagsins. Þegar Morgunblaðið ræddi við Katrínu var hún enn hálfraddlaus eftir sigur liðsins í undanúrslitum gegn Grindavík, og sagði eins farið með flesta bæjarbúa. „Leikirnir eru afskaplega vel sóttir og hér standa allir með sínum mönnum. Það hef- ur heldur ekki verið rætt um annað en körfubolta og hvað þeir voru einstaklega seigir að ná þessu upp í restina,“ segir Katrín en Snæfell var nítján stigum undir í upphafi fjórða leikhluta. Með góðum leik tryggði liðið sér hins vegar fram- lengingu og vann í henni sigur. Vellirnir þétt setnir Snæfell hefur tvívegis áður kom- ist í úrslit Íslandsmótsins, árin 2004 og 2005, en í bæði skiptin tapað fyr- ir Keflvíkingum. Katrín segir ljóst að í ár verði breyting á. „Nú kemur þetta og þrennan verður tekin.“ Snæfell hefur þegar unnið Lýsing- arbikarinn og Poweradebikarinn. Rúmlega 1.100 manns búa í Stykkishólmi sem hefur löngum verið þekktur sem körfuknatt- leiksbær. Katrín segir gríðarlegan fjölda barna í bænum leggja stund á íþróttina og körfuknattleiksvellir séu oftast nær þétt setnir. Auk þess sæki nánast öll börn leiki Snæfell- inga. Hún segir ljóst að „Hólm- arar“ muni styðja sína menn dyggi- lega í úrslitunum og öruggt að fjölmennt verði í hópferðum á úti- leikina. Íbúar í Hólminum ræða ekki um annað en körfubolta Eru afar stoltir af liði sínu sem er komið í úrslit Íslandsmótsins í körfuknattleik Ljósmynd/Gunnlaugur Árnason Körfuboltafár Fátt annað kemst að í Stykkishólmi þessa dagana en körfu- bolti. Iðkendur íþróttarinnar eru margir og framtíðin tryggð. Eftir Jón Sigurðsson Blönduós | Grágæs, sem ber ein- kennisstafina SLN og var fyrst merkt á Blönduósi í júlí 2000, hefur skilað sér á varpstöðvarnar á Blönduósi í níunda sinn ásamt maka. Gæsin SLN er fyrsta merkta gæsin sem sést á þessu vori á Blönduósi og til hennar sást á laug- ardag á túninu við Héraðshælið. Í fyrra varð hennar fyrst vart á sama stað og nánast upp á sama dag. Upphaflega voru um 120 gæsir merktar á Blönduósi en í gegnum tíðina hefur þeim farið fækkandi sem skila sér heim. Ferðir þessarar gæsar hafa verið skráðar frá því hún var merkt og fer hún að því er virðist sunnar á Bretlandseyjar en margar Blönduósgæsirnar gera og velur sér dvalarstað rétt sunnan við landamæri Skotlands, nánar til- tekið í Newton Pool í Norðymbra- landi. Fyrstu gæsirnar á þessu vori fóru að skila sér heim í lok mars og síðan hefur þeim farið ört fjölg- andi. Hettumávurinn kom í gær eins og hendi væri veifað og skóg- arþrösturinn, sem er óvenju seint á ferðinni, er loksins kominn og byrj- aður að syngja fyrir Blönduósinga. Gæsirnar skila sér til Blönduóss Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Heima Grágæsin SLN er komin á heimaslóð í a.m.k. níunda sinn. SLN kemur heim níunda árið í röð AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 Nýtt Revelation Láttu húð þína líta betur út, líða betur og hjálpaðu henni að vinna bug á fyrstu merkjum öldrunar. Rakakrem sem gerir húðina bjartari og hamlar gegn öldrun Nú geturðu hrakið á brott fyrstu einkenni öldrunar húðarinnar - ójafnari lit og dauflega áferð, þurrklínur, smáhrukkur, með þessu yndislega og endurnærandi rakakremi. Á augabragði ljær það húðinni létta blæju geislandi fullkomnunar og með tímanum stuðlar það að áferðarfallegri, jafnlitri húð fyrir tilstilli sérstakrar efnahvatatækni sem gerir hana bjartari (Skin Clarifying Enzyme Technology). Samstillt C-vítamín blandan magnar áhrifin og hjálpar til við að hægja á smáhrukkumyndun. Húðin öðlast heilbrigðara og þróttmeira yfirbragð, geislar af lífsorku. Ath. Tilboðið gildir í Lyf og heilsu Kringlunni og Lyf og heilsu Eiðistorgi Gjöfin þín Ef þú verslar vörur frá Estée Lauder fyrir 3.900 eða meira í Lyf & heilsu Kringlunni eða Lyf & heilsu Eiðistorgi dagana 17. – 23. apríl, færðu Signature varalit, nýjasta litinn í fullri stærð og Pure Color augnskugga tvennu. 10 daga skammt af Magnascopic maskara. Þá færðu 10 daga skammt af Advanced Night Repair viðgerðardropum og Resilience Lift Extreme krem fyrir andlit. Einnig Advanced Night repair augnkrem og Estée lauder pleasures ilminn. Allt þetta fyrir þig ásamt fallegri snyrtitösku. Verðgildi gjafarinnar er um kr. 11.000. *meðan birgðir endast Við mælum með: Kringlukast 25% afsláttur af Gardeur buxum iðunn tískuverslun Kringlunni, s. 588 1680

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.