Morgunblaðið - 17.04.2008, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 17.04.2008, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2008 13 FRÉTTIR AFLAVERÐMÆTI íslenskra skipa nam 4,7 milljörðum króna í janúar 2008 samanborið við 5,8 milljarða í janúar 2007. Aflaverðmæti hefur dregist saman um 1,1 milljarð eða 18,3% milli ára, samkvæmt upplýs- ingum frá Hagstofu Íslands. Aflaverðmæti botnfisks var 3,7 milljarðar en var 4,6 milljarðar í jan- úar 2007 og er samdrátturinn því 18,7%. Verðmæti þorskafla var 1,9 milljarðar og var það samdráttur um 25,1%. Aflaverðmæti ýsu nam 1,1 milljarði, sem er 11,9% aukning, og ufsaaflinn jókst að verðmæti um 9,6%, í 247 milljónir. Verðmæti flatfiskafla dróst saman um 10,1%, nam 220 milljónum. Afla- verðmæti uppsjávarafla dróst sam- an um 18,2% og nam 796 milljónum. Munar þar mestu um verðmæti loðnu sem nam 321 milljón. Verð- mæti afla sem seldur er í beinni sölu útgerða til vinnslu var 1,8 milljarðar króna. Verðmæti afla sem keyptur er á markaði til vinnslu innanlands nam 1 milljarði. Aflaverðmæti sjó- frystingar var rúmur milljarður og verðmæti afla sem fluttur er út óunninn nam 758 milljónum. Minni fiskafli Skýringar á miklum samdrætti aflaverðmætis liggja fyrst og fremst í minni afla. Í janúar í fyrra var heildaraflinn tæp 82.000 tonn en 73.400 tonn nú. Það er um 10% sam- dráttur en samdrátturinn í verð- mætum nú er um 18%. Það bendir til þess að fiskverð hafi verið lægra í janúar nú en í fyrra. Samdrátturinn er ennfremur mestur í þorskinum, verðmestu tegundinni, og skýrist það af þriðjungs niðurskurði á kvóta. Samdráttur víðast hvar Sé litið á einstök landsvæði kemur í ljós verulegur samdráttur víðast hvar. Það er aðeins á Vesturlandi og Norðurlandi eystra sem verðmæti landaðs afla eykst. Reyndar er aukningin aðeins ríflega 1%. Það bendir annað hvort til að meira af verðmætari tegundum hafi verið landað þar í janúar nú eða að meiri afli hafi komið þar á land. Mesta aflaverðmæti skilar sér á land á Suðurnesjum eins og alla- jafna, 936 milljónir króna. Það er samdráttur um 21,5%. Á höfuðborg- arsvæðinu var aflaverðmætið 742 milljónir króna sem er samdráttur um 27,1%. Á Norðurlandi eystra var verðmætið 680 milljónir og jókst það um 1,2%. Aflaverðmæti á Austur- landi var 580 milljónir og þar var samdrátturinn 19%. Á Vesturlandi var landað afla að verðmæti 357 milljónum króna og þar jókst verð- mætið um 1,3%. Á Vestfjörðum var aflaverðmæti 235 milljónir króna, sem er 46,6% samdráttur og á Norð- urlandi vestra var landað afla að verðmæti 162 milljónum króna. Það er 47,6% samdráttur. Aflaverðmæti í janúar dregst saman um 18% 2    "  " 3 #$$1 #$$% 4 3  #$$1 #$$% 56 6 7   8   9 :   ;   << = 2      -$!> #/ >10- #% $/   0 1!1 ##$1 1>-# $ $-        Í HNOTSKURN »Verðmæti þorskafla var 1,9milljarðar og var það sam- dráttur um 25,1%. Aflaverðmæti ýsu nam 1,1 milljarði, sem er 11,9% aukning, og ufsaaflinn jókst að verðmæti um 9,6%, í 247 milljónir. »Aflaverðmæti uppsjávarafladróst saman um 18,2% og nam 796 milljónum. Munar þar mestu um verðmæti loðnu sem nam 321 milljón. »Mesta aflaverðmæti skilarsér á land á Suðurnesjum. VERK og vit 2008, sem er stórsýn- ing á því sem varðar bygging- arstarfsemi, skipulagsmál, mann- virkjagerð, menntun á því sviði og margt fleira, verður opnuð formlega kl. 16 í dag í Laugardalshöllinni. Sýningin Verk og vit er nú haldin í annað sinn. Margit Elva Ein- arsdóttir, framkvæmdastjóri sýn- ingarinnar, sagði í gær að mikið líf og fjör hefði verið í Laugardalshöll frá því á sunnudaginn var við und- irbúning. „Það er mikið lagt í þessa sýningu. Hún verður stórglæsileg,“ sagði Margit. Sýnendur eru um eitt hundrað talsins að þessu sinni og þótt sýningin sé haldin í sama hús- næði og 2006 taldi Margit að sýn- ingin í ár væri heldur umfangsmeiri og mikið lagt í sýningarbása. Menntun verður talsvert áberandi á sýningunni og munu Iðnskólinn í Reykjavík og Fjöltækniskóli Ís- lands, sem sameinast 1. júlí næst- komandi, vera með áberandi kynn- ingu. M.a. verður tilkynnt nýtt nafn hins sameinaða skóla í dag. Einnig verða bæði Háskóli Íslands og Há- skólinn í Reykjavík með kynningar á menntunarframboði sínu svo nokkuð sé nefnt. Þá er mikið sýnt af vélum, tækj- um og búnaði til byggingarstarf- semi, byggingarefni kynnt og marg- háttuð þjónusta á sviði mannvirkjagerðar. Einnig er kynnt heilsuvernd, hugbúnaður og margt fleira. Margit sagði að sýningin yrði mjög fjölbreytt og spannaði vítt svið. „Í heildina er það frábært sem verið er að kynna og spennandi fyrir fagaðila og almenning,“ sagði Mar- git. Þótt heldur hafi dregið fyrir sólu í efnahagslífinu sagði Margit að bjart væri yfir sýningaraðilum. „Flestir voru auðvitað löngu búnir að ákveða að vera með í þessari sýn- ingu og héldu sínu striki. Auðvitað hefur maður heyrt að fólk ætli ekki að vera eins stórtækt og áður, en ég get ekki séð það hér. Það er allt á fullu. Ég heyri líka að það er mikil eftirvænting hjá fólki að koma og skoða sýninguna. Þegar fer að harðna í ári er þetta einmitt rétti staðurinn fyrir fólk að kynna hvað það hefur fram að færa. Þá er rétt að nýta svona sýningu til að koma sér á framfæri,“ sagði Margit. Sýningin Verk og vit 2008 verður opin fagaðilum kl. 17-20 í kvöld og 11-19 á morgun. Opið verður fyrir almenning næstkomandi laugardag kl. 12-18 og á sunnudag kl. 12-17. Miði fyrir almenning kostar 1.200 kr. en frítt er fyrir börn undir 12 ára í fylgd með fullorðnum. Aðgangs- eyrir námsmanna, eftirlaunaþega og öryrkja er 900 krónur. Líf og fjör í Laugardals- höll við undirbúninginn Sýningin Verk og vit 2008 verður opnuð í dag Morgunblaðið/Frikki Stórsýning Um 100 aðilar sýna vörur, þjónustu og annað á sýningunni Verki og viti 2008 sem verður opnuð í Laugardalshöll í dag. ÚR VERINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.