Morgunblaðið - 18.04.2008, Side 1

Morgunblaðið - 18.04.2008, Side 1
STOFNAÐ 1913 105. TBL. 96. ÁRG. FÖSTUDAGUR 18. APRÍL 2008 LANDSPRENT EHF. mbl.is HEIMILIOGHÖNNUN HUGMYNDIR, VIÐTÖL, ÚTTEKT Á GRILLUM OG MARGT FLEIRA Í STÚTFULLU AUKABLAÐI Í DAG FRÉTTASKÝRING Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is TÖLUVERT ber í milli í samningaviðræð- um flugfreyja, flugmanna og flugvirkja við Icelandair. Samningar runnu út um áramótin en lítið hefur þokast á tugum samningafunda sem haldnir hafa verið síðan. Flugfreyjur und- irbúa nú verkfall og mun trúnaðarráð og kjör- stjórn Flugfreyjufélagsins hittast á miðviku- dag og ákveða þá hvernig atkvæðagreiðslu verður háttað og frá því ákvörðun er tekin líða a.m.k. 10 dagar þangað til verkfall getur haf- ist. Það vakti athygli að félagsfundur Flug- freyjufélagsins á miðvikudag hvatti fé- lagsmenn til að virða kjarasamninga í verki og njóta frídaganna í faðmi fjölskyldunnar. Ekki er þó um að ræða yfirvinnubann heldur snýst þetta um að flugfreyjur vinni ekki umfram þær stundir sem þeim er úthlutað á svokall- aðri vinnuskrá, að sögn Sigrúnar Jónsdóttur, formanns Flugfreyjufélagsins. Samkvæmt ör- yggisreglum verða a.m.k. fjórar flugfreyjur að vera um borð í Boeing 757-flugvélum Ice- landair en þær eru oft á bilinu 4-6 í hverri vél. Í vinnuskránum er gert ráð fyrir afleysinga- vöktum en verði forföllin mikil gæti farið að reyna á þessa hvatningu flugfreyja. Það er þó alls ekki víst að þetta trufli áætlun og má minna á að í síðasta verkfalli, árið 1995, gengu yfirmenn Flugleiða inn í störf flugfreyja og héldu þannig uppi flugþjónustu. Fái 21.000 króna taxtahækkun Sigrún sagði í gær að aðilar væru m.a. al- gjörlega ósammála um þá kröfu Flugfreyju- félagsins að þær fengju töluverða hækkun á taxtalaunum, þá sömu og samið var um í febr- úar milli Samtaka atvinnulífsins og stærstu fé- laga Alþýðusambands Íslands. Vísaði hún til þess að launataxtar iðnaðarmanna og skrif- stofufólks hefðu hækkað um 21.000 krónur við undirskrift enda hefðu þessir hópar setið eftir í launaskriði undanfarin misseri. Flugfreyju- félagið hafi komist að þeirri niðurstöðu í sam- ráði við hagfræðing ASÍ að launaumhverfi flugfreyja samsvaraði launaumhverfi þessara hópa. „Það steytir á þessu núna en það má eig- inlega segja að þeim kröfum sem við höfum rætt um síðan í nóvember hafi jafnharðan ver- ið mokað út af borðinu,“ sagði hún. Aðrar kröfur eru m.a. að forgangsréttarákvæði fé- lagsmanna að störfum hjá Icelandair verði gert skýrara. Morgunblaðið/Golli Deila Segja kröfum mokað út af borðinu. Viðræður ná ekki flugi Lítið þokast á tugum funda með Icelandair Gítarleikararnir >> 44 Allir í leikhús Leikhúsin í landinu H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Nýtt bragð Fullkominn endir á góðri máltíð Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is „ALVARA málsins er sú að tæp- lega þriðjungs eignarhlutur í HS er í óvissu,“ segir Ásgeir Margeirs- son, forstjóri Geysir Green Energy (GGE). Samkeppniseftirlitið komst í gær að þeirri niðurstöðu að eign- arhald Orkuveitu Reykjavíkur (OR) á stórum hlut í Hitaveitu Suð- urnesja (HS) myndi hafa skaðleg áhrif á samkeppni. Samkvæmt ákvörðun Samkeppniseftirlitsins er OR óheimilt að eiga meira en 3% eignarhlut í HS og skal OR gera breytingar á eignarhaldi sínu í HS fyrir 1. október nk. Í samtali við Morgunblaðið bendir Ásgeir á að ljóst megi vera að ekki finnist neinir opinberir að- ilar í landinu sem geti verið kaup- endur að fyrrgreindum eignarhlut, en ríkið seldi sinn hlut í HS og öll sveitarfélög sem átt hafi eitthvað í HS hafi selt eða vilji selja sinn hlut nema Reykjanesbær. Jafnframt bendir hann á að einkaaðilar megi ekki eignast meirihluta í HS þar sem lög um vatnsveiturekstur tak- marki það. Spurður hvort GGE hafi áhuga á að auka hlut sinn í HS að öllu óbreyttu segir Ásgeir það vel geta komið til greina og vill ekki útiloka neitt. „Hins vegar verður að hafa í huga að það er forkaupsrétt- ur á öllum eigendabreytingum í HS og þá getur Reykjanesbær eða aðr- ir eigendur HS beitt forkaupsrétti á samninga þar um. Þannig að þetta leysist aldrei öðruvísi en með samkomulagi eigenda.“ Ágreiningur um söluna Samkvæmt frumvarpi til laga um breytingu á nokkrum lögum á auðlinda- og orkusviði sem iðnað- arráðherra hefur lagt fram er gert ráð fyrir að fyrirtækjum á borð við HS verði skipt upp í samkeppnis- rekstur og einkaleyfisrekstur. Frumvarpið kveður á um að einka- aðilum verði óheimilt að eignast meira en þriðjungshlut í einkaleyf- isrekstri orkufyrirtækja, en engar slíkar hömlur yrðu hins vegar fyrir hendi hvað varðaði samkeppnis- reksturinn. Spurður hvort til greina komi hjá GGE, verði frum- varp ráðherra að lögum, að auka hlut sinn í samkeppnisrekstri HS segir Ásgeir það vel hugsanlegt en tekur fram að slík eignabreyting yrði þó aldrei gerð nema með sam- komulagi við aðra eigendur HS. Í ljósi ákvörðunar Samkeppnis- eftirlitsins er sala Hafnarfjarðar- bæjar á ríflega 15% hlut sínum í HS til OR í uppnámi. Lögfræðing- ur Hafnarfjarðarbæjar telur samn- ing bæjarins við OR hafa gjaldfallið 10. mars sl. Forstjóri OR telur hins vegar ljóst að ekki geti orðið af kaupunum enda sé enn ekki búið að undirrita kaupsamninga. | 2 GGE gæti haft áhuga á að auka hlut sinn í HS Forstjóri GGE segir þriðjungs eignarhlut í Hitaveitu Suðurnesja í óvissu LIÐ Hagaskóla varð hlutskarp- ast í úrslitakeppni Skólahreysti í ár sem háð var fyrir troðfullri Laugardalshöll. Liðið skipuðu Jón Sigurður Gunnarsson, Anna Jia, Juan Ramón og Tinna Óðins- dóttir. Þar kepptu nemendur í 9. og 10. bekk grunnskóla í dýfing- um, upphífingum, hraða- þraut, armbeygjum og hreystigripi og var hvergi slegið af. Juan Ra- món var tolleraður að keppni lokinni eins og sést á myndinni. Andrés Guðmundsson er ann- ar tveggja skipuleggjenda keppninnar og sagði hann að lokinni keppni í gær að þraut- seigjan í krökkunum væri hreint með ólíkindum. | 43 Úrslitakeppni Skólahreysti fór fram í Laugardalshöll í gærkvöld Hraustir Hagskæl- ingar Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson OLIVER Chaanhing, fimm ára gam- all danskur drengur af kínverskum uppruna, var í gær frelsaður úr höndum mannræningja í íbúðarhúsi í Hvidovre, norðan við Kaupmanna- höfn. Hann reyndist óskaddaður og var þegar farið með hann til foreldr- anna. Hinir handteknu, tveir menn af kínverskum ættum, hugðust kúga fé út úr fjölskyldu drengsins. Aðgerð lögreglunnar var umfangsmikil, að sögn talsmanns hennar sem sagði að búast mætti við fleiri handtökum. Lögreglan vildi ekki gefa upp hve mikils lausnargjalds mennirnir ætluðu að krefjast og var al- mennt mjög treg til að segja nánar frá málavöxtum að svo komnu máli. | 15 Frjáls og heill á húfi Oliver Chaanhing

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.