Morgunblaðið - 18.04.2008, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. APRÍL 2008 27
Íslendingar eiga mikilla hagsmuna aðgæta þegar litið er til breytinga áloftslagi. Minnkandi hafís hér norðurog norðvestur af landinu (Norð-
urhafi) er meðal þess sem getur haft áhrif á
göngur og útbreiðslu fiskstofna. Þegar má
sjá áþreifanleg merki þessa.
Loðnan hagar sér með öðrum hætti en
menn hafa átt að venjast. Vart hefur tekist
af neinu viti að mæla stærð loðnustofnsins
á undanförnum árum fyrr en loðnan er
komin vestur fyrir Hornafjörð. Þó eyðum
við miklum fjármunum í að leita loðnu
norður í höfum, án þess að
geta fest hönd á því hvað
stofninn er stór. Þetta sýnir
okkur þann breytileika sem
er í lífríkinu. Í þessu sam-
bandi er rétt að vekja at-
hygli á því að loðnan er
meginfæðustofn þorsksins.
Í eðlilegu árferði er loðna
35% af fæðunámi hjá þorski
á ársgrundvelli. Auðvitað er
það svo miklu meira á
ákveðnum árstímum þegar
loðnan stendur honum best
til boða. Með hlýnandi sjó
er greinilegt að loðnan
gengur norðar og hagar sér
öðruvísi en verið hefur. Þá
er spurning hvort hún er
jafnmikill fæðugjafi yfir
sumartímann og áður var.
Einnig hvort þorskurinn
sækir þá nægilega norður í
hafið til þess að nýta sér
hana á sumarslóðum. Þetta
kallar á nýjar rannsóknir.
Við ættum að taka upp víð-
tækt samstarf við vini okk-
ar Grænlendinga. Til þeirra
leitar loðnan örugglega í
vaxandi mæli miðað við
hlýnun sjávar hér norður af
landinu. Svo má nefna að
auðvitað höfum við séð hlýnunina við norð-
urströnd landsins á undanförnum árum.
Hún hefur m.a. orðið til þess að svartfugl-
inn virðist ekki ná til smáloðnunnar að
vetrarlagi. Afleiðingin er dauði svartfugla
tvö, þrjú ár í röð – vísbending um það að
hafið er ekki eins og það var.
Það er afar nauðsynlegt að auka rann-
sóknir á Norðurhafinu og fara í þær með
allt öðrum hætti og öðru hugarfari en við
höfum verið að gera á undanförnum árum.
Bráðnun hafíssins hefur verið mjög mikil.
Hún gerir það að verkum að stóran hluta
ársins er hafsvæðið er svo til autt á þessum
siglingaleiðum langt norður í höf. Jafnvel
300–400 sjómílur norður af Íslandi án þess
að sjáist til hafíss. Þetta eru miklar breyt-
ingar frá því ég var við skipstjórn á níunda
áratugnum.
Siglingar og olía
Hér ber að víkja að því sem snýr að sigl-
ingum í Norðurhöfum og nýtingu auðlinda.
Benda má á nýtingu Norðmanna á olíu
undir botni Barentshafs. Rússar eru einnig
þar á ferðinni. Rætt er um auknar sigl-
ingar á norðurslóðinni. Hlýnunin valdi því
að hafísinn bráðni og siglingaleiðir opnist.
Allt er þetta satt og rétt, en þó ekki nema
að hluta til. Ástæðan er að þótt hafísinn
bráðni, sem er nýmyndaður ís sem mynd-
ast á hverjum vetri á hafinu norðan Íslands
og á Norðurskautinu öllu, þá bráðna borg-
arísjakarnir ekki með sama hætti. Þeir eru
reyndar allt annarrar gerðar en hafísinn
sem frýs úr söltu vatni sjávarins en borg-
arísinn er landmyndaður ís sem skríður
undan skriðjöklum og til hafs. Hann er allt
annars eðlis og miklu stórgerðari en það
sem við köllum hafís í venjulegu tali.
En þótt hafísinn bráðni að sumarlagi
hverfur borgarísinn ekki. Þegar siglt er um
Norðurhafið gera sumir kannski ráð fyrir
því að sáralítil eða engin hindrun sé á haf-
inu – menn geti bara leyft sér að sigla um
það eins og þar sé ekki neinnar hættu að
vænta. Þetta er sjálfsblekking. Borgarís-
inn rekur með öðrum hætti, hann rekur
með straumum. Ef hann berst t.d. upp að
norðurkanti landgrunnsins þá fer borgarís-
inn að hreyfast með Austur-Íslandsstraum
og rekur austur. Þess vegna er það svo að
vindafar á norðurslóðum stjórnar ekki reki
borgaríssins þegar straumarnir eru annars
vegar. Megnið af borgarísnum berst með
Austur-Grænlandsstraumnum suður með
austurströnd Grænlands. Hann kemur
ekki hingað en hluti af honum lendir inni í
Austur-Íslandsstraumnum og getur þess
vegna borist langt austur með landinu og
jafnvel suður með Austfjörðum ef því er að
skipta. Auðvitað þekkja menn sem búa við
norðurströnd landsins að borgarísinn fer
mjög oft inn á Húnaflóann og það er ein-
faldlega vegna þess að úr Austur-
Íslandsstraumnum liggur köld tunga inn
Húnaflóann og dregur með sér borgarísinn
upp að ströndum og inn á flóann.
Úr þessum ís brotnar sífellt og um 90%
af stærð og þunga borgaríssins er neðan
sjávar þannig að þegar menn sigla upp að
borgarís sem stendur 50 metra upp úr
sjónum geta menn reiknað út hvað sé þá
fyrir neðan. Það eru þessir borgarísjakar
sem breyta landslagi sjáv-
arbotnsins. Þeir gera það
allverulega þegar þeir ferðast
um svæði þar sem þeir ná til
botns. Fiskislóð eins og Hal-
inn t.d. hefur orðið illfær til
togveiða á ákveðnum blettum
í nokkra mánuði. Við tog-
araskipstjórarnir höfum slétt-
að svæðið aftur eftir að borg-
arís hefur strandað þar,
stoppað og gert djúp för ofan í
botninn.
Í þessu liggur auðvitað
hætta ef menn ætla að fara að
nýta olíu norðurslóðanna, eins
og talað er um að gera í Bar-
entshafi. Þessu þarf að svara:
Hvernig á að koma olíu til
lands án þess að valda miklum
skaða og mikilli mengun í haf-
inu? Borgarísinn getur rofið
allar leiðslur sem lagðar eru í
botninn, jafnvel þótt þær séu
plægðar niður í hann vegna
þunga síns og eiginleika. Haf-
straumarnir í Norðurhafi eru
þannig að allt sem gerist þar,
þ.e. á svæðinu milli Austur-
Grænlands til Svalbarða og
yfir í Barentshaf, endar með
því að fara hringferð norðan
Svalbarða og þess vegna
Frans Jósefslands út undir Grænland og
ber síðan suður með Austur-Grænlands-
straumi – og hvert þá? Í áttina til Íslands
og getur þess vegna borist áfram með
Austur-Íslandsstraumnum að norður-
strönd landsins.
Hugum að öryggi
Mér finnst að í umræðunni séu menn oft
að tala um að þessi vandamál séu auðleyst,
að olíuvinnsla og -flutningar um Norðurhaf
sé eitthvað sem við getum bara gert á
næstu tíu árum. Slíkt er mikill misskiln-
ingur svo framarlega sem menn ætla sér
að gæta varúðarsjónarmiða varðandi
mengun og olíuslys. Hér má minna á olíu-
slys sem varð norðarlega við vesturströnd
Kanada í köldum sjó. Nú tíu árum síðar eru
menn enn þá að reyna að hreinsa þar olíu
af ströndinni. Þetta er því eitthvað sem við
þurfum virkilega að hafa í huga. Hinu er
ekki að leyna að siglingar munu örugglega
fara inn á þetta hafsvæði, bæði siglingar ol-
íuflutningaskipa og gasskipa og annarra
vöruflutningaskipa og þá kemur auðvitað
að því að huga að reglum Alþjóðasiglinga-
málastofnunar um siglingar á norð-
urslóðum.
Ég var togaraskipstjóri í yfir 30 ár. Oft
þvældumst við inni í þessum venjulega haf-
ís en forðuðumst borgarísjakana. Hafísinn
er ekki mjög hættulegur þó að hann sé
tveggja, þriggja til fjögurra metra þykkur.
Hann er miklu mýkri ís, frosinn saltur sjór
en ekki bergvatn eins og landísinn. Varð-
andi olíuvinnslu á okkar hafsvæðum þá
verðum við að skoða þessi mál í fullri al-
vöru. Fyrst og fremst þurfum við að huga
að mengunarsjónarmiðum. Einnig því
hvernig við ætlum að tryggja öryggi okkar
hér á landi. Ætlum við að hafa hér við-
búnað eins og öfluga dráttarbáta sem dreg-
ið geta hin gríðarlega stóru olíuskip þó að
þau verði vélarvana við mismunandi og erf-
iðar aðstæður norðan Íslands? Eða ekki?
Ætlum við þá að bíða í tvo til þrjá sólar-
hringa eftir að slíkt skip sigli frá Noregi til
þess að bjarga því að hér verði ekki stór-
slys? Það kann að vera allt of langur við-
bragðstími. Þrátt fyrir að verið sé að
byggja nýtt varðskip fyrir okkur núna –
sem væntanlega kemur til landsins innan
fárra ára og verður okkur til gagns – þá er
það vart svo öflugt að það ráði við stór olíu-
skip til þess að koma í veg fyrir að þau
valdi hér stórkostlegri mengun ef illa fer.
Hafrannsóknir og
öryggi í Norðurhafi
Eftir Guðjón Arnar Kristjánsson
Guðjón A. Kristjánsson
» Það er afar
nauðsynlegt
að auka rann-
sóknir á Norð-
urhafinu og fara í
þær með allt öðr-
um hætti og öðru
hugarfari en við
höfum verið að
gera á undan-
förnum árum.
Höfundur er formaður Frjálslynda flokksins.
d krónur, fjölmiðla 14 þús-
síma 20 þúsund krónur,
íó, leikhús, tónleikar, tóm-
und krónur, tryggingar 18
r, skólakostnað 22 þúsund
24 þúsund krónur og ým-
d krónur.
mánaðarútgjöld fjölskyld-
nu 498.000 til 518.000 krón-
fur 255.000 krónur eftir
á mánuði og konan hefur
r eftir skatta. Samtals eru
fjölskyldunnar eftir skatta
r. Þau eiga því afgangs á
l 57.000 krónur á mánuði,
n hafa verið greidd, og taka
u ákvörðun að leggja reglu-
00 krónur á mánuði. Þau
verðtryggðan 36 mánaða
ng og allt gengur í haginn.
árum liðnum eru þau búin
ílinn og geta því sparað um
á mánuði fjórða árið. Eftir
ölskyldan um fjórar millj-
ónir króna í sparnaði. Þá langar fjölskyld-
una til þess að kaupa sér sumarbústað og
finnur hún einn lítinn og sætan, sem kost-
ar 16 milljónir króna. Þau borga fjórar
milljónir króna út í bústaðnum, en taka 12
milljóna króna lán til þess að klára kaupin
og aftur hækkar greiðslubyrði þeirra úr
því að vera innan við 520.000 krónur á
mánuði í að vera um 600.000 krónur.
Laun hjónanna hafa hækkað á tíma-
bilinu, en bara samkvæmt samningum,
þannig að eftir skatta fær maðurinn nú
275.000 krónur og konan 330.000 krónur,
samtals 605.000 krónur, en svigrúm þeirra
til þess að leggja reglulega fyrir er orðið
ekkert, vegna þess að verðbólga undan-
farinna þriggja ára gerir það einfaldlega
að verkum að allt er orðið dýrara og nú
eru þau farin að vera 40 til 60 þúsund
krónur í mínus um hver mánaðamót og
farin að fjármagna daglega neyslu í lok
hvers mánaðar, jafnvel síðustu tvær vik-
urnar, með yfirdrætti.
Fjölskyldan gerir sér fljótlega grein
fyrir því að hún hefur reist sér hurðarás
um öxl og að fjárhagur heimilisins muni
ekki leyfa frekari lántökur, því tekjuöfl-
unin standi ekki undir aukinni greiðslu-
byrði. Betur launuð vinna stendur ekki til
boða og ekki er kostur á aukinni yfirvinnu.
Þau sjá ekki fram á að geta haldið fjárfest-
ingum sínum og velja auðvitað að selja
sumarbústaðinn, sem hefur sem betur fer
hækkað í 18 milljónir á þeim skamma tíma
sem þau hafa átt hann. Þau selja bústað-
inn, gera upp lánið sem hvílir á honum og
hefja reglulegan sparnað á ný, sem þau
ákveða að sé skynsamlegt að eiga sem
varasjóð, ef eitthvað kemur upp á og til
þess að fjármagna það sem þau vilja leyfa
sér til hátíðarbrigða, sumarfrí og þess
háttar.
Þessi litla fjölskyldusaga hér að ofan er
heilaspuni og tilbúningur minn frá upphafi
til enda, en mér finnst mjög líklegt að fjöl-
margar fjölskyldur hafi gengið í gegnum
svipaða sögu, þótt því miður hafi ekki orð-
ið jafn „happy end“ á þeim öllum.
Hvað með bankana?
En þá vaknar spurning mín um bank-
ana. Má ekki líta á einn banka sem hefur
vaxið og dafnað í góðærinu og ódýra láns-
fjármagninu á undanförnum árum sem
fjölskyldu sem hefur staðið í velheppnuð-
um fjárfestingum, raunar út um allan
heim? Bankinn hefur keypt eignir og sleg-
ið lán fyrir þeim kaupum, stór lán, svo
skiptir hundruðum milljarða og, í það
heila tekið, þúsundum milljarða króna.
Tekjur bankans af því að hafa áframselt
lán sín til viðskiptavina, með góðu álagi,
hafa því aukist geysilega, ekki síst vegna
þess að lántökur bankans hafa aukist frá
ári til árs. Nú kemur allt í einu í ljós hjá
bankanum, að hann getur ekki lengur
slegið lán til þess að greiða niður þau lán
sem hann tók til þess að kaupa eignirnar
dýru og fínu og hann getur ekki heldur
slegið ný lán til þess að lána viðskiptavin-
um sínum. Alla vega eru lánin sem bank-
anum standa til boða svo dýr, að hann
myndi eiga í stórkostlegum erfiðleikum
með að endurlána þau, þannig að þau skil-
uðu honum viðunandi hagnaði, en út á það
gengur jú bankastarfsemin í grunninn,
ekki satt, að lána fjármagnið áfram með
nógu miklu álagi, til þess að hagnaður sé
af starfseminni?
Bankinn er því kominn í samskonar
kreppu og litla kjarnafjölskyldan, sem
hafði þó að lokum vit á því að selja eignir,
svo að tekjur hennar dekkuðu þau útgjöld
sem hún þurfti að standa undir hvern
mánuð.
Er ekki bara ráðið hjá bankanum, að
fara að fordæmi fjölskyldunnar og hefja
eignasölu? Að vísu er ólíklegt, miðað við
þá lánsfjárþurrð sem ríkir á öllum fjár-
málamörkuðum, að bankinn geti selt sínar
eignir með sambærilegum hagnaði og fjöl-
skyldan gerði með litla sæta sumarbú-
staðinn, en verður ekki bankinn bara að
bíta í það súra epli? Hann er jú búinn að
margfalda eignir sínar í þeirri gósentíð
sem ríkti. Þarf hann ekki bara að huga að
undirbúningi fyrir mögru árin og sníða sér
stakk eftir vexti?
Bankarnir þurfa líklega að selja frá sér
rekstrareiningar í útlöndum, heilu útibú-
in, eða jafnvel heilu bankana og skylda
starfsemi.
Þannig minnka þeir efnahagsreikning
sinn, sem miðað við litla Ísland er orðinn
gróflega bólginn ekki satt? Þannig draga
þeir úr greiðslubyrðinni og þörfinni á end-
urfjármögnun í þeim mæli sem banka-
menn hafa rætt um að þyrfti að ráðast í
seint á þessu ári og á því næsta og þar-
næsta.
Ekki kæmi almenningur til með að
þurfa að blæða neitt verulega fyrir slíkan
megrunarkúr bankanna og ekki ríkissjóð-
ur heldur, sem er auðvitað ekkert annað
en framlenging á almenningi – ríkissjóður
er sameiginlegur sjóður okkar lands-
manna, ekki satt? Lesendur góðir. Hvað
segið þið um þessar vangaveltur?
mikið í fang
ankanna? Þegar sverfur að og syrtir í álinn, tekjur minnka
man seglin, draga úr útgjöldum og selja eignir, til að endar
ma? Þurfa skuldsett fyrirtæki ekki að gera það sama?
% 67+
7
)**7999
8997999
***7999
#
2#
&
67+
7
***7999
:<;'*.;7999
8>'*>7999
%% -
/
&
ku útrásarvík-
ana, sem undu
f hverju strái og
endinga, á við-
m vildu leggja
nur, ekki satt?
hæfri spá um lækkun verðsins. Það að
tala niður fasteignaverð til þess að ná
verðbólgumarkmiðum er áhyggjuefni.
Með því er hugsanlega verið að helfrysta
fasteignamarkaðinn sem er óæskilegt þó
eðlilegt sé að einhver leiðrétting þurfi
þar að eiga sér stað. Það er í reynd það
sama og að segja að það séu skuldugir
íbúðareigendur með mjög veðsettar fast-
eignir sem skuli bera byrðarnar af þeim
þrengingum sem nú eru á fjármálamörk-
uðum. Það sé á þeirra herðum að ná nið-
ur verðbólgumarkmiðum Seðlabankans.“
Ennfremur kom fram í máli ráðherra að
Íbúðalánasjóður fær fleiri beiðnir en áð-
ur um greiðslufrest eða skuldbreytingar.
Að sögn Gylfa Guðmundssonar, sérfræð-
ings hjá Íbúðalánasjóði, fjölgaði slíkum
umsóknum um 14% fyrstu þrjá mánuði
ársins miðað við sama tíma í fyrra. Hann
bendir á að þrátt fyrir fjölgun sé ekki um
verulegan fjölda umsókna að ræða. Í ár
eru þær orðnar um 120 talsins, en í fyrra
og hitteðfyrra voru umsóknir tæplega
380 talsins bæði árin.
„Eins og ástandið hefur verið undan-
farnar vikur hefur verið mikil eftirspurn,
bæði í síma og í viðtöl hér. Fólk [í
greiðsluerfiðleikum] vill fá ráðleggingar
um hvert það eigi að snúa sér,“ segir
Gylfi. Hann segir þá sem snúa sér til
sjóðsins koma úr öllum þjóðfélagshópum.
ka í viðtöl út apríl“
Morgunblaðið/Valdís Thor
Sigrún Helgadóttir kynnti ársskýrslu Ráðgjafarstofunnar.
jármálaeftirlitið hefur tekið saman um vanskil útlána hjá innláns-
k síðasta árs sýna að hlutfall vanskila af útlánum var tæplega 0,4%
a lægra en það var í lok næsta ársfjórðungs á undan, þá var hlutfallið
2006 var hlutfallið rúmlega 0,5%.
tfallið nú hefur ekki verið lægra sem hlutfall af útlánum frá árslokum
ahlutfall einstaklinga var 0,7% sem er lítillega lægra en var í lok næstu
á undan. Í árslok 2006 var hlutfallið tæplega 0,8%.
tu vanskil frá árinu 2000