Morgunblaðið - 18.04.2008, Side 41

Morgunblaðið - 18.04.2008, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. APRÍL 2008 41 Krossgáta Lárétt | 1 alveg ber, 8 lund, 9 blóðsugum, 10 elska, 11 fantarnir, 13 híma, 15 stöðvun, 18 grískur bókstafur, 21 ílát, 22 sjúga, 23 smámynt, 24 málsvari. Lóðrétt | 2 kút, 3 jurtin, 4 eldstæði, 5 slæmur, 6 bí- lífi, 7 litla, 12 greinir, 14 snák, 15 pest, 16 koma í veg fyrir, 17 geðs, 18 djarfa, 19 hlífðu, 20 siga. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 andóf, 4 sænsk, 7 akkur, 8 orður, 9 nár, 11 læða, 13 biti, 14 stóra, 15 fork, 17 klám, 20 sag, 22 ráðum, 23 eldur, 24 innan, 25 afurð. Lóðrétt: 1 apall, 2 díkið, 3 forn, 4 slor, 5 niðji, 6 kargi, 10 ámóta, 12 ask, 13 bak, 15 ferli, 16 ræðan, 18 lyddu, 19 múruð, 20 smán, 21 geta. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Skarpskyggni þín í viðskiptum er kannski ekki tilkomin vegna menntunar. En hún er mikil og mun framfleyta þér. Þú þekkir verðmæti – og heldur í bita fyr- ir sjálfan þig. (20. apríl - 20. maí)  Naut Sambönd breytast. Sum verða sterkari, önnur veikari. Vinur sem þú varst ekki viss um, reynist traustsins verður. Sterk ást breytist í væntumþykju. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Þú getur verið að gera það ná- kvæmlega sama og allir aðrir en það lítur ekki þannig út. Einstakleiki þinn lífgar upp á andrúmsloftið. Njóttu þín. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Ástarskýlið þitt er dásamlegt at- hvarf þar sem þú trúir bara því besta um fólk, jafnvel þótt það geri mistök. Þú sýnir fólki trygglyndi á ótrúlega marga vegu. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Oft er auðveldast að læra að elska sjálfan sig með því að elska aðra. En ein- mitt núna er þessu öfugt farið. Hugsaðu vel um sjálfan þig og ástin á öðrum blómstrar. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Það þarf ekki alltaf bardaga til að knýja fram breytingar. Þær róttækustu geta gerst smám saman og yfir langt tímabil. Á það ekki við um eitt af sam- böndum þínum? (23. sept. - 22. okt.)  Vog Þú ert að biðja fólk um álit á frammi- stöðu þinni. Allir hrósa þér nema einn eða tveir. Taktu gagnrýninni vel, þú veist að þú lærir af henni. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Stjörnurnar giska á að þú munir eiga í vandræðum með yfirvald í dag. Alveg sama hversu vel að sér ráð- gjafar þínir eru, þú virðist alltaf hafa betri hugmyndir. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Þú gefur endalaust af þér í sambandi, meira en góðu hófi gegnir. Meira en er raunsætt, heilbrigt eða skyn- samlegt. Reyndu að gefa á annan hátt. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Verkið sem bíður þín er auð- veldara en það virðist vera. Gott er að fylgja fyrstu tilfinningunni – og það skjótt. Árangurinn verður slakari ef þú tekur of mikinn tíma í verkið. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Einhver stendur í vegi fyrir þér. Þetta er ekki óvinur heldur vinur sem vill skerpa á hæfileikum þínum og fá þig til að hugsa stærra. Ekki keyra hann niður, beygðu framhjá. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Hópar geta verið ógnandi, ekki fyrir þig, ekki í dag. Þú sérð hóp sem tækifæri til að stjórna gleði annarra. Hópurinn sem þú hittir bíður eftir að fá að dá þig. stjörnuspá Holiday Mathis 1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 d6 6. Be3 Be7 7. g4 Rc6 8. g5 Rd7 9. h4 a6 10. Hg1 Rxd4 11. Dxd4 Re5 12. Be2 O–O 13. h5 Rc6 14. Dd2 g6 15. O–O–O b5 16. f4 b4 17. Ra4 Da5 18. b3 Hb8 19. Bd3 He8 20. Dh2 Bf8 21. Hh1 Bg7 22. hxg6 hxg6 23. Bc4 Dc7 Staðan kom upp í fyrri hluta Íslands- móts skákfélaga sem fór fram haustið 2007. Snorri G. Bergsson (2340) hafði hvítt gegn Arnaldi Loftssyni (2100). 24. Hxd6! Re7 svartur hefði tapað drottningunni eftir 24… Dxd6 25. Dh7+ Kf8 26. Bc5. 25. Bd4! hvítur hót- ar nú máti á h8. Framhaldið varð: 25…Bxd4 26. Hxd4 Kf8 27. Dh6+ og svartur gafst upp enda mát í næsta leik. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Hvítur á leik. Vongóður. Norður ♠1084 ♥Á ♦K9842 ♣ÁG32 Vestur Austur ♠DG ♠653 ♥9 ♥KDG10 ♦ÁD1076 ♦G3 ♣D10976 ♣K854 Suður ♠ÁK972 ♥8765432 ♦5 ♣-- Suður spilar 4♥ dobluð. Flestum keppendum Íslandsmótsins þóttu spil vesturs nógu góð til að opna á einum tígli og af því mótaðist fram- haldið: Austur svaraði á hjarta og „stal“ litnum frá suðri, sem hallaði sér þá að spaðanum. Sem var í góðu lagi, því 4♠ vinnast í reynd. En á einu borði þagði austur yfir hjartalitnum af kerf- isástæðum – sagði eitt grand tígulopn- uninni. Suður ákvað þá að veðja á sjö- litinn, þótt veikur væri, og stökk í 4♥. Austur trúði vart heppni sinni og do- blaði auðvitað. Útspilið var spaðadrottning. Sagn- hafi tók slaginn, spilaði hjarta á ás og henti tígli í laufásinn. Hann hitti síðan á að fella spaðagosann og vann sitt spil – gaf bara þrjá slagi á tromp. „Ég var vongóður,“ var það eina sem austur lét hafa eftir sér. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is 1Miklar samgönguframkvæmdir hafa verið kynntar fyr-ir íbúum Hlíða- og Háaleitishverfis. Hver er formaður íbúasamtakanna? 2 Ragna Árnadóttir hefur verið sett ráðuneytisstjóridóms- og kirkjumálaráðuneytis í leyfi núverandi ráðu- neytisstjóra. Hver er hann? 3Mikil sýning var opnuð í Laugardalshöll í gær. Hvaðaheiti ber hún? 4 Formaður stjórnar Glitnis er harðorður um starfsloka-samning við fyrrverandi yfirmann bankans í Noregi. Hver er stjórnarformaðurinn? Svör við spurn- ingum gærdagsins: 1. Hver er arkitektinn að nýrri sundlaug á Hofsósi? Svar: Sig- ríður Sigþórsdóttir. 2. Indriði Indriðason varð 100 ára í gær. Fyrir hvað er hann þekktastur? Svar: Ættfræði. 3. Smekk- leysa lokar plötu- verslun sinni. Hver er framkvæmdastjóri Smekkleysu? Svar: Ásmundur Jónsson. 4. Leikið verður til hreinna úrslita í Íslandsmótinu í blaki karla. Hvaða lið mætast? Svar: Stjarnan og Þróttur Reykjavík. Spurter… ritstjorn@mbl.is dagbók|dægradvöl Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig FRÉTTIR EVA Haraldsdóttir hefur opnað málverkasýningu í húsgagnaversl- uninni Valhúsgögn, Ármúla 8. Þetta er önnur einkasýning Evu sem að þessu sinni sýnir 50 olíu- málverk. Sýningin er opin á afgreiðslutíma verslunarinnar. Nú um helgina er opið bæði á laugardag og sunnudag. List Eitt verka Evu. Eva sýnir í Valhúsgögnum STJÓRN Verkalýðsfélags Vestfirð- inga hélt fund 3. apríl sl. þar sem ástand efnahagsmála var mjög til umræðu. Á fundinum var eftirfar- andi ályktun samþykkt: „Stjórn Verkalýðsfélags Vestfirð- inga gagnrýnir harðlega þá bylgju hækkana sem launþegar hafa þurft að taka á sig að undanförnu. Spyrna þarf við ört hækkandi eldsneytis- og matarverði ásamt þeim gríðar- legu hækkunum á öðrum nauðsynj- um sem dynja á landsmönnum. Það er með öllu óásættanlegt að fyrsti kostur skuli vera að hækka vöru- verð og þjónustu til neytenda, mættu aðrir taka þá til fyrirmyndar sem ekki bregða á þessi óyndisráð. Þá eru þau vinnubrögð birgja og heildsala að lauma breytingum á vaxta- og gengismun inn í boðaða hækkun vöruverðs fordæmd harka- lega. Ef fram fer sem horfir þá verður verðbólguhraðinn næstu misseri orðinn slíkur að ekki verður við ráðið, og nýumsamdar kjara- bætur launþega hverfa með öllu ef ekki verður brugðist strax við vand- anum. Launþegar gerðu miklar vænt- ingar vegna þeirra kjarabóta sem nýjum kjarasamningi var ætlað að færa þeim. Þær kjarabætur skerð- ast meir og meir með hverjum deg- inum sem líður, við óbreytt ástand verður ekki unað. Samstaða laun- þega, með verkalýðshreyfinguna í fararbroddi, gerir þá skýlausu kröfu að endurskoðun vegna fram- lengingar kjarasamninga hefjist strax. Reynt verði að vinna að hald- bærum langtímalausnum á þeim vanda sem steðjar að launþegum, atvinnurekendum og íslensku efna- hagslífi. Þar verða allir að leggjast á eitt um að sá árangur náist að verðbólgu og vöxtum verði komið í viðunandi horf þannig að umsamdar kjarabætur skili sér til heimilanna í landinu.“ Endurskoðun kjara- samninga hefjist strax VORHÁTÍÐ verður haldin á Lauga- landi í Holtum í Rangávallasýslu í kvöld kl. 20.30 og rennur öll inn- koma á hátíðinni óskipt til Jóns Ólafssonar á Kirkjulæk sem á við erfið veikindi að stríða. Glæsileg efnisskrá verður í boði og munu koma fram á hátíðinni Kirkjukór Breiðabólstaðarpresta- kalls, sönghópurinn Góðir grannar, Sigurður Sigurðarson kvæðamað- ur, sönghópurinn Öðlingar, söngv- ararnir Gísli Stefánsson og Marí- anna Másdóttir, sönghópurinn Víkingarnir af Suðurnesjum, Fé- lagar úr Samkór Rangæinga munu flytja gamanmál, þ.á m. Sjöfn Guð- mundsdóttir gleðigjafi, Kvennakór- inn Ljósbrá, Bjarni Harðarson gleðigjafi og Karlakór Rangæinga. Opnaður hefur verið reikningur til styrktar Jóni í Kaupþingi banka, 0308-13-111001 kt. 660592-3189. Vorhátíð til styrktar Jóni á Kirkjulæk

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.