Morgunblaðið - 18.04.2008, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 18.04.2008, Qupperneq 52
FÖSTUDAGUR 18. APRÍL 109. DAGUR ÁRSINS 2008 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2800 HELGARÁSKRIFT 1700 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Tilboð í ferju opnuð  Tilboð í rekstur nýrrar Vest- mannaeyjaferju voru opnuð í gær. Tilboð Samskipa fullnægði ekki út- boðsskilyrðum. Gert var ráð fyrir 10,2 milljarða króna kostnaði en megintilboð Vestmannaeyinga hljóðaði upp á 16,3 milljarða. » 4 Eignarhlutur í uppnámi?  „Alvara málsins er sú að 29-32% eignarhlutur í HS er í uppnámi,“ segir Ásgeir Margeirsson, forstjóri Geysir Green Energy, eftir úrskurð Samkeppniseftirlitsins um eign- arhlut OR í Hitaveitu Suðurnesja. Forstjóri OR undrast niðurstöðu Samkeppnisyfirlitsins. » Forsíða Stjarnan sigraði  Blaklið karla í Stjörnunni sigraði í gær Þrótt Reykjavík 3-0 í oddaleik í Garðabæ. Er þetta í fjórða sinn í röð sem Stjarnan hreppir Íslandsmeist- aratitilinn. » Íþróttir SKOÐANIR» Staksteinar: Er Ingimundur úti …? Forystugreinar: Verkfall? | Er vinnuframlag karla 76 þúsundum meira virði en kvenna? Ljósvaki: Hvað varð um Palla? UMRÆÐAN» Tökum höndum saman með Átaki Heyrirðu ekki lengur fuglana syngja? Vaktavinna hjúkrunarfræðinga Örfá orð um stórmál Lengri leiðin um Ísland Nýskráningum bíla stórfækkaði … Ferrari hættir að auglýsa Marlboro Svartur reykur úr Patrol og … BÍLAR » #2 #2 2 2 2 #2 2 3 )4$  -  (  ) 5    0 2 #2 2 2 2# #2 2 2 2 + 6 !0 $   2 #2 2 2 2 #2 2 2 2 7899:;< $=>;9<?5$@A?7 6:?:7:7899:;< 7B?$66;C?: ?8;$66;C?: $D?$66;C?: $1<$$?E;:?6< F:@:?$6=F>? $7; >1;: 5>?5<$1($<=:9: Heitast 10°C | Kaldast 4°C ́ Hægviðri og bjart veður, en skýjað með köflum sunnanlands í fyrstu. Hiti á bilinu 5- 12 stig. » 10 Arnar og Eyþór keppa í kvöld í Bandinu hans Bubba en Eyþór er öllu líklegri til að sigra. » 47 AF LISTUM» Stjarnan hans Bubba KVIKMYNDIR» 21 er langdregin og mátt- laus kvikmynd. » 45 Aðalsmaður vik- unnar söng til sigurs í Söngkeppni fram- haldsskólanna og sefur eins og panda- björn. » 48 ÍSLENSKUR AÐALL» Lágvaxinn og lagvís TÓNLIST» Celestine er ógurlega efnileg hljómsveit. » 49 EUROVISION» Gríðarlegt áhorf á mynd- band Eurobandsins. » 42 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. Fyndnasta og skemmtilegasta … 2. Stúlka hafði samráð við … 3. Reynt að ræna bróður Olivers 4. Sá sjálfa sig í rándýru málverki  Íslenska krónan veiktist um 1% KAFFIHÚSAFERÐIR eru skemmtileg dægrastytting og flór- an í kaffihúsamenningunni breið. Flestum þykir gaman að fá sér kaffi og köku svo viðskiptavinirnir eru líka af öllu tagi. Einungis verðið virðist ótrúlega líkt. Á kaffihúsinu Sólon kostar cap- puccinobolli 320 krónur og köku- sneið 800 (samt. 1.120 kr.). Á B5 kostar cappuccinobollinn 360 krón- ur en kökusneiðin 990 (samt. 1.350 kr.). Á kaffihúsinu Hljómalind kost- ar cappuccino 350 krónur en köku- sneið 520 (samt. 870 kr.), en þar er ungt fólk – og hugsanlega aura- minna – í meirihluta gesta. Úr hverju eru dýrari kökurnar bakaðar? Jafnvel þótt þær væru ekki úr neinu nema fínasta súkku- laði og rjóma þá getur hráefnisverð tæpast hleypt verðinu svona upp. Ef keyptur er einn pakki af eð- alkaffi til heimabrúks (t.d. 250 grömm af Húsblöndu hjá Kaffitári) kostar hann 620 krónur. Miðað við að 20 bollar náist úr þeim grömmum er kaffikostnaður- inn (fyrir utan flóuðu mjólkina) á bolla um 30 krónur – á smá- söluverði. | fbi@mbl.is Auratal                     „UNGLINGAR eru náttúrlega mjög vitlausir almennt,“ sagði Egill Helgason, stjórnandi Kiljunnar, þegar rætt var um bók- ina Bréf til Láru eftir Þórberg Þórðarson 9. apríl sl. Þessi um- mæli fóru fyrir brjóstið á ungum áhorfanda, Guðrúnu Ingi- björgu Þorgeirsdóttur, nemanda í 9. bekk Hagaskóla. Hún skrifaði bréf til Morgunblaðsins, sem birtist í gær, og fór fram á að Egill bæðist afsökunar á þessum ummælum. „Líklega hefur þetta átt að vera einhvers konar brandari hjá honum. Ég hugsa það, án þess að ég viti nokkuð um það. Mér finnst þetta einfaldlega eitthvað sem maður gerir ekki grín að,“ sagði Guðrún í samtali við Morgunblaðið. Guðrún sagði að henni þætti oftar rætt um það sem aflaga færi hjá unglingum en það sem vel væri gert. Hún og vinir hennar væru ekki í hópi þeirra sem brytu og brömluðu eigur annarra. „Við stöndum okkur vel í skólanum og erum í heil- brigðum tómstundum. Við erum að vinna að því að styrkja okkur sem einstaklinga,“ sagði Guðrún. En hvernig bregst Egill Helgason við? „Það er hægt að taka hluti sem maður slettir fram í gríni – og kannski dálitlum glannaskap – of alvarlega. Þetta er dæmi um svona óvarlega alhæfingu af þessu tagi. Mér hefði aldrei dottið í hug að hún gæti verið meiðandi – enda held ég að hún sé það ekki í sam- hengi þess sem var rætt,“ sagði Egill í tölvubréfi til Morg- unblaðsins. „Ég held raunar að ég hafi aðallega verið að tala um sjálfan mig. Ég var mjög vitlaus sem unglingur og flestir vinir mínir voru vitlausir líka. Til dæmis fannst mér Bréf til Láru sem var til umfjöllunar í umræddum þætti mjög góð bók þegar ég var unglingur. Seinna sá ég að svo var ekki. En ég þvertek samt ekki fyrir að ég sé ennþá vitlaus. Svo lengi lærir sem lifir. Annars er ekkert sem segir að sá sem er vitlaus þeg- ar hann er ungur sé ekki líka vitlaus þegar hann er gamall. Kannski margfalt vitlausari. Annars er þetta líka spurning um ólíka hæfileika; ungt fólk er til dæmis mjög sterkt á tilfinn- ingasviðinu, það verður sljórra þegar maður eldist en þá er maður kannski orðinn aðeins betri í gagnrýninni hugsun.“ Óvarleg alhæfing Egill Helgason bregst við ósk ungs áhorfanda Kiljunnar um afsökunarbeiðni vegna ummæla um unglinga Morgunblaðið/Valdís Thor Ung enn Guðrún Ingibjörg Þorgeirsdóttir fór fram á að Egill Helgason bæðist afsökunar á þeim um- mælum að unglingar séu almennt mjög vitlausir. Ungur þá Egill kveðst hafa verið mjög vitlaus ung- lingur og þvertekur ekki fyrir að vera enn vitlaus. TÓNSKÁLDIN Ólafur Gaukur Þórhallsson, Ólafur Haukur Símonarson og Gunnar Þórðarson voru í gær- kvöldi sæmdir heiðursfélaganafnbót Félags tónskálda og textahöfunda. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, afhenti viðurkenningarnar að loknum tónleikum í Ís- lensku óperunni sem báru yfirskriftina Bláu augun þín. Ljósmynd/Jón Svavarsson Sæmdir heiðursfélaganafnbót FTT Tónleikar helgaðir þremur söngvaskáldum UMFANGSMESTA sýning sem haldin hefur verið á verkum ís- lenska myndlist- armannsins Ólafs Elíassonar í Bandaríkjunum verður opnuð í Museum of Mod- ern Art, MoMA, í New York á sunnudaginn. Sýningin ber titilinn Take Your Time og er í tveimur byggingum safnsins á Manhattan-eyju. Sýningin spannar 15 ár af listamannsferli Ólafs. | 17 Ólafur Elíasson Stórsýning í MoMA ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.