Morgunblaðið - 23.04.2008, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 23.04.2008, Qupperneq 12
12 MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU                               !    " #   ! %        &     %  "' (                    !              )  (               &     *  " +     $    ,    $          **  $" #,         ! $   %          "- .       ,  ) ,/0.1+230,+4)25 678 9:;; , /0.<+230,=>?;+@/3A2="2+ B     CD=E,.F0 ?G ?? ?6 - kemur þér við Sérblað um ferðalög fylgir blaðinu í dag Vilja lög um frístundaheimilin Mistök við þjóðlendukröfur Afi og amma í golfi allt árið Afganistan sem ferðamannaland Huggy dæmir í breska Top Model Hvað ætlar þú að lesa í dag? Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is „ÞAÐ hefur hreinlega verið mok- fiskirí hér í vetur – beggja vegna Snæfellsnessins og reyndar um all- an sjó. Menn eru alls staðar að fá þorsk þótt þeir séu að reyna að forð- ast hann,“ segir aflakóngurinn Pét- ur Pétursson á Bárði SH. Þeir félagar voru þá að draga fyrstu lögn eftir hrygningarstoppið. „Aflabrögðin eru sæmileg miðað við að maður leggur svolítið blint í þetta eftir stopp. Ætli við séum ekki með um fimm tonn. Bátarnir hérna á Breiðafirðinum eru með alveg upp í ágætis veiði í dag. Þeir hafa líka verið að fiska vel í dragnótina hérna. Ég færði sumt af netunum aðeins til, en hélt öðrum á sama stað. Nú er stærsti straumur, sem gerir mönn- um nokkuð erfitt fyrir. Fiskurinn er frekar blandaður. Hann verður bandaðri á þessum tíma eftir hrygn- inguna.“ Getum veitt 200 tonn í viðbót Veiðin er búin að vera ágæt í vet- ur. Frá áramótum til 1. apríl er afl- inn orðinn 515 tonn. Hvert er afla- verðmætið orðið? „Það vantar ekki, þetta hefur ver- ið mokveiði. Ég hef ekki lagt afla- verðmætið saman, en það er orðið ágætt. Við seljum fiskinn ýmist í föstum viðskiptum eða á markaði. Verðið hefur verið þokkalegt og það er ágætis þénusta af þessu. Reynd- ar lækkaði verðið á mörkuðunum aðeins þegar veiðin var sem mest. Menn höfðu varla undan að vinna fiskinn. Það voru öll hús í landi full.“ Hafið þið nógan kvóta? „Kvótastaðan er svona þokkaleg. Við getum líklega veitt svona 200 tonn af þorski í viðbót. Við erum með ágætan kvóta, en höfum engu að síður þurft að leigja mikið til okk- ar. Ég reikna með að við verðum á þorskanetum framundir sjó- mannadag. Svo er það spurningin hvað tekur við, hvort við stoppum eitthvað eða förum eitthvað á skötu- sel. Ég reikna frekar með því að við stoppum eitthvað. Það hefur verið sótt stíft í vetur og veður oft leið- inlegt.“ Njörvaðir niður vegna kvótaskorts Hvað veldur þessari miklu veiði? Er meira af fiski á ferðinni nú en áð- ur? „Ég held að það sé miklu meira af fiski á ferðinni en þeir hjá Hafró halda fram. Ég get ekki betur séð. Það mikið af stórum fiski, en líka blandaður fiskur og smærri fiskur, sem bendir til eðlilegrar nýliðunar. Maður heyrir að það sé víða mikið af fiski, en það eru bara svo fáir sem beita sér eingöngu á þorsk. Öll línu- skipin eru að eltast við ýsu. Eins og gert er út núna er ekkert að marka viðmiðanir eins og afla á sóknarein- ingu. Stóru netabátarnir eru varla nema á hálfum afköstum og reyna fyrir sér með kolanet og ufsanet til að forðast þorskinn. Þeir gætu ann- ars verið að mokveiða þorsk. Stóru netabátarnir væru ábyggilega með 1.000 til 1.500 tonna vertíð ef þeir gætu beitt sér almennilega, sótt af fullum þunga. Menn eru alveg njörvaðir niður vegna kvótaskorts. Fyrir vikið gefur sóknin ekki rétta mynd af ástandinu á þorskstofn- inum. Menn eru svo uppteknir af því að ná öðrum tegundum. Vonandi verður þorskkvótinn aukinn. Það virðist allavega vera nóg af nýjum árgöngum að koma inn. Mikið af smáfiski á ferðinni og mikið um skyndilokanir af þeim sök- um í vetur,“ segir Pétur Pétursson. Það er ágætis þénusta af þessu Morgunblaðið/Alfons Aflaklær Áhöfnin á Bárði, Magnús Gunnlaugsson, Ingi Pálsson og Pétur Pétursson skipstjóri. Reyndar hefur Pétur, sonur Péturs skipstjóra, verið um borð í vetur en var ekki þegar myndin var tekin. Netabáturinn Bárður SH frá Arnarstapa held- ur áfram að moka þeim gula upp Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Arnarstapi Fiskurinn er vænn hjá þeim félögum. Hér landar Pétur yngri. Í HNOTSKURN »Sóknin gefur ekki réttamynd af ástandinu á þorsk- stofninum. Menn eru svo upp- teknir af því að ná öðrum teg- undum og forðast þorskinn. »Stóru netabátarnir væruábyggilega með 1.000 til 1.500 tonna vertíð ef þeir gætu beitt sér almennilega, sótt af full- um þunga. Menn eru alveg njörv- aðir niður vegna kvótaskorts. »Ég held að það sé miklumeira af fiski á ferðinni en þeir hjá Hafró halda fram. Ég get ekki betur séð. Það mikið af stórum fiski, en líka blandaður fiskur og smærri fiskur, sem bendir til eðlilegrar nýliðunar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.