Morgunblaðið - 23.04.2008, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 23.04.2008, Qupperneq 19
daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 2008 19 verk Ólafs eru. „Hvert verkefni er áhætta af því að það sem gildir er ekki hægt að prófa fyrir fram. Það er hægt að fara í gegnum allt í tölvunni, en í raun- veruleikanum er allt alltaf öðruvísi og það er heldur ekki hægt að segja fyrir um það hvernig áhorfendur munu bregðast við,“ segir hann. „Ég er sem sagt maður sem jafnvel ofursel mig til- viljuninni. Það átti sérstaklega við um „Veðurverkefnið“ í Tate Modern- safninu, meðal annars vegna þess að það var svo stórt.“ x x x Sólin í Tate-safninu dró að mik-inn mannfjölda og oft lá fólk tímunum saman á gólfinu og drakk í sig andrúmsloftið í saln- um. Ólafur segir að þessi viðbrögð hafi komið sér verulega á óvart. Þegar hann er spurður hvar sólin sé nú niðurkomin segist hann geyma hana í kjallaranum hjá sér og í raun geti hver sem er keypt hana, en ekki megi gleyma því að hvert verk skiptir um karakter um leið og það er sett upp á nýjum stað. Ólafur segir að það sé misskiln- ingur að list sé algjörlega sjálf- stæð og hægt sé að skynja hana óháð stað og menningu. Umhverfi bíls skipti meira að segja máli, hvað þá listaverka. x x x Væri Mona Lísa þá önnur héngihún annars staðar en í Lo- uvre,“ er hann þá spurður. „Já, merking Monu Lísu nær langt út fyrir það að einhver hafi sett liti á striga, hún markast líka af grein- ingu á myndinni sem staðið hefur yfir svo öldum skiptir. Mona Lísa á sér sína sögu, Louvre á sér einn- ig sögu. Það hvernig við skynjum eitthvað veltur á mörgu.“ ListamaðurinnÓlafur Elíasson kemur víða við um þessar mundir og ætti því ekki að koma á óvart að nú skuli hann skjóta upp koll- inum hjá Víkverja. x x x Eins og sagt hefurverið frá í Morg- unblaðinu birtist rækilegt viðtal við Ólaf í nýjasta tölu- blaði vikuritsins Der Spiegel. Þar er meðal annars rætt um það hversu staðbundin       víkverji skrifar | vikverji@mbl.is Sigrún Haraldsdóttir vaknareldsnemma á hverjum morgni til að hlusta á fuglasönginn. Svo gengur hún um móann í Norðlingaholtinu, tínir rusl og semur vorvísu, enda tilefni til: Í móanum úti er kallað og kyrjað og kveðið með þrumandi gný. Nú lyfti ég brúnum því lífið er byrjað og lóan er komin á ný. Hallmundur Kristinsson greip þetta á lofti: Er kalið blóm með kærleiksvott kemur undan snjónum margt hún Sigrún getur gott gert þarna útí mónum. Sigmundi Benediktssyni þótti gaman að heyra lífið og fegurðina hrífa fólk upp úr hversdagsleikanum: Leysir snjóa, grösin gróa, geislar þróa lífsins mál. Kvað í móa listfeng lóa lögin frjó af ást í sál. Kristján Gaukur Kristjánsson yrkir úr útlegð og þar er ekki vor: Hausta tekur, laufin safna litum, leggur kul frá suðurskautinu. Í Tasmaníu áður en við vitum af sér varpa lauftré skrautinu. pebl@mbl.is VÍSNAHORNIÐ Af lóum og vori NÝ bók um lýtaaðgerðir ætluð börn- um er á leið á bandarískan markað. Bókin, sem nefnist My Beautiful Mom, á að útskýra „hvað kom fyrir mömmu“ að því er fram kemur á fréttavef Berlingske tidende. Höfundurinn, bandaríski lýtalækn- irinn Michael Salzhauser, segir oft erfitt fyrir börn að takast á við breyt- ingarnar eftir að mamma hefur feng- ið nýtt nef eða ný brjóst. Í bókinni er sögð myndasaga af mömmu, sem þarf að útskýra fyrir dóttur sinni að hún ætli að láta breyta á sér nefinu og strekkja á maganum. Í lok bók- arinnar má einnig sjá að mamman hefur fengið stærri brjóst, án þess að það sé útskýrt í textanum en Salzhau- ser vill að foreldrar ráði hvort þeir út- skýri það fyrir börnunum. Hann telur að bókin geti hjálpað móðurinni, þeg- ar hún er að ná sér eftir aðgerðina, því það komi illa við mörg börn þegar mamma getur ekki leikið við þau. „Þau vita að eitthvað er í gangi og sjá umbúðirnar og fara því að velta því fyrir sér hvað sé eiginlega að mömmu,“ segir hann. Þrátt fyrir að aðrir lýtalæknar styðji Salzhauser í bókaskrifunum fer því fjarri að allir séu jafn hrifnir. Sál- fræðingar segja hana t.a.m. geta stuðlað að því að börn verði of upp- tekin af eigin útliti. Í bókinni er kafli þar sem dóttirin spyr mömmuna hvers vegna hún ætli að fara í aðgerð. „Þú ert fallegasta mamman í heim- inum,“ segir hún. Mamman útskýrir þá að hún passi ekki lengur í fötin sín því hún hafi tapað línunum, sennilega þegar hún var ólétt. Öruggur markaður er talinn vera fyrir bókina í Bandaríkjunum en á síðasta ári fengu 348 þúsund þarlend- ar konur sér stærri brjóst og 148 þús- und fóru í fitusog á maganum. Fallega sílí- konmamma Brjóstastækkun Ætli slík bók hefði verið góð lesning fyrir börn Pamelu Anderson? G L E Ð I L E G T S U M A R Í BORGARTÚNI 26 Við fögnum sumri í nýjum húsakynnum okkar að Borgartúni 26 og hlökkum til vinnu okkar þar með viðskiptavinum og samstarfsfólki. LEX • Borgartúni 26 • 105 Reykjavík • Sími 590 2600 B r é f a s í m i 5 9 0 2 6 0 6 • l e x @ l e x . i s • w w w . l e x . i s L E X Jónas A. Aðalsteinsson hrl Þórunn Guðmundsdóttir hrl Erla S. Árnadóttir hrl Helgi Jóhannesson hrl Karl Axelsson hrl Ólafur Haraldsson hrl Lilja Jónasdóttir hrl Kristín Edwald hrl Ragnheiður M. Ólafsdóttir hrl Heimir Örn Herbertsson hrl Eiríkur Elís Þorláksson hdl Garðar G. Gíslason hdl Eva Margrét Ævarsdóttir hdl Arnar Þór Stefánsson hdl Dýrleif Kristjánsdóttir hdl Katrín Jónasdóttir framkv.stj

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.