Morgunblaðið - 23.04.2008, Síða 27

Morgunblaðið - 23.04.2008, Síða 27
meðan ég er að vinna, þið getið sagt brandara á eftir.“ Ingibjörg hugsaði af heilum hug um lesendur Morgun- blaðsins og að myndirnar kæmu fyrir augu almennings í landinu, það var al- vöru fréttamennska, hún hafði meira fréttanef en margir fréttamenn og vissi að til þess að allt gengi upp yrði liðið að spila saman. Í öllum þeim ferð- um sem Ingibjörg kom með í gekk allt upp. Við klikkuðum aldrei, það var ekki til í okkar huga neitt annað en að ná myndinni, við stóðum við okkar. Það er erfitt að sjá á eftir ungri duglegri konu sem við dáðum fyrir ósérhlífni og æðruleysi, sama hvað á gekk. Það var einnig svo er hún barð- ist við sjúkdóm sem lagði hana á end- anum. En við trúum því að lífið haldi áfram á betri stað, þar mun dugnaður og æðruleysi Ingibjargar nýtast vel þeim er þar dvelja. Takk fyrir allt. Þínir vinir, Árni Sæberg og Ragnar Axelsson. Við kynntumst Ingibjörgu upp úr 1990. Tókum svo þátt í stofnun göngu- hóps vorið 1996 og fyrsta langferðin var „Laugavegurinn“. Auðvitað þurft- um við að fara aðra leið en oftast var farin og gengum við frá Þórsmörk og enduðum í Landmannalaugum. Sú leið var fullerfið fyrir þær okkar sem ekki voru gönguvanar og við getum ennþá heyrt dillandi hlátur Ingibjarg- ar yfir aðstöðunni sem við vorum bún- ar að koma okkur í. Í lok ferðar lent- um við í ævintýrum og villtumst á leiðinni frá Landmannalaugum á Hvolsvöll. Við Ingibjörg urðum eftir á svörtum sandinum um miðja nótt á meðan ein í hópnum fór á bílnum að leita hinna úr hópnum. Sú samveru- stund var mjög sérkennileg af ýmsum ástæðum og tengdi okkur órjúfanleg- um böndum. Það þurfti ekki alltaf að hafa mörg orð um hlutina til að eiga góð samskipti við Ingibjörgu. Það var líka hægt að þegja með henni. Fleiri gönguferðir fórum við saman og myndir úr þeim ferðum gleðja og vekja minningar um góða vinkonu. Í huga Ingibjargar hefur lífið líkast til sjaldan verið leikur. Hún var alvarleg kona sem passaði upp á að allt væri á hreinu sem sneri að henni en hafði mjög notalega kímnigáfu. Undanfarin ár hafa verið henni ótrúlega erfið og við höfum velt því fyrir okkur hvernig hægt er að leggja svona mikið á eina manneskju á svo stuttum tíma. Veik- indi og slys lögðu mark sitt á líf henn- ar með alveg óskiljanlegum hætti síð- ustu ár. Við hittumst ekki oft á undanförnum árum en það var alltaf eins og aðeins nokkrir dagar hefðu lið- ið. Síðustu mánuðina var Ingibjörg á líknardeild Landspítalans og þráði mest af öllu að fá að komast heim og vera þar. Draumur hennar rættist um stund og hún fékk að dvelja nokkra daga heima á Skólavörðustígnum. Það var ótrúlegt að hitta hana svona langt leidda en samt hlæjandi sínum dillandi hlátri af ánægju yfir að vera komin heim og fá að vera með fólkinu sínu þar. Það eitt að fá að borða einu sinni enn við eldhúsborðið sitt veitti henni mikla gleði. Hún sýndi mikið æðruleysi og kjark á sínum síðustu mánuðum sem gleymist ekki þótt Ingibjörg sé horfin á þægilegra til- verustig. Hún lagði sig fram við að njóta lífsins þó að líkaminn væri alveg orðinn uppgefinn og notaði tímann vel til að tala við fólkið sitt, lesa góðar bækur og horfa á fótboltaleiki í góðum félagsskap. Fjölskylda Ingibjargar stóð með henni eins og klettur og var með henni þar til yfir lauk. Við höfum ekki orðið vitni að annarri eins þrautseigju og samstöðu og við fundum hjá fjölskyld- unni. Það er til fyrirmyndar hvernig þau skipulögðu vaktir til að Ingibjörg þyrfti aldrei að vera ein og yfirgefin. Það var örugglega mikið spjallað og skrafað jafnt í stofunni á Skólavörð- stígnum sem og á líknardeildinni. Við stelpurnar í gamla gönguhópn- um hennar Ingibjargar kveðjum góða vinkonu með söknuði og trega og þökkum henni trausta og einlæga vin- áttu. Fólkinu hennar Ingibjargar vottum við okkar dýpstu samúð. Minningin um heila konu lifir í huga okkar allra. Fyrir hönd gönguhópsins, Kristín Sævarsdóttir, Valgerður Þ.E. Guðjónsdóttir. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. APRÍL 2008 27 ✝ Þormóður Jóns-son fæddist frostaveturinn mikla í Snælandi á Húsa- vík 28. mars 1918. Hann lést á heimili sínu í Hvammi, heimili aldraðra á Húsavík, 15. apríl síðastliðinn. For- eldrar hans voru Jón Haukur versl- unarmaður hjá Kaupfélagi Þing- eyinga Jónsson, f. á Ljótsstöðum í Lax- árdal 11. nóvember 1893, d. á Húsa- vík 25. febrúar 1987 og kona hans Guðrún Guðnadóttir frá Hóli á Sléttu, f. 18. desember 1897, d. á Húsavík 28. mars 1987. Systkini Þormóðs sem öll lifa bróður sinn eru Þórólfur, f. 17. ágúst 1923, Guðný, f. 10. febrúar 1929 og Ingi- mundur, f. 21. september 1935. Þormóður gekk 28. september 1963 að eiga Þuríði Hólmfríði Sig- urjónsdóttur frá Heiðarbót í Reykjahverfi, f. 29. október 1914, d. 1. maí 2006. Þuríður og Þor- móður bjuggu öll sín ár á Húsavík, lengst í Fensölum eða til 1991 en þá fluttu þau í Brekkuhvamm og loks í Hvamm í ágúst 2005. Þormóður brautskráðist úr Sam- vinnuskólanum vorið 1940 og starf- aði lengst af hjá Samvinnuhreyf- ingunni. Hann var afgreiðslumaður hjá Kaupfélagi Héraðsbúa á Reyð- arfirði 1941 til 1943, bókari og gjaldkeri hjá Kaupfélagi Skagstrendinga, Höfðakaupstað 1943 til 1952, versl- unarstjóri hjá Kaup- félagi Árnesinga í Þorlákshöfn 1954 til 1958 og skrif- stofumaður hjá Kaupfélagi Þing- eyinga á Húsavík 1958 til 1965. Hann var umboðsmaður Samvinnutrygginga á Húsavík frá 1960 þar til hann lét af störfum 1983. Loks var hann umsjónarmaður skjalasafns Kaup- félags Þingeyinga og ritstjóri Boð- bera K.Þ. frá 1983 til 1994. Þor- móður starfaði mikið að félagsmálum, var m.a. formaður Ungmennafélagsins Frama á Skagaströnd og formaður Íþrótta- félagsins Völsungs á Húsavík frá 1958 til 1978. Einnig voru honum falin margs konar trúnaðarstörf. Hann sat í sóknarnefnd Húsavík- urkirkju frá 1976 til 1986, lengst af gjaldkeri og hann var formaður stjórnar Sjúkrahússins á Húsavík 1966 til 1982, á sögulegum átaka- tímum í heilbrigðismálum héraðs- ins. Þá var hann fréttaritari Dags og Tímans í um tvo áratugi. Þormóður verður jarðsunginn frá Húsavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Látinn er í hárri elli Þormóður Jónsson, tryggingafulltrúi á Húsavík. Þormóður hefur verið samferðamað- ur minn í mannlífsflórunni á Húsavík í yfir 40 ár og litlu skemur höfum við verið félagar í Rótarýklúbbi Húsavík- ur. Þormóður var einn af þeim sem settu svip á umhverfi sitt, hafði nokk- uð sérkennilegan talanda, snöggur í tilsvörum, magnaður sögumaður, ein- stakt snyrtimenni. Hann var einnig mikill húmoristi, húmor hans var sér- stæður og persónulegur, skar sig úr. Alltaf man ég söguna sem hann sagði af því þegar hann þurfti að fara í flókna aðgerð á sjúkrahúsi í Svíþjóð. Það varð eitthvert uppistand á skurð- deildinni þegar taka átti sjúklinga til aðgerðar, mun hafa gleymst að baða þá. Ábúðarmikil hjúkrunarkona rigs- aði um og leit á aðgerðasjúklingana og þegar hún kom að Þormóði sagði hún skýrt og skorinort „han er aldeles ren“. Og þar með var ákveðið að Þor- móður færi fyrstur og án frekari vafn- inga í aðgerð. Þessi yfirlýsing hinnar sænsku hjúkrunarkonu var mjög lýsandi fyrir Þormóð, ekki bara líkamlega heldur einnig andlega því Þormóður var snyrtimenni til lífs og sálar. Hann var hreinn og beinn. Honum voru falin mörg trúnaðarstörf í heimabyggð sinni og það var vegna verðleika en ekki vegna persónulegs pots eða póli- tískra tengsla. Þormóður var þó framsóknarmaður af lífi og sál alla tíð, fór ekki leynt með þá afstöðu sína. En verðleikar hans voru hafnir yfir flokkadrátt. Hann hafði alltaf mikinn áhuga á félagsmálum og helgaði íþróttahreyfingunni krafta sína í ára- raðir, var t.d. lengi formaður íþrótta- félagsins Völsungs á Húsavík. Þormóður var vinur vina sinna, hlýr og glettinn persónuleiki. Traust- ur maður. Hann var þó einn þeirra sem þekktu hvar mörk vináttunnar lágu, lét ekki misnota sig. Þess vegna lenti hann á tímabili í hörðum deilum þegar hann sem stjórnarformaður Sjúkrahússins á Húsavík leiddi nýja framtíðarstefnu læknisþjónustunnar í héraðinu. Þormóður tók þær deilur nærri sér enda var hart að honum vegið og ekki alltaf drengilega. Slíku verða þeir að sæta sem þora. En þær breytingar sem gerðar voru á heil- brigðisþjónustunni á Húsavík á ofan- verðum sjöunda áratug síðustu aldar brutu blað í heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni og voru undanfari uppbyggingar heilsugæslustöðvanna um land allt. Þormóður var þar í fylk- ingarbrjósti. Eins og áður sagði var Þormóður mikill húmoristi og góður sögumaður og því hrókur alls fagnaðar á góðri stund. Hann var því eftirsóttur ræðu- maður við margvísleg tækifæri. En hann var einnig mjög íhugull, einlæg- ur trúmaður. Því kynntist ég þegar ég var með honum einn vetur í biblíu- leshring. Hann vildi milliliðalaust og persónulegt samband við Guð sinn, hugnaðist ekki margt í ritúali kirkj- unnar. Var sannfærður um líf handan jarðvistar, talaði um vistaskipti. Og nú hefur Þormóður skipt um vist og kannar hvað fyrir handan býr. Með þessum fátæklegu orðum kveðjum við Katrín kona mín góðan dreng og góðan vin. Systkinum hans og öðrum nákomnum vottum við okk- ar dýpstu samúð. Guð blessi minningu Þormóðs Jónssonar. Gísli G. Auðunsson. Þormóður Jónsson Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Vaktsími: 565 5892 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Yvonne Tix ✝ Ástkær frænka okkar, GUÐLAUG BALDVINA KRISTJÁNSDÓTTIR frá Uppsölum, Svarfaðardal, sem lést á Dalbæ, Dalvík, fimmtudaginn 17. apríl, verður jarðsungin frá Dalvíkurkirkju föstudaginn 25. apríl kl. 13.30. Jarðsett verður í Vallakirkjugarði. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Vallakirkju. Fyrir hönd vandamanna, Kristján Jónsson, Lára Stefánsdóttir. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÞÓRÐUR ÞORKELSSON, Hörgshlíð 6, Reykjavík, andaðist mánudaginn 21. apríl. Útförin auglýst síðar. Svanhildur Guðnadóttir, Guðrún Þórey Þórðardóttir, Þorvaldur K. Þorsteinsson, Svanhildur Þorvaldsdóttir, Þór Tryggvason, Margrét Á. Þorvaldsdóttir, Georg Garðarsson og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, EINAR A. EVENSEN, andaðist á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi föstudaginn 18. apríl. Jarðarförin auglýst síðar. Anne Jóhannsdóttir, Erla B. Evensen, Guðmundur Haraldsson, Þorvaldur I. Evensen, Charlotta Evensen, Jóhann K. Evensen, Elísabet Jónsdóttir, afabörn og langafabörn. ✝ Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og lang- amma, ÞÓREY ÞORBERGSDÓTTIR sjúkraliði, Laugarnesvegi 89, lést á Landspítalanum mánudaginn 21. apríl. Jarðarförin auglýst síðar. Hrafnhildur, Dave og fjölskylda. ✝ Elsku móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN Á. MAGNÚSDÓTTIR, Hléskógum 16, Reykjavík, lést laugardaginn 19. apríl á Landspítalanum Fossvogi. Útför hennar fer fram frá Seljakirkju föstudaginn 25. apríl kl. 13.00. Vigdís E. Vignisdóttir, Bjarni Þór Ólafsson, Davíð Örn Vignisson, Sunna Miriam Sigurðardóttir, Andri Reyr Vignisson, Sandra Brynjólfsdóttir og barnabörn. ✝ Konan mín, móðir okkar og tengdamóðir, ANNA MARGRÉT ÞORKELSDÓTTIR, andaðist á Sjúkrahúsinu á Seyðisfirði mánudaginn 21. apríl. Vilhjálmur Hjálmarsson, Hjálmar Vilhjálmsson, Kolbrún Sigurðardóttir, Páll Vilhjálmsson, Kristín Gissurardóttir, Sigfús Vilhjálmsson, Jóhanna Lárusdóttir, Stefán Vilhjálmsson, Helga Frímannsdóttir, Anna Vilhjálmsdóttir, Garðar Eiríksson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.