Morgunblaðið - 24.04.2008, Page 2
2 FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann
Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi,
gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Sigurlaug Jakobsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur
Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
ÓLAFUR Þ. Stephensen, ritstjóri
24 stunda, hefur verið ráðinn rit-
stjóri Morgunblaðsins og aðalrit-
stjóri Árvakurs hf. frá og með 2.
júní nk. Auk Morgunblaðsins gefur
Árvakur út 24 stundir og mbl.is.
Sama dag lætur Styrmir Gunnars-
son af starfi ritstjóra Morgunblaðs-
ins fyrir aldurs sakir. Styrmir
Gunnarsson hefur verið ritstjóri
Morgunblaðsins frá 1972, en hann
kom fyrst til starfa á Morgun-
blaðinu sem blaðamaður 2. júní
1965. Gunnhildur Arna Gunnars-
dóttir hefur verið ráðin ritstjóri 24
stunda frá 2. júní, en hún hefur ver-
ið fréttastjóri blaðsins frá haustinu
2006.
Ætlar að skerpa á
sérstöðu Morgunblaðsins
„Morgunblaðið, 24 stundir og
mbl.is eru með umfangsmestu upp-
lýsingamiðlum á landinu og ná í
hverri viku til nær allrar þjóðarinn-
ar. Hér starfa á annað hundrað
blaðamenn og ljósmyndarar fyrir
þrjá fjölmiðla. Markmið okkar með
því að skipa einn aðalritstjóra út-
gáfunnar er að nýta þessa þekkingu
betur í gegnum alla miðla félagsins
og bæta þannig enn þjónustu við
lesendur og netnotendur,“ segir
Einar Sigurðsson, forstjóri Árvak-
urs. „Félagið hefur einsett sér að
byggja á traustum grunni fjölþætt-
ari og enn sterkari miðlun frétta,
upplýsinga og afþreyingar. Nýir
ritstjórar, sem nú koma til leiks,
munu leiða þá vinnu,“ segir Einar.
„Það er markmið okkar að í miðl-
um Árvakurs fái lesendur áreiðan-
legri og dýpri umfjöllun en völ er á
annars staðar í íslenskum fjölmiðl-
um og jafnframt skemmtilega skrif-
að efni og fjölbreyttar skoðanir,“
segir Ólafur Þ. Stephensen, rit-
stjóri. „Breytingar munu eiga sér
stað í skrefum á næstu mánuðum.
Við ætlum að skerpa á sérstöðu
Morgunblaðsins sem virtasta dag-
blaðs á Íslandi og langöflugasta
áskriftarblaðsins. Við munum auka
samstarf Morgunblaðsins og 24
stunda við mbl.is og jafnframt auka
samstarf á milli blaðanna í t.d.
íþróttafréttum og viðskiptafréttum.
Hins vegar verður líka áfram heil-
brigð samkeppni á milli blaðanna
um fréttir, sem kemur lesendum til
góða,“ segir Ólafur.
Tveir nýir stjórnarmenn
„Ég hlakka til að taka við rit-
stjórastarfi á 24 stundum. Við ein-
setjum okkur að skrifa á hverjum
degi skemmtilegt og spennandi
blað, besta fríblaðið á markaðnum“,
segir Gunnhildur Arna Gunnars-
dóttir, nýráðinn ritstjóri 24 stunda.
Aðalfundur Árvakurs verður
haldinn 28. apríl næstkomandi.
Fyrir liggur að nokkrar breytingar
verða á stjórn. Meðal annars verð-
ur þar lagt til að Þór Sigfússon,
sem kemur nýr inn í stjórnina,
verði stjórnarformaður Árvakurs
og Stefán P. Eggertsson verði
varaformaður. Aðrir í aðalstjórn
verði Kristinn Björnsson, Skúli Val-
berg Ólafsson og Ásdís Halla
Bragadóttir, sem einnig kemur ný
inn í stjórn,“ segir í fréttatilkynn-
ingu frá Árvakri.
Ólafur Þ. Stephensen
ráðinn nýr ritstjóri
Morgunblaðsins
Morgunblaðið/Frikki
Árvakur Styrmir Gunnarsson, Einar Sigurðsson, Ólafur Þ. Stephensen og
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir eftir að tilkynnt var um breytta tilhögun.
SKRAUTLEGAR fígúrur bar fyrir
augu borgarbúa í gær þegar út-
skriftarnemar framhaldsskólanna
dimitteruðu. Með því móti gera
nemarnir sér glaðan dag áður en
annríki próflesturs tekur við næstu
daga og vikur.
Venjan er sú að hver bekkur
klæðir sig í eins búninga. Í mörgum
tilvikum getur það reynst snúið að
velja hinn fullkomna búning, en öðr-
um reynist það hins vegar létt verk
að velja. Athygli vekur að margir
hópar kjósa að klæðast stórum og
efnismiklum búningum.
Sennilega er það gáfulegt val á
þessum tíma árs þegar allra veðra
er von þrátt fyrir að svo eigi að
heita að veturinn sé nú að baki.
Þannig hefur væntanlega ekki væst
um þessar glaðbeittu mörgæsir á
ferð sinni um bæinn í gær í vel
bólstruðum búningunum.
Vonandi hafa nemendurnir jafn-
góða ástæðu til að kætast að aflokn-
um prófum nú á vormánuðum. Morgunblaðið/hag
Það er
mikið fjör
að vera
mörgæs
Útskriftarnemar framhaldsskólanna dimitteruðu í borginni
HÆSTIRÉTTUR hefur dæmt karl-
mann á fimmtugsaldri til fjögurra
ára fangelsisvistar fyrir kynferðis-
brot gegn sex stúlkum – þar af þrem-
ur frænkum sínum. Stúlkurnar voru
á aldrinum 4-13 ára þegar brotin
voru framin. Var honum jafnframt
gert að greiða fórnarlömbum sínum
miskabætur, samtals 3,5 milljónir
króna. Héraðsdómur hafði áður
dæmt manninn í 2 1/2 árs fangelsi.
Við ákvörðun refsingarinnar leit
Hæstiréttur til þess að maðurinn er
sekur um mörg brot gegn börnum og
unglingum, og voru sum þeirra mjög
alvarleg. Brot hans tóku yfir langt
tímabil og í mörgum tilvikum nýtti
hann sér trúnað og traust stúlkn-
anna.
Greiddi fé fyrir greiða
Málið var höfðað með tveimur
ákærum. Annars vegar fyrir brot
gegn fjórum ungum stúlkum, fædd-
um 1992, á árunum 2004 til 2006, og
hins vegar vegna brota sem framin
voru á árunum 1988 til 1994 gegn
tveimur stúlkum fæddum 1984 og
1987. Greiddi hann sumum þeirra
pening fyrir kynferðislega greiða.
Maðurinn neitaði að mestu sök en
við rannsókn málsins var m.a. hler-
aður sími hans, og kom í ljós að hann
átti í símasamskiptum við stúlkurnar
fjórar sem um getur í fyrri ákæru.
Hann var sakfelldur fyrir misjafn-
lega gróf kynferðisbrot, sum þeirra
trúnaðarbrot sem beindust að stúlk-
um sem honum var beint og óbeint
treyst fyrir. Sumar stúlknanna hefðu
og verið á viðkvæmu þroskastigi
þegar brotin áttu sér stað. Í dómi
Héraðsdóms Reykjavíkur yfir
manninum kemur fram að brotin
hafi haft mikil áhrif á stúlkurnar,
m.a. á félagslega aðlögun sumra.
Maðurinn sem fæddur er í ágúst
1966 hefur ekki áður sætt refsingu.
Málið dæmdu hæstaréttardómar-
arnir Árni Kolbeinsson, Garðar
Gíslason, Gunnlaugur Claessen,
Ingibjörg Benediktsdóttir og Mark-
ús Sigurbjörnsson.
Sigríður Elsa Kjartansdóttir sak-
sóknari hjá ríkissaksóknara flutti
málið af hálfu ákæruvaldsins og
Sveinn Andri Sveinsson hrl. varði
manninn fyrir Hæstarétti.
Dómur þyngdur
yfir kynferðis-
brotamanni
Braut gegn sex barnungum stúlkum
ÍSLENSK-ameríska fyrirtækið
Carbon Recycling International,
CRI, hefur samið við verkfræðistof-
una Mannvit um að hanna og reisa
verksmiðju á Reykjanesi, sem mun
framleiða metanól úr koltvísýrings-
útblæstri frá jarðvarmavirkjun, til
blöndunar við bensín í bíla og önnur
farartæki.
Samkvæmt upplýsingum frá CRI
er fjármögnun verksmiðjunnar á
lokastigi, en lánveitendur verða bæði
bandarískir og íslenskir bankar.
Kostnaður við fyrsta áfanga er áætl-
aður um einn milljarður króna en
áform eru um að tuttugufalda af-
kastagetu verksmiðjunnar. Viðræð-
ur eru einnig á lokastigi við Hita-
veitu Suðurnesja um orkuöflun og
staðsetningu. | Viðskipti
Mannvit hannar
metanólverksmiðju
ALLSHERJARNEFND Alþingis
mun halda sérstakan fund til að afla
upplýsinga um
hvað raunverulega
gerðist á Suður-
landsvegi við
Rauðavatn í gær-
dag, þegar til
átaka kom milli
lögreglu og mót-
mælenda. Þing-
menn stjórnar-
andstöðunnar fóru
fram á fundinn.
Birgir Ármannsson, formaður
Allsherjarnefndar, sagði í samtali
við Morgunblaðið í gærkvöldi að
fundurinn yrði haldinn eins fljótt og
auðið væri. Hann reiknar með að
kallaðir verði til lögreglustjóri höf-
uðborgarsvæðisins og talsmaður bíl-
stjóra. „En það er mikilvægt að hafa
í huga að allsherjarnefnd hefur ekk-
ert rannsóknarvald í málum af þessu
tagi, hvorki rannsóknar- né úrskurð-
arvald. Okkar hlutverk er fyrst og
fremst að fjalla um lög og reglur sem
gilda á þessu sviði en ekki að setjast í
dómarasæti um einstök atvik.“
„Setjast
ekki í dóm-
arasæti“
Birgir
Ármannsson
Allsherjarnefnd fund-
ar um átökin í gær