Morgunblaðið - 24.04.2008, Síða 6

Morgunblaðið - 24.04.2008, Síða 6
6 FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þ að getur enginn spáð fyrir um framtíðina. Hver hefði, fyrir 15 árum, trúað því hve mikla þýðingu farsíminn hefði nú í dag- legu lífi fólks? Hve þráðlaust net spili mikla rullu í lífi okkar? Að hita og ljósum heimilisins yrði meira og minna fjarstýrt? Hlutirnir gerast svo hratt og tækniframfarir síðustu áratuga hafa verið gríðarlegar. Það er vafalaust, að kerfið svokallaða, hefur ekki getað fylgt hraðanum eftir. Það er einnig víst, að þeir sem hafa það verkefni að setja ramann utan um allt saman, eiga fullt í fangi með að fylgjast með og gera sér í hugarlund hvernig hlut- irnir munu skipast. Í marga áratugi hlógu laganemar og lögfræðingar að því að í lagasafn- inu væri að finna aldna löggjöf um héra. Ástæðan fyrir þeirri lagasetn- ingu var sú, að til stóð að flytja héra til landsins, en úr því varð ekki. Mönnum hafði þótt ástæða til að hafa vaðið fyrir neðan sig, áður en að inn- flutningi kæmi og setja lög um málið. Þótt þetta mál sé nú skemmtisaga má draga lærdóm af henni og kannski helst þann að menn eru oft að bregðast við aðstæðum sem eru alveg að koma upp en vita auðvitað ekkert um hvernig hafa eigi reglu- setningu langt inn í framtíðina. Það breytir ekki því að það við verðum að skipuleggja okkur fram í tímann og við verðum líka, sem þjóð, að velta fyrir okkur á hvað við ætlum að leggja áherslu á næstu árum og áratugum. Við getum auðvitað horft í ýmsar áttir í því og víst er að áherslur manna eru ólíkar. Eitt er þó öruggt, og um það eru menn vonandi sammála, að við verðum að horfa til þess sem við gerum vel og átta okkur á því hvernig við getum haldið áfram að rannsaka og þróa það sem við er- um best í. Tökum auðlindirnar. Það er mikil umræða um allan heim um auðlindir og auðlindanýtingu. Menn eru að horfa á auðlindir sem nýtast til fram- leiðslu raforku og eldsneytis og vita sem er að með stöðugri fjölgun mannfólksins verða þessar auðlindir sífellt takmarkaðri og þá um leið, verðmætari. Millistéttin í Kína vex ógnarhratt og hún mun þurfa á gríð- arlegri auðlindanýtingu að halda. Sennilega átta sig fæstir á því hvern- ig halda skal áfram á sömu braut. Það hljóta að koma til áframhaldandi tækniframfarir og byltingar á þessu sviði, hvort sem það verður með því að hægt verði að nýta hlutina betur eða hreinlega á allt annan hátt. Við Íslendingar höfum mikið lært í raforkuframleiðslu á undanförnum áratugum og nú teljum við rétt að miðla heiminum af reynslu okkar og þekkingu í nýtingu jarðvarma og vatnsafls. Það er allt gott og blessað. En gleymum ekki grunninum. Ísland er ríkt af náttúruauðlindum sem hafa dugað okkur vel til að auka hagsæld í landinu. En það þarf að huga að því hvort hægt sé að nýta auðlindirnar með öðrum hætti og kannski betri í framtíðinni. Hvað er t.d. langt í það að lagður verði sæstrengur til Evr- ópu? Það kann að vera fjarlægt núna, en eftir 20 ár, 30 ár, gæti slíkur strengur verið kominn í gagnið. Hvað býr mikil orka í djúpborunum? Það er verið að rannsaka það núna, von- andi mun sú tækni skila okkur mögu- leikum í framtíðinni. Við gætum spurt okkur að því hvað drifi áfram rannsóknir og þróun á þessu sviði? Ég held að hluti svars- ins sé að mannfólkið er að leita að betri lausnum, betri nýtingu. Menn PISTILL » Við getum áreiðanlega haft ýmislegt fram að færa ef við einbeitum okk- ur að því að gera það sem við erum best í. Ólöf Nordal Og hvað svo? eru í samkeppni um hvað gefur mest- an arð og hvað fer vel með auðlindina um leið. Ef Íslendingar ætla að halda áfram að vera leiðandi í auðlindanýtingu og um leið auðlindavernd, verður að leita stöðugt nýrra leiða og nýrra tækifæra á þessu sviði. Þá þarf að setja menntun og rannsóknir í for- grunn. Við getum áreiðanlega haft ýmislegt fram að færa ef við einbeit- um okkur að því að gera það sem við erum best í. Þá þarf að vinna heima- vinnuna. Það má ekki gleyma sér í markaðssetningu í fjarlægum lönd- um. Hljóðpistlar Morgunblaðsins, Ólöf Nordal les pistilinn HLJÓÐVARP mbl.is inu og listrænn tilgangur sé ekki langt undan. Tillagan sé tæknilega framkvæmanleg en tiltekna þætti hennar þurfi þó að þróa áfram. Önnur verðlaun, tíu þúsund evrur, komu í hlut Young-ho Shin frá Suð- ur-Kóreu. Í umsögn dómnefndar er bent á öflug og nýstárleg form burð- arvirkis og hárfína tengingu gálga AUSTURRÍSKI arkitektinn Seb- astian Krehn hlaut fyrstu verðlaun í alþjóðlegri samkeppni um hönnun nýrra háspennulínumastra sem Landsnet efndi til í samstarfi við Arkitektafélag Íslands. Greint var frá niðurstöðum samkeppninnar og verðlaun afhent í höfuðstöðvum Landsnets í gær en fyrstu verðlaun námu 15 þúsund evrum, sem jafn- gildir rúmlega 1,7 milljónum króna. Alls skráðu 142 aðilar sig í keppn- ina en 98 gildar tillögur frá 27 lönd- um bárust. Nokkrar tillögur til við- bótar bættust við eftir að frestur rann út og komust því ekki í keppn- ina. Verðlaun fyrir þrjár bestu tillög- urnar námu samtals 30 þúsund evr- um eða jafnvirði liðlega 3,6 milljóna króna. Ennfremur veitti dómnefnd þremur tillögum sérstakar við- urkenningar og 11 tillögur til við- bótar þóttu sérstaklega athygl- isverðar að mati dómnefndar. Umfram væntingar Markmið samkeppninnar var „að fá fram hugmyndir um nýja gerð 220 kV háspennulínumastra sem falla vel að umhverfinu, draga úr sjón- rænum áhrifum sem slík möstur hafa og lágmarka áhrif raf- og seg- ulsviðs frá línunum“. Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets, segir að samkeppnin hafi tekist vonum framar. Fjöldi tillagn- anna hafi verið langt umfram vænt- ingar og gæði og fjölbreytileiki hafi verið mjög mikil. Samkeppnin hafi vakið athygli víða um heim og þátt- takan hafi verið töluvert mikið meiri en í sambærilegum samkeppnum. Að sögn Þórðar þarf að gera ýmsar endurbætur á vinningstillögunni og segir hann að þær verði gerðar í samvinnu við höfundinn. Í samdóma áliti dómnefndar kom fram að flestar tillögurnar hafi kom- ið fyllilega til móts við þau markmið sem sett hafi verið og fjölbreytt nálgun varðandi útlit og sjónræn áhrif hafi verið mjög áhugaverð. Áhugaverðar verðlaunatillögur Í áliti dómnefndar um „hinn gang- andi risa“ sem fékk fyrstu verðlaun segir að burðarvirki tillögunnar sé geysilega fallegt og lifandi en grunn- uppbygging þess sé sótt í mannslík- amann. Fegurðin spretti af notagild- við meginburðarvirki. Möstrin eru sögð áberandi mannvirki sem hafi listrænt gildi. Dómnefnd metur til- löguna tæknilega framkvæmanlega og að listræn útfærsla hennar geti staðið á afmörkuðum svæðum. Þriðju verðlaun, fimm þúsund evr- ur, hlaut danska arkitektastofan Bystrup Arkitekter. Dómnefnd seg- ir tillöguna einstaklega vel útfærða en hún gerir ráð fyrir að einangrarar nýtist sem hluti burðarvirkis. Slíkt fyrirkomulag hefði að mati dóm- nefndarinnar byltingarkennd áhrif á þróun háspennulínumastra en nefndin telur að útfærsla einangrara eins og hún er sett fram í tillögunni gangi þó tæplega upp tæknilega. Fimm fulltrúar voru í dómnefnd- inni. Jes Einar Þorsteinsson, arki- tekt FAÍ, og Örn Þór Halldórsson, arkitekt FAÍ, sátu í henni fyrir hönd Arkitektafélags Íslands. Fulltrúar Landsnets voru Þórður Guðmunds- son forstjóri, sem var formaður nefndarinnar, Árni Stefánsson, tækni- og eignastjóri Landsnets, og Rolv Geir Knudsen, fyrrum fram- kvæmdastjóri tæknideildar Statnett í Noregi. Haraldur Helgason, arki- tekt FAÍ, var trúnaðarmaður sam- keppninnar og Sigríður Stef- ánsdóttir, arkitekt hjá Línuhönnun, ritari dómnefndar. „Hinn gangandi risi“ hlaut fyrsta sætið Morgunblaðið/RAX Verðlaunahafar Þórður Guðmundsson með vinningshöfunum, Sebastian Krehn til vinstri og Young-ho Shin til hægri. Mikil þátttaka í samkeppni um hönnun háspennulínumastra 1. verðlaun Hinn gangandi risi. HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt 42 ára gamlan karl- mann, Sveinbjörn R. Auðunsson, til tveggja ára fangelsisvistar fyrir kynferðisbrot gegn 17 ára þroska- og hreyfihamlaðri stúlku. Honum var auk þess gert að greiða fórn- arlambi sínu 800 þúsund krónur og allan sakarkostnað, sem nemur rúmum 885 þúsund kr. Samkvæmt ákæruskjali var um að ræða tvö tilvik í nóvember 2006 þar sem maðurinn notfærði sér að stúlkan gat ekki spornað við verkn- aðinum sökum andlegra annmarka og líkamlegrar fötlunar. Var hann á þeim tíma afleysingabílstjóri hjá Ferðaþjónustu fatlaðra, og áttu brotin sér stað í bifreið þjónustunn- ar. Opin og ófeimin stúlka Sveinbjörn játaði að hafa haft kynmök við stúlkuna en sagði það hafa verið með fullu samþykki henn- ar. Lýsti hann því að alla miðviku- daga í nóvembermánuði árið 2006 hefði hann keyrt bifreið þjónustunn- ar. Þar kynntist hann stúlkunni. Fyrir dómi sagðist hann ekki hafa gert sér grein fyrir því að hún ætti við þroskahömlun að stríða. „Hún hefði komið sér fyrir sjónir sem op- inn persónuleiki, ófeimin og notaði orðaforða eins og jafnaldrar hennar, en væri málhölt vegna líkamlegrar fötlunar.“ Sálfræðingur sem mat þroska stúlkunnar sagði hana vera með vitsmunaþroska á við 8-9 ára barn. „[E]ftir að hafa séð og heyrt stúlkuna bera vitni, telur dómurinn að ákærða hafi ekki getað dulist að [stúlkan] ætti við andlega annmarka að stríða. Verður að telja fram komna sönnun fyrir því að hann hafi notfært sér þessa annmarka til að hafa við hana þau kynferðismök sem að framan greinir,“ segir í niður- stöðu fjölskipaðs héraðsdóms. Braut gegn fjöl- fötluðum skjól- stæðing sínum Karlmaður dæmdur í 2 ára fangelsi „VIÐ í stjórn fé- lagsins höfum skorað á stjórn Landspítalans að fresta þessum að- gerðum,“ segir Elsa B. Frið- finnsdóttir, for- maður Félags ís- lenskra hjúkr- unarfræðinga. „Við teljum að hér sé um það veigamiklar breyting- ar að ræða að undirbúa hefði átt þær mun betur og gefa hjúkrunarfræð- ingum formlegan andmælarétt. Við teljum því rétt að svo stöddu að fresta þessu og reyna frekar að ná samkomulagi við hjúkrunarfræðinga sem hægt er að ná sátt um.“ Að sögn Elsu hafa stjórnendur á Landspítalanum nú þegar rætt eins- lega við stóran hluta þeirra hjúkr- unarfræðinga sem sagt hafa upp störfum. „Mér heyrist að það hafi engu breytt og að hjúkrunarfræð- ingar séu gallharðir í afstöðu sinni og muni standa við uppsagnir sínar.“ Í samtali við Morgunblaðið vísar Elsa því á bug að umræður um breytingar á vaktafyrirkomulagi skurð- og svæfingahjúkrunarfræð- inga hafi hafist fyrir fjórum árum og því ekki átt að koma neinum á óvart, eins og Anna Stefánsdóttir, fram- kvæmdastjóri hjúkrunar á Landspít- alanum, lét hafa eftir sér í Morgun- blaðinu í gær. Segir Elsa að reynt hafi verið að innleiða minniháttar breytingar fyrir fjórum árum og aft- ur sl. haust án árangurs, en þær breytingar hafi ekki verið neitt í lík- ingu við það sem síðan var kynnt í janúar sl. LSH ætti að fresta aðgerðum sínum Elsa B. Friðfinnsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.