Morgunblaðið - 24.04.2008, Síða 23

Morgunblaðið - 24.04.2008, Síða 23
úr bæjarlífinu MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 2008 23 Gylfi Þórhallsson varð skákmeistari Akureyrar. Hann og Sigurður Ei- ríksson urðu efstir á Skákþingi Ak- ureyrar, en Gylfi hafði betur í einvígi þeirra sem lauk í vikunni.    Opið hús verður haldið í Háskólan- um á Akureyri í dag kl. 13-15. Þar gefst fólki tækifæri til að kynna sér nám við háskólann og spjalla við nemendur og kennara. Börn fá sum- argjöf og ís, auk þess sem nemendur í leikskólakennarafræði lesa valda kafla úr uppáhaldsævintýrum sín- um. Boðið verður upp á kaffi og hjúkrunarfræðinemar mæla blóð- þrýsting í þeim sem vilja.    Tveir nemendur í raunvísindanámi við Háskólann á Akureyri fengu í vikunni styrk frá fyrirtækinu Hug- viti. Ástríður Ólafsdóttir, nemandi í líftækni, og Eyrún Elva Marinós- dóttir, nemandi í sjávarútvegsfræði, fengu 500.000 krónur hvor.    Við úthlutun var litið til árangurs þeirra Ástríðar og Eyrúnar Elvu í raungreinum í framhaldsskóla sem og árangurs á fyrsta misseri við við- skipta- og raunvísindadeild Háskól- ans á Akureyri.    Friðriksstofa heitir salur sem nýver- ið var tekinn í notkun í Hamri, fé- lagsheimili íþróttafélagsins Þórs. Stofan er nefnd eftir fyrsta formanni félagsins, Friðriki Einarssyni, sem lést langt um aldur fram, tæplega 18 ára. Í Friðriksstofu verður starf- ræktur klúbbur, þar sem er gufubað og nuddpottur, húsgögn og stór flatskjár og heimabíó þannig að menn geta t.d. horft á íþróttaleiki. Á veggjunum eru svo ýmsar myndir úr sögu félagsins.    Fræðslusetur Þórs var einnig tekið í notkun; þar er líka stór flatskjár og heimabíó og þar er fulltrúum í deild félagsins boðin aðstaða til þess að horfa á hvers kyns fræðsluefni í eigu félagsins.    Ragnar Sverrisson, kaupmaður í JMJ, afhenti Þór að gjöf, sama kvöld og Friðriksstofa og Fræðslusetrið voru opnuð, fullkomið hjartastuð- tæki. „Ég vona að aldrei þurfi að nota tækið, en það er nauðsynlegt að eiga það,“ sagði Ragnar við þetta tækifæri.    Tveir félagar í verkalýðsfélaginu Einingu-Iðju voru sæmdir gullmerki félagsins á aðalfundi þess í fyrra- kvöld. Það voru Anna Marín Leós- dóttir, sem lengi var trúnaðarmaður hjá Frystihúsi Dalvíkur, síðan Sam- herja, og Egill Ragnarsson, sem líka var lengi trúnaðarmaður á sínum vinnustað.    Fram kom á aðalfundinum að á síðastliðnum 12 mánuðum var hringt 20.502 sinnum á skrifstofu Einingar- Iðju; 83 sinnum á dag að meðaltali. Á heimasíðu félagsins kemur fram að aðallega sé um að ræða fyrirspurnir um kaup og kjör. Fólk sé greinilega áhugasamara en áður um rétt sinn, einkum yngra fólk. Björn Snæ- björnsson formaður telur það afleið- ingu fræðslustarfs sem félagið hefur beitt sér fyrir í 10. bekkjum grunn- skólanna á Eyjafjarðarsvæðinu og í Verkmenntaskólanum á Akureyri, en á hverju ári hitta starfsmenn fé- lagsins um 1.000 ungmenni á þess- um kynningum.    Komdu að leika kallast barna- skemmtun sem verður á Minjasafn- inu á Akureyri í dag kl. 14-16. Þar verður fjölskyldustemning; börnin fá að fara á hestbak og í ýmsa leiki og boðið verður upp á kakó, kaffi og lummur. Styrkir Eggert Claessen, stjórnarformaður Hugvits, styrkþegarnir Ástríð- ur Ólafsdóttir og Eyrún Elva Marinósdóttir, Þorsteinn Gunnarsson rektor og Ingi Rúnar Eðvarðsson, deildarforseti viðskipta- og raunvísindadeildar. AKUREYRI Skapti Hallgrímsson Friðrik Steingrímsson er í sumarskapi í Mývatnssveit: Fuglar syngja af sannri list sólin ísa bræðir; vetur hefur völdin misst vorið andann glæðir. Margrét Jónsdóttir, skáldkona í Reykjavík, orti að sumri: Brosa fjöllin bláum kjól. Blikar særinn fagur. Gefðu öllum ást og sól ungi sumardagur. Í Skruddu segir frá því að Eyjólfur í Króki í garði gekk upp stiga til baðstofu, leit í kringum sig og lýsti því sem fyrir augu bar: Bæði góla börnin hér, blessuð sólin vermir gler. Í rokknum hjólið ónýtt er, upp í stólinn Gulur fer. Safnahús Skagfirðinga á Sauðárkróki stendur jafnan fyrir vísnakeppni í Sæluvikunni. Keppnin er tvíþætt. Hagyrðingar eru beðnir um að botna fyrriparta, einn eða fleiri. Einnig gefst þeim kostur á að yrkja vísu, sem að þessu sinni á að vera um „raunir fjármagnseigenda“. Fyrripartarnir eru svohljóðandi: Blessuð sólin bærir æ bros í sálu minni Annar: Kristján Möller grefur göng gjarnan verkahraður Þriðji: Fellur gengi, falla bréf Fallast drengjum hendur. Vísurnar þurfa að berast til Safnahússins í síðasta lagi á morgun, föstudaginn 25. apríl. Þær þurfa að vera merktar dulnefni og rétt nafn ásamt símanúmeri að fylgja í lokuðu umslagi. Úrslit verða kynnt við setningu sæluviku í Safnahúsinu 27. apríl kl. 14. pebl@mbl.is VÍSNAHORNIÐ Af sumri og vísnakeppni LÍKUR sækir líkan heim segir mál- tækið og á sér greinilega einhverja stoð í veruleikanum. Nýleg rann- sókn sem danska vefritið Ugebrev- et A4 lét gera sýnir að Danir í ástarhugleiðingum vilja í síauknum mæli maka sem er með svipaða menntun og þeir sjálfir. Þannig dregst hárgreiðslukonan að raf- virkjanum en líkurnar á að sá sem er með meistarapróf frá háskóla felli hug til rafvirkjans eru hverf- andi. Að sama skapi er það líklegt að ófaglærðir eigi ófaglærðan maka. Konur „vandlátari“ 1.504 Danir í ástarsambandi tóku þátt í rannsókninni og þar kom m.a. í ljós að 2⁄3 framhaldsmenntaðra ein- staklinga áttu maka með svipaða menntun en einungis 1⁄7 hluti þeirra átti maka með minni menntun. Kon- ur eru „vandlátari“ en karlar, 40% háskólamenntaðra kvenna eiga erf- itt með að sjá sig með mönnum sem eru með styttri skólagöngu heldur en þær sjálfar en 30% háskóla- menntaðra karla og 11% allra karl- manna eru þeirrar skoðunar. Þessi þróun í átt til einsleitra fjöl- skyldna er sögð hafa slæmar afleið- ingar í för með sér. Mikil gjá mynd- ist á milli barna sem alast upp hjá ólíkum þjóðfélagsstéttum og þróun- in leiði til meiri ójöfnuðar. Danskur cand. mag. elskar ekki rafvirkja Reuters Gamalt leikarapar Líkur sækir lík- an heim, það er alkunna. Færri vita að þessi tilhneiging mannanna ýtir undir stéttaskiptingu. látið sem vind um eyru þjóta öll þessi vitleys- islegu ummæli í ykkar garð sem furðuoft eru látin falla í opinberri umræðu. Ef Víkverji væri fé- lagsmálaráðherra myndi verða hans fyrsta verk að setja lög um fegurðarsam- keppnir þar sem skipu- leggjendum væri skylt að kaupa tvo fyrirlestra af sérfræðingum í kynjafræðum og fem- ínistum þar sem fjallað yrði á gagnrýninn hátt um alla þessa hluti. Víkverja finnst það bara óþolandi subbuskapur að teyma bikiníbörn í brúnkukremi upp á svið til að aug- lýsa einhver fyrirtæki og draslið sem þau selja – og láta krakkana halda að þetta snúist allt um keppni í fegurð. En það snýst ekki um neina keppni. Bara auglýsingar og fé. x x x Sumardagurinn fyrsti er í dag.Víkverji vill af því tilefni óska landsmönnum gleðilegs sumars. Reyndar kom fyrsti sumardagur fyr- ir viku en hver kvartar svosem yfir því? Og nú er ekki fyrr komið sumar en spáð er kuldakasti á mánudaginn. Jæja. Það haustar snemma í ár. Víkverji sá mynd-brot á mbl.is sjón- varpi um daginn þar sem fjallað var um Ungfrú Norðurland og æfingar þar að lútandi. Þarna voru keppendur að hlýða þjálfurum sín- um, nokkuð sem er al- veg dæmigert fyrir svona keppni; að hlýða. Standa og sitja að fyr- irmælum yfirboðara. Og þær tóku líka við skipunum um að koma fram ein og ein og gera hvað? Nú auðvitað að- skilja fætur sína á áberandi hátt, vænt- anlega til að svara síharðnandi kröf- um um hlutgervingu kvenna í feðra- veldinu sem öllu virðist tröllríða um þessar mundir. Hver er eiginlega alltaf að biðja um að konur og stúlk- ur líti á það sem eðlilegan hlut að eyða tíma í svona vitleysu? Ein- hverjir biðja um það. Eru það ung- karlar sem lepja gagnrýnislaust upp útpældar markaðsherferðir stórfyr- irtækja sem snúast um að hlutgera konur? Eru það eldri menn? Eru það konur? x x x Við femínista vill Víkverji segjaþetta: haldið áfram að berjast gegn feðraveldi og klámvæðingu og   víkverji skrifar | vikverji@mbl.is Rýmingarsala! Arctic Spas Faxafeni 9 (ATH: aðkoma í kjallara bakhús) Sími 554 7755 www.arcticspas.is & www.heitirpottar.is Gleðilegt sumar OPIÐ Í DAG FRÁ KL 12.00 Rýmingarsalan enn í fullum gangi. 25-40% afsláttur af öllum vörum. Verslunin flytur í nýtt og glæsilegra húsnæði innan skamms.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.