Morgunblaðið - 24.04.2008, Page 25
trar umræðu
á heldur.
t um að
mbands-
land, sem
ins og
ið krón-
ð eftir-
draga úr
með
aðgerðum
um og
innu-
rðum?
r ritstjór-
fyrir sam-
bjóða
rgun-
á órök-
rðingar
) og
ull“ af því
n ber á
víkur-
jórn-
ama efni
gafólk um
ð taka
adríd til
þessara
k (reynd-
nnar skv.
ykkist í
nski ráð
a og
ánverjum
eykjavík-
sríka
f sjálf-
með
ti að
erðbólgu.
ær þjóðir
em búa
tiltölu-
ns.
ekki
ástandið að vera hjá okkur Íslend-
ingum sem erum svo lánsamir að
búa við „minnsta sjálfstæða gjald-
miðil í heimi“, m.a.s. undir stjórn
„sjálfstæðs“ seðlabanka?
Maður – líttu þér nær
Það var árið 2001 sem Seðlabank-
inn tók upp með formlegum hætti þá
stefnu að láta gengi krónunnar fljóta
(ráðast af markaðsöflum) með verð-
bólgumarkmiði (2,5% með vikmörk-
um). Stjórntæki Seðlabankans til að
framfylgja þessari stefnu er stýri-
vextir (sem kallar á öflugan gjald-
eyrisvarasjóð að bakhjarli – nokkuð
sem láðist að gæta að í tæka tíð). Ef
marka má orð ritstjóra Morgunblað-
sins um bjargar- og úrræðaleysi
stjórnvalda á Spáni og á Írlandi, sem
búa við fastgengisstefnu evrunnar,
utan ákvörðunarsviðs ríkisstjórna,
mætti ætla að okkur væri ekkert að
vanbúnaði að takast á við áreiti
heimsins með þessi fínu stjórntæki í
höndunum. En reynslan er ólygnust
og segir heldur betur aðra sögu.
Á sjö ára tímabili hefur Seðla-
bankanum auðnast að ná yfirlýstu
markmiði í örfáa mánuði. Í hvert
sinn sem Seðlabankinn hefur hækk-
að stýrivexti, til þess að minnka
verðbólgu, hefur verðbólgan þvert á
móti aukist. Á þessu eru margar
skýringar. En niðurstaðan, að feng-
inni sjö ára reynslu og endurteknum
tilraunum, er þessi: Í galopnu hag-
kerfi, þar sem ríkir fullkomið frelsi í
viðskiptum og fjármagnsflutningum,
sem gerast með rafrænum hætti á
örskotsstundu er engin vörn í gjald-
miðli sem er fyrir löngu ónothæfur í
viðskiptum innanlands og utan. Mik-
ill vaxtamunur skilar engum árangri
innanlands (ódýrt lánsfé kemur er-
lendis frá), en vaxtamunurinn freist-
ar árásargjarnra spákaupmanna á
gjaldeyrismörkuðum til að hirða
skjótfenginn gróða, meðan veislan
endist. Asíukreppan 1997-98 kenndi
öllum þessa lexíu, þ.e.a.s. þeim, sem
þurftu upprifjunar við á þessum
lexíum frá fyrri tíð.
Það er misskilningur hjá ritstjóra
Morgunblaðsins að sjálfstæð pen-
ingamálastefna af þessu tagi komi að
nokkru haldi framar við ríkjandi
kringumstæður. Þetta gat gengið í
gamla ríkisforsjárkerfinu sem rit-
stjóri Morgunblaðsins þekkir af eig-
in reynslu flestum öðrum betur. Það
var lokað hagkerfi, byggt á sveiflu-
kenndum sjávarútvegi þar sem við-
skipti voru leyfisbundin og fjár-
magnsflutningar bannaðir. Flestar
ákvarðanir um stjórn efnahagsmála,
frá almennu verðlagi til vaxta og
gengisskráningar gjaldmiðilsins,
voru í höndum stjórnmálamanna.
Þessir stjórnmálamenn voru
vissulega ekki bjargarlausir, þ.e.
þeir gátu, þegar þeir höfðu stýrt öllu
í þrot, minnkað kaupmátt og rýrt
lífskjör almennings með penna-
striksgengisfellingum. En þeir voru
yfirleitt ráðalausir um það hvernig
ætti að skapa skilyrði fyrir uppbygg-
ingu fjölbreytts atvinnulífs sem út-
heimtir stöðugleika til langs tíma.
Það getur vel verið að ritstjóri Morg-
unblaðsins sakni þessara tíma. Það
breytir hins vegar ekki því að þessir
tímar eru liðnir. Getur verið að þeir
sem ráða húsum undir Svörtu loftum
hafi ekki heldur áttað sig á því að við
lifum á breyttum tímum?
Í gíslingu hjá gangsterum
Auðvitað eru fleiri skýringar á því
hvers vegna hæstu stýrivextir innan
OECD kynda bara undir verðbólgu-
bálinu á Íslandi en slökkva það ekki.
Verðtrygging langtímalána með
föstum vöxtum er ein skýringin.
Greiður aðgangur að ódýru lánsfé í
útlöndum er önnur. En niðurstaðan
er sú sama: Árangur Seðlabankans
er verri en enginn. Afleiðingarnar
eru öfugar á við yfirlýstan tilgang.
Krónan er orðin að leiksoppi gjald-
eyrisbraskara. Seðlabankinn, sem
átti að vera „sjálfstæður“, er í gísl-
ingu þeirra.
Ef bankinn lækkaði vexti, sem
nauðsyn ber, til að andæfa samdrátt-
artilhneigingu í atvinnulífinu, munu
spekúlantarnir flýja með þessa átta
hundruð milljarða, sem þeir hafa
fjárfest í vaxtamuninum (og færði
þeim ca 120 milljarða í árshagnað
miðað við vaxtastig á sl. ári). Þetta er
reyndar miklu hærri upphæð en út-
flutningsverðmæti sjávarafurða á
sama tíma. Þetta er fórnarkostnaður
okkar „sjálfstæðu“ peningamála-
stefnu. Þetta borgum við í vasann á
gagnsterunum. Höfum við efni á
þessu, Styrmir? Fjárstreymi út úr
landinu af þessari stærðargráðu
veikir gengið. Gengisfelling kyndir
undir vaxandi verðbólgu. Niðurstað-
an gengur þvert á yfirlýst markmið
Seðlabankans.
Það er von að framkvæmdastjóri
Samtaka atvinnulífsins, Vilhjálmur
Egilsson, spyrji sjálfan sig og aðra í
forundran: Hvenær getur íslenski
seðlabankinn byrjað að lækka vexti,
eins og seðlabanki Bandaríkjanna
gerir nú með tilþrifum í von um að
forða bandarísku efnahagslífi frá því
að lokast inni í kreppu. Eru þeir að
bíða eftir því að lánsfjárkreppan,
sem átti uppruna sinn í Ameríku,
gangi endanlega af sjúklingnum
dauðum, svo að þeir geti sagt eftir á:
„Þarna sjáið þið – það virkaði!“
Ef ritstjóri Morgunblaðsins vill í
einlægni koma til móts við þörf les-
enda blaðsins á upplýstri umræðu
um kosti og galla aðildar að Evrópu-
sambandinu og upptöku evru, verð-
ur hann að gera betur hér eftir en
hingað til. Fullyrðingar og sleggju-
dómar, af því taki sem birtust í
Reykjavíkurbréfi hans og leiðara í
kjölfarið, útskýra ekkert og upplýsa
engan. Málflutningur af þessu tagi
er pólitískur skotgrafahernaður sem
hefur þann tilgang einan að hylja öll
kennileiti upplýstrar umræðu í púð-
urreyk fordómanna.
Vegvísar til framtíðar
Misskilningur ritstjórans birtist
m.a. í því að við Íslendingar eigum
nú í hremmingum okkar tveggja
kosta völ: Annars vegar að ganga í
Evrópusambandið og taka upp evru,
en sætta okkur þar með við eitthvert
óumflýjanlegt bjargar- og úrræða-
leysi sem muni kalla atvinnuleysi yf-
ir almenning. Eða að halda fast í svo-
kallaða sjálfstæða peningamála-
stefnu í kringum krónuna sem geri
okkur kleift að bregðast við eigin
hagstjórnarmistökum og ytri áföll-
um með snöfurlegum vaxtabreyting-
um og gengisfellingum. Þetta er mis-
skilningur. Seinni kosturinn er
þrautreyndur. Það er tilraun sem
hefur endanlega brugðist. Gengi
krónunnar ræðst af markaðsöflum
sem við ráðum ekki við. Okurvextir
Seðlabankans eru vatn á myllu al-
þjóðlegra gjaldmiðlabraskara en
gera aðeins illt verra að því er varðar
ábyrga hagstjórn.
Niðurstaðan er sú að það þjónar
okkar þjóðarhagsmunum til langs
tíma að taka nú þegar ákvörðun um
að óska eftir aðildarviðræðum við
Evrópusambandið með það að mark-
miði að taka upp evru. Í slíkri
ákvörðun felst yfirlýsing um að við
munum nú, með kerfisbundnum
hætti, gera það sem þarf til að upp-
fylla sett skilyrði til að vera sam-
starfshæfir í evrusamstarfinu. Þessi
skilyrði snúast um lága langtíma-
vexti, litla verðbólgu, jafnvægi í rík-
isfjármálum og gengisstöðugleika.
Þetta er það sem atvinnulíf og heim-
ili þurfa nú á að halda, sem vegvísum
inn í framtíðina, eins og Björn
Bjarnason dómsmálaráðherra hefur
orðað það.
Þessar skuldbindingar mundu
veita hagstjórninni innanlands þann
ytri aga sem reynsla okkar og ann-
arra, t.d. Eystrasaltsþjóða, kennir
að er nauðsynlegur. Niðurstaðan er
nefnilega sú að það er ekki hægt í
galopnu hagkerfi að hlúa að nýsköp-
un í atvinnulífi og skapa arðbær
störf til frambúðar nema á grund-
velli stöðugs gjaldmiðils. Flótti ís-
lenskra fyrirtækja frá krónunni yfir
í evruna er til marks um þetta. Þótt
gætni sé góðra gjalda verð væri það
einum of langt gengið í geðlurðu-
hætti að fresta ákvörðunum þar til
fyrirtækin sjálf væru á förum eða
farin. Þá mundi rifjast upp fyrir okk-
ur á ný hvað atvinnuleysi er.
Er þetta sama sem að dæma Ís-
lendinga óskilorðsbundið til fjölda-
atvinnuleysis? Hættu þessu bulli,
Styrmir. Sýndu lesendum þínum
heldur þann sóma að upplýsa þá um
lausnir á vandamálum af þessu tagi
fremur en að hræða þá frá skynsam-
legum niðurstöðum með dómsdags-
spám. Það er fullt af aðgengilegum
og áreiðanlegum rannsóknum á því
hvernig örva megi nýsköpun starfa
og draga úr atvinnuleysi eftir öðrum
leiðum en fikti við sjálfan gjaldmið-
ilinn. Hvernig væri að Morgunblaðið
byði vel völdum hópi manna, sem
kunna skil á þessum rannsóknum og
á reynslu og árangri einstakra aðild-
arþjóða, að útskýra málið fordóma-
laust á síðum blaðsins? Hvernig
væri að byrja á Danmörku þar sem
ritstjórinn var einu sinni svínahirðir
um fermingaraldurinn? Hafa menn
virkilega ekkert lært síðan?
» Fullyrðingar og
sleggjudómar af
því tagi sem birtust í
Reykjavíkurbréfi hans
og leiðara í kjölfarið
útskýra ekkert og
upplýsa engan.
Höfundur stýrði samningaviðræðum
milli Íslands og Evrópusambandsins
um myndun Evrópska efnahags-
svæðisins á árunum 1989-93.
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 2008 25
óeirðalög-
ust til að
þess kom
kuð fyrir-
reyfðu sig
mennirnir
öldum og
a.
sinni varð
sem sam-
glumönn-
af vegin-
andtekinn
íl en mót-
það gerast
eim tíma-
i piparúða
ru notaðir
ndslökkvi-
tæki og drógu tækin nokkra metra.
Lögreglumenn öskruðu: „gas,
gas!“ og nú var ljóst að mál höfðu tek-
ið alveg nýja og alvarlegri stefnu. Við
þessa aðgerð féll einn úr hópi mót-
mælenda í götuna með augun full af
piparúða og fékk aðhlynningu frá fé-
lögum sínum þótt engan veginn væri
komin ró á hlutina. Lögreglufylking-
in rak flóttann ennþá lengra frá veg-
inum og varð hinn liggjandi maður
undir sókninni. Báru félagar hans
lögregluna sökum um að hafa traðk-
að á honum og jafnvel barið hann og
þá sem voru að hjálpa honum.
Læknir á slysadeild sagði Morg-
unblaðinu í gær að einn þeirra sem
komið hefði á slysadeild hefði fengið
smávægilega áverka. Einn lögreglu-
maður fékk síðar grjót í andlitið frá
mótmælanda og fór á slysadeild.
Þessi lögreglusókn hleypti illu
blóði í mótmælendur sem þó höfðu
verið friðsamlegir þrátt fyrir stimp-
ingarnar fyrrnefndu. Lögreglan hélt
nú vígstöðu sinni við vegkantinn og
margskipaði fólkinu að yfirgefa
svæðið en því hlýddi varla nokkur
þeirra liðlega 60-70 manna sem nú
stóðu andspænis lögreglunni. Rétt
fyrir hádegið fyrirskipaði lögreglan
leiftursókn og gat nú í fyrsta skipti
að líta ástand í ætt við ringulreið.
Lögreglan elti fólk með mjög
ákveðnum hætti yfir Norðlinga-
brautina þar sem allt virtist endan-
lega ætla að sjóða upp úr. Fáeinir
voru handteknir í þessari aðgerð sem
telja má hina alvarlegustu í gær.
Áhlaupinu lauk hins vegar snögg-
lega og hélt lögreglan nú vígstöðu
sinni við vegkantinn án frekari æs-
ings um sinn. Sjúkraliðar höfðu verið
kallaðir á vettvang til að hjálpa fólki
að skola augun upp úr vatni en sumir
í hópnum voru með litla vatnsbrúsa á
sér til að hjálpa sér sjálfir. Einn úr
hópi mótmælenda sagði lögreglu-
menn hafa tekið ungan mann og hent
honum inn í lögreglubíl og látið
höggin dynja á honum.
Eggjakast til óþurftar
Eftir hádegið fjölgaði aðeins í hópi
mótmælenda, einkum ungu fólki sem
byrjaði að kasta eggjum að lögregl-
unni. Einhver úr hópi mótmælenda
sagði slíkt ekki vera málstaðnum til
framdráttar.
Enn á ný urðu stimpingar þegar
handtaka átti einn og einn úr fjöldan-
um og greip lögreglan til varnar-
skjalda til að hindra afskipti annarra
af handtöku. Einnig var úðað aftur til
að dreifa fólki. Lögreglan var mjög
ákveðin í a.m.k einni af þessum hand-
tökum, með því að senda um fimm
lögreglumenn á hlaupum inn í mann-
fjöldann og velja einn úr. Að auki var
farið inn í veitingasölu Olísstöðvar-
innar til að ná í handtekinn mann.
„Þeir eru að ná í menn til að taka af
þeim bílana,“ sagði einn úr röðum
bílstjóra og benti á að þeir fengju
ekki einu sinni leyfi til að fjarlægja
bílana sjálfir úr vegkantinum. „Það
eru ekki við sem erum að loka veg-
inum heldur lögreglan.“
Um klukkan 14 voru margir bíl-
stjórar farnir þótt mannfjöldinn væri
enn töluvert mikill. Þar var uppistað-
an ungt fólk sem stóð andspænis lög-
reglu og kastaði stöku eggi í hana.
Um svipað leyti voru flutningabílar
að aka um Norðlingabrautina og loks
tók einn bílstjórinn ákvörðun um að
varpa moldarhlassi á miðja akbraut-
ina. Litlu munaði að starfsbróðir
hans sem á eftir kom með kerru af
Toyota-smábílum ylti þegar hann ók
upp á binginn.
Síðasti flutningabíllinn sem fjar-
lægður var í gær var bíll Sturlu Jóns-
sonar.
Suðurlandsvegur var síðan opnað-
ur um kl. 15 eftir sex tíma lokun.
ögregla fjarlægði vörubifreiðar
m í kjöl-
m.
tt ítrekað
lendum
Óeirðir Sérútbúnir óeirðalögreglumenn voru kallaðir út til að hafa stjórn á aðstæðum. Þeir fengu að kenna á æstum vörubílstjórunum.
Úðað „Gas, gas!“ öskruðu lögreglumenn og fór ekki framhjá nokkrum hvað þeir áttu við.
Morgunblaðið/Júlíus