Morgunblaðið - 24.04.2008, Síða 29

Morgunblaðið - 24.04.2008, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 2008 29 Örfáar aukasýningar Fjórða leikárið í röð bjóðum við uppá sýningar á þessu vinsælasta leikriti áratugarins! Rúmlega 30.000 áhorfendur komu á 160 sýningar í Borgarleikhúsinu og um allt land. EKKI MISSA AF ÞESSARI BRILLJANT LEIKSÝNINGU!!!! Sími 568 8000 midsala@borgarleikhus.is Sími 460 0200 midasala@leikfelag.is BORGAR- LEIKHÚSIÐ Lau. 3. maí Fim. 8. maí Lau. 17. maí Sun. 18. maí Fim. 22. maí Fös. 23. maí LEIKFÉLAG AKUREYRAR Fim. 29. maí kl. 20 Fös. 30. maí kl. 19 (ath. breyttan sýningatíma) Lau. 31. maí kl. 19 (ath. breyttan sýningatíma) Sun. 1. júní kl. 20 ÞETTA ERU LOKASÝNINGAR VERKSINS! Gleðilegt sumar, ágætu samferða- menn. Þá er sumarið loksins gengið í garð, að minnsta kosti að nafninu til, eftir frekar langan og erfiðan vetur, að minnsta kosti ef tek- ið er mið af veðurfarinu. Menn eru glaðbeittir byrjaðir að viðra garð- verkfærin og huga að görðunum sínum. Gróð- urinn tekur brátt að lifna við og fyrr en varir verður allt komið í full- an blóma. Gleymum ekki að næra andann Þá má ekki gleyma að huga að sálartetrinu í sumar, næra andann og hlúa að okkar andlega garði. Veistu að í þér blundar góðilmur. Vektu hann og nærðu hann svo hann fái notið sín, svo angan hans fái smogið um umhverfið og fyllt loftið. Leyfðu anda Guðs, anda sköp- unarkraftsins, þeim anda sem kveik- ir líf, vekur það, nærir og viðheldur, að anda yfir garðinn þinn svo ilm- urinn haldist við, dofni ekki, fjari ekki út og kafni. Það er ekki í eðli Guðs að þrengja sér upp á fólk. En hann býður okkur að þiggja allt það sem hann hefur upp á að bjóða, lífið í sinni fegurstu mynd. Sá Guð sem Jesús Kristur boðar okkur og birtir er ekki öfgar heldur þvert á móti. Andi hans er sem mildur andblær og miklu frekar eins og ilmur sem smýgur inn og fyllir hjörtu mannanna af himnesku súrefni, tæru lífi og heilögum anda. Anda sem vekur trú, von, kærleika og frið sem er æðri okkar skilningi en er gott að mega þiggja, hvíla í og njóta. Vill planta blessun sinni í garðinn þinn Höfundur lífsins þráir að fá tæki- færi til þess að planta blessun sinni í garðinum okkar hvers og eins. Hann vill að hún fái að þroskast þar, vaxa upp, dafna, springa út og blómstra svo þú fáir notið hennar og getir ver- ið honum til dýrðar og sam- ferðamönnum þínum til heilla, stuðnings og blessunar. Því að bless- uninni fylgir hugarfar fyrirgefn- ingar og þakklætis, auðmýktar og virðingar fyrir náunganum og um- hverfinu, sjálfum þér og Guði. Gleymum ekki að reyta arfann Því hvet ég okkur hvert og eitt til þess að hugsa vel um garðinn okkar í sumar og á öllum tímum. Höldum honum við, vökvum hann og gleym- um ekki að reyta arfann. Látum það ekki gerast að blessun Guðs kafni í illgresi í garðinum okkar vegna hirðuleysis og trassaskapar. Ætlað að bera ávöxt Skilaboð Guðs í gegnum son hans, Jesú Krist, sem klæddist mannlegu holdi, eru að við skyldum elska hvert annað. Og hann á enga ósk heitari en að við berum ávöxt. Margfaldan ávöxt, ávöxt sem varir til eilífs lífs. Því að í hans augum erum við hvert og eitt óendanlega dýrmætt. Lítil sáðkorn Í augum Guðs erum við ekki ann- að en lítil sáðkorn. Hvorki meira né minna. Lítil en þó óendanlega dýr- mæt sáðkorn. Sáðkorn sem í sér fela spennandi og óendanlega mögu- leika. Spurningin er bara: Föllum við hjá götunni eða í grýtta jörð? Munum við visna eða skrælna, sökum þess að við skjótum ekki rótum? Eða föllum við kannski á meðal þyrna og köfnum? Eða föll- um við í góða jörð? Ef svo er munum við sannarlega bera margfaldan ávöxt. Það er ætlun, mark- mið og vilji höfundar og fullkomnara lífsins að við berum ávöxt, ávöxt sem varir. Ávöxt sem varir til eilífs lífs. Góður Guð veki með okkur kær- leika, umhyggju og auðmýkt til að taka við blessun hans svo hún geri gagn í garðinum okkar. Láttu svo friðinn úr hjarta þínu spretta sem ilmandi blóm svo hann verði að angan sem smýgur og fyllir loftið af friði og kærleika. Gleðilegt sumar Ekki gleyma að huga að sálartetrinu segir Sigurbjörn Þorkelsson Sigurbjörn Þorkelsson » Láttu friðinn úr hjarta þínu spretta sem ilmandi blóm svo hann verði að angan sem smýgur og fyllir loftið af friði og kærleika. Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur. Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is lím og fúguefni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.