Morgunblaðið - 10.05.2008, Page 20

Morgunblaðið - 10.05.2008, Page 20
20 LAUGARDAGUR 10. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Benidorm 4. eða 11. júní frá kr. 44.990 Aðeins örfáar íbúðir í boði Heimsferðir bjóða frábært tilboð til Benidorm 4. eða 11. júní. Njóttu lífsins á þessum vinsæla áfangastað við góðan aðbúnað. Bjóðum örfáar íbúðir á Viña del Mar, einum af okkar vinsælustu gististöðum, með frábæra staðsetningu í hjarta Benidorm. Skelltu þér til Benidorm og njóttu lífsins á einum af vinsælustu gististöðum Heimsferða. M bl 1 00 32 93 Verð kr. 54.990 Netverð á mann, m.v. 2 í íbúð á Viña del Mar í viku. Aukavika kr 15.000. Verð kr. 44.990 Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára í íbúð á Viña del Mar í viku. Aukavika kr. 15.000. Frábært sértilboð - Viña del Mar Útsölustaðir eru í verslunum Byko og verslun Rangá. ÉG verð víst að opinbera það að þegar ég skoðaði málverk Kristins Más Pálmasonar í Anima galleríi, eftir að hafa lesið innihaldslýsingu í meðfylgjandi einblöðungi, sá ég fram á tvo kosti. Annars vegar að viðurkenna skilningsleysi mitt í umfjöllun eða að fara upp á Mogga og segja starfi mínu lausu sökum vanhæfni. Ég gat með engu móti áttað mig á tengingu verkanna við „kerfi tákna og ímynda sem inni- halda vísanir í tímann, nýald- arhyggju, kenningar C.G. Jung um erkitýpur, trúarbrögð, pólitík, eðli tælandi verðmæta og yfirskilvitið“, eins og segir í einblöðungnum. Ég sá bara leik í einhverskonar semi- abstrakt drullumalli með óhreinum litum og formum sem eru ýmist hlaðin til hliðar við eða yfir hvert annað og með tilvísanir í margt kunnuglegt innan abstrakt- málverksins, allt frá verkum Adolphs Gottliebs til Olavs Chri- stophers Jenssens. En uppgjöf fylgir oft einhver vakning og á útleið rann upp fyrir mér ljós að innihaldslýsingin væri í raun sama drullumallið, offlæði af skipulögðu kaosi. Lifnaði sýningin þá við í skynrænni upplifun sem var, eins og athöfnin, í symmetr- ískri byggingu og skopleg á köflum. Alls eru þetta fjögur málverk og lengst gengur listamaðurinn í of- hleðslu á verkinu „Miðill“, sem jafnframt er skemmtilegasta verkið og líka það drullugasta. Offlæði af skipulögðu kaosi MYNDLIST Anima gallerí Opið fimmtudaga til laugardaga 13-17. Sýningu lýkur 17. maí. Aðgangur ókeypis. Kristinn Már Pálmason bbbnn Morgunblaðið/ Drullumall Óhreinir litir og form hlaðin til hliðar við eða yfir hvert annað. Jón B. K. Ransu LEIR er efniviður sem við erum van- ari að sjá í listiðnaði og nytjalist en í samtímamyndlist. Þegar Greyson Perry fékk Turnerverðlaunin hér um árið þá skók það listheiminn að verk- in hans voru myndskreyttir ker- amikvasar en slíkir munir áttu að margra dómi ekki heima í myndlist sem væri tekin alvarlega. Reyndar eru mörkin þarna á milli ákaflega óljós og innan myndlistar eru margar deildir ef svo má að orði komast. Jóna Guðvarðardóttir hefur búið undanfarin ár í Ungverjalandi þar sem leirskúlptúrar eru algengt list- form í listaháskólum og ekki óalgengt að sjá þar áhugaverðar útfærslur í því efni. Skúlptúrar Jónu í Hafn- arborg eru gerðir í sérsmíðuðum við- arbrennsluofnum sem gefa verk- unum sérstaka lífræna áferð og djúpan fljótandi lit. Formin minna á ferköntuð brauð en verkin eru hol að innan og gerð hafa verið göt í yfir- borðið eins og til að varna því að þau muni springa. Líkindi verkanna við bakstur og brauðmeti gefa þeim skemmtilegt yfirbragð og koma af stað ljóðrænum hugrenninga- tengslum um ýmiskonar táknmið og táknmyndir. Skúlptúrarnir taka sig vel út í sýn- ingarsalnum og ganga jafnvel upp hvort heldur sem er á vegg eða stöpli. Stílbrögðin ná að marka ákveðna sér- stöðu og bera ótvíræð höfund- areinkenni. Verkin eru öll mjög keim- lík og virka sem ein heild, eitt fyrir öll og öll fyrir eitt. Hið ríka litaspil verk- anna finnst mér fullyfirdrifið og vinna að einhverju leyti gegn áhugaverðu formi þeirra sem gaman verður að sjá hvernig þróast í framtíðinni. Ljóða- bakstur MYNDLIST Hafnarborg Sýningin stendur til 25. maí. Opið alla daga nema þriðjudaga frá kl. 11 til 17 og á fimmtudögum er opið til kl. 21. Aðgangur ókeypis. Jóna Guðvarðardóttir – leirskúlptúrar bbbnn Morgunblaðið/Golli Litaspil Stílbrögðin marka sérstöðu, segir Þóra. Þóra Þórisdóttir BÓK Ármanns Jakobssonar, Fréttir frá mínu landi, inniheldur úrval úr bloggfærslum hans frá ágúst 2005 til ágúst 2007. Þegar þær birtast á bók er spurning hvort þær verði að ein- hverju öðru en bloggfærslum. Skiptir miðillinn einhverju máli um eðli text- ans? Svarið er nei. Skýringin er sú að Ármann skrifar bóklegt blogg. Hann hefur ekki notað miðilinn til að brjóta gegn hefð prentmálsins, hvorki í formi né efni. Á bók orka textar hans því líka á mann sem bókmenntir en ekki blogg. Það er hins vegar spurning hvort það eigi að kalla textana ljóð. Ármann gerir það ekki sjálfur. Undirtitill bók- arinnar er Óspakmæli og örsögur. Í kynningu fjölmiðla hefur hins vegar verið talað um ljóðabók. Sennilega kemst textinn sem birtur er á kápu bókarinnar næst því að vera ljóð: Óreiðan Ég hlýt að búa á réttum stað því að í martröðum mínum bý ég alltaf annarstaðar. Sami texti er birtur innan í bók- inni, en þar er ekki þessi línuskipting. Ármann er skorinorður. Textarnir eru margir í eins konar tilgátuformi, sumir eru leikir að orðum eða skiln- ingi, en oftast er um að ræða eins konar örsögur eða húmorískar at- hugasemdir eins og þessa: 20 ár af buldri og masi Það eru víst komin 20 ár af „útvarpsfrelsi“. Hef- ur þessi tilraun ekki staðið alveg nógu lengi? Eða þessa: Tolstoj Engir tveir ísskápar eru hávaðasamir á ná- kvæmlega sama hátt. Að forminu til mætti líkja bók Ár- manns við Cool Memories eftir franska menningarrýnandann Jean Baudrillard. Sjónarhorn Ármanns er hins vegar ekki jafn beitt og Baudrill- ards. Að afloknum lestri Frétta frá mínu landi veltir maður því fyrir sér hvort Ármanni liggi eitthvað sérstakt á hjarta. Birta textar hans ákveðna sýn á þetta land hans? Mér þykir erf- itt að koma auga á það. Samanburðurinn við Cool Memo- ries er ef til vill ósanngjarn vegna þess að textabrot Baudrillards hafa stuðning af öðrum verkum hans sem eru einmitt greining á menningar- ástandi og hugmyndafræði. En ég sakna að minnsta kosti undiröldu í bók Ármanns. Bóklegt blogg BÆKUR Örsögur Eftir Ármann Jakobsson; Nýhil 2008, Reykjavík, 93 s. Fréttir frá mínu landi: Óspakmæli og örsögur Þröstur Helgason BLÁTT og bleikt er yfirskrift sýningar Helgu Sigurðardóttur sem opnuð verður í dag í Saltfisksetri Íslands í Grindavík. Sýningin stendur til 26. maí. „Heiti sýningarinnar vísar í þá liti sem heilla mig mest og eru viðfangsefnin abstrakt, en undirliggjandi er hin magnþrungna íslenska náttúra, sem gefur innblástur og kraft og má þar nefna vatn í öllum sínum myndum. Jöklar, foss- ar, íshellar, jökulsprungur og sjórinn eru miklir áhrifavaldar,“ segir listakon- an. Nýlega birtist 10 blaðsíðna umsögn um Helgu í hinu virta listatímariti Int- ernational Artist Magazine (www.internationalartist.com). Jöklar í Saltfisksetrinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.