Morgunblaðið - 10.05.2008, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.05.2008, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 10. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Benidorm 4. eða 11. júní frá kr. 44.990 Aðeins örfáar íbúðir í boði Heimsferðir bjóða frábært tilboð til Benidorm 4. eða 11. júní. Njóttu lífsins á þessum vinsæla áfangastað við góðan aðbúnað. Bjóðum örfáar íbúðir á Viña del Mar, einum af okkar vinsælustu gististöðum, með frábæra staðsetningu í hjarta Benidorm. Skelltu þér til Benidorm og njóttu lífsins á einum af vinsælustu gististöðum Heimsferða. M bl 1 00 32 93 Verð kr. 54.990 Netverð á mann, m.v. 2 í íbúð á Viña del Mar í viku. Aukavika kr 15.000. Verð kr. 44.990 Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára í íbúð á Viña del Mar í viku. Aukavika kr. 15.000. Frábært sértilboð - Viña del Mar Útsölustaðir eru í verslunum Byko og verslun Rangá. ÉG verð víst að opinbera það að þegar ég skoðaði málverk Kristins Más Pálmasonar í Anima galleríi, eftir að hafa lesið innihaldslýsingu í meðfylgjandi einblöðungi, sá ég fram á tvo kosti. Annars vegar að viðurkenna skilningsleysi mitt í umfjöllun eða að fara upp á Mogga og segja starfi mínu lausu sökum vanhæfni. Ég gat með engu móti áttað mig á tengingu verkanna við „kerfi tákna og ímynda sem inni- halda vísanir í tímann, nýald- arhyggju, kenningar C.G. Jung um erkitýpur, trúarbrögð, pólitík, eðli tælandi verðmæta og yfirskilvitið“, eins og segir í einblöðungnum. Ég sá bara leik í einhverskonar semi- abstrakt drullumalli með óhreinum litum og formum sem eru ýmist hlaðin til hliðar við eða yfir hvert annað og með tilvísanir í margt kunnuglegt innan abstrakt- málverksins, allt frá verkum Adolphs Gottliebs til Olavs Chri- stophers Jenssens. En uppgjöf fylgir oft einhver vakning og á útleið rann upp fyrir mér ljós að innihaldslýsingin væri í raun sama drullumallið, offlæði af skipulögðu kaosi. Lifnaði sýningin þá við í skynrænni upplifun sem var, eins og athöfnin, í symmetr- ískri byggingu og skopleg á köflum. Alls eru þetta fjögur málverk og lengst gengur listamaðurinn í of- hleðslu á verkinu „Miðill“, sem jafnframt er skemmtilegasta verkið og líka það drullugasta. Offlæði af skipulögðu kaosi MYNDLIST Anima gallerí Opið fimmtudaga til laugardaga 13-17. Sýningu lýkur 17. maí. Aðgangur ókeypis. Kristinn Már Pálmason bbbnn Morgunblaðið/ Drullumall Óhreinir litir og form hlaðin til hliðar við eða yfir hvert annað. Jón B. K. Ransu LEIR er efniviður sem við erum van- ari að sjá í listiðnaði og nytjalist en í samtímamyndlist. Þegar Greyson Perry fékk Turnerverðlaunin hér um árið þá skók það listheiminn að verk- in hans voru myndskreyttir ker- amikvasar en slíkir munir áttu að margra dómi ekki heima í myndlist sem væri tekin alvarlega. Reyndar eru mörkin þarna á milli ákaflega óljós og innan myndlistar eru margar deildir ef svo má að orði komast. Jóna Guðvarðardóttir hefur búið undanfarin ár í Ungverjalandi þar sem leirskúlptúrar eru algengt list- form í listaháskólum og ekki óalgengt að sjá þar áhugaverðar útfærslur í því efni. Skúlptúrar Jónu í Hafn- arborg eru gerðir í sérsmíðuðum við- arbrennsluofnum sem gefa verk- unum sérstaka lífræna áferð og djúpan fljótandi lit. Formin minna á ferköntuð brauð en verkin eru hol að innan og gerð hafa verið göt í yfir- borðið eins og til að varna því að þau muni springa. Líkindi verkanna við bakstur og brauðmeti gefa þeim skemmtilegt yfirbragð og koma af stað ljóðrænum hugrenninga- tengslum um ýmiskonar táknmið og táknmyndir. Skúlptúrarnir taka sig vel út í sýn- ingarsalnum og ganga jafnvel upp hvort heldur sem er á vegg eða stöpli. Stílbrögðin ná að marka ákveðna sér- stöðu og bera ótvíræð höfund- areinkenni. Verkin eru öll mjög keim- lík og virka sem ein heild, eitt fyrir öll og öll fyrir eitt. Hið ríka litaspil verk- anna finnst mér fullyfirdrifið og vinna að einhverju leyti gegn áhugaverðu formi þeirra sem gaman verður að sjá hvernig þróast í framtíðinni. Ljóða- bakstur MYNDLIST Hafnarborg Sýningin stendur til 25. maí. Opið alla daga nema þriðjudaga frá kl. 11 til 17 og á fimmtudögum er opið til kl. 21. Aðgangur ókeypis. Jóna Guðvarðardóttir – leirskúlptúrar bbbnn Morgunblaðið/Golli Litaspil Stílbrögðin marka sérstöðu, segir Þóra. Þóra Þórisdóttir BÓK Ármanns Jakobssonar, Fréttir frá mínu landi, inniheldur úrval úr bloggfærslum hans frá ágúst 2005 til ágúst 2007. Þegar þær birtast á bók er spurning hvort þær verði að ein- hverju öðru en bloggfærslum. Skiptir miðillinn einhverju máli um eðli text- ans? Svarið er nei. Skýringin er sú að Ármann skrifar bóklegt blogg. Hann hefur ekki notað miðilinn til að brjóta gegn hefð prentmálsins, hvorki í formi né efni. Á bók orka textar hans því líka á mann sem bókmenntir en ekki blogg. Það er hins vegar spurning hvort það eigi að kalla textana ljóð. Ármann gerir það ekki sjálfur. Undirtitill bók- arinnar er Óspakmæli og örsögur. Í kynningu fjölmiðla hefur hins vegar verið talað um ljóðabók. Sennilega kemst textinn sem birtur er á kápu bókarinnar næst því að vera ljóð: Óreiðan Ég hlýt að búa á réttum stað því að í martröðum mínum bý ég alltaf annarstaðar. Sami texti er birtur innan í bók- inni, en þar er ekki þessi línuskipting. Ármann er skorinorður. Textarnir eru margir í eins konar tilgátuformi, sumir eru leikir að orðum eða skiln- ingi, en oftast er um að ræða eins konar örsögur eða húmorískar at- hugasemdir eins og þessa: 20 ár af buldri og masi Það eru víst komin 20 ár af „útvarpsfrelsi“. Hef- ur þessi tilraun ekki staðið alveg nógu lengi? Eða þessa: Tolstoj Engir tveir ísskápar eru hávaðasamir á ná- kvæmlega sama hátt. Að forminu til mætti líkja bók Ár- manns við Cool Memories eftir franska menningarrýnandann Jean Baudrillard. Sjónarhorn Ármanns er hins vegar ekki jafn beitt og Baudrill- ards. Að afloknum lestri Frétta frá mínu landi veltir maður því fyrir sér hvort Ármanni liggi eitthvað sérstakt á hjarta. Birta textar hans ákveðna sýn á þetta land hans? Mér þykir erf- itt að koma auga á það. Samanburðurinn við Cool Memo- ries er ef til vill ósanngjarn vegna þess að textabrot Baudrillards hafa stuðning af öðrum verkum hans sem eru einmitt greining á menningar- ástandi og hugmyndafræði. En ég sakna að minnsta kosti undiröldu í bók Ármanns. Bóklegt blogg BÆKUR Örsögur Eftir Ármann Jakobsson; Nýhil 2008, Reykjavík, 93 s. Fréttir frá mínu landi: Óspakmæli og örsögur Þröstur Helgason BLÁTT og bleikt er yfirskrift sýningar Helgu Sigurðardóttur sem opnuð verður í dag í Saltfisksetri Íslands í Grindavík. Sýningin stendur til 26. maí. „Heiti sýningarinnar vísar í þá liti sem heilla mig mest og eru viðfangsefnin abstrakt, en undirliggjandi er hin magnþrungna íslenska náttúra, sem gefur innblástur og kraft og má þar nefna vatn í öllum sínum myndum. Jöklar, foss- ar, íshellar, jökulsprungur og sjórinn eru miklir áhrifavaldar,“ segir listakon- an. Nýlega birtist 10 blaðsíðna umsögn um Helgu í hinu virta listatímariti Int- ernational Artist Magazine (www.internationalartist.com). Jöklar í Saltfisksetrinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.