Morgunblaðið - 16.05.2008, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 132. TBL. 96. ÁRG. FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2008 LANDSPRENT EHF. mbl.is
ÞJÓÐAR-
DRYKKUR
LÍFIÐ ER TEKÍLA Í
BÆNUM TEQUILA
VEIGAR AGAVE-PLÖNTU >> 24
LÁGVAXNI ÖKUMAÐ-
URINN HAFDÍS HULD
Í BÍLAAUGLÝSINGU >> 42
FÉKK EKKI
BENZ!
Sá ljóti >> 43
Öll leikhúsin
á sama stað
Leikhúsin í landinu
Nýtt orð
yfir kaffitímann
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
M
S
A
4
19
15
0
4
/0
8
FRÉTTASKÝRING
Eftir Grétar Júníus Guðmundsson
gretar@mbl.is
STEFNT er að því að frumvarp til
laga um svonefnda greiðsluaðlögun
verði tekið fyrir á Alþingi næsta vet-
ur. Samkvæmt upplýsingum frá Jóni
Þór Sturlusyni, aðstoðarmanni við-
skiptaráðherra, er fullur vilji til þess
hjá ráðherranum að þetta úrræði til
aðstoðar fólki í greiðsluerfiðleikum
verði þá að veruleika. Segir hann að
málið sé nú í ákveðnu ferli í samráði
við hagsmunaaðila. Fyrirmyndin sé
sótt til Norðurlandanna.
Ísland er eina landið á Norður-
löndum þar sem ekki er að finna lög-
gjöf um greiðsluaðlögun. Þó eru liðin
15 ár frá því fyrst var farið að tala um
að koma slíkum úrræðum á hér.
Í Danmörku hafa verið í gildi laga-
reglur um greiðsluaðlögun frá árinu
1984, í Noregi og Finnlandi frá árinu
1993 og frá árinu 1994 í Svíþjóð. Jó-
hanna Sigurðardóttir, félags- og
tryggingamálaráðherra, skipaði
nefnd til að meta gagnsemi af löggjöf
um greiðsluaðlögun á árinu 1993. Á
tímabilinu frá 1998 til 2007 lagði hún
fjölmörgum sinnum fram frumvarp
um greiðsluaðlögun á Alþingi, sem
ekki var afgreitt. Framsóknarmenn
fóru þó að ræða um slíkt fyrir alþing-
iskosningarnar á síðasta ári. Í desem-
ber síðastliðnum skilaði hins vegar
nefnd tillögum til núverandi við-
skiptaráðherra um greiðsluaðlögun.
Niðurfelling á skuldum
Greiðsluaðlögun gengur í stuttu
máli út á það að opinber aðili geti
heimilað lækkun eða niðurfellingu
skulda einstaklinga, jafnvel þó að það
sé gegn vilja kröfuhafa, til að mynda
banka eða annarra lánastofnana.
Greiðsluaðlögun skapar rétt skuldar-
ans til að halda eftir tilteknum lág-
markstekjum til framfærslu. Til-
gangurinn er að skuldari komist út úr
skuldafeni og geti því haldið áfram að
lifa sem eðlilegustu lífi en geti jafn-
framt greitt eins mikið af skuldum
sínum og raunhæft er talið.
Verulega hefur dregið úr mögu-
leikum fólks á að verða sér úti um
langtímalán á hagstæðum kjörum.
Og sérfræðingar Seðlabankans spá
allt að 30% raunlækkun á húsnæð-
isverði á næstu tveimur árum. Það er
því augljóst að margir þeirra sem
hafa fest kaup á íbúðarhúsnæði á síð-
ustu árum geta lent í vandræðum.
Óhætt er að segja að bæði hið op-
inbera og bankarnir hafi að minnsta
kosti óbeint hvatt fólk til að fjárfesta í
íbúðarhúsnæði frá og með árinu
2004, þegar möguleikar á langtíma-
lánum jukust mikið. Þá virðist hins
vegar lítið hafa verið hugað að því að
erfiðleikar gætu komið upp. Ráð-
herrar hafa talað um að hugsanlega
þurfi að grípa til aðgerða til hjálpar
þeim sem eiga á hættu að lenda í erf-
iðleikum. Greiðsluaðlögun getur
væntanlega verið ein leiðin til að
mæta þeim þörfum ef upp koma.
Greiðsluaðlögun
fyrir næsta þing
Skapar rétt til að
halda eftir tekjum
Morgunblaðið/ÞÖK
Nýtt úrræði Greiðsluaðlögun væri
nýtt úrræði fyrir fólk í erfiðleikum.
PÁLL Björnsson er faðir tveggja
ungra drengja með skarð í gómi og
vör. Kostnaður vegna aðgerða og
meðferða á drengjunum er mikill
fyrir fjölskylduna, þar sem Trygg-
ingastofnun endurgreiðir ekki nema
hluta kostnaðar þegar upp er staðið.
Nýtt teymi mun brátt taka til
starfa á Landspítalanum og veita
heildstæða þjónustu við börn með
skarð í gómi og/eða vör.
Þó er alls óvíst hvort þjónusta
teymisins mun gagnast Páli og son-
um hans, eða verða til að lækka
lækniskostnað þeirra, en drengirnir
munu þurfa meðferð og aðgerðir
a.m.k. til 18 ára aldurs. | 6
Óvissa
og mikill
kostnaður
LJÓSMYNDIR af um þúsund íslenskum börnum
prýða nú tréveggi á horni Lækjargötu og Aust-
urstrætis, vegfarendum til mikillar gleði og upp-
lyftingar. Saman mynda þær verkið „Dialogue“
eftir pólsku listamennina Önnu Leoniak og
Fiann Paul og voru myndirnar teknar af börnum
í þorpum og bæjum víðs vegar um landið. Verk-
efnið er hluti af Listahátíð í Reykjavík sem sett
var í gær og helgað kynslóð Íslendinga sem hef-
ur framtíð byggða á Íslandi í höndum sér. Það er
um leið minnisvarði um fegurð og gildi hinna
dreifðu byggða. | 19-20
Morgunblaðið/Frikki
Minnisvarði um fegurð
LISTAVERK eftir Hrafn-
kel Sigurðsson og Krist-
ján Guðmundsson seldust
á góðu verði á uppboði hjá
Christies-uppboðshúsinu í
gær. Börkur Arnarson,
stjórnandi i8-gallerís, segir gengi verkanna á uppboðinu sýna að íslenskir
nútímalistamenn eru farnir að láta að sér kveða á erlendum uppboðsmark-
aði. Plexíglerverk Kristjáns seldist fyrir 10.000 pund (rúmar 1,5 milljónir
króna), sem Börkur segir töluvert hærra verð en samskonar verk hans
hafa áður selst á, en uppboðshaldarinn áætlaði virði verksins á bilinu 8-
10.000. pund. Verk Hrafnkels fór fyrir 13.700 pund (rúmar 2 milljónir
króna) en hafði verið metið á verðbilinu 10-15.000 pund.
Íslenskir nútímalista-
menn komnir á kortið?
Eftirsóttur Verk Kristjáns Guðmundssonar.
VERJANDI Jóns Ásgeirs Jóhann-
essonar í Baugsmálinu, Gestur Jóns-
son hrl., fór í gær fram á frávísun frá
héraðsdómi en annars sýknu í öllum
ákæruliðum en málflutningi fyrir
Hæstarétti lauk í gær.
Gestur rökstuddi m.a. frávísunar-
kröfu með því að brotið hefði verið
gegn réttlátri málsmeðferð. Þannig
hefði saksóknari afhent 2.000-3.000
blaðsíður sem hann ætlaði að fara yf-
ir fyrir réttinum. Engin leið væri að
fara yfir allt þetta gagnamagn. | 26
Frávísun
eða sýkna
♦♦♦