Morgunblaðið - 16.05.2008, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 16.05.2008, Blaðsíða 9
Ekkert á bak við Eduniversal SKILABOÐ þess efnis að tiltekinn háskóli hafi lent ofarlega á lista yfir bestu háskóla í Evrópu hafa ekkert að segja ef ekkert býr þar að baki. Þetta segir Ingjaldur Hannibalsson, prófessor og forseti viðskipta- og hagfræðideildar Háskóla Íslands. Tilefnið er frétt sem birt var m.a. í Morgunblaðinu í fyrradag þess efnis að viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík hefði lent í 46. sæti á lista óháðrar stofnunar, Eduniversal, yfir bestu viðskiptaháskóla V-Evrópu. „Við óskum Háskólanum í Reykja- vík auðvitað til hamingju með að ná þeim árangri að hafa komist fram úr mörgum af þekktustu viðskiptahá- skólum Evrópu, sem eru neðar á list- anum. Athugun á heimasíðu Versl- unarháskólans í Kaupmannahöfn, sem lenti í fyrsta sæti á lista Ed- universal, leiðir í ljós að þar er ekk- ert um þann árangur þess skóla fjallað. Það stafar auðvitað af því að stjórnendur Viðskiptaháskólans í Kaupmannahöfn vita að hann er ekki besti viðskiptaháskólinn í Evrópu.“ Ingjaldur segir að það hafi verið nokkuð um það fyrir nokkrum árum að aðilar á Spáni sendu bréf til fyr- irtækja, þar sem sagt var að eftir að hafa fylgst með þeim hafi verið kom- ist að þeirri niðurstöðu að þau séu meðal þeirra bestu á sínu sviði. Síðan hafi forsvarsmönnum fyrirtækjanna verið boðið að koma til hátíðar á Spáni til að taka við viðurkenningu. „Menn mættu til Spánar en þurftu kannski að greiða 300 þúsund krónur eða eitthvað svoleiðis fyrir viður- kenninguna. Þetta var auðvitað bara fjáröflun viðkomandi aðila. Svo virð- ist sem viðurkenning Eduniversal sé af svipuðum toga. Það býr því ekkert þarna að baki,“ segir Ingjaldur. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2008 9 FRÉTTIR VIÐBÆTTUR sykur í fæðu ungbarna eykst að meðaltali um tæp 150% á aðeins þriggja mánaða tímabili, 9-12 mán- aða aldurs. Þetta er meðal niðurstaðna rannsóknar á mat- aræði íslenskra ungbarna á árunum 2005-2007 en niður- stöðurnar voru kynntar í Háskóla Íslands í gær. Niðurstöðurnar voru bornar saman við sambærilega rannsókn sem gerð var á árunum 1995-2007 og breytingar skoðaðar sem urðu í kjölfar breyttra næringarráðlegg- inga sem komu út árið 2003. Í ljós kom m.a. að miklar breytingar hafa orðið á járnbúskap ungbarna. Járn- skortsblóðleysi fannst ekki í nýjustu rannsókninni en var áður 2,7%. Járnskortur hefur fallið úr 20% í 1,4% og of lágar járnbirgðir farið úr 41% í 5,8%. Stoðmjólk notuð í vaxandi mæli Fyrri rannsóknin leiddi í ljós að eins árs börn hér á landi höfðu lélegri járnbúskap en jafnaldrar þeirra í ná- grannalöndum okkar. Þá var prótíninnihald í fæðu ung- barna of hátt, t.d. sökum neyslu kúamjólkur, en það getur stuðlað að ofþyngd seinna meir. Árið 2003 komu út breyttar ráðleggingar um næringu ungbarna. Þar var aukin áhersla lögð á brjóstagjöf og að eftir sex mánaða aldur væri betra að nota stoðmjólk en venjulega kúamjólk samhliða brjóstagjöf. Niðurstöður nýju rannsóknarinnar gefa til kynna að fleiri börn nærast nú eingöngu á brjóstamjólk fyrstu 4-5 mánuðina auk þess sem fleiri börn fá brjóstamjólk sam- hliða annarri næringu fyrsta árið. Stoðmjólk er notuð í vaxandi mæli á kostnað kúamjólkur. Hún hefur lægra prótíninnihald en kúamjólkin auk þess sem hún er bætt með járni og fleiri næringarefnum til að mæta vandamál- unum sem sáust í fyrri rannsókninni. Það hefur gengið eftir en eins og áður sagði hefur járnbúskapur ungbarna styrkst verulega. Neysla A-vítamíns of mikil Þegar bornar voru saman trefjar og sykrur í mataræði annars vegar níu mánaða barna og hins vegar 12 mánaða barna kom í ljós að á meðan börn neyta að meðaltali svip- aðs magns trefja verður töluverð aukning á neyslu við- bætts sykurs. Við níu mánaða aldurinn er meðaltalið 3,5 grömm á dag en hækkar upp í 8,7 hjá 12 mánaða gömlum börnum og er um að ræða tæplega 150% hækkun. Í rannsókninni kom einnig í ljós að neysla ungbarna á A-vítamíni er of mikil en neysla D-vítamíns of lítil. Þá hef- ur neysla ávaxta aukist mikið undanfarin tíu ár og nær hún hátt upp í ráðlagðan dagskammt fullorðinna. Næring ungbarna batnað síðastliðinn áratug Í HNOTSKURN »Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess aðbreyttar ráðleggingar um næringu ungbarna frá árinu 2003 hafi bætt verulega járnbúskap eins árs barna. » Íslenskir foreldrar fylgja ráðleggingum um mat-aræði ungbarna almennt vel en fylgni við ráð- leggingar um brjóstagjöf þarf að auka. »Hvetja þarf til réttrar notkunar á D-vítamínisem bætiefni auk þess að kynna fyrir foreldrum að mikil neysla ungbarna á prótínríkum vörum get- ur verið skaðleg. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Næring Fleiri börn fá nú eingöngu brjóstamjólk fyrstu 4-5 mánuðina, auk þess sem fleiri börn fá brjóstamjólk samhliða annarri næringu fyrsta árið. www.sjofnhar.is Hverfisgötu 6 101 Reykjavík sími 562 2862 Eddufelli 2 Bæjarlind 6 sími 557 1730 sími 554 7030 BOLIR STR. 36-56 Jensen dagar í Fröken Júlíu 15% afsláttur á Jensen vörum Mjódd, sími 557 5900 Verið velkomnar Kringlunni · sími 568 4900 www.kello.is Til í allt! ÍS L E N S K A S IA .I S K E L 4 23 96 0 5. 20 08 Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 15% afsláttur af buxum, bolum og toppum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.