Morgunblaðið - 16.05.2008, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 16.05.2008, Blaðsíða 44
LISTAHÁTÍÐ í Reykjavík var sett í Listasafni Reykjavíkur, Hafn- arhúsi, í gærkvöldi og var margt um dýrðir og ljúffengum veigum rennt niður. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráð- herra setti hátíðina og fyrir framan sviðið, fremst áheyrenda, sat hinn heimsþekkti kynlífsfræðingur Dr. Ruth 1 og hlýddi á ræður. Ruth tek- ur þátt Tilraunamaraþoni þeirra Hans Ulrich Obrist sýningarstjóra Serpentine gallerísins í London og myndlistarmannsins Ólafs Elíasson- ar. Þeir settu maraþonið formlega í gær. Ólafur og Þorgerður Katrín ræddu málinvið íslensku forseta- hjónin undir ljúfum tónum Amiinu, Kippa og vina í Undralandi 2 sem spiluðu fyrir fullu porti Hafn- arhússins 3. Fyrir utan safnið var hreyfanlega sýningarrýmið Module og vakti það mikla athygli og undr- un vegfarenda því út úr því stung- ust sköguðu fótleggir 4. Sumir stóðust ekki mátið og veittu ókeyp- is fótanudd 5. Inni í safninu virtu gestir svo fyr- ir sér verk listamanna og voru lit- irnir fagrir 6 eins og oft vill verða í myndlistinni. Tilraunamaraþonið hefst í Hafnarhúsi kl. 10 í dag. Fótanudd og frægir gestir 1 6 4 5 2 3 Morgunblaðið/G. Rúnar 44 FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.