Morgunblaðið - 16.05.2008, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2008 17
Eftir Boga Þór Arason
bogi@mbl.is
STJÓRNVÖLD í Kína sögðu í gær
að líklegt væri að um 50.000 manns
hefðu beðið bana í jarðskjálftanum
í suðvestanverðu landinu.
Sérfræðingar segja að nú þegar
fimm dagar eru liðnir frá skjálft-
anum séu litlar líkur á að margir
finnist á lífi í rústum húsa sem
hrundu í skjálftanum. „Flestum er
bjargað á fyrstu þremur eða fjór-
um dögunum,“ sagði Willie
McMartin, framkvæmdastjóri al-
þjóðlegra samtaka sem sérhæfa
sig í björgunarstarfi og hafa boðist
til að senda björgunarmenn til
Kína. „Fólk getur lifað af í allt að
fimmtán daga, en þá erum við að
tala um kraftaverk og þau gerast
ekki oft.“
Kraftaverk gerðist þó í gær þeg-
ar björgunarmenn náðu ellefu ára
stúlku úr rústum skóla sem hrundi
í bænum Yingxiu, nálægt skjálfta-
miðjunni. 22 ára konu var einnig
bjargað úr húsarústum í bænum
Dujiangyan.
Yfir 130.000 her- og lögreglu-
menn taka þátt í björgunarstarf-
inu. Yfirvöld sögðu að 19.500 lík
hefðu þegar fundist en talið var að
tugir þúsunda manna væru grafnir
í húsarústunum. Talsmenn
hjálparsamtaka sögðu að yfir fjór-
ar milljónir íbúða hefðu eyðilagst í
hamförunum. Gao Qiang, aðstoðar-
heilbrigðisráðherra Kína, sagði að
farsóttir hefðu ekki blossað upp
meðal fólks sem varð heimilislaust
í hamförunum. Fólkið hefði fengið
bóluefni gegn nokkrum sjúkdóm-
um og lögð væri áhersla á að
tryggja því hreint drykkjarvatn og
fjarlægja lík.
Kínversk yfirvöld hvöttu í gær
almenning til að láta björgunar-
sveitum í té vinnutæki og verkfæri
á borð við gröfur, skóflur og
hamra. Kínverska stjórnin hefur
hingað til verið treg til að þiggja
aðstoð erlendra björgunarmanna
en féllst í gær á að japönsk björg-
unarsveit með leitarhunda fengi að
taka þátt í björgunarstarfinu.
Talið að um 50.000 manns hafi
farist í jarðskjálftanum í Kína
Reuters
Björgun Björgunarmaður heldur í hönd tíu ára stúlku sem bjargað var úr
rústum skóla í Wenchuan-sýslu. Skera þurfti annan fótinn af stúlkunni.
Ólíklegt að margir
finnist á lífi í
húsarústunum
Sorg Kona syrgir barn sitt við rústir
skóla í Sichuan-héraði.
SEÐLABANKINN í Zimbabwe
kynnti í gær nýjan seðil, sem er hálf-
ur milljarður Zimbabwe-dollara.
Vonast er til, að hann bæti um stund
úr miklu skorti á reiðufé en verð-
bólgan í landinu var 165.000% í febr-
úarmánuði og er trúlega enn meiri
nú.
Nýi seðillinn var kynntur með
heilsíðuauglýsingu í ríkisdagblaðinu
The Herald en fyrir aðeins tíu dög-
um var settur í umferð seðill að nafn-
verði 250 milljónir dollara. Milljóna-
hrinan hófst í janúar þegar gefinn
var út 10 milljóna seðill, síðan 50
milljóna seðill 2. apríl og 100 og 250
millj. seðlar í maí.
Efnahagslífið í Zimbabwe, sem
einu sinni var kallað mesta matar-
kistan í sunnanverðri Afríku, er al-
gerlega í rúst og er Robert Mugabe
forseta kennt um, einkum sú ákvörð-
un hans að taka bújarðir af hvítum
bændum og eyðileggja þannig land-
búnaðinn.
Nú eru um 80% landsmanna undir
fátæktarmörkum og sumir svelta
heilu hungri. Hafa margir neyðst til
að flýja landið, að mati sumra allt að
þriðjungur vinnufærs fólks.
Allir orðnir
„milljarða-
mæringar“
Hálfs milljarðs doll-
araseðill í Zimbabwe
Jerúsalem. AP, AFP. | George W.
Bush Bandaríkjaforseti ávarpaði
þing Ísraels í gær í tilefni af því að
60 ár eru liðin frá stofnun Ísraels-
ríkis og spáði því að á 120 ára af-
mæli þess yrði Ísrael við hlið Palest-
ínuríkis. Forsetinn spáði því og að
komið yrði á lýðræði í öllum grann-
ríkjum Ísraels fyrir árið 2068 og þau
yrðu þá laus úr viðjum kúgunar,
skipulegra mannréttindabrota og
íslamskra öfgasamtaka.
Bush minntist aðeins á Palestínu-
menn í einni setningu í ræðunni:
„Palestínumenn fá það heimaland
sem þeir hafa lengi þráð og verð-
skuldað, lýðræðislegt ríki, sem
stjórnað er í samræmi við lög, virðir
mannréttindi og hafnar hryðjuverk-
um.“
Bush minntist ekkert á þjáningar
Palestínumanna vegna stofnunar
Ísraelsríkis sem varð til þess að um
760.000 Palestínumenn flúðu eða
voru hraktir frá heimkynnum sín-
um. Stjórn Bush stefnir að því að ná
friðarsamkomulagi milli Ísraela og
Palestínumanna áður en síðara
kjörtímabili hans lýkur í janúar en
forsetinn sagði ekkert um friðarum-
leitanirnar eða hvernig leysa ætti
erfiðustu deilumálin.
Ehud Olmert, forsætisráðherra
Ísraels, sagði í ræðu á þinginu að
stjórn sín legði mikið kapp á að ná
samkomulagi við Palestínumenn og
kvaðst telja að „mikill meirihluti“
þingmanna og allra landsmanna
myndi styðja friðarsamning. Áheyr-
endurnir þögðu þegar þeir heyrðu
spá forsætisráðherrans en nokkrir
brostu dauflega, þeirra á meðal
Bush. Nokkrir hægrisinnaðir þing-
menn gengu út úr þingsalnum til að
mótmæla ræðu Olmerts.
Palestínumenn minnast
„hörmunganna miklu“
Palestínumenn minntust „hörm-
unganna miklu“ í tengslum við
stofnun Ísraelesríkis árið 1948 með
tveggja mínútna þögn í gær. Þús-
undir Palestínumanna komu saman
í borgum á Vesturbakkanum og
Gaza-svæðinu til að mótmæla Ísr-
aelsríki og slepptu 21.915 svörtum
blöðrum – einni fyrir hvern dag frá
stofnun Ísraelsríkis.
Reuters
Knús George W. Bush faðmar Shimon Peres, forseta Ísraels, eftir að hafa
flutt ræðu á ísraelska þinginu. Með þeim er forseti þingsins, Dalia Itzik.
Spáir lýðræði í
Mið-Austurlöndum
Í HNOTSKURN
» „Íran og Sýrland verða frið-söm ríki [árið 2068] þar sem
kúgun nútímans er fjarlæg minn-
ing og fólki er frjálst að segja
hug sinn og þroska hæfileika
sína,“ sagði Bush m.a. í ræðunni.
» „Og al-Qaeda, Hizbollah ogHamas hafa þá beðið ósigur.“
vi
lb
or
ga
@
ce
nt
ru
m
.is
Eirvík kynnir
sportlínuna
frá Miele
Framleiddar til að endast
Íslenskt stjórnborð
Íslenskar leiðbeiningar
Stórt hurðarop
Framleiddar í Þýskalandi
Glæsilega hannaðar
W1514 1400sn/mín/5 kg kr. 124.995
W1714 1400sn/mín/6 kg* kr. 139.995
T7644C Þurrkari m. þétti 6 kg kr. 114.995
T7643 Þurrkari m. barka 6 kg kr. 104.995
Með því að kaupa Miele
þvottavél eða þurrkara
leggur þú grunn að
langtímasparnaði
Kynntu þér málið hjá sölumönnum okkar
í verslunum Eirvíkur í Reykjavík og á Akureyri.
SPARAÐU MEÐ MIELE
TILBOÐ
*m. vaxkökutromlu
-hágæðaheimilistæki
Baldursnes 6, Akureyri | Suðurlandsbraut 20, Reykjavík Sími 588 0200 | www.eirvik.is