Morgunblaðið - 16.05.2008, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Elsku amma mín.
Ég vil þakka þér fyrir þær stundir
sem ég átti með þér, þær voru
ómetanlegar.
Ég elska þig, virði og dái.
Þú varst gott dæmi fyrir hug-
takið:
„Allt er hægt ef viljinn er fyrir
hendi.“
Þú ert fyrirmyndin mín.
Þú laðaðir börn að þér og hún
Snæfríður Lára mín elskaði lang-
ömmu sína og þú varst að kenna
henni á spilin, hún var einnig fljót
að mæta á staðinn og fá sér sæti í
göngugrindinni er hún skynjaði að
þú værir t.d. að fara inn í stofu, hún
var einnig mjög dugleg að hjálpa til
við að ýta hjólastólnum og sofnaði
svo í fanginu á þér.
Við söknum, þín elsku amma mín,
en ég er mjög þakklát fyrir þína
hönd að þú fékkst að fara til afa og
langömmu, því að það var það sem
þú þráðir.
Ég mun sakna þess að sjá þig
sitja við stofugluggann er ég kem í
heimsókn heim í sveitina til pabba
og mömmu.
Snæfríður Lára biður að heilsa.
Ég elska þig. Guð blessi þig.
Málfríður Kristín.
Hrefna Magnúsdóttir, fyrrver-
andi prestsfrú á Mælifelli, er látin.
Hrefna var eyfirskrar ættar. Hún
fluttist að Mælifelli árið 1946 er
maður hennar, sr. Bjartmar Krist-
jánsson, vígðist prestur þangað. Þar
gerðu þau hjónin garðinn frægan
um rúmlega tveggja áratuga skeið,
uns þau fluttu ásamt börnum sínum
sex að Syðra-Laugalandi í Eyjafirði,
þar sem sr. Bjartmar þjónaði sem
prestur og prófastur til starfsloka
1986. Hann lést árið 1990. Á Mæli-
felli, hinu fornfræga helgisetri, þar
Hrefna Magnúsdóttir
✝ Hrefna Magn-úsdóttir fæddist
í Litla-Dal í Djúpa-
dal í Saurbæj-
arhreppi í Eyjafirði
3. mars 1920. Hún
lést á heimili sínu í
Fremri-Hundadal í
Dalasýslu 25. mars
síðastliðinn.
Hrefna var jarð-
sungin frá Munka-
þverárkirkju í Eyja-
firði 5. apríl sl.
sem Mælifellshnjúk
ber við himin af
heimahlaði, sátu þau
staðinn með reisn og
nutu virðingar sókn-
arbarna. Verka þeirra
sér þar víða stað.
Byggt var við íbúðar-
húsið, útihús reist úr
varanlegu efni og
kirkjan fegruð og
prýdd, m.a. með lit-
uðu gleri í gluggum.
Hrefna var dugmikil
húsmóðir og áhuga-
mál hennar margvís-
leg. Hún var handverkskona góð,
kenndi handavinnu við Steinsstaða-
skóla um árabil og var virk í kven-
félagi sveitarinnar, auk þess að
sinna starfi símstöðvarstjóra á
Mælifelli. Skógrækt og hvers kyns
ræktun var hennar áhugamál. Hún
ræktaði upp skrúðgarð við húsið á
Mælifelli, sem enn í dag ber hand-
verkum hennar vitni, og gróðursetti
þar fyrstu trén. Kynni mín af
Hrefnu og hennar góðu fjölskyldu
hófust að marki er ég gerðist prest-
ur á Mælifelli sumarið 1983. Mér
varð fljótlega ljóst hversu sterkar
rætur prestsfjölskyldan fyrrverandi
á Mælifelli hafði fest á sínum gamla
stað, og þaðan vildi Hrefna helst
ekki fara, þótt örlögin höguðu því á
þann veg. Nokkrum sinnum komu
Hrefna og dætur hennar í heimsókn
að Mælifelli. Það voru jafnan hátíð-
legar stundir. Gengið var um stað-
inn og hin gömlu minnin rifjuð upp.
Breytingarnar innan bæjar og utan
og svo ótalmargt á fornhelgu setri.
Ræktarsemi Hrefnu og hennar
fólks við kirkju og stað á Mælifelli
var einstök, hana sýndu þau með
ýmsu móti, nú síðast fyrir jólin 2006
er Hrefna lét útbúa jólakort til
styrktar Mælifellskirkju með mynd
af hinni þekktu altaristöflu dr.
Magnúsar Jónssonar, sem sett var
upp í þeirra tíð. Fallegt kort, en þó
enn fallegri sá hugur, er að baki lá.
Síðasta áratuginn átti Hrefna heim-
ili hjá Snæbjörgu, dóttur sinni, og
manni hennar Ólafi Ragnarssyni, í
Fremri-Hundadal í Dalasýslu. Þar
heimsótti ég þær mæðgur fagran
ágústdag sumrið 2004. Þótt þrekið
væri nokkuð tekið að minnka sat
Hrefna við handavinnu sína sem
hún sýndi mér. Ég gat fært henni
mynd frá fjölmennri messu í Ábæj-
arkirkju, þá nýafstaðinni. Ég fann
að það gladdi hana að fá fréttir úr
gamla prestakallinu og af fólkinu í
Skagafirði. Hrefna Magnúsdóttir
fór ekki varhluta af mótlæti lífsins,
hún glímdi við ýmis veikindi og fötl-
un á langri ævi en tókst á við mót-
lætið með þolgæði og trú. Það var
styrkur hennar. Þrátt fyrir veikindi
hélt hún andlegri reisn og með-
fæddri glaðværð til æviloka. Hún
var hetja í sjón og raun, frá henni
stafaði góðvild og hlýju til sam-
ferðafólksins. Við leiðarlok minnist
ég Hrefnu með virðingu og þökk.
Mælifell á henni og fjölskyldu henn-
ar margt gott upp að unna. Stóra
birkitréð sunnan við húsið á Mæli-
felli, sem Hrefna gróðursetti á
fyrstu árum þeirra Bjartmars á
staðnum og nú teygir sig upp yfir
þak hússins, minnir á látna heiðurs-
konu og göfugt lífsstarf hennar. Við
hér á Mælifelli blessum minningu
Hrefnu og sendum börnum hennar
og ástvinum öllum einlægar sam-
úðarkveðjur. Hvíli hún í Guðs friði.
Ólafur Þ. Hallgrímsson,
Mælifelli.
Í örfáum orðum langar mig að
minnast fyrrverandi tengdamóður
minnar, Hrefnu Magnúsdóttur, sem
lést 25. mars sl.
Hrefna var sterkur persónuleiki,
hógvær og stillt en þó glaðvær,
hjálpsöm og úrræðagóð var hún
ætíð þá er þess með þurfti. Árrisul
var hún og harðdugleg og féll aldrei
verk úr hendi, listfeng og skilaði
ætíð vönduðu og fallega unnu verki.
Þótt Hrefna væri borin og barn-
fædd Eyfirðingur var henni Skaga-
fjörðurinn jafnan kær, enda ólu þau
hjón, hún og séra Bjartmar Krist-
jánsson (d. 20.9. 1990) börn sín upp
þar, en Bjartmar var sóknarprestur
á Mælifelli í 22 ár, eða þar til þau
fluttu í Eyjafjörðinn 1968 og tóku
við Laugalandsprestakalli sem
Bjartmar þjónaði í 18 ár.
Sjúkdómsbarátta Hrefnu síðari
árin var erfið og hörð og víst er um
það, að margur hefði misst móðinn í
þeirri glímu. En uppgjöf var aldrei
til hjá Hrefnu, alltaf horfði hún
bjartsýn og vongóð fram á veginn
hvað sem á dundi.
En nú er þeirri baráttu lokið og
þau Bjartmar farin að takast á við
ný verkefni.
Það voru forréttindi að fá að
kynnast þeim Bjartmari og Hrefnu.
Hafið hjartans þökk fyrir allt.
Aðstandendum öllum sendi ég
mína dýpstu samúð.
Gunnar Thorsteinson.
„Halli minn, eða
Helga mín, þekkirðu
mig, veistu hver þetta er?“ Þannig
byrjuðu símtölin okkar. Hann hélt
alltaf að hann gæti platað okkur.
En það var ekkert erfitt að þekkja
Sæla. Hann gaf svo mikið af sér og
hans yndislega bros skein í gegnum
símtólið. Innilegur persónuleiki sem
gaf mikið af sér á sinn hátt.
Þegar við hjónin fórum í fyrsta
skipti saman austur á Seyðisfjörð
1994 ásamt Grími og Völlu, foreldrum
Halla, var sjálfgefið að koma við hjá
þeim Sæla og Gullu.
Þeir félagarnir, Sæli og Grímur,
voru frændur og miklir félagar frá
unga aldri á Seyðisfirði og brölluðu
ýmislegt saman og m.a. gerðu þeir
saman út vélbátinn „Trausta“ frá
Seyðisfirði.
Allar okkar ferðir austur á Seyð-
isfjörð eftir þetta voru annað hvort
með viðkomu eða gistingu hjá þeim
hjónum Sæla, Gullu og Patta. Þar var
Ársæll Ásgeirsson
✝ Ársæll Ásgeirs-son vélstjóri
fæddist á Þórarins-
staðaeyrum (Stef-
ánshúsi) við Seyð-
isfjörð 24. desember
1925. Hann lést á
Sjúkrahúsi Seyð-
isfjarðar 12. mars
síðastliðinn og var
útför hans gerð frá
Seyðisfjarðarkirkju
29. mars.
alltaf tekið vel á móti
okkur með miklum
höfðingsskap og vel-
gjörð. Þau voru öðling-
ar heim að sækja.
Sjálfur vildi Sæli ekk-
ert láta hafa fyrir sér.
Elsku Gulla og fjöl-
skylda. Við vitum að
söknuður ykkar er
mikill. Guð gefi ykkur
styrk til að halda
áfram.
Kærleikurinn breið-
ir yfir allt, trúir öllu,
umber allt.
Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi.
Hallgrímur S. Hallgrímsson,
Helga Bachmann.
Elsku besti afi. Það var erfitt að
kveðja þig á sjúkrahúsinu þar sem þú
varst svo heilsuhraustur. Það er erfitt
að sætta sig við dauða nánustu ætt-
ingja. Þú varst enginn venjulegur afi,
þú varst fyrirmynd mín í einu öllu.
Þegar ég var lítill vildi ég heita Ársæll
eins og þú og ég hlakkaði mikið til elli-
áranna, þá gæti ég farið í Öldutún og
talað um liðna tíma.
Þegar ég var 11 ára kenndir þú mér
að lesa og ég mun búa að góðmennsku
þinni alla ævi. Á sumrin vorum við svo
dugleg að ferðast vítt og breitt um allt
Austurland, mér er ein ferð minnis-
stæðari en aðrar, þá fórum við og
amma til Breiðdalsvíkur og fengum
okkur súpu og brauð á hótelinu, þetta
var besta súpan sem við höfðum
smakkað. Þú minntist ætíð á þessa
súpu. Svo lá leiðin til Djúpavogs þar
sem við og amma fórum í sjoppuna
þar í bæ og fengum okkur kaffi og ég
keypti happaþrennu þar og vann 5000
kr, þú varst mjög ánægður með það.
Ekki voru þær fáar ferðirnar sem
við fórum á æskuslóðir ömmu í Mjóa-
fjörð. Nánast á hverjum degi varst þú
vanur að fara á æskuslóðir þínar, afi,
á eyrarnar, ég og patti vorum oft með
í för. Oft fórum saman í berjamó á
eyrarnar, oftast á flugvöllinn eða
Sörlastaði. Frá því ég var smágutti
vildi ég alltaf vera hjá afa og ömmu í
Bröttuhlíðinni, ég var öll föstudags-
og laugardagskvöld hjá ykkur ömmu
þangað til ég flutti til Reykjavíkur.
Alltaf vorum við í vikulegu símasam-
bandi þar sem töluðum um þjóðmálin
m.a. pólitíkina og Kolaportið.
Það er erfitt að kveðja þig eftir
þennan tíma, afi, þú varst mjög lífs-
glaður, sagðir endalaust brandara og
hafðir fastmótaðar skoðanir gagnvart
tónlistarmönnum. Krummi, hundur-
inn þinn, mun sakna þín mikið. Takk
fyrir allar góðu stundirnar heima í
Bröttuhlíðinni. Takk fyrir að hafa
leyft mér að lifa með þér. Takk fyrir
allar ferðirnar í Öldutún. Takk fyrir
allar gömlu góðu stundirnar á Seyð-
isfirði. Elsku afi, ég mun sakna þín
mjög sárt, það verður skrítið að koma
heim til ömmu í Bröttuhlíðina og
heyra ekki ljúfu röddina þína. Nú er
komið að kveðjustund. Hvíldu í friði,
elsku besti afi minn, og þú veist að ég
elska þig og þú varst alltaf besti vin-
urinn minn.
Þinn,
Örn Bergmann.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug
vegna andláts elskulegrar eiginkonu minnar, móður
okkar, tengdamóður og ömmu,
GUÐRÚNAR BJARGAR HJÁLMARSDÓTTUR,
Leynisbraut 18,
Akranesi.
Sérstakar þakkir til starfsfólks E-deildar á
Sjúkrahúsi Akraness.
Garðar Óskarsson,
Bergþór N. Bergþórsson, Arndís Edda Jónsson,
Erling Bergþórsson, Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir,
Þorsteinn Þorsteinsson, Þórdís Björk Sigurgestsdóttir
og barnabörn.
✝
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi,
FRIÐRIK FRIÐRIKSSON,
Bárustíg 7,
Sauðárkróki,
andaðist á Hjúkrunarheimili Skagfirðinga laugar-
daginn 10. maí.
Útför hans fer fram frá Sauðárkrókskirkju
laugardaginn 17. maí kl. 14.00.
Stefán Friðriksson, Gunnhildur Vilhjálmsdóttir,
Sólbrún Friðriksdóttir, Jón Árnason,
Friðrik Geir Friðriksson,
Guðni Friðriksson, Valgerður Einarsdóttir,
Erna Flóventsdóttir, Valgarður Jónsson
og öll afabörnin.
✝
Þökkum innilega öllum þeim sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við sviplegt andlát og útför
móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
SIGRÍÐAR INGIMARSDÓTTUR.
Kærar kveðjur og þakkir til starfsfólks og heimilis-
manna á Dalbraut 27.
Guðrún Vilhjálmsdóttir, Pétur Björnsson,
Árni Vilhjálmsson,
Guðbjörg Vilhjálmsdóttir, Torfi Tulinius,
Arinbjörn Vilhjálmsson, Margrét Þorsteinsdóttir,
Þórhallur Vilhjálmsson, Glenn Barkan,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hluttekn-
ingu við andlát og útför móður okkar, tengda-
móður, ömmu og langömmu,
GYÐU VESTMANN EINARSDÓTTUR,
sendum við innilegar þakkir.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk Skjóls, 6. hæð fyrir
frábæra umönnun.
Anna Björg Þorláksdóttir, Stefán Böðvarsson,
Þór Þorláksson, Áslaug Gunnarsdóttir,
Einar Þorláksson, Margrét Thelma Guðjónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug
við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns,
föður, tengdaföður, afa og langafa,
REGINS BERGÞÓRS ÁRNASONAR,
Tjarnarlundi 16 A,
Akureyri.
Guð blessi ykkur öll.
Málfríður H. Jónsdóttir,
Regína Þ. Reginsdóttir, Sigurður Vilmundarson,
Valgerður J. Reginsdóttir, Guðmundur Jósteinsson,
Árni Jón Reginsson, Ágústa Pálsdóttir,
afabörn og langafabörn.